Tíminn - 16.11.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 16. nóvember
Timirin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Fteykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrimurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Af dómsmálum
Jónatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari í svoköll-
uðu Hafskipsmáli, hefur gefið út ákæru á hendur 16
einstaklingum í sambandi við gjaldþrot fyrirtækisins. Sem
að líkum lætur er sakarefni mismunandi og á ýmsan veg.
Sumir eru sakaðir vegna aðgerða sinna, aðrir fyrir ætlað
aðgerðarleysi.
Meðal þeirra, sem nú eru kallaðir til ábyrgðar fyrir
dómi, eru fjórir fyrrverandi fulltrúar Alþingis í bankaráði
Útvegsbankans, sem saksóknari telur að hafi ekki fylgst
nægilega vel með viðskiptum bankans við Hafskip h/f. Þá
er þess beðið, að lögmæt skilyrði verði til þess að kalla
einnig til ábyrgðar í málinu fimmta bankaráðsmanninn,
alþingismann, sem nýtur svo kallaðrar þinghelgi gagnvart
opinberum dómsmálum meðan Alþingi situr. í því felst
að ekki má höfða opinbert mál á hendur alþingismanni
nema með samþykki þeirrar þingdeildar, sem hann situr í.
Ekki verður efað að saksóknarinn hefur efnislega
ástæðu til þess að blanda bankaráðsmönnum inn í þetta
umfangsmikla gjaldþrotamál Hafskips h/f. Málinu hefur
verið vísað til dómsmeðferðar hjá Sakadómi Reykjavíkur
og öngvir lagalegir agnúar á því.
Hins vegar er ýmislegt aðfinnsluvert við það, hvernig
fréttaflutningi hefur verið hagað af þessu máli síðustu
daga. Slíkri aðfinnslu er ekki beint gegn saksóknaranum
í málinu út af fyrir sig. Hann getur ekki ráðið búningi
frétta í fjölmiðlum, né hver áhersluatriði fréttamaður
velur frásögn sinni.
Hins vegar verður að átelja fréttastofu Sjónvarpsins
öðrum fjölmiðlum fremur fyrir vinnubrögð sín í viðkvæmu
máli. Fréttastofan braut reglur siðlegrar fréttamennsku
með því að draga sérstaklega fram nafn Jóhanns Einvarðs-
sonar alþingismanns og fyrrverandi bankaráðsmanns áður
en nokkur opinber tilkynning lá fyrir um ákvarðanir
saksóknarans í heild sinni, né heldur hvað þessum tiltekna
manni væri gefið að sök.
Sem heimild að fréttinni sl. laugardagskvöld 12. þ.m.
var við að styðjast bréf, sem saksóknarinn hafði ritað
forseta efri deildar Alþingis og ekki var hægt að líta á
nema sem trúnaðarmál milli þessara embættismanna á
þeirri stundu, sem fréttin var sögð. Því hljóta menn að
spyrja: Hvernig kemst slíkt bréf eða efni þess í hendur
fréttastofu Sjónvarpsins, a.m.k. tveimur dögum áður en
fréttatilkynning berst öðrum fjölmiðlum? Hver rýfur
trúnað og læðir upplýsingum í hendur fréttamanna? Og
er það siðlegt að gera slíka vitneskju að fréttaefni, jafnvel
áður en þolandi fréttarinnar og hans nánustu vita hvað til
stendur?
Reyndar vekur það athygli, hvaða tíma saksóknarinn
valdi til bréfaskrifta sinna til forseta efri deildar Alþingis.
Verður ekki sagt að þar hafi hann valið bestu leiðina.
Eðlilegra hefði verið að saksóknari hefði fyrst skýrt frá því
opinberlega, þegar sá tími var kominn, að hann hefði
þegar ákært sextán einstaklinga, sagt hverjir þeir væru og
hvað þeim væri gefið að sök, en getið þess jafnframt að
hann hygðist fara fram á það, að efri deild Alþingis létti
þinghelgi af þeim alþingismanni, sem hann vildi draga til
ábyrgðar í málinu. Slík atvikaröð hefði verið æskilegri
embættisfærsla.
