Tíminn - 16.11.1988, Síða 14

Tíminn - 16.11.1988, Síða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 16. nóvember lllllllllllll SAN1 VíniSiUfytAt- ijlilííl!|l!llllllj[|[||||||l!i!!|ij!l|ll!l!ilili!lllllllililiij!i!'|ll!i|ll!lllii!j!ji[|!ll[l!!!liill!||l!i!|l!'jjjllllllllii!!||l!!illll!l!íllllll;i!ilj!l!l|llll!lílllill|iiiili!l!!!lll!llíjllij[|[[lllll!!!llílii'!!!lll|!l!l!ll!l!llllilllll^ Reksturinn gengur vel Viðtal við Geir Magnússon, bankastjóra Samvinnubankans Vextir og fjármagnskostnaður hafa mikið verið í umræðu undanfarið og eru þar margar hliðar uppi. Ég hitti Geir Magnússon bankastjóra Samvinnubankans og spurði hann út í þau mál. Fyrst spurði ég þó hvernig bankinn gengi í dag. - Hann gengur vel í dag, svaraði Geir. - Reksturinn fyrstu átta mán- uði ársins var góður miðað við það sem gerist, og hvað varðar innlán þá höldum við okkar hlut. - Hvað eruð þið með hátt hlut- fall af innlánum bankanna? - Meðal bankanna höfum við á undanförnum árum verið með inn- lánahlutfall frá 8,0 til 8,5%, en þó hefur það heldur hækkað seinustu árin. - Nú hefur oft heyrst spurt á liðnum árum hvenær Samvinnu- bankinn ætli að opna útibú á tveim- ur stöðum, það er á Akureyri og í Breiðholti í Reykjavík. Er nokkuð framundan í þeim málum? - Áður en ný lög um viðskipta- banka komu 1986 þá varð að sækja um heimild til opnunar útibúa til ýmissa ráðuneyta. Þá þurftu sumir, m.a. við, að sækja til viðskipta- ráðuneytis, Búnaðarbankinn t.d. til landbúnaðarráðuneytis og þar fram eftir götunum. Með nýjum lögum er bönkunum frjálst að opna útibú, svo fremi að fasteignir þeirra og búnaður nemi ekki hærri fjárhæð en 65% af eigin fé þeirra. Við erum lítill banki með fjölda útibúa, eða eina 20 afgreiðslustaði. Þess vegna var þetta hlutfall okkar ekki í lagi við setningu laganna. Aftur á móti höfum við unnið að því að laga það og það hefur nálgast. Meðan þetta hlutfall er ekki í lagi þá getum við ekki opnað fleiri útibú. Við höfum þó á þessum tíma opnað eitt útibú, en það gerðist að beiðni heimamanna á Hornafirði í fyrra. Það gengur mjög vel þannig að við erum mjög ánægðir með þróunina þar. Útibú á Akureyri? Að því er varðar Akureyri þá eru þar margir bankar fyrir í ekki mjög stóru samfélagi. Við höfum þó verið að rannsaka hvað við eigum að gera varðandi útibúið okkar á Svalbarðseyri, hvort við eigum að hætta þar eða flytja afgreiðsluna þar inn á Akureyri og hafa áfram takmarkaða þjónustu á Svalbarðseyri. Okkur virðist að það komi til greina að flytja þetta útibú til Akureyrar, ef við finnum staðsetningu þar sem hentar okkur og þegar hlutföll okkar eru orðin í lagi gagnvart lögum. Varðandi Breiðholt verð ég eig- inlega að gefa sama svar. Þar eru þegar orðnir nokkuð margir bank- ar og banki af okkar stærð getur ekki leyft sér að opna mörg útibú á skömmum tíma. Það er dýrt að opna útibú og það tekur nokkur ár fyrir nýtt útibú að stækka að því marki að það standi undir rekstrin- um, þannig að við getum ekki leyft okkur að vera með mjög marga slíka hluti í gangi í einu. - Og það er ekkert inni í mynd- inni að flytja neitt af útibúunum í Reykjavík á milli borgarhverfa? - Þessir hlutir eru auðvitað alltaf t skoðun. Núna þegar bönkum er sett að hafa eiginfjárhlutfall í lagi þá munum við að sjálfsögðu ekki til lengdar hafa opin útibú sem ekki skila viðunandi rekstraraf- komu, en á þessu stigi eru þó ekki uppi hugmyndir um að opna ný útibú eða loka neinum af þeim sem eru í gangi. Þó