Tíminn - 16.11.1988, Side 15

Tíminn - 16.11.1988, Side 15
Mið'vlkúáádjur 16. 'rióVembe'r Tíminn 15 BÆKUR BÆKUR Vel samdar minningar Magnús Sveinsson frá Hvitsstöðum: Á ýmsum leiöum heima og erlendis, æviþættir og um menn og málefni, Rv. 1988. Það er vandi að skrifa eigin ævi- minningar svo að vel sé og ekki öllum gefið. Ekki verður þó annað sagt en að Magnúsi Sveinssyni frá Hvítsstöðum hafi tekist það býsna vel. Þó verður ekki beinlínis sagt að hann hafi lent í neinum þeim stór- ævintýrum um dagana að telja megi sérstakt bókarefni. Hann er fæddur 1906 og ólst upp hér vestur á Mýrum. Tiltölulega snemma hóf hann kennslu, lauk sfðan kennaraprófi og stundaði tvívegis framhaldsnám er- lendis. Kennslan varð svo vettvang- ur hans svo lengi sem aldur leyfði. En gildi bókar á borð við þessa felst kannski ekki síst í þvf að menn á aldri höfundarins muna svo sannar- lega tímana tvenna. Eða eins og hann orðar það sjálfur í formála bókar sinnar: „Pegar ég fæddist, á fyrsta tug þessarar aldar, var lífið svipað því sem verið hafði um aldaraðir. Þegar ég man fyrst eftir mér, var algengast að vatn væri sótt í brunna og til eldiviðar notaður mór og hrís þar sem einhverjar skógarleifar voru. Það skal þó tekið fram, að á þeim tveim bæjum, þar sem ég ólst upp, var vatnsleiðsla komin í íbúðarhús og skilvinda hafði tekið við hlutverki gömlu mjólkurtroganna. Verkfæri voru þá víða af gamalli gerð, en nokkrir bændúr höfðu þá eignast hestvagn, svo að hægt var að aka skami á tún. “ Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum. Sannleikurinn er sá að það liggur við að bækur á borð við þessa séu nauðsynlegar ti! að minna það fólk, sem nú lifir á miðjum aldri og yngra, á það hve raunar er óskaplega stutt aftur í miðaldirnar hér í landi okkar. Lýsingar Magnúsar hér á bernskuár- um sínum og fyrstu manndómsárum eru vel samdar, hnitmiðaðar og einmitt prýðilega til þess fallnar að hnippa í nútímafólk og minna það á þetta sem hér var nefnt. Og raunar má segja að fleira þarna sé vel til þess fallið að minna fólk á framfarir nútímans en sögur hans úr sveitinni. Tvívegis hefur hann dvalið um vetur í Svíþjóð, árin 1931-32 og 1946-47. { þessum ferða- lögum hefur hann náð í skottið á þeim tíma þegar menn ferðuðust hér almennt yfir Atlantshafið sjóleiðina, þó að hann hafi að vísu farið með flugvél heim í seinna skiptið. Lýsingar hans á þessum ferðum og dvölinni erlendis í bæði skiptin eru glöggar og læsilegar. Einn helsti kostur þeirra er svo einnig hér hve þær lýsa í rauninni vel þeim miklu breytingum sem orðið hafa á ferðum héðan til annarra staða á Norður- löndum á innan við einum manns- aldri. Mætti segja mér að þeir kaflar þætti ýmsum þeim fróðlegt að lesa, sem vanir eru orðnir því að skjótast á tveim eða þrem tímum með Flug- leiðaþotu til Kaupmannahafnar, og hafa kynnst Norðurlöndum af eigin raun eins og þau eru í dag. Einn meginkostur bókarinnar er annars sá hve höfundi lætur vel að takmarka efni sitt. Hann segir frá ýmsu því, sem honum er minnis- stætt, en fellur ekki í þá gryfju að fara að tíunda ævi sína í annálsformi. Meðal annars var hann skólastjóri í Sléttuhreppi skömmu áður en þar lagðist allt í eyði, og kafli hans um dvölina þar þykir mér trúlegt að megi teljast allmerkt framlag til lokasögu byggðarinnar þar. Einna helst er að ég sakni þess hve lítið er hér sagt frá kennslu Magnús- ar og nemendum. Eftir fjörutíu ára kennarastarf fer ekki hjá því að menn hafi ýmsu kynnst og lent f því að fást við nemendur af misjöfnu tagi. Kannski hefði verið fróðlegt að fá dálítið meira að heyra af því taginu. -esig Risaeðlur og fleiri furðudýr eftir John Stidworthy Opið bréf til utanríkisráðherra: Skammarleg afstaða í bráðum eitt ár hefur heims- byggðin mátt horfa upp á grimmdar- verk ísraelshers á herteknu svæðun- um í Palestínu. Dag eftir dag hafa fréttirnar haldið áfram að berast, þrátt fyrir ritskoðun ísraelsku her- stjórnarinnar: 13 ára stúlka skotin til bana í gær, sjö ára drengur drepinn í dag, þrír palestínskir unglingar féllu í morgun... Það heitir ekki morð ef fórnarlömbin eru palest- ínskt fólk. Harðorð mótmæli hafa verið höfð uppi hvarvetna í heiminum og al- þjóðasamtök, þ.á m. