Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 7. desember 1988 8 Tíminn Tíirmm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvaémdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Afgreiðsla fjárlaga Nú er að hefjast lokaþátturinn í afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Ríkisstjórnin stefnir að því að ljúka fjárlagameðferð fyrir þinghlé um jólin. Frumvarp til fjárlaga var að vísu lagt fram nokkru síðar á þessu þingi en venja er til. Ástæðan var sú að ný ríkisstjórn tók við völdum skömmu fyrir þingbyrjun og þurfti sinn tíma til að undirbúa svo mikilvægt frumvarp. Ríkisstjórnin ákvað í stjórnarsáttmála að stefna að því að fjárlög yrðu afgreidd með rekstrarafgangi. f fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 1200 milljón króna afgangi. Til þess að ná slíkum árangri er stefnt að verulegri lækkun útgjalda ríkissjóðs á rekstrar- og framkvæmdaliðum, auk áforma um nýja tekjuöflun umfram gildandi lagaheimildir. Slík tekjuöflun merkir að sjálfsögðu að afla ríkinu tekna með nýjum sköttum. Alþingi hefur því verið kynnt sú fjárlagastefna, sem ríkisstjórnin vill beita sér fyrir. Hitt er jafnvíst að fjárlagafrumvarpið er nú í höndum Alþingis, og ríkis- stjórnin á undir þinginu hvernig fjárlög næsta árs verða afgreidd. Ólíklegt verður að teljast að Alþingi hafi ekki fullan vilja til þess að samþykkja hallalaus fjárlög án þess að skerða útgjöld úr hófi. Þess vegna verður að vinna þingið til fylgis við ný tekjuöflunarfrumvörp. Eins og á stendur um hlutföll milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga í neðri deild þingsins er vandi ríkisstjórnarinnar augljóslega meiri en almennt gerist um framgang lagafrumvarpa. f sjálfu sér eiga allar ríkisstjórnir sitt undir samningum við Alþingi, en auðvitað reynir á slíkt fyrir alvöru þegar stjórnar- andstaðan hefur stöðvunarvald í þingdeild eins og nú er. Þessi staða í neðri deild hefur að sjálfsögðu ekki farið dult. Hún er hluti af pólitískum veruleika um þessar mundir. Eigi að síður hefðu mátt verða meiri umræður um þessa sérstöku aðstöðu innan þingsins. Pótt núver- andi ríkisstjórn sé meirihlutastjórn að formi til, þá er staða hennar í neðri deild lík því sem gerist um minnihlutastjórnir í Danmörku og Noregi, að þurfa að semja sérstaklega við stjórnarandstöðu um framgang lagafrumvarpa. Þingvenjur af því tagi hafa gefist tiltölulega vel á Norðurlöndum. Stjórnarandstaðan þar er jákvæð og finnur til ábyrgðar og kýs oftast að starfa með ríkisstjórninni og hafa áhrif á þingmál með viðræðum og samningum. Deildaskipting Alþingis Því verður að treysta, að stjórnarandstaðan, eða a.m.k. hluti hennar, meti stöðuna í neðri deild af raunsæi, ábyrgð og yfirsýn. Miðað við það að Alþingi er kosið sem ein heild og deildaskiptingin byggist ekki á mismunandi kosningafyrirkomulagi, þá fer það að verða umhugsunarefni - fræðilegt og pólitískt - hvort eðlilegt geti talist að viðhalda deildaskiptingu, sem setur raunverulegan þingmeirihluta í minnihlutaaðstöðu með þeim hætti, sem hér á sér stað og dæmi eru um frá fyrri tíð. í rauninni vantar „öryggisventil“ í skipulag þingsins, svo að komið verði í veg fyrir að veikleiki á skipulagn- ingu birtist óverðskuldað sem pólitískur veikleiki ríkis- stjórnar, sem hefur meirihluta þingsins á bak við sig. Úr þessu mætti bæta með því að opna leið til þess að vísa lagafrumvörpum til meðferðar sameinaðs þings framar því sem nú er heimilt. Deildaskipting Álþingis er í rauninni úrelt og tæplega í samræmi við kröfur lýðræðis og þingræðis. Illlll - GARRI llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ ..... ... .