Tíminn - 16.11.1988, Síða 5
Miðvikudagur 16. nóvember
Tíminn 5
Saksóknari ríkisins svararerindi^amkirkjulegrar nefnd-
ar gegn sýningu myndarinnar „Síðasta freisting Krists“:
Ríkissaksóknari sendi í gær bréf
til samkirkjulegrar nefndar trúfélaga
um að ekki yrði hlutast til um
sýningarbann á kvikmyndinni „Síð-
asta freisting Krists" og eru því
miklar líkur á að hún verði frumsýnd
í Laugarásbíói seinna í þessari viku.
í bréfi sínu til ríkissaksóknara
fóru forsvarsmenn áðurnefnds hóps
fram á það við ríkissaksóknara að
hann stöðvaði sýningar myndarinnar
vegna guðlasts og vegna þess að hún
særði trúarsannfæringu þeirra. Að
sögn eins forgöngumannanna gegn
sýningu myndarinnar, hefur verið
rætt um það í hópnum að freista þess
að koma lögbanni yfir myndina ef
saksóknari fengist ekki til að banna
hana vegna guðlasts.
Hópur þessi er myndaður af
Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík,
Betel í Vestmannaeyjum, Kristilegu
félagi heilbrigðisstétta, Veginum,
Krossinum, Kaþólsku kirkjunni í
Landakoti, Maríukirkjunni í Selja-
hverfi, Ungu fólki með hlutverk,
Kristilegu félagi ungra manna og
kvenna, Sambandi íslenskra kristni-
boðsfélaga og Hjálpræðishernum.
Auk þess hefur biskupinn yfir kaþ-
ólsku kirkjunni á íslandi sent sak-
sóknara sérstakt bréf. Biskup ís-
lands hefur hins vegar ekki tekið
þátt í störfum þessa hóps en skrifað
dóms- og kirkjumálaráðherra sér-
stakt bréf vegna myndarinnar. Það
er á þessu bréfi biskups íslands sem
saksóknari byggir afstöðu sína.
Að sögn Braga Steinarssonar,
vararíkissaksóknara, mun hafa verið
stuðst efnislega við bréf það sem
biskup íslands, herra Pétur Sigur-
geirsson, sendi Halldóri Ásgríms-
syni, dóms- og kirkjumálaráðherra,
eftir að hafa séð þessa umdeildu
kristsmynd. Segir þar að biskup meti
myndina óhæfu en telur ekki ástæðu
til að opinberir aðilar hlutist til um
sýningarbann.
Fulltrúi Hjálpræðishersins í sam-
kirkjulegu nefndinni gegn freisting-
armyndinni, sagði að tilgangur
þeirra væri að vara fólk við því að
umrædd kvikmynd gefur mjög ranga
mynd af þeim Kristi sem guðspjöllin
boða. Voru allir viðmælendur Tím-
ans úr nefndinni sammála um að
„Síðasta freisting Krists“ særði trú-
arsannfæringu þeirra og hún væri að
því lcyti hættuleg fölsun að í henni
eru öll nöfn tekin úr ritningunni og
sögusviði Nýja testamentis, en sagan
að baki kvikmyndarinnar ætti ekkert
skylt við guðspjallasöguna.
Samkvæmt upplýsingum hjá for-
svarsmönnum Laugarásbíós stendur
ekki annað til en að hefja sýningar á
myndinni þegar nær dregur helginni.
KB
Tuttugasta flokksþing framsóknarmanna um helgina:
Ekki guðlast
Fatlaðir í hjólastólum komust ekki án aðstoðar inn í húsakynnin að Borgartúni 6. Vakti það nokkra furðu fatlaðra
að slíkt húsnæði yrði fyrir valinu. Tímamynd Pjeiur.
Ráðstefna um fatlaða og atvinnulífið haldin í Borgartúni 6:
Var fatlað fólk
ekki velkomið?
í gær var haldin í ráðstefnusal ríkisins að Borgartúni 6 í
Reykjavík, ráðstefna um málefni fatlaðra sem bar yfirskrift-
ina „Ráðstefna um fatlaða og atvinnulífið“. Það vakti athygli
Tímans að sá staður sem valinn var til ráðstefnu af þessu tagi
er illur aðgöngu fyrir fatlaða - fólkið sem fjallað var um!
