Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 11. nóvember 1988 Tírnirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frumstætt fréttamat Skipta forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ís- lendinga einhverju máli? E.t.v. er ekkert algilt svar við þessari spurningu, en í flestum tilfellum mun reyndin sú, að úrslit forseta- kosninga hafi engin áhrif á samskiptamál íslands og Bandaríkjanna. Þó bregður svo við, að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið eitthvert fyrirferðarmesta fréttaefni ýmissa íslenskra fjölmiðla misserum og mánuðum saman. Lítilfj örlegt myndefni af fundaferðum frambjóð- endanna hefur verið næstum daglegt brauð í útsend- ingum sjónvarpsstöðvanna. Út yfir tók þegar þessar stöðvar efndu til vökunætur til þess að geta sent út fréttir af talningu jafnharðan, rétt eins og þessar kosningar væru íslenskt málefni. Sú dagskrárstjórn sem hér er viðhöfð, lýsir engu nema undanlátssemi við frumstætt fréttamat. For- setakosningar í Bandaríkjunum koma íslendingum á engan hátt svo mikið við að þörf sé að setja fjölmiðla á annan endann með tilheyrandi kostnaði. Valddreifing Ofuráhugi íslenskra sjónvarpsstöðva á forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum er vissulega frumstæður og að því leyti til einhæfur að varla hefur verið á það minnst, að samtímis forsetakosningunum fóru fram kosningar til alríkisþingsins í Washington. Kosningar í Bandaríkjunum verða þó fyrst fróðleg- ar, þegar forsetakosningar og þingkosningar eru virtar í sameiningu og úrslitin borin saman. Þá kemur í ljós að George Bush, frambjóðandi repúblikana, sigrar Michael Dukakis, frambjóðanda demókrata, með yfirburðum. Hins vegar bregður svo við, að í þingkosningunum hafa demókratar sigur og halda meirihluta í þinginu. Flokksmenn forsetans eru þar í minnihluta, svo að hann á undir andstöðuflokkinn að sækja hvað löggjaf- armál varðar. Þessi staða milli þings og ríkisstjórnar er algeng í Bandaríkjunum og virðist engan veginn hafa gefist illa. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og al- mennum pólitískum skilningi, eru skörp skil milli forsetavalds (ríkisstjórnar) og löggjafarvalds. í raun- inni gildir einu, hvort flokkur forsetans hefur meiri- hluta í þinginu eða andstöðuflokkurinn, að því leyti til að þingið lítur aldrei á sig sem verkfæri í hendi forsetans eða eitthvert bakland ríkisstjórnarinnar eins og er í þingræðislöndum að breskri fyrirmynd. Bandaríska stjórnkerfið krefst þess að þing og stjórn vinni saman á samningsgrundvelli. Margir stjórnmálafræðingar telja það heppilega niðurstöðu kosninga í Bandaríkjunum, að völdum skuli dreift milli flokkanna á þann hátt sem nú er, að annar flokkurinn ráði í þinginu, en hinn forsetaembættinu og ríkisstjórninni. Því er ekki að leyna að bandaríska stjórnkerfið er fræðilega athyglisvert og ólíkt vitlegra kynningarefni í fjölmiðlum en sundurlaus myndskot af forsetaefnum á ferðalagi og annar sparðatíningur, af því tagi, mánuðum saman. GARRI „Félagsleg afþreying" Nú eru Þjóðviljinn og Alþýðu- blaðið komin í hár sarnan út af Kvennalistanum. Fyrr i vikunni birti Alþýðublaðið leiðara þar sem dcilt var á Kvennalistann fyrir málefnafátækt og fleira því skylt. Um þetta fjallar klippari Þjóðviij- ans í gær. Hann slær þar að vísu töluvert úr og í, en ekki virðist þó fara á milli mála að hann sé frekar hallur undir konurnar en þeir á Alþýðublaðinu. Og kannski ekki nema von. Nú í sumar hafa skoðanakannanir bent til þess að fylgið væri bókstaflega að hrynja af Alþýðubandaiaginu. Á sama tíma hefur fylgi Kvenna- lista aukist sem aldrci áður. Allra síðustu kannanir benda aftur á móti til þess að núna sé eitthvað af þessu fylgi Alþýðubandalagsins byrjað að skila sér til föðurhús- anna. Það má meir en vera að núna séu Þjóöviljamenn af þeim sökum hikandi við að ráðast hart á þennan fylgisþjóf sinn. Þeir telji sér hall- kvæmara að fara þar varlega i sakirnar. Pólitískur saumaklúbbur Athygli vekur líka smáatriði sem verður þessum tveimur blöðum að greinilegu ágreiningsefni. Klippari tekur upp svohljóðandi klausu úr Alþýðublaðinu: „Flokkur sem lítur á stjórnmál sem félagslega afþreyingu og útrás fyrir óánægju er og verður pólitísk- ur saumaklúbbur.