Tíminn - 16.11.1988, Page 13

Tíminn - 16.11.1988, Page 13
Miðvikudagur 16. nóvember Tíminn 13 llllllllllllllinillll ÚTLÖND Helför gyðinga, tabú Þjóðverja Fyrir helgi neyddist Philip Jenn- inger til að segja af sér sem forseti þings Vestur-Þýskalands vegna ræðu sinnar þar sem hann sagði meðal annars að stærsti hluti þýsku þjóðarinnar hefði staðið á bak við Hitler árið 1938 þegar gyðingaof- sóknir nasista hófust með Kristals- nóttinni svokölluðu. Þá réðust sveit- ir nasista á heimili og verslanir gyðinga, brutu þar allt og brömluðu og börðu mann og annan. Viðbrögð gyðinga og Þjóðverja sjálfra við ræðu Jenningers voru mjög harkaleg og neyddist hann því til að segja af sér eins og áður segir. Jenninger var mjög brugðið við þeim viðbrögðum sem ræða hans fékk og segir að menn hafi misskilið hana. En að líkindum dró Jenninger í meginatriðum upp rétta mynd af ástandinu árið 1938, en með því braut hann þjóðartabú Þjóðverja sem vilja alls ekki tengja Þýskaland nasismans við Vestur-Þýskalands nútímans. „Það sem hann sagði var ekki rangt. í hlutlægri sagnfræði hefðu allar staðreyndimar verið taldar sannar“ sagði sagnfræðingurinn Ernst Nolte, en hann hefur sérhæft sig í sögu Þriðja ríkisins. „En menn verða að íhuga það í þessari stöðu Mesta grimmdarverk mannkynssögunnar er af flestum talin Helförin þýskra nasista gegn gyðingum. mikla, eða útrymingarofsóknir hvort þörf sé á að tilfinningasemi hafi neitunarvald yfir birtingu sögu- legra staðreynda. Jenninger hefur að líkindum ekki gert sér grein fyrir áhrifum ræðu sinnar á þessum tíma og við þetta tækifæri". Nolte hefur legið undir ámæli fyrir að halda fram að ofsóknir nasista gegn gyðingum og helförin í heild sé ekkert einsdæmi í sögunni. Slíkt gaf Jenninger einnig í skyn í ræðu sinni og vildi vara við að slíkt gerðist aftur. Þetta telja margir, sérstaklega gyðingar, vera tilraun Þjóðverja að varpa frá sér ábyrgðinni á Helförinni miklu og að Helförin sé einsdæmi. Hvort það er rétt verður hver og einn að gera upp við sig. Heineken íKína Heineken hefur haldið ihnreið sína í Kína. Þetta kunna öl í grænu dósunum verður framleitt í Yimin brugghúsinu í Sjanghæ, en samning- ar þess efnis tókust fyrir stuttu. Til að byrja með verður ölið einungis drukkið á innanlandsmarkaði í Kína, en þar er eftirspurn eftir bjór mjög mikil og fá færri en vilja. Eftir að vissum gæðum hefur verið náð er ætlunin að hefja útflutning á kín- verskum Heineken bjór, rétt eins og hollenskur væri. Heineken fyrirtæk- ið hefur lagt 30 milljónir dollara í þetta verkefni, en hyggjast fá þá aura og gott betur í budduna er fram líða stundir. Sjónvarpsauglýsingin með Willie Horton, manninum sem myrti í helgarleyfi sínu frá fangelsinu í Massachusetts þar sem Dukakis er ríkisstjóri. Morðinginn Willie Horton: Drýgsti kosninga- smali George Bush? Nýafstaðin kosningabar- átta fyrir forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum var ein sú sóðalegasta sem um getur. Um það eru flestir er til þekkja sammála. George Bush sigraði í forsetakosn- ingunum með yfirburðum. Sumir segja að hans dýrmæt- asti kosningasmali hafi verið glæpamaðurinn Willie Horton. Hann er svartur morðingi og sat inni meðan á kosningabaráttunni stóð. En hvernig má það vera? Willie Horton var aðalmaðurinn í sjónvarpsauglýsingu sem stuðnings- menn Bush gerðu til að ná höggi á Michael Dukakis og er talið að sú auglýsing hafi fælt fleiri kjósendur frá Dukakis en nokkuð annað í kosningabaráttunni. Willie Horton var dæmdur í ævil- angt