Þá hafði saksóknari í hendi sér að hraða ákærunum
meira en hann gerði, þ.e. að birta ákærur áður en Alþingi
kæmi saman 10. okt. sl. Þá hefði hann valið tíma, þegar
alþingismenn njóta. ekki þinghelgi, og með því hefði
þingdeildin verið losuð undan því að hafa afskipti af
málinu, sem hyggilegt hefði verið, enda engin ástæða til
að blanda Alþingi eða deildum þess í slíkt mál að óþörfu.
Dómsmál á ekki að dramatisera í fjölmiðlum, hvað þá
í embættiskerfi og þingsölum.
GARRI
TAP A FORRITUM
í Tímanum á laugardag kom
frétt, sem kannski lét ekki mikið
yflr sér, en vakti þó athygli Garra.
Hún var um það að nafngreint
hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavik
ætti í erfiðleikum með rekstur
sinn, og var jafnvel minnst þar á
hugsanlegt gjaldþrot.
Nú vill svo til að Garri veit öriítil
deiU á þeim hugbúnaði sem þetta
fyrirtæki framleiðir. Það er búnað-
ur handa fyrirtækjum, stórum og
smáum, og til þess ætlaður að
auðvelda þeim að halda utan um
rekstur sinn, jafnt bókhald sem
aðra rekstrarþætti.
Að því er Garri veit best hefur
þessi hugbúnaður reynst í hvívetna
vel og orðið viðskiptavinum þessa
fyrirtækis notadrjúgur. Mestu máU
skiptir trúlega að hann er búinn til
hér á landi og því sniðinn að
íslenskum aðstæðum. Núna á yfir-
standandi tölvuöld þarf ekki að
eyða að þvi orðum hvilíkt hagræði
það er fyrir íslensk fyrirtæki að
geta fengið innlendan hugbúnað á
tölvur sínar, en þurfa ekki að
kaupa hann aUan erlendis frá, með
tilhcyrandi aðlögunarvandamálum
að íslenskum aðstæðum.
Fjármagns-
kostnaðurenn
í umræddri frétt ber fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins til baka
aUar fréttir um að það sé gjaldþrota
og komið tU meðferðar hjá skipta-
ráðanda. En á hinn bóginn lætur
hann hafa það eftir sér þarna að
það séu vissir erfiðleikar í rekstrin-
um. Fyrirtækið hafi tapað stórum
upphæðum á gjaldþrotum annarra
fyrirtækja, og auk þess sé mjög hár
Qármagnskostnaður fyrirtækinu
erfiður Ijár í þúfú. Þess er sérstak-
lega getið í fréttinni að þetta fyrir-
tæki hafi selt hugbúnað sinn til
allmargra frystihúsa.
Nú veit Garri út af fyrir sig
ekkert um rekstur þessa fyrirtækis
umfram það sem stóð í fréttinni.
En tU þessa hafa það einkum verið
fyrirtæki í undirstöðugreinunum,
fyrst og fremst fiskvinnslu, sem
heyrst hafa kvarta undan háum
fjármagnskostnaði og erfiðleikum
af þeim sökum. Hér I þessum
pistlum hefur því margoft verið-
haldið fram á siðustu misserum að
til þess hljóti að koma að þjónustu-
fyrirtækin fari að finna fyrir þessu
líka. Og núna er sá tími runninn
upp.
Þegar fyrirtækin í frumfram-
leiðslunni lenda í rekstrarerfiðleik-
um bitnar það fyrr eða síðar líka á
þeim aðilum sem veita þeim þjón-
ustu. Hér hjá okkur vill það stund-
um gleymast að eins hagur er oftast
líka hagur allra hinna. Ef undir-
stöðugreinamar em þrautpíndar
með háum vöxtum, eins og gerst
hefur hér undanfarið, skapar það
þjónustufyrirtækjunum fyrr eða
síðar samsvarandi erfiðleika.
I fjöhniðluin um helgina var það
haft eftir Þorsteini Pálssyni á
flokksráðs- og formannaráðstefnu
Sjálfstæðisflokksins að núna teldi
hann Framsóknarflokkinn vera
höfuðandstæðing síns flokks. Þetta
em á sinn hátt góð tíðindi fyrir
framsóknarmenn.