“ Um þetta segir Þjóðviljinn: „Hér skýsl Alþýðublaðiau illi- lega. Flokkur sem ekki getur gert pólitík að félagslegri afþreyingu og veitt óánaegju í farveg, hann blátt áfram koðnar niður í leiðindum og skoðanaleysi. Hitt er svo annað mál að það þarf fleira einum flokki til langlífis en þetta tvennt.“ Hér er ekki annað að sjá en að þessi tvö pólitísku málgögn séu komin í hár saman út af því hvort pólitík eigi að vera skemmtileg eða ekki. Og er Þjóðviljinn hér greini- lega á sinn hátt að taka upp hanskann fyrir konurnar, fyrir að vilja hafa það gott og njóta iífsins í pólitíkinni. En hitt er annað mál að því fer fjarri að pólitískar ákvarðanir séu ailtaf eitt saman fjör og húllumhæ. Ætli til dæmis frystihúsamennirnir, sem núna eru að berjast við það úti um allt land að halda fyrirtækjum sínum gangandi, séu svona upp til hópa tilbúnir til þess að h'ta á stjórnmálin sem „félagslega af- þreyingu“? Núna horfa þeir til stjórnmálamannanna og þess hvað þcir muni gera til að bjarga fyrir- tækjum þeirra. Og hvað um frysti- húsafólkið sem margt hvert er þessa dagana i stórhættu með að missa atvinnu sína? Þegar kaldur og miskunnarlaus raunveruleikinn brennur á þessu fólki og það horfir til rikisstjórnar um úrbætur, ætli það sé þá svona upp til hópa á þeirri línu Þjóðviljans að pólitík eigi að vera skemmtun? Pólitískt öngstræti Sannleikurinn er vitaskuld sá að þessi slappi málflutningur Þjóðvilj- ans er ekki annað en enn eitt dæmið um þá málefnafátækt sem þar hefur verið allsráðandi síðustu misserin og árin. Hér áður fyrr var Þjóðviljinn eldrautt kommún- istablað, og þá mátti oft á tíðum hafa af því töluverða skemmtun, eða „félagslega afþreyingu“, að lesa blaðið. í seinni tíð hefur hins vegar tröllriðið þar húsum einhvers kon- ar svífandi vandræðaástand. Allur pólitískur máiflutningur blaðsins hefur einkennst af því að menn þar ná ekki lengur áttum og eru van- megnugir til að staðsetja sjálfa sig í hinu pólitíska htrófi. Þeir finna að hinn harði marxíski boðskapur fýrri tíma höfðar ekki til fólks í samtímanum. Það þýðir ekki lengur að boða byltingu öreig- anna hér á landi. En þeir hafa ekki fundið sér neina pólitíska hand- festu í staðinn. Þeir eru enn þá svífandi. Þess vegna er það að jafnvel greindir og góðir menn á blaðinu geta leiðst út í barnaskap á borð við þennan. Að halda því fram að stjóm landsins og mcðferð þeirra mála, sem fjöldi fólks á alla afkomu sína undir, sé ein saman „félagsleg afþreying". Að fólk eigi að geta leyft sér að fara inn á þjng og taka þátt í störfum löggjafarsamkundu þjóðarinnar með sama hugarfari og væri það að skreppa á bíó eða á ball. Slikur hugsunarháttur gengur aldrei upp til lengdar í íslenskri pólitík. Þess vegna er Þjóðviljinn hér kominn inn í pólitískt öng- stræti. Hann var miklu skemmti- legri hér áður, mcðan hann hafði þó enn hinn eina og sanna komm- únisma til að fylgja. Garri. VÍTT OG BREITT Gildnandi tapsjóðir Ef nokkur maður man stundinni lengur eitthvað úr því sem fjöl- miðlaófreskjan gubbar látlaust upp úr sér ætti verðfallið á hlutabréfum í New York og fleiri stórborgum í fyrra að vera enn í fersku minni. Verðbréf hröpuðu þá í verði á örskotsstundu og margir nýríkir urðu fátækir, og kváðu enn ekki vera farnir að skilja hvað