Tíminn - 07.12.1988, Side 9
Miðvikudagur 7. desember 1988
Tíminn 9
Að vonbláum tindum
rammlegra fjalla
Nýjasta ljóðabók Helga Sæm-
undssonar gefur tilefni til að staldra
við og líta yfir langan feril hans sem
bókmenntagagnrýnanda og skálds.
Þetta er sjötta kvæðasafnið, sem
hann sendir frá sér; fyrsta bókin Sól
yfir sundum. kom út árið 1940, en
síðan líða 35 ár, þar til hann tekur
að gefa út ljóð sín á ný, og rekur þá
hver ljóðabókin aðra með fárra ára
millibili: Sunnan í móti 1975, Fjalla-
sýn 1977, Tíundir 1979, Kertaljósið
granna 1981 - og Vefurinn sífelldi,
sem út kom snemma á þessu ári.
Illvíg styrjöld
Þegar Helgi Sæmundsson gaf út
æskuljóð sín tvítugur að aldri við
upphaf hernáms á landi hér, byggði
íslensk ljóðagerð enn á bjargi ríms
og stuðla.
„Eftir á að hyggja finnst mér, að
þetta litla kver mitt hafi vakið meiri
athygli en það átti skilið," sagði
Helgi í viðtali 1981. „En hafa ber í
huga, að kvæði voru lesin betur og
af fleirum í þá daga; almenningur
fjallaði um þau og skipti sér af
þeim.“
Helgi gerðist ungur blaðamaður,
fyrst á Tímanum, en síðan Alþýðu-
blaðinu og varð að lokum ritstjóri
þess blaðs. Á veltiárum hernámsins
og tímum kalda stríðsins, þegar
viðhorf til menningarmála gjör-
breyttust, er hann einn áhrifamesti
bókmenntagagnrýnandi landsins.
Og hann varð einna fyrstur manna
til að viðurkenna formbyltingu
ungra ljóðskálda. „Já, ég tók upp
hanskann fyrir atómskáldin," segir
hann í áðurnefndu viðtali. „Ég vildi
að þau hefðu fullt frelsi til að yrkja
eins og þeim sýndist. Þau sættu
fordómum og ósanngirni. Það er nú
ekki nýtt í bókmenntum og listum,
og við íslendingar erum síst barn-
anna bestir í þeim efnum. En atóm-
skáldin svokölluðu lentu í alveg
sérstaklega illvígri og fáránlegri
styrjöld. Það var barið á þeim
ómjúkum höndum, svo að vægt sé til
orða tekið, og það hlaut að kalla
fram gagnaðgerðir. Allt þetta tal um
búning, rím og stuðla og slíkt, það
voru deilur um keisarans skegg að
mínum dómi.“
í sama viðtali eru eftirtektarverð
ummæli Helga um hlutverk sitt sem
gagnrýnanda, en þau eru á þessa
leið: „Sumir tala illa um gagnrýnend-
ur, eins og allir vita. Ég má náttúr-
lega ekki gera það, því að ég hef
gamlan glæp á samviskunni. En nú
orðið sé ég minnst eftir gagnrýninni
af því sem ég gerði hér áður fyrr og
veitti mér gleði og fullnægju. Það er
ekki að öllu leyti hollt að fást við
gagnrýni, sérstaklega ekki fyrir ung-
an mann, sem ætlar sér sjálfur að
verða skáld."
Ljóð 1937-1975
Þrátt fyrir tímafreka blaða-
mennsku, umfangsmikil bók-
menntaskrif og önnur afskifti af
pólitík og menningarmálum, vék
ljóðagyðjan sjaldan langt frá Helga
fremur en öðrum sem ánetjast henni
ungir. Hann birti öðru hverju kvæði
í tímaritum, og árið 1975 valdi hann
úr syrpu sinni og gaf út bókina
Sunnan í móti, Ijóð 1937-1975.
Aðeins tvö af æskuljóðunum stóð-
ust dóm reynslunnar: I dag er pabbi
á sjó (1937) og Kveðja (1938). Form
flestra kvæðanna er þó hefðbundið
líkt og þá, þótt flest önnur eigindi
séu gjörólfk. Yrkisefnin eru fjöl-
breytt og bera því vitni, hve ljóðin
eru ort á löngu tímabili. Mest ber á
náttúrustemmningum og tilfinninga-
ljóðum, og þriðji hluti bókarinnar
vekur athygli, en hann hefur að
geyma opinská trúarljóð. í fimmta
og síðasta hlutanum ræður landið og
sagan ríkjum, og þar nýtur sín víða
vel fágað og vandað orðfæri, fljúg-
andi mælska og landsþekkt kímni
höfundar. Dæmi um það er kvæðið
í Möðrudal, en í því eru þessi erindi:
„Margt hcfur gerst í Mödrudal"
milli blárra fjalla.
Þar ég gisti háran hal
og hestamanninn snjalla.
Sá hefur aldrei lotið lýð
sem lítilþægur bíður,
Helgi Sæmundsson.
en fákum reið hann fljótin stríð
þótt freyddi upp á síður.
Hann er niðji fjallafróns
hvar sem fuglar veiða grimmir,
og máni og stjarna munu Jóns
minnast þegar dimmir.
En formbyltingin hefur einnig sett
mark sitt á Ijóðagerð Helga, eins og
kvæðið Gunnar á Hlíðarenda sýnir:
Við höfum ekið
alla leið hingað
austur í Fljótshlíð.
Eyjafjöllin blasa við
en okkur er hugþekkast
umhverfið þar sem við stöndum.
Við spyrjum hvert annað
og spörum einganveginn
spekina úr kennslubók í
Islandssögu.
Svo kemur gamall maður
gangandi eftir veginum:
Gunnar á Hlíðarenda.