Það var ekkert fremur en vilja-
leysi sjálfstæðismanna í síðustu
ríkisstjóm tU að taka á vaxtamálun-
um og þar af leiðandi vanda fryst-
ingarinnar sem gekk af þeirri stjóm
dauðri. Framsóknarmenn vildu
ekki sitja með hendur í skauti og
horfa upp á frystinguna fara alla á
hausinn eins og hún lagði sig.
Svo er þó að sjá að þetta séu
sjálfstæðismenn ekki enn farnir að
skilja. Þeir bíta sig enn rigfasta í
frjálshyggjukenningar sínar. Sam-
kvæmt þeim eiga öll þau fyrirtæki
að fara á hausinn sem ekki standa
sig. Sama hvernig rekstraram-
hverfið er. Þar með talið þegar
þessum fyrirtækjum er ætlað að
starfa við síhækkandi innlendan
kostnað og á sama tíma tekjur sem
era rígbundnar af föstu gengi.
Meðan sjálfstæðismenn fást ekki
til að skilja þetta og telja framsókn-
armenn höfuðandstæðinga sina af
þessum sökum þá staðfestir það
einungis að hinir síðar nefndu era
á réttri leið. Dæmin um rekstrar-
erfiðleika og jafnvel gjaldþrot
þeirra þjónustufyrirtækja, sem
vinna fyrir fiskiðnaðinn, era síður
en svo nokkuð til að hlakka yfir,
en því miður staðfesta þau einungis
að framsóknarmenn höfðu hér rétt
fyrir sér.
Þar verður að hafa f huga að
rekstur islenska þjóðarbúsins er í
rauninni ekki meira mál en rekstur
á ýmsum stórfyrirtækjum í útlönd-
um. t þvi efni gilda sáraeinfaldar
starfsreglur sem hverjum mánni
era auðskildar og þarf engan hag-
fræðing til. Þar á meðal að gæta
þess vel að fullt jafnvægi ríki. Ef
undirstaðan er svelt er það fljótt að
verka út um aUt þjóðfélagið.
Ævintýramennska sjálfstæðis-
manna með frjálshyggjuna í sið-
ustu ríkisstjórn er farin að verða
þjóðinni dýr. Garri.
VÍTT OG BREITT
NEMENDUR
OG LEIKHÚS
í gærmorgun var fluttur þáttur í
ríkisútvarpinu, þar sem fjallað var
um nemendasýningar í leikhúsum,
sem virðast ganga erfiðlega vegna
þess að nemendur hafa misst áhug-
ann. Kom mjög greinilega fram í
þessum þætti að jafnvel þyrfti að
beita þvingunum til að fá nemend-
ur til að nota sér gott boð á
leiksýningu. Þetta þýðir raunar
ekki að leikhúsin séu að missa
tökin á áhorfendum, heldur hitt að
þau ná ekki til unga fólksins með
þeim hætti, sem leikarar og leikhús
óska sér.
Hér er um umtalsverða breyt-
ingu að ræða, sem leikhúsin hljóta
að horfa á með nokkurri undrun,
enda ekki vitað að leikstjórar og
leikarar taki upp sýningar á öðrum
verkum, en þeim sem eru annað
tveggja „tímamótaverk", eða
„menntandi" verk og verk sem
nauðsynlegt er að sýna ef við
eigum að teljast „menningarfólk"
og fólk sem aðhyllist „framúrstefn-
ur.“ En þá gerist það mitt í þessari
meðvituðu og framsæknu listgrein,
að áhuginn dettur niður, svo ekki
er hægt að fá nemendur til að
þiggja gjafamiða eða koma þeim í
leikhús nema þá helst í handjárn-
um, ef taka ber útvarpsþriítinn
alvarlega.