kom fyrir þá. En málið var það að hlutabréf og önnur verðbréf stóðu ekki undir því verðlagi sem búið var að koma þeim í. Verðhrunið var óhjá- kvæmilegt þar sem eignir og fram- leiðsla var ekki í neinu hlutfalli við það verðgildi sem braskarar voru búnir að æsa pappírana upp í. Á íslandi er ekki kauphöll og einokunarklíkur sölsa öll eiguleg hlutabréf og eru verðbréfamarkað- ir með frumstæðara móti. Samt eru rekin nokkur fyrirtæki í þá veru og fór eitt þeirra á hausinn ári eftir verðbréfahrunið í útlöndum og vita hvorki eigendurnir eða þeir sem töpuðu fé sínu í viðskiptunum hvað kom fyrir og rekja hörmung- ina helst til óheppni. Öllum djöflum skæðari En verðhrunið og kreppan sem af því leiðir er sannarlega komin hingað til lands og ef vel er að gáð eru forsendurnar svipaðar. Fyrir- tæki eru alltof hátt metin og kostn- aðurinn við að reka þau er ekki í neinu samræmi við þá framleiðslu eða þjónustu sem þau veita. Gjörsamlega óþörf fyrirtæki sem engin glóra er í að stofna til og reka gleypa offjár sem fengið er að láni og þegar dæmin ganga óhjákvæmi- lega ekki upp er farið að tala um einhvern rekstrargrundvöll og þann ára sem er öllum djöflum skæðari í nútímatrúnni, en það er sjálfur fjármagnskostnaðurinn. Það er svo skrýtið að offjárfest- ingu og fjármagnskostnaði er sára- sjaldan ruglað saman og láta fjár- málasnillingar eins og að þessi leiðu hugtök komi hvert öðru ekk- ert við þegar verið er að bölsótast yfir því að rekstrargrundvöllurinn sé undan öllu móverkinu. Öll gjaldþrotin sem nú ríða yfir þurfa ekki að koma neinum á óvart. Þetta er eins og hvert annað síðbúið verðbréfahrun, sem kemur fram í að það eru sjálf fyrirtækin sem verða gjaldþrota, en verðhrun verður á hlutabréfum, þar sem þau eru ekki til. Jóiasveinatrú Það voru heldur óglæsilegar upp- lýsingar sem fram komu á fundi Kaupmannasamtakanna í fyrra- kvöld, þar sem hver keppti við annan að lýsa yfir að þau verslun- arfyrirtæki sem ekki eru komin á höfuðið séu á góðri leið með það. Fjármálaráðherrann tilkynnti að gjaldfallinn og óinnheimtur sölu- skattur næmi nú 3 milljörðum króna, og væri vísast að ekki næðist nema hluti af þeirri upphæð í landssjóðinn. Heildsalar bera sig heldur illa og fulltrúi þeirra sagði að þeir hafi tapað 800 milljónum kr. á þessu ári vegna gjaldþrota smásöluverslana. Samt fer ennþá litlum tíðindum af gjaldþrotum heildsala, hve lengi sem það verður. Margt er tínt til að gera rekstur fyrirtækjanna sem lítilmótlegast- an. Eitt er það að kreditkortin séu kaupmönnum og öðrum sem við þeim taka, svo önug að þau ein og út af fyrir sig séu að setja allt á hausinn. Miklar reiknikúnstir eru viðhafðar til að sanna þetta. En dýrast er náttúrlega að þurfa að selja úttektarmiðana með afföll- um, eins og tíðkast, og okrarar, sumir beita bankastofnunum fyrir sig, fitna á vesöld annarra. Verslanir og þjónustufyrirtæki eru alltof mörg í landi, og dýr í rekstri, í of miklu húsnæði, greiða forstjórum og yfirmönnum og eig- endum, sem oft eru sömu persón- urnar, alltof hátt kaup. Það er sem sagt engin vitglóra í rekstrinum og gjaldþrotin eru óumflýjanleg. Rekstrarráðgjöf er einn af stór- um útgjaldaliðum þeirra sem farið er að hrynja undan og flottræfils- háttur í kynningum er oft undan- fari gjaldþrota. Þennan dans verður haldið áfram að stíga þar til loks fæst viðurkenning á því að fyrirtækja- hrunið er staðreynd með tilheyr- andi kreppueinkennum. Þá verður annað hvort hafist handa um að byggja upp heilbrigt og heiðarlegt athafnalíf á rústunum, eða þrota- búum þjóðarinnar verður slengt saman og þau tekin upp í skuld. En heimskir jólasveinar munu halda að jólavertíðin bjargi ein- hverju af dellunni eins og fyrri daginn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.