fangelsi í Massachusetts árið 1974 fyrir einstaklega grimmilegt morð. Hins vegar fékk Willie tíu sinnum helgarfrí frá fangelsinu og notaði hann tækifærið í eitt skiptið, nauðgaði og drap konu og mun ekki aftur komast út fyrir rimlana, ef að líkum lætur. Þegar Horton myrti í helgarfríi sínu þá var Michael Dukakis orðinn ríkisstjóri í Massachusetts. Því ásök- uðu repúblikanar Dukakis óbeint fyrir morðið og sögðu sem svo; er það þetta sem bandaríska þjóðin vill? Þannig var spilað á tilfinningar þeirra Bandaríkjamanna sem óttast glæpi og það er drjúgur hópur. Er talið að þessi auglýsing hafi jafnvel haft úrslitaáhrif í suðurríkjum Bandaríkjanna, en þar er linkind í garð glæpamanna talin af hinu illa. Það er sárgrætilegt fyrir demó- krata að það var keppinautur Duk- akis um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins sem byrjaði að ásaka Dukakis vegna afdrifaríkra helgarleyfa Willie Horton. Það var suðurríkjamaðurinn A1 Gore sem dró Willie riam í sviðsljósið. Willie Horton sem talinn er hafa fælt fleiri kjósendur frá Michael Dukakis en nokkuð annað í nýliðinni kosn- ingabaráttu. Finnur Ólafur Þórður Verkalýðsmálaráð framsóknar- félaganna í Reykjavík Stofnfundur Verkalýðsmálaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 16. nóvember næst komandi kl. 20.30 að Nóatúni 21. Dagskrá: 1. Setning. Finnur Ingólfsson. 2. Kynning á stofnun Verkalýðsmálaráðs. Ólafur A. Jónsson. 3. Störf Verkalýðsmálaráðs. Þórður Ólafsson. Allir velkomnir. Stjórnin 20. Flokksþing Framsóknarmanna Hótel Saga 18.-20. nóv. 1988 Dagskrá Föstudagurinn 18. nóv. 1988 Kl. 10:00 Þingsetning Kosning þingforseta Kosning þingritara Kosning kjörbréfanefndar Kosning dagskrárnefndar Kl. 10:15 Yfirlitsræða formanns Kl. 11:15 Skýrsla ritara Kl. 11:30 Skýrsla gjaldkera Kosning kjörnefndar Kosning kjörstjórnar Kosning málefnanefndar Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:20 Mál lögð fyrir þingið Kl. 14:30 Almennar umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:30 Nefndastörf Laugardagurinn 19. nóv. 1988 Kl. 10:00 Almennar umræður, framhald Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 aðalmanna í miðstjórn Kl. 14:00 Afgreiðsla mála- umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:15 Nefndastörf - starfshópar — undirnefndir Kvöldið frjálst Sunnudagurinn 20. nóv. 1988 Kl. 10:00 Afgreiðsla mála-umræður Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 varamanna í miðstjórn Kl. 14:00 Aðrar kosningar skv. lögum Kl. 14:30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri (um kl. 16:00) Kl. 19:30 Kvöldverðarhóf í Súlnasal LFK konur á flokksþingi! Föstudagskvöldið 18. nóv. er framkvæmdastjórn og landsstjórn LFK ásamt varamönnum boðuð á fund kl. 19.00 að Hótel Sögu. Framkvæmdastjórn LFK Morgunspjallsfundur Laugardagsmorguninn 19. nóvember kl. 9.00 eru allar LFK konur á flokksþingi boðaðar á morgunspjallsfund að Hótel Sögu. Framkvæmdastjórn LFK Stjórn SUF Fundur í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna er boðaður fimmtudaginn 17. nóv. kl. 20 að Nóatúni 21 Reykjavík. Fjallað verður um verkefnaáætlun í vetur og flokksþing sem framundan er. Formaður SUF Spilakvöld Annað spilakvöld Framsóknarfélags Rangæinga verður haldið í Hlíðarenda sunnudaginn 20. nóv. kl. 21. Stjórnin. Borgarnes - nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Ath. 1. spilakvöld í 3ja kvölda keppni. Góð verðlaun, mætum vel. Framsóknarfélag Borgarness.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.