„.jii' GJALDÞROT RÚV? Nú er hart í ári hjá smáfuglun- um. Þjóðviljinn skýrir frá því í gær að útvarpsnefnd, sem skipuð var af Svavari Gestssyni, menntamála- ráðherra, hafi komist að þeirri niðurstöðu, að Ríkisútvarpið standi á barmi gjaldþrots. Þetta eru uggvænleg tíðindi, ef annað býr þá ekki undir. Þetta er næstum því eins og að tilkynna að jólin séu gjaldþrota. Og þetta gerist einmitt á ári þegar frægasti útvarpsmaður íslendinga fyrr og síðar, Helgi Hjörvar átti aldarafmæli. Eðlilegt er að gömlum vinum Ríkisútvarps- ins blöskri að svona skuli komið fyrir hinni ágætu stofnun, sem er svo mannmörg, að við liggur að vinnumiðlunarskrifstofur séu óþarfar. Alltaf megi bæta við fólki hjá Ríkisútvarpinu. En mann- mcrgðin er kannski ekki aðalatrið- ið heldur hitt, að um langa hríð hafa afnotagjöld af útvarpi og sjón- varpi veríð hlægilega lág, en ekki fengist hækkuð vegna andstöðu stjórnvalda. Mannmergð og flatneskja Ríkisútvarpið er nauðsynleg stofnun - kjölfesta - sem landsmenn vilja að gangi snurðulaust og hafi sæmiiegan fjárhag. Fyrst fjörutíu þúsund manns geta greitt um tutt- ugu þúsund á ári fyrir Stöð 2 geta jafnvel stjórnvöld séð, að ástæðu- laust er að svelta Ríkisútvarpið í þeim mæli, að því liggi við gjald- þroti. Ríkisútvarpið hefur mann- margt starfslið, en þó virðist iauna- málum þannig hagað, að því helst ekki á fólki sem skyldi, einkum ekki tvö hundruð þúsund króna fréttamönnum. Mannmergðin út af fyrir sig segir ekkert til um gæði eða samkeppnisaðstöðu, enda má segja að hinn alvarlegi og þægilegi tónn útvarpsins standi höllum fæt. gagnvart flatneskjunni í hinum út- varpsstöðvunum, þótt reynt sé eftir mætti að efla flatneskjuna á báðum rásum útvarpsins. Helsti gallinn og það sem dýrt reynist, er langur útsendingartími, þar sem mikið af útvarpsefni er sent út yfir sofandi þjóð. „Lykilmenn“ á framfæri Fyrir löngu er kominn tækjabún- aður, sem miðaður er við að senda út efni með næsta sjálfvirkum hætti. Ríkisútvarpið hér eins og aðrar ríkisreknar stöðvar í Evrópu hafa ekki sinnt þessari nýju tækni. Ástæðan er augljós. Þótt ríkis- stjómir láti sig engu varða fjárhags- stöðu ríkisútvarpa, taka þær ekki í mál að keyptur sé tæknibúnaður sem leysi allt að tvo þriðju starfs- manna af hólmi. Niðurstaðan verð- ur yfirleitt sú að ríkisfé er mokað í stofnanirnar. Hér stefnir aftur á móti í gjaldþrot Ríkisútvarpsins vegna þess að enn hefur verið neitað að viðurkenna staðreyndir um dýran rekstur Ríkisútvarpsins. Og það er varla við að búast að Sva vars-nefndin leggi til stórfelldar uppsagnir hjá útvarpinu. Til þess hefur of mikið verið lagt upp úr því að koma „lykilmönnum“ þar á framfæri. Þar þykja þeir útvarps- menn bestir sem kunna skil á réttu og röngu í heimspólitíkinni og hafa látið sjá sig í keflavíkurgöngum á vettvangi innlendra stjórnmála. Hrafn í hreiðri Þrír fyrrverandi sjónvarpsmenn sitja í Svavars-nefndinni við að tíunda gjaldþrotshættu Rikisút- varpsins. Fer þar sem fyrr, að sjónvarpsfólk er talið gáfaðra og betra fólk en starfsfólk útvarpsins, eða kannski stafar þetta dálæti af því, að jafnvel ráðherrar vita ekki haus né sporð á fréttafólki í landinu nema það starfi á sjónvarpi. Nú er það svo með sjónvarp ríkisins, að íhaldið hafði uppi tilburði til að koma sínum mönnum þar á fram- færi. Tveir voru ráðnir úr þeim herbúðum, Ingvi Hrafn og Hrafn Gunnlaugsson. Varð útvarpsstjóri að taka sérstaklega á við að koma þeim í störf, enda útvarpsráð að venju frekar hallt undir fólk úr öðrum hreppum. En í sjónvarpi . eyddist fé eins og í útvarpi, en þegar átti að spara á sjálfúm helgi- staðnum ruddist Ingvi Hrafn út og skrifaði bók um reynslu sína sem ríkisstarfsmaður. Hinn hrafninn er svona að koma og fara, og finnist honum frægðarljóminn slævast kallar hann bara á Ingmar Berg- rnann í sjónvarpið, frekar tvisvar en einu sinni. Dagskrá sjónvarps- ins sýnir engin merki samkeppni við Stöð 2, enda upptekin við margvíslegt gríllufang, eins og skáldskaparmál og listir, sem al- menningur hefur mestan part af- greitt sem bull fyrir löngu. Á meðan býður Stöð 2 upp á margvís- lega skemmtun, jafnvel létt