Tíminn - 16.11.1988, Side 3
i C f, íI / ) I I
Miðvikudagur 16. nóvember
Tíminn 3
Sértilboð Framleiðnisjóðs um kaup á framleiðslurétti
búvöru rann út í gær. Líklegar breytingar vegna þess:
BÆNDASTÉTTIN VERDUR
100 BÆNDUNI FÁTÆKARI
Tvö sértilboð Framleiðnisjóðs,
annað til aldraðra bænda sem bregða
vilja búi og hitt til sauðfjárbænda á
ákveðnum svæðum, runnu út í gær.
Að sögn Jóns G. Guðbjömssonar
hjá Framleiðnisjóði vom viðbrögð
við sértilboðunum talsverð þótt öll
kurl væm varla komin til grafar í
gær.
Jón sagði að borist hefðu beiðnir
til sjóðsins um kaup á um 200 tonna
framleiðslurétti en hefði almennt
tilboð gilt hefði mátt búast við um
100 tonna rétti.
Hér væri um að ræða milli 130 og
140 bændur með um 10 þúsund
ærgildi, eða um 75 ærgildi á mann að
meðaltali og sagði Jón að um 3A
bændanna væru eldri bændur.
í tilboðinu til aldraðra bænda fólst
að sjóðurinn bauðst til annaðhvort
að kaupa framleiðsluréttinn fyrir
7500 kr. ærgildið og greiða fyrir á
tveim árum og greiða auk þess
förgunarbætur upp á 4000 kr., eða
leigja réttinn fyrir 1670 kr.á ári á
ærgildi.
Framkvæmdanefnd búvörusamn-
inga stóð einnig fyrir öðru sértilboði
sem gilti fyrir ákveðin svæði landsins
sem talin eru vera gróðurfarslega
veik. Tilgangurinn var að draga úr
beit en jafnframt kjötframleiðslu.
Þessi svæði eru; Suðurlandið allt,
V-Skaftafellssýsla, Mýrarsýsla,
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur.
Sjóðurinn bauð það sama fyrir
leigu framleiðsluréttarins og gert var
í tilboðinu til eldri bænda, en bauð
hins vegar 8.500 kr. kaupverð fyrir
ærgildið.
Jón sagði að fullvirðisréttur
mjólkur væri umreiknaður í ærgildi
hjá sjóðnum og almenn tilboð sjóðs-
ins til kúabænda væri 7.037 kr. og
deildust greiðslur sjóðsins fyrir rétt-
inn á 4-6 ár.
Upphæðin jafngilti nálægt 40
krónum á framleiddan lítra mjólkur.
-En geta menn selt famleiðslurétt
sinn öðrum en Framleiðnisjóði eða
leigt hann eins og hverjar aðrar
eigur sínar?
Tíminn spurði Árna Jónasson hjá
Búnaðarfélaginu um þessi mál:
„Já, þeir geta bæði selt hann eða
leigt ef þeir eiga jörðina en geta það
ekki ef þeir eru leiguliðar.
Þetta er þó bundið vissum skilyrð-
um. Ef bændur hyggjast selja réttinn
öðrum bændum þá þarf samþykki
viðkomandi búnaðarsambands eða
búnaðarsambanda ef rétturinn færist
milli félagssvæða.
Ef þetta samþykki liggur fyrir er
ekkert því til fyrirstöðu að selja eða
leigja réttinn. Hins vegar þarf ekki
samþykki búnaðarfélaga ef rétturinn
er seldur til Framleiðnisjóðs."
Heyrst hefur að söluverð fullvirð-
isréttarins milli bænda hafi hækkað
verulega undanfarið sem valdið hafi
því að alls ekki borgi sig að selja
réttinn Framleiðnisjóði sem greiði
samkvæmt reglugerð. Árni sagði
það rétt að verðsprenging hefði
orðið við sölu mjólkurframleiðslu-
kvóta milli manna og heyrst hafi að
kaupendur hafi eftir slík kaup orðið
að framleiða mjólk án þess að fá
nokkuð fyrir hana í allt að tvö ár,
eða þar til þeir hefðu eignast réttinn.