er ýmislegt þarna í skoðun, eins og til dæmis að við gætum hugsanlega átt eftir að flytja höfuð- stöðvar bankans úr Bankastræti og á einhvern annan stað í borginni þar sem betra væri að komast að þeim og gert Bankastrætið að venjulegu útibúi. Þar er að því að gæta að fermetrinn hér í Banka- stræti er mjög dýr, og við gætum til dæmis keypt tvo til þrjá fermetra úti í bæ með góðum bílastæðum og aðkomumöguleikum fyrir hvern fermetra hérna. Okkar hugmyndir eru þess vegna þær að við gætum hugsanlega flutt aðalstöðvarnar héðan og haft hér í staðinn útibú. Verðbréfaviðskipti - En nú er tiltölulega stutt síðan Samvinnubankinn stofnaði deild til að sjá um verðbréfaviðskipti. Eruð þið þar með kannski komnir út á það sem stundum hefur verið kallað grái markaðurinn?. - Já, við erum það að vísu, og þar veitum við föstum viðskipta- vinum okkar og öðrum, sem við okkur vilja skipta, þjónustu í sam- keppni við aðra. Þarna er vaxta- krafan hærri heldur en í bönkum. Það tíðkast erlendis að bankar veiti svona þjónustu, enda er þetta hluti af því nýja kerfi eða þeim fjármagnsmarkaði sem mér sýnist að sé hér kominn til að vera. Við höfum að vísu ekki enn sett upp gagnkvæma ávöxtunarsjóði, en þeir eru í undirbúningi hjá okkur og munu koma. Við munum þannig þróa okkur inn á þennan markað og veita okkar fólki þá þjónustu, sem þar á sér stað, á faglegan og traustan hátt, enda eru margir sem vilja gera þessi við- skipti í gegnum banka frekar en í fyrirtækjum úti í bæ. Þetta finnum við og ætlum okkur að leggja áherslu á faglega og örugga þjón- ustu á þessum markaði. - Þannig að þið eruð sem sagt að fylgja eftir markaðsþróuninni í þessum málum? - Við eigum enga kosti aðra en að reka okkar starfsemi eftir þeim lögum og reglum, og eftir þeim markaði sem er í gangi á hverjum tíma, eða að öðrum kosti að sitja eftir. Og það munum við ekki hafa inni í myndinni. Fjármunaleiga - Og svo við víkum enn að öðru þá er Samvinnubankinn aðili að fjármunaleigufyrirtækinu Lind hf. Hvernig sérðu framtíð þeirra við- skipta og hvernig hafa þau gengið? - Þau hafa gengið mjög vel, og núna eru viðskipti Lindar komin upp í á annan miljarð. Þessi við- skipti gætu raunar verið miklu stærri ef við gerðum ekki mjög miklar kröfur til þeirra sem við eigum viðskipti við, bæði um arð- semi þess sem við erum að fjár- magna og styrkleika þeirra aðila sem við erum að gera viðskipti við. Þannig hefur Lind hafnað mjög miklu af umsóknum. Þarna höfum við átt samstarf við franskan banka, Banque Indosuez, sem á viðskipti um allan heim. Þessi banki er vanur því að vinna í löndum þar sem hann þekkir ekki náið til og gerir mjög strangar kröfur í áhættumati og rekstri. Það hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir okkur, og ég held að ég megi segja að Lind sé í dag mjög gott og faglegt fyrirtæki á sínu sviði, og það eigum við m.a. mikið að þakka þeirri reynslu sem við höfum fengið í gegnum samstarfið við þennan erlenda banka. - Leggur Banque Indosuez Lind til mikið fjármagn? - Banque Indosuez leggur fram 40% af eigin fé Lindar sem er tvenns konar, annars vegar í formi hlutafjár og hins vegar í formi víkjandi lána. - En eru þeir ekki með meira fé í veltunni hér heima? - Jú, þeir hafa að vísu lánað Lind hluta af því sem fyrirtækið hefur tekið að láni erlendis, en það er sjálfstæð ákvörðun þeirra hvort þeir vilja lána Lind eða ekki. Annars hafa erlendir bankar tekið Lind mjög vel, þannig að þeir hafa reynst