Tíminn - 07.12.1988, Side 4

Tíminn - 07.12.1988, Side 4
4 Tíminn Miðvikudagur 7. desembe'r T988 d AinrCCT JL D ruvi\i\að i h nr Hjördís Leósdóttir Áhugakonur um pólitík Jóla-matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir þriðja matar spjalls- fundinum fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 19.00 í veitingahúsinu Torfunni. Dagskrá: Þrjár konur úr Landssambandinu kynna ráðstefnu í Svíþjóð þar sem rædd var stofnun samtaka Miðflokkskvenna á Norðurlöndum. Kynnt verður bókin „Nú er kominn tími til“, handbók kvenna í pólitískum fræðum. Höfundurinn kynnir. Allar áhugakonur um pólitík velkomnar. Framkvæmdastjórn L.F.K. Jólaalmanak SUF 1988 Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp: 1. des. 1. nr. 1851 2. nr. 4829 2. des. 3. nr. 7315 4. nr. 1899 3. des. 5. nr. 6122 6. nr. 1500 4. des. 7. nr. 2993 8. nr. 8376 5. des. 9. nr. 1780 10. nr. 3258 6. des. 11. nr. 1984 12. nr. 8352 7. des. 13. nr. 8240 14. nr. 7307 Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík. SUF Framsóknarfélögin í Keflavík Fundur verður haldinn í Framsóknarfélögunum í Keflavíkfimmtudag- inn 8. desember í Framsóknarhúsinu kl.8.30. Dagskrá: Aðalfundur fulltrúaráðsins. Aðalfundur húsfélagsins. Bæjarfulltrúar ræða bæjarmálefni. Önnur mál. Framsóknarmaddaman býður upp á kaffi. Framsóknarfélögin. Framsóknarvist á Sögu Framsóknarvist verður haldin á Hótel Sögu sunnudaginn 11. desember n.k. kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Stutt ávarp flytur Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Stjórnandi: Jónína Jónsdóttir. Verð aðgöngumiða kr. 400,- (Veitingar innifaldar) Framsóknarfélag Reykjavíkur. Selfoss og nágrenni Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið á Hótel Selfossi fimmtudags- kvöldið 15. desember kl. 21.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Vestur-Húnvetningar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson efna til fundar í Víðigerði þriðjudagskvöld 13. desember kl. 20.30. ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 Frá hátíðardagskrá þegar Hólakirkja var formlega tekin í notkun á ný á sunnudag. Tímamynd öf Saga lagfæringa á Hóladómkirkju Frá Erni Þórarinssyni fréttarítara Tímans í Fljótum Það var árið 1953 sem héraðsfundur Skagafjarðarprófasts- dæmis kaus Hólanefnd, en nefndin skyldi vinna að endurbót- um og fegrun kirkjunnar og umhverfi hennar. Það var svo loks á árinu 1983 sem nefndinni var markaður tekjustofn í fjárlögum ríkisins. Nefndin fékk arkitekt og verk- fræðing til að gera athugun á kirkj- unni en fram að því hafði verið lagfært það sem bersýnilega var að fara úr lagi. Könnunin leiddi í ljós að gagngerðra endurbóta var þörf því kirkjan og munir hennar lágu undir alvarlegum skemmdum. Þá- verandi kirkjumálaráðherra fól Hjálmari Jónssyni prófasti sem var jafnframt formaður Hólanefndar að gera tillögur um endurbætur á kirkj- unni. Jafnframt sótti nefndin um fjármagn til upphafsframkvæmda. Vorið eftir 24. mars 1987 skipaði Jón Helgason kirkjumálaráðherra Hóla- nefnd samkvæmt tillögu prófasts. f nefndinni eiga sæti séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup formað- ur, Hjálmar Jónsson prófastur, Jón Bjarnason skólastjóri og Trausti Pálsson formaður sóknarnefndar Hólasóknar sem tók sæti Jóns Frið- björnssonar í nefndinni í ársbyrjun 1988. Hólanefnd skyldi vinna í um- boði kirkjumálaráðuneytis í samráði við biskup íslands og þjóðminjavörð að endurbótum og fegrun kirkjunnar og nánasta umhverfi hennar. Hólanefnd réði sér hönnuði, þá er unnið höfðu frumdrög endurbót- anna, Þorstein Gunnarsson arkitekt og Ríkharð Kristjánsson verkfræð- ing. Á fundi í júníbyrjun 1987 var ákveðið að um endurgerð en ekki viðgerð kirkjunnar yrði