Þar sem sauðfjárræktin stendur
illa þessa stundina þá á sér sala á
framleiðslurétti í greininni sér vart
stað.
Hins vegar stendur mjólkurfram-
Ieiðslan vel og framleiðsluréttur þar
eftirsóttur enda gangverð hans milli
manna komið langt upp fyrir það
sem Framleiðnisjóður greiðir fyrir
hann. Árni sagði að ein af ástæð-
um þessarar verðsprengingar væri sú
að margir ungir bændur hefðu fjár-
fest í stórum fjósum sem þeir síðan
hefðu ekki getað nýtt nema að hluta
nema með því móti að kaupa kvóta-sá
Togaramálin á Suðurnesjum til umræðu í dag:
Fundað með
þingmönnum
stjóri Eldeyjar hf. sagði í samtali
við Tímann að svo virtist sem
málið væri að snúast þeim í vil, að
minnsta kosti í augnablikinu. „Við
erum allavega búnir að stíga það
skref að við okkur verður talað,1-
sagði Bragi. Hann sagði að viðræð-
ur við Sambandið ættu örugglega
eftir að taka nokkurn tíma, þar
sem engin gögn lægju fyrir i mál-
inu. Um miðja næstu viku er búist
við að reikningar frystihússins
verði tilbúnir og í framhaldi af því
og að könnunarviðræðum loknum
má búast við að formlegt tilboð
komi fram. -ABÓ
Fyrirtækin Eldey hf., Gæðafisk-
ur hf. og Valbjörn hf. ásamt fleiri
samstarfsaðilum af Suðurnesjum
héldu fund síðdegis í gær þar sem
farið var yfir stöðuna og hugsanleg
hlutafjárkaup þessara aðila í Hrað-
frystihúsi Keflavíkur, það er eign-
arhluta Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. I dag verður síðan
haldinn fundur með þingmönnum
kjördæmisins, þar sem sömu mál
verða til umraalu ogsíðar í vikunni
er gert ráð fyrir viðræðum við
Samband íslenskra samvinnufé-
laga.
Bragi Ragnarsson framkvæmda-
Dómararnir þrír í Hafskipsmálinu:
Málsgögn skoðuð
um mánaðamótin
Haraldur Henrýsson, Pétur Guð-
geirsson og Arngrímur ísberg verða
sakadómarar í Hafskipsmálinu.
Haraldur Henrýsson er jafnframt
formaður dómsins. Að sögn Gunn-
laugs Briem yfirsakadómara afhenti
hann þeim málsgögn í gær, en Har-
aldur Henrýsson hefur leyfi frá störf-
um í sakadómi til 1. desember, og
bjóst Gunnlaugur ekki við að þeir
færu að líta á málsskjölin fyrr en þá.
Haraldur Henrýsson formaður
dómsins, sagðist ekkert geta sagt til
um hvenær málið yrði þingfest, né
hvenær það verður tekið fyrir í
sakadómi.
Þegar Haraldur kemur til starfa
hjá sakadómi um næstu mánaðarmót
verður hafist handa við að fara yfir
öll dómsskjöl sem líklegt er að taki
nokkurn tíma og því muni það
dragast nokkuð fram á næsta ár að
fjallað verði um málið í sakadómi.
-ABÓ
Eysteinn Helgason í Plastprent
Þann 11. nóvember s.l., var Ey-
steinn Helgason ráðinn fram-
kvæmdastjóri Plastprents h.f., en
Jón Steingrímsson núverandi fram-
kvæmdastjóri lætur af störfum að
eigin ósk.
Árið 1986 var Eysteinn ráðinn
forstjóri Iceland Seafood Corporat-
ion í Bandaríkjunum, en var vikið
úr starfi í febrúar s.l.
Bæklingar með umsóknareyðublöðum_ liggja frammi
í öllum VERSLUNUM SAMVINNUMANNA, öllum af-
greiðslum SAMVINNUBANKA ÍSLANDS, SAM-
VINNUTRYGGINGA og SAMVINNUFERDA-
LANDSÝNAR. Auk þess má snúa sér
til afgreiðslu SAMKORTS hf.
Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími91 -680988