njóta þess trausts að þeir hafa fengið lánsfé að því marki sem þeir hafa haft viðskiptalegar ástæður til að taka að láni til starfsemi sinnar. Erfiðleikar samvinnurekstrar - En svo við víkjum aftur að öðru þá hefur mikið verið talað um erfiðleika í samvinnurekstrinum. Þið verðið væntanlega varir við þetta? - Við verðum varir við þetta eins og aðrir bankar, og ekki bara í samvinnurekstri heldur í rekstri yfirleitt. Atvinnulíf bæði úti á landi og í Reykjavík hefur átt undir högg að sækja. - Þú segir í rekstri yfirleitt, eru kaupfélögin kannski ekki verr stödd en önnur fyrirtæki? - Ég held að kaupfélögin og reyndar einnig önnur fyrirtæki úti á landi í sambærilegum rekstri séu í meiri varnarbaráttu heldur en fyrirtæki sums staðar annars staðar á þéttbýlli stöðum. Það er vel þekkt að dreifbýlisverslun á undir högg að sækja í samkeppni við stórmarkaði í þéttbýliskjörnum. Við verðum vör við þetta í afkomu fyrirtækja, þannig að í áhættumati verða þessi fyrirtæki úti á landi síðri lántakendur og viðskiptaaðil- ar eftir því sem eigið fé þeirra og rekstrarstaða versnar. - Þú tekur þá ekki kaupfélögin sérstaklega út úr í þessu? - Ef við förum að horfa á kaup- félögin sérstaklega þá eru þekkt vandamál bæði í útflutningsiðnaði, dreifbýlisverslun eins og ég nefndi, sjávarútvegi og slátrun. Eftir að nýju búvörulögin voru sett þá hafa að okkar áliti kaupfélögin og slát- urleyfishafar farið nokkuð illa rekstrarlega út úr þeim nýju regl- um sem þar komu til. Þeir gáfu það upp núna fyrir nokkrum vikum að á seinustu tveimur framleiðsluár- um hafi þeir tapað fjórðungi af miljarði við það að sjá um slátrun undir nýju kerfi. Þeir staðgreiða bændum og standa undir áhættu af birgðunum, og jafnframt af því að selja þessar afurðir fyrir litla þókn- un á áhættusömum tímum þegar gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar. Þeir hafa verið í eilífri baráttu við að fá að fullu endurgreiddan þann kostnað sem lög segja að þeir eigi að fá. Þeir álíta sig ekki hafa t.d. fengið að fullu endurgreiddan þann vaxtakostnað vegna slátur- vara sem á þá hefur fallið. Það hlýtur að vera, miðað við fjölda þessara aðila og stærð, að 250 miljónir á tveimur árum séu mjög alvarlegt mál. Við í bönkunum hljótum að fylgjast með þessari þróun, því að okkur ber náttúrlega að gæta hagsmuna bankanna þar sem mikið fjármagn er frá þeim í þessari starfsemi. - En að því er varðar fiskvinnsl- una? - Það er líka þekkt nvermg rekstur þessara aðila gengur, og því miður þá eru þeir sjálfir þeirrar skoðunar að ekki sé enn ljós fram- undan í að þeir hafi fengið þær bætur út úr aðgerðum síðustu vikna sem skili þeim réttu megin við strikið. Miðað við það ástand og þær aðstæður sem þeir búa við þá myndum við eins og er ekki velja okkur fyrirtæki í þeirri grein til viðskipta. Bankar líta aftur á móti enn á þau fyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við þá lengi, af þeirri ábyrgð sem þeir telja forsvaran- lega. Við erum að tala um fyrirtæki sem í mörgum byggðarlögum eru undirstöðufyrirtæki atvinnulífsins, og það er ábyrgðarhlutur þegar banki treystir sér ekki til að halda áfram að skipta við slík fyrirtæki. Út frá þeim sjónarmiðum þá taka bankar oft meiri áhættu heldur en þeir myndu kannski að öðrum kosti gera við fyrirtæki. Frjálsir vextir - Nú er það vel þekkt að vextir hér hafa verið frjálsir síðustu árin og ráðist af framboði og eftirspurn. Hvert er álit þitt á reynslunni af þessu fyrirkomulagi, og