Aðspurð um ástæðu þess að þessi
salur varð fyrir valinu sagði Margrét
Margeirsdóttir, einn af skipuleggj-
endum ráðstefnunnar:
„Þeir náttúrlega komaSt hérna inn
en auðvitað er erfitt að komast inn í
húsið það er alveg rétt. Samt sem
áður eru allir þeir sem voru boðnir
hér á staðnum, þar með taldir fatlað-
ir.“
- En hefði ekki verið eðlilegra að
halda þessa ráðstefnu á einhverjum
þeim stað sem er þokkalega aðgengi-
legur fyrir fatlaða?
„Það má kannski vera en þetta er
ráðstefnusalur ríkisins og hér hafa
oft verið haldnir bæði fundir og
ráðstefnur um málefni fatlaðra. Við
þetta húsnæði hafa aldrei verið gerð-
ar athugasemdir mér vitanlega.“
%
Jóhann Pétur Sveinsson
fórekki
Einn þeirra sem var boðið til
þessarar ráðstefnu er Jóhann Pétur
Sveinsson lögfræðingur en Jóhann
er fatlaður og fer allra sinna ferða í
hjólastól. Þegar í ljós kom að Jóhann
sat ekki ráðstefnuna hafði Tíminn
upp á honum og spurði hann hverju
sætti. Fór hann ekki vegna þess
hversu erfitt er að komast inn í
húsið?
„Ekki er það nú kannski frum
ástæðan en hinsvegar er það alveg
rétt að það er ekki beint til sóma að
ekki skuli enn hafa verið búið þannig
um hnútana að fatlaðir eigi greiðan
aðgang að dyrum hússins, því þegar
inn er komið tekur við þessi indæla
lyfta sem kemur manni á áfangastað.
Það gleður mig að þessu skuli vera
veitt athygli og vissulega ættu fatlað-
ir að gera meira af því að mótmæla
þessu og öðrum skyldum atvikum.
Það ætti til dæmis alls ekki að þurfa
að vera dýrt að ganga þannig frá
inngangi þessa húss að fatlaðir geti
óhindrað farið þar um.“
-Hver er skilningur yfirvalda á því
að fatlaðir þurfi á því að halda að
þeim sé auðveldaður aðgangur að
opinberum byggingum, til dæmis?
„Ætli það sé ekki óhætt að segja
að í orði sé þetta allt saman mjög
jákvætt en þegar að framkvæmdun-
um kemur verður heldur minna úr
en til stóð. Það má til dæmis benda
á að embætti bæjarfógeta og sýslu-
manna, sem jafnframt eru umboðs-
menn Tryggingastofnunar ríkisins,
eru víða um land algjörlega út í hött
hvað varðar aðstöðu fyrir fatlaða"!
-áma
Rúmlega þrítug kona fékk í sakadómi Reykjavíkur í gær sinn
fimmtánda dóm á fjórtán árum vegna margvíslegra brota:
Þrjú og hálft ár
Rúmlega þrítug kona, Sólrún
Elídóttir var í gær dæmd í þriggja
og hálfs árs fangelsi fyrir „tilraun
til manndráps, en til vara fyrir
stórfellda líkamsárás með því að
hafa að kvöldi föstudagsins 29.
apríl eða aðfaranótt næsta dags,
stungið Karl Valgarðsson hníf-
stungu í kvið“. Karl var fluttur á
Borgarspítalann að morgni sunnu-
dagsins 1. maí eða rúmum sólarhr-
ing eftir að verknaðurinn átti sér
stað. Þar var hann settur í öndunar-
vél og stóð mjög tæpt um líf hans
um tíma einkum vegna lungna-
bólgu er hann hlaut auk alvarlegra
sýkinga í kviðarholi.
Þessar upplýsingar eru fengnar í
Sakadómi Reykjavíkur en þar var
konan dæmd. Þessi dómur er látinn
falla með tilliti til játningar ákærðu
auk framburðar vitna.
Ákærða er að mati dómsins
sakhæf að undangenginni geðheil-
brígðisrannsókn sem hún gekkst
undir við meðferð málsins.
14dómar,
samtals 37 mánuðir
Það vekur athygli að ferill
ákærðu er vægast sagt nokkuð
óvenjulegur svo ekki sé sterkar til
orða tekið.