Hér á árum áður, þegar nemend-
ur voru látnir læra ljóð góðskáld-
anna, eins og kvæði Jónasar, Matt-
híasar og Gríms, að skáldskapur
þessara manna og fleiri góðskálda
varð um tíma svo leiður þeim sem
áhugaminni voru, að mörg ár gátu
liðið eftir að námi lauk áður en þeir
báru við að opna bók með kvæðum
þessara skálda. Það skal þvf allá
jafna hafa í huga, hvað nemendur
snertir, að þótt þurfi að læra má
lærdómsefni margvíslegt aldrei ná
því magni eða einhæfni, að það
hrindi nemendum frá viðfangsefn-
inu. Það er nú varla hætta á því
lengur, að nemendum verði ofgert
í utanbókarlærdómi á ljóðum,
enda skólaljóð nú til dags ekki
fallin til utanbókarlærdóms. Þá
virðist líka vera nokkuð tvíbent
hver skáldskapur er á ferðinni og
benda blaðaskrif undanfarið til
þess, að nýrri skólaljóð standi.
nemendum ekki fyrir þrifum í
ljóðalestri.
Það eru ný tíðindi að ekki skuli
vera hægt að fá nemendur í leikhús
hvorki með illu eða góðu. Nú er
íslenskt leikhús ákaflega meðvitað
um alvöru lífsins og hefur verið svo
lengi. Og það er augljóst, að nem-
endum finnst íslenskt leikhús svo
leiðinlegt, að þeir hafa ekki
minnsta áhuga á að sjá verkin.
Þetta er breyting sem verður að
skrifa á reikning leikhúsanna. Þau
hljóta að vera svona leiðinleg. Þau
sem ráða leikhúsunum eru full
metnaðar og sjást ekki fyrir um
leikritaval. Ekki vantar að fjöl-
miðlar, langflestir, eru uppfullir
með lýsingar á leikverkum og við-
tölum við „stjömur,“ sem hafa
yfirleitt sömu sögu að segja, þ.e.
ekki neina sögu aðra en þá að þetta
sé allt saman „afskaplega skemmti-
legt“ og að þeir, leikararnir, hafi
„afskaplega gaman af að leika í
stykkinu." Nú vill svo til að nem-
anda í grunnskóla eða fjölbrauta-
skóla varðar akkúrat ekkert um
hvort einhver leikari er að
skemmta sér á fjölunum. Okkur
hin varðar raunar ekki um það
heldur. Viktoría Bretadrottning
viídi láta skemmta sér. Hún sagði:
„We are not amused“, (Okkur er
ekki skemmt) þegar henni féll
eitthvað miður. íslenskir nemend-
ur eru sömu skoðunar þegar
leikhúsið er annars vegar.
Hin langa áþján, þegar leikarar
eru kvaddir til að svara upp á það
hvort þeir skemmti sér, hefur leitt
til leiða og gagnrýnisleysis, sem
loks hefur síast inn í nemendur
með fyrrgreindum hætti. Þeir telja
sig ekkert erindi eiga í leikhús, þar
sem leikarinn er í óðaönn að
skemmta sjálfum sér. Leikhús eru
byggð til að hýsa skemmtun handa
öðrum. Þessi staðreynd hefuralveg
gleymst. Um leið hefur gleymst að
leikhúsið þarf áhorfendur. Annars
er það bara klúbbur leikara, sem
eru að skemmta sjálfum sér, oft
yfir fánýtustu hlutum. Mannfæðin
á íslandi, þótt hún hrjái ekki
leikarastéttina, hefur leitt til þess
að leikhúsin hafa verið látin í friði.
Leikarar hafa gagnrýnilaust fengið
að lýsa því yfir hvenær sem við þá
er talað, að þeir séu fyrst og fremst
að skemmta sjálfum sér. Það kann
ekki góðri lukku að stýra. Við
viljum láta skemmta okkur. Leik-
ari sem er bara að skemmta sjálfum
sér á sviðinu nær að takmörkuðu
leyti til áhorfandans, sem kominn
er í hús til að láta skemmta sér og
varðar ekkert um leikarann. Það
viðhorf þola tugir ef ekki hundruð
prímadonna leikhússins illa. Þær
vilja frekar fá nemendur í böndum
í leikhúsið en þurfa að láta af hendi
helgasta rétt sinn til sjálfsskemmt-
unar, og varpa skemmtuninni fram
í salinn. IGÞ