má búast við að það geti gefist vel hérna í framtíðinni? - Ég leyfi mér nú að vona að þetta fyrirkomulag eigi að geta reynst vel hér eins og annars staðar þegar aðilar á markaðnum hafa áttað sig á því hvað þetta þýðir. Eftirspurn hefur ekkert minnkað þó að vextir hafi vaðið upp, og raunvextir í bönkum hefðu jafnvel átt að fara enn hærra ef þeir hefðu átt að hækka þangað til að færi að draga úr eftirspurn. Þegar menn hafa ekki fengið fjármagn úr bönk- um á þeim háu vöxtum sem þar voru þá hafa þeir tekið lán á gráum markaði eins og það er kallað fyrir enn hærri vexti. Sumir hafa þvf miður ekki haft þá arðsemi í rekstri sem þurfti til að standa undir slíkum lánum, en tekið þau samt. Það sem hefur valdið vonbrigðum er að það hefur ekki dregið úr eftirspurn og ásókn í fjármagn þrátt fyrir að vextir hafi farið svona mikið upp. Rangar fjár- festingaráætlanir - Eru íslendingar svona fram- kvæmdaglaðir? - Þar er margt sem spilar inn í. Sumir hafa ekki áttað sig á því hvað svona háir vextir þýða fyrr en þeir hafa reynt það á rekstrinum og orðið að læra það erfiðu leiðina. Ég vona að menn séu að læra á þetta og reyni að átta sig fyrirfram á því hvort þeir hafi þá arðsemi sem þarf til að standa undir fjár- festingum, miðað við þau vaxta- kjör sem eru í boði. í öðru lagi höfum við hér dæmi um fyrirtæki þar sem upphaflegar fjárfestingaráætlanir hafa farið gjörsamlega úr skorðum. Það mætti spyrja sig hvort verkfræðing- ar á íslandi, eða aðrir tæknimenn sem reikna út áætlað kostnaðar- verð fjárfestinga, séu ekki færir um að gera það. Það er eiginlega regla að endanlegur fjárfestingarkostn- aður er margfeldi upphaflegrar áætlunar, og mörg fjárfestingin hefði aldrei orðið ef það hefðu legið fyrir endanlegar stærðir áður en byrjað var. Ábyrgð þeirra sem leggja fram rangt og of Iágt fj árfest- ingarmat er því mikil, og mér finnst að það hafi ekki komið nógu vel fram hvað margir fara hér af stað með fjárfestingaráætlanir sem reynast aðeins brot af því sem endanlega verður. Þá standa menn uppi með fjárfestingu sem er al- gjörlega vonlaust að reksturinn standi undir. - Þú álítur þá að það sé ekki bönkunum að kenna hvað vextir hér hafa hækkað mikið? - Það er alls ekki bönkunum einvörðungu að kenna. Við verð- um að taka tillit til þess að fjár- magnsmarkaður á íslandi hefur verið í stöðugri þróun síðustu fjög- ur árin. Þeir, sem þarna hafa verið að gera viðskipti, hafa orðið að aðlagast gjörbreyttum viðskipta- háttum. Og það eru fleiri sem hafa áhrif á vexti en bankarnir. Við ákvörðun vaxta í bönkunum verð- ur að taka tillit til vaxta í Seðla- banka, vaxta ríkisskuldabréfa, og svo vaxta á frjálsa markaðinum. Ef bankarnir hefðu ekki mætt mark- aðnum þá hefðu þeir einfaldlega minnkað og viðskiptin færst annað. f nýju umhverfi eigum við engan kost annan en að mæta þeim hreyf- ingum sem eru á markaðnum, af hvaða ástæðum sem þær eru í hvert skipti. - Og framtíð Samvinnubankans er þá björt í þínum huga? - Já, ég get að lokum sagt það að Samvinnubankinn stendur vel og hann hefur hlutverk, því að hann er til dæmis eini einkabank- inn sem hefur lagt áherslu á að markaðssetja sig úti á landi. Af tuttugu afgreiðslustöðum okkar eru aðeins fjórir í Reykjavík en hinir vítt og breitt um landið, þannig að sérstaða okkar er skýr. TÍMINN þakkar Geir Magnús- syni fyrir samtalið. -esig Geir Magnússon bankastjóri. (Tímamynd: Gunnar)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.