spjall í Jóni Óttari, sem er ólikt menning- arlegra og nær almenningi en grjót- burðurinn í sjónvarpi ríkisins. Aldraðir til hjálpar Lengi vel ástundaði útvarp ríkis- ins að ala fólk upp í tónlist og rekur stóra tónlistardeild. Árangurínn sést í popphungri samtímans. Barnatímar eru margir, jafnvel á morgnana, þegar börn eru i skóla, en til fagnaðar sér hafa þeir fengið uppiýsingar úr könnunum um, að ellilaunaþegar hlusti á barnatím- ana. Þetta eru aðeins tvö dæmi um merkilega tilraunastarfsemi ríkis- rekins fjölmiðils sem hefur mörgu dagskrárgerðarfólki á að skipa. Nú er það svo, að fjölmiðill á eingöngu skipti við almenning. Á samkeppn- istímum dugir ekki að líta á sig sem uppalanda. Vel getur verið að hjá útvarpinu séu mikUr hagfræðingar, sem kunna að benda á leiðir tU spamaðar. En þar fyrirfinnst ekki nokkur maður, sem veit hvernig á að skemmta almenningi. Samt þyk- ir almenningi vænt um gömlu guf- una. Það á svo eftir að koma í Ijós hvort mannfjöldinn, afnotagjaldið og leiðindin eiga eftir að þýða gjaldþrot. Garri IIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIII efnahagsmAl : 1 n:: I m Hilgl:lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|ll!llllllllll|l|i|i|!Lin;UV^^ .. Staða dollars Strax degi eftir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum varð aU- nokkurt gengisfall dollars á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuðum. Af því tilefni mun enska fjármála- tímaritið The Economist hafa birt forystugrein um stöðu dollars 19. nóvember 1988 og sagði m.a.: „Milliskeiðið til 20. janúar (1989) er Bush nægur tími til að bregðast við fyrstu dollara-kreppu sinni, áður en hann sest í Hvíta húsið. ... Ef í raun réttri þarf að fella dollar um 10-20%, - eins og ýmsir bandarískir hagfræðingar telja, á meðal þeirra Martin Feld- stein, fyrrum efnahagslegur ráðu- nautur Bush, - færi betur á, að hann yrði fljótiega felldur: Ný stjórn hæfi göngu sína verst með því móti að leggjast gegn óhjá- kvæmilegri gengislækkun, hvort eð heldur væri með róandi yfirlýsing- um af munni Bush eða leiðtoga annarra helstu iðnríkja ellegar með kaupum útlendra seðlabanka á dollar á gengi 10-20% yfir raun- virði þeirra. Að slíkri leið yrðu endurtekin mistök fjármáiaráðherra í hópi sjö stærstu iðnríkja (G-7) í fyrra. Með því að tylla dollar of hátt mánuðina eftir Louvre-samkomulagið stuðl- uðu þeir að hruni á kauphöllum. Stjórnmálamenn álíta stundum, að minnstu hnjaski valdi að þræða meðalveg á milli þess að binda gengi gjaldmiðils sem dollars of hátt og hins að láta hann taka kollhnís strax. Þeir tala um gengis- sig (controlled devaluations), hæg- fara lækkun dollars í nokkra mán- uði. Á því úrræði eru tveir agnúar. í fyrsta lagi er það vandkvæðum bundið. Ef gjaldeyrismarkaðinn grunar, hvað í vændum er, tekur hann án tafar til sinna ráða og kippir sér ekki upp við valdsmanns- legan svip og íhlutun (stjórnvalda), heldur knýr fram það, sem stjórn- völd vildu forðast eða fall dollars í einni svipan um fyrirhugað gengis- sig. Því veldur, að kaupendur verðbréfa (investors) vilja ekki hafa í fórum sínum dollara (verð- mæti), sem verðfall er búið, nema - og sá er síðari agnúinn, - vextir í Bandaríkjunum verði slíkir, að upp bæti þeim væntanlegt tap. Einmitt nú kæmi ekkert skuldum hlöðnu hagkerfi Bandaríkjanna verr en dýrt lánsfé. Ef dollar er fall búið, þá væri rangt að sporna við því og fánýtt að reyna það. En meginforsenda þessa er gölluð: Dollar þarf ekki lengur að falla. Ef markaðurinn knýr fall hans fram, munu efna- hagslegar afleiðingar-þess líklega valda honum vonbrigðum ... halli Bandaríkjanna í vöruviðskiptum og þjónustu (current account) er munur þess, sem Bandaríkin eyða og framleiða. í sjálfu sér veldur ódýr dollar engu um það, einkum í þjóðarbúi sem er án umfram- framleiðslugetu.“ Fáfnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.