Hún hefur hlotið fjórtán dóma
auk þess sem Hæstiréttur hefur
dæmt í þremur þeirra einnig. Hún
hefur samtals hlotið 37 mánaða
fangelsisdóm og þar af hefur tveim-
ur þeirra dóma verið framfylgt
með samtals fjögurra ára skilorðs-
bundnu fangelsi. Hún hefur verið
dæmd fyrir þjófnað, skjalafals og
fjársvik auk annarra brota. Þar að
auki hefur hún fimm sinnum verið
dæmd fyrir ölvun við akstur og þar
af tvisvar verið dæmd til ævilangrar
ökuleyfissviptingar, tvisvar verið
svipt rétti til þess að öðlast ökurétt-
indi ævilangt og lokum hlotið sekt.
Dómsorð yfir ákærðu hljóðar
þannig: „Ákærða, Sólrún Elídótt-
ir, sæti fangelsi í 3 ár og sex
mánuði. Til frádráttar refsingunni
komi gæsluvarðhaldsvist hennar
samtals 77 dagar. Ákærða greiði
allan sakarkostnað, þar með talinn
saksóknaralaun í ríkissjóð kr.
60.000,- og málsvarnarlaun verj-
anda síns, dr. Gunnlaugs Þórðar-
sonar, hrl. kr. 75.000,- Dómurinn
var kveðinn upp af Ingibjörgu
Benediktsdóttur sakadómara.
-áma
Hverju svarar
Steingrímur?
Á tuttugasta flokksþingi fram-
sóknarmanna sem haldið verður á
Hótel Sögu dagana 18.-20. nóvem-
ber n.k. mun Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins svara
ummælum Þorsteins Pálssonar sem
hann lét falla um síðustu helgi.
Þar líkti Þorsteinn framsóknar-
mönnum við skrattann sem læsi
biblíuna með öfugum formerkjum
og sagði þá stjórn sem þeir veita nú
forstöðu vera stjórn skömmtunar og
millifærslna er héldi uppi röngu
gengi og tæki erlend lán til að greiða
verðbólguna niður. Hann lýsti því
yfir í leiðinni að Framsóknarflokkur-
inn væri höfuðandstæðingur Sjálf-
stæðisflokksins.
Þessu mun Steingrímur svara í
ræðu sinni fyrir hádegi á föstudag.
Reiknað er með að aðalmál þingsins
verði stjórnarsamstarfið, byggðamál
og efnahagsmál. Ætla má að byggða-
málin verði sérstaklega í brennidepli
vegna þeirrar slæmu stöðu sem ríkir
í atvinnumálum víða á landsbyggð-
inni, sem einnig hefur haft áhrif á
höfuðborgarsvæðinu f formi minnk-
andi þenslu og dvínandi eftirspurnar
eftir vinnuafli.
Samkvæmt dagskrá þingsins verða
starfsmenn kosnir á föstudag, skýrsl-
ur lagðar fram og mál lögð fyrir
þingið. Á laugardag fer fram kosning
tuttugu og fimm manna í miðstjórn
og unnið verður í nefndum og starfs-
hópum. Lokadaginn munu nefnd-
arálit afgreidd og kosið í stjórn og
varastjórn flokksins. Dagskránni
lýkur svo með kvöldverðarhófi í
Súlnasal Hótel Sögu þar sem Geir-
mundur Valtýsson lætur söngva sína
hljóma og þá munu þinggestir vænt-
anlega stíga „lífsdansinn“ með vax-
andi þrá. - ág
Verðlagsstjóra hefur borist ábending þess efnis að ein-
hver veitingahús hafi hækkað gosverð svo um munar:
Hefur gosverð
hækkað um 65%?
Verðlagsstjóra hefur borist
ábending þess efnis að einhver vfn-
veitingahús á höfuðborgarsvæðinu
hafi hækkað verð á gosdrykkjum
óeðlilega mikið og þótti víst flestum
nóg um samt.
Starfsmaður Verðlagsstofnunar
vildi ekki gefa upp hvaða veitingahús
væri hér um að ræða, né heldur
hversu mikil hækkunin væri en sam-
kvæmt heimildum Tímans munu
vera brögð að því að hækkunin hafi
numið allt að 65%.
Að sögn starfsmanns Verðlags-
stofnunar er ekki hægt að segja um
það á þessu stigi málsins hvernig á
því verður tekið en þó væri alveg
ljóst að ef um jafn mikla hækkun
væri að ræða og að ofan getur væri
ljóst að til lækkunar yrði að koma.
Slík hækkun væri gjörsamlega út í
bláinn! -áma