að ræða, réði nefndin framkvæmdastjóra með verkinu, Guðmund Guðmundsson frá Sauðárkróki. Hefur hann haft yfirumsjón með framkvæmdinni. Samkvæmt þeirri áætlun sem gerð var skyldi endurgerð kirkjunnar lok- ið að innan á árinu 1988 en endur- gerð að utan og fegrun umhverfis lyki á árinu 1989. Verkið hófst 4. janúar s.l. og hefur verið unnið samfellt síðan. Kostnaður við fram- kvæmdirnar á þessu ári er um 38 milljónir króna, en áætlaður kostn- aður næsta árs til að ljúka verkinu ásamt kaupum á nýju orgeli og fullnaðarviðgerð Hólabríkurinnar er um 21 milljón króna. Endurreisn Hóladómkirkju hefur notið ótvíræðs stuðnings stjórnvalda og öruggrar forsjár kirkjumálaráðu- neytisins undir forystu ráðherranna: Jóns Helgasonar, Jóns Sigurðssonar og nú síðast Halldórs Ásgrímssonar. Ríkisstjórn íslands ákvað á ríkis- ráðsfundi hinn 1. desember s.l. að tryggja framgang iokaáfangans á næsta ári þannig að endurgerð Hóla- dómkirkju megi ljúka svo fullur sómi verði af. Eftirtaldir einstaklingar og fyrir- tæki hafa staðið að viðgerðinni: Hönnuðurnir Þorsteinn Gunnarsson og Ríkharður Kristjánsson, raf- hönnun Egill Skúli Ingibergsson og Eyjólfur Jóhannsson, hita og loft- ræsting Kristján Flygering, verktak- ar, trésmiðjan Borg, yfirsmiður Björn Björnsson, múrverk Hans Danury Danmörku og Baldur Har- aldsson, málning Sigurður Snorra- son, Kristján Hansen og Jón Svav- arsson, raflögn Rafsjá h.f. Sauðár- króki, hita- og loftræstilagnir, blikk- smiðjan Höfði Reykjavík, pípulagn- ir Hörður Ólafsson Sauðárkróki, aðstoð við grjótnám úr Hólabyrðu, landhelgisgæslan og björgunarsveit Skagafjarðarlagfæringmuna, Mork- inskinna fornleifagröftur, lagfæring legsteina og fleira starfsfólk Þjóð- minjasafnsins. Öllum þessum aðil- um færði Sigurður Guðmundsson sérstakar þakkir fyrir hönd nefndar- innar þegar hann gerði grein fyrir störfum hennar á sunnudaginn. Enn- fremur þakkaði hann biskupi íslands, kirkjuráði, þjóðminjaverði og framkvæmdasjóði Islands dyggan stuðning og síðast en ekki síst fram- kvæmdastjóra nefndarinnar Guð- mundi Guðmundssyni og starfsliði Bændaskólans á Hólum. Sokki frá Kolkuósi Uppruni Svaðastaðahrossa Þetta fyrsta bindi ritverksins um Svaðastaðahrossin, uppruna þeirra og sögu, geymir hafsjó af fróðleik, sem á erindi við alla þá sem áhuga hafa á hestum og hestamennsku eða stunda hrossarækt. Svaða- staðastofninn er langútbreiddasti stofninn innan íslenska hestakyns- ins og hross af hinum ýmsu ættlín- um hans eru hvarvetna í fremstu röð á hestaþingum. Þar nægir að benda á Kolkuóss- og Kirkjubæjar- hrossin og hross Sveins Guð- mundssonar á Sauðárkróki. í þessu fyrsta bindi ritverksins eru öllum þessum ættlínum gerð skil og sérstaklega fjallað um merk- ustu stóðhesta Svaðastaðastofns- ins. Þar má til dæmis nefna Sörla frá Svaðastöðum. Hörð frá Kolku- ósi, Arnor frá Keldudal, Kjarval frá Sauðárkróki, Ljóra frá Kirkju- bæ, Stokkhólms-Rauð og marga fleiri. Það er gerð sérstök grein fyrir hrossarækt margra kunnustu búa landsins og eru til dæmis sérkaflar um Hólabúið, Keldudal í Skagafirði, Vatnsleysubúið, Stóra- Hof á Rangárvölium, Höfða í Þverárhlíð, Tungu á Svalbarðs- strönd og fjölmörg önnur. f bókinni er saga Svaðastaða- hrossanna rakin allt aftur til miðrar 18. aldar, en þá fluttist Björn Sigfússon að Svaðastöðum í Við- víkursveit í Skagafirði. Sama ættin býr enn á Svaðastöðum og hefur ræktað sama hrossakynið í meira en 200 ár. Það hefur skilað þeim árangri meðal annars, að allir heið- ursverðlaunastóðhestar landsins eru af þessum stofni, sem og margir af kunnustu gæðingum í röðum íslenskra hesta. Þar nægir að nefna nöfn á borð við Brján frá Hólum, Kristal frá Kolkuósi og Þór frá Sporz.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.