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið þátt í þeim. Undir forystu Steingríms Her- mannssonar sem utanríkisráðherra tóku íslendingar þátt í þessum sjálf- sögðu mótmælum. En nú bregður svo við þegar „vinstri stjórn" er tekin við að þú, Jón Baldvin, sem mátt vafalaust ekkert aumt sjá, treystir þér ekki til að lyfta fingri til varnar þeim lítilmagna sem verður enn og aftur fyrir barðinu á ofbeldi og kúgun í heimalandi sínu Palest- ínu. Meðan utanríkismálin voru í höndum Steingríms Hermannssonar fór að rofa til og viðleitni sýnd í átt að sjálfstæðri utanríkisstefnu. ís- lendingar þurftu ekki að véra jafn lúpulegir og áður á mannamótum um alþjóðamál. Pað var eins og sæist fyrir endann á aftaníossahættinum gagnvart Bandaríkjastjórn. Nú leit- ar í gamla farið á ný. Aftur þurfa íslendingar að fara með veggjum á vettvangiS.Þ. og víðar,-afskömm. Sveinn Rúnar Hauksson læknir. Komin er út hjá Iðunni bókin Risaeðlur og fleiri furðudýr eftir John Stidworthy, í íslenskri þýðingu Óskars Ingimarssonar. Bókin er prýdd fjölda htmynda og skýringarmynda og gerir efni sínu skil á einkar aðgengilegan hátt. Um efni bókarinnar segir: Risaeðlur, fljúgandi skriðdýr og aðrar furðuskepnur - undraheimur sem eitt sinn var - vekja ótalmargar spumingar; hvemig leit fyrsti fiskurinn út, hvers vegna urðu risaeðlurnar aldauða, hver er uppmni mannsins og hvernig hefur hann þróast? Vísindamenn hafa skyggnst með „spæjaraaugum" inn í fortíðina og veita svör við ýmsum þeim spurningum sem á lesendum brenna. Fjarlæg fortíð verður nærtæk og lífi gædd. Vísbendingar og sönnunargögn hafa verið notuð til að raða saman heildarmynd af útliti og lífsháttum fyrstu dýranna á jörðinni. Þetta er saga hnattarins okkar í margar miljónir alda. Tilboð óskast í 3 Lansing dísellyftara, árg. 1985 og 1986, lyftigeta 5000 kg, með húsi, hliðarfærslu o.fl. Lyftararnir eru til sýnis í porti Búnaðardeildar í Ármúla 3, Reykjavík. Upplýsingar í síma 91-38900. ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 SOPHEIAVAR4 IDUNN Sagan um Kark - Goðheimar 4 Út er komin hjá Iðunni fjórða bókin í flokknum Goðheimar, og nefnist hún Sagan um Kark. Fyrri bækurnar í þessum bókaflokki komu út fyrir nokkrum árum. Sögurnar eru byggðar á frásögn Eddukvæða og Snorra-Eddu og hafa þær notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum og víðar. Gerð hefur verið teiknimynd eftir sögum þessum og var hún sýnd hér á landi fyrr á árinu. í þessari bók segir frá því að Loki álpast til að taka að sér uppeldið á mesta óþekktarorminum í Jötunheimi. Ekki er hann fyrr kominn með Kark heim í Ásgarð en allt fer þar á annan endann. Meira að segja Þór, sjálfur þrumuguðinn, hrökklast að heiman þegar hrekkjusvínið hann Karkur lætur til sín taka. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Ógnir í undirdjúpum - Háskaþrennan Iðunn hefur gefið út teiknimyndasöguna Ógnir í undirdjúpum eftir Renaud, Vernal og Dufaux. Þetta er fyrsta bókin í nýjum og spennandi flokki um Háskaþrennuna. Atburðarásin er hröð og æsileg og dauðinn bíður við hvert fótmál. í kynningu forlagsins á bókinni segir meðal annars: „Fólskuleg árás er gerð á aðsetur fiskimanna á smáey í Karabíska hafinu. Þar kemst innfædd stúlka með naumindum undan erlendum hryðjuverkamönnum. Þeir sækjast eftir korti sem hún hefur undir höndum, svo að hún er áfram í mikilli hættu. Hvaða leyndardóm geymir kortið og hverjir eiga þarna hagsmuna að gæta? “ Bjarni Fr. Karlsson þýddi bókin. Nordisk Forum - Myndakvöld!!!!! Fimmtudagskvöldið 17. nóv. verður langþráð mynda- kvöld Nordisk-Forum haldið að Hótel Selfossi kl. 21. Fjölmennum og rifjum upp N Asker-stemninguna. LFK og Félag framsóknar- kvenna í Arnessýslu. FLUGMÁLA STJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur tii náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrjun næsta árs. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlisfræði verða haldin 10. og 11. desember n.k. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdentsprófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmálastjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykjavíkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 7. desember, ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófskírt- eini og sakavottorði. Flugmálastjóri t Móðir okkar Daníelína Gróa Björnsdóttir andaðist á sjúkrahúsinu Sólvangi mánudaginn 14. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Reykhólakirkju n.k. laugardag klukkan tvö. Haukur Friðriksson Jón Friðriksson Lárus Friðriksson Sigmundur Friðriksson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.