Ljóðræn smákvæði
Þegar ísinn hafði verið brotinn,
sigldi hver bókin í kjölfar annarrar.
Ef litið er yfir allt safnið, kemur í
ljós að greina má nokkra höfuðþætti
í ljóðagerð Helga. Fyrirferðamesti
flokkurinn er einföld og hefðbundin
smáljóð í anda nýrómantísku stefn-
unnar, þar sem mest ber á náttúru-
dýrkun og fegurðarþrá. Slík ljóða-
gerð er viðkvæm og vandasöm, en
Helgi hefur náð á henni góðum
tökum. Sem dæmi um það má nefha
titilljóð Fjallasýnar, sem er samfelld-
ust bókanna og með fallegustum
heildarblæ:
Ég hrekk upp af svefni
á hljóðrí nóttu
og við mér blasa
í birtu mánans
himingnæf fjöll
hvít og dauð
eins og gödduð Itk
í Ijósinu kalda.
Og síðasta kvæði bókarinnar, Að
kvöldi dags, er á þessa leið:
Sólin í hafið hneig,
hjarta mitt þó er glatt,
kvöldstjarna lýsir leið
langt inní hljóða nótt.
Gleymdur ég ekki er
uppivið fjallið bratt,
blærinn í bjarkasal
býður mér góða nótt.
í þremur síðustu bókunum ber
mikið á ýmiss konar formtilraunum,
í Tíundum eru löng og órímuð
frásagnarljóð, eins og til dæmis Upp-
gjöf Esaú og Ræða góðborgarans.
Einnig er þar að finna djarfar til-
raunir með hið hefðbundna
ljóðform, þar sem rími er haldið, en
sleppt bæði stuðlum og höfuðstöf-
um. Dæmi um það er þriðja erindið
í kvæðinu Örninn:
Og ég er frjáls að hefja mig
úr viðjum þeim sem tefja mig
og hamla eðli mínu.
Eg fagna, morgunn, þinni dýrð
og hlýði kalli þínu.
Illgresi þitt ilmar betur...
Vefurinn sífelldi er fjölskrúðugust
bókanna, bæði hvað efni og form
varðar, og ef til vill viðamest þeirra,
Helgi yrkir sem fyrr með góðum
árangri ljóðræn smákvæði, en heldur
jafnframt áfram formtilraunum
sínum.
Lengsti kafli bókarinnar fjallar
um persónur, bæði innlendar og
erlendar. Þar er til dæmis kvæði um
John Lennon, sem endar á þessum
línum:
Og ég fann til,
fjarri háskanum á dauðastundþinni.
Byssan sem gein við þér
beindist einnig að hjarta mínu.
Og ágætt kvæði um Örn Arnarson
skáld, sem ort er í tilefni af hundrað
ára ártíð hans, endar á þessu erindi:
Þú gast látið vor um vetur
vekja sálir dýrum hljómum.
Illgresi þitt ilmar betur
öllum vorum stofublómum.
En mestum tíðindum sæta þó
nokkur órímuð erfiljóð, eins og til
dæmis Mynd í stein, sem er ort í
minningu Ásmundar Sveinssonar
myndhöggvara, Veislan góða, sem
er tileinkuð Snorra Hjartarsyni, og
síðast en ekki síst Heimför Kristjáns
Eldjárns, sem er eftirminnilegasta
Ijóð bókarinnar:
Dauðinn kveður þig sviplega til
fundar við sig,
og kalli hans fær einginn synjað.
Hann ber þig yfir hið straumþúnga
fljót
sem brunar fram milli stundar og
eilífðar.
Þú horfist í augu við óvæntan gest
og hlítir boði hans kvíðalaus.
Hann lyftir hvorki vopni gegn þér
né læðir á þig stríðum fjötri
heldur tekur þig í líknarfaðm sinn
sem traustur og hollráður
ferjumaður.
Hann vísar þér greiðustu leiðina
heim
að vonbláum tindum rammlegra
fjalla
ættjarðar þinnar sem rís úr sæ
og eftir þér drúpandi vakir.
Gylfi Gröndal
„Drengskap þekkti
’ann afspurn af“
Sveinn frá Elivogum:
Andstæður, Ijóðasafn,
Skuggsjá, 1988.
Sveinn Hannesson, sem kenndi
sig við bæinn Elivoga í Skagafirði,
fæddist 1889 og lést 1945. Hann varð
snemma kunnur fyrir stökur sínar,
kviðlinga og kvæði. Eftir hann komu
á sínum tíma út tvö ljóðakver,
Andstæður (1933) og Nýjar and-
stæður (1935), sem bæði hafa lengi
verið með öllu ófáanleg. Nú hefur
sonur hans, Auðunn Bragi Sveins-
son, séð um útgáfu á báðum þessum
bókum í einni og bætt auk þess við
töluverðu sem höfundur lét eftir sig
í handritum. Gefst því nú að nýju
kostur á að kynnast skáldskap Sveins
í aðgengilegu formi.
Slíkt er vissulega á sinn hátt
fagnaðarefni, því að það dylst
engum, sem les, að Sveinn frá Eii-
vogum hefur verið gæddur á ýmsan
hátt sérstæðri skáldgáfu. Þó leynist
það engum heldur að vettvangur
hans hefur fyrst og fremst verið
lausavísan, því að í lengri og um-
búðameiri ljóðum nýtur hann sín
áberandi síður. En lausavísur hans
margar eru prýðisvel gerðar, sem og
mörg lengri og styttri ljóð sem hann
hefur ort undir lausavísna- eða
rímnaháttum.
Aðdáun hans á öðru og eldra
skagfirsku skáldi, Bólu-Hjálmari,
kemur þarna líka vel fram á nokkr-
um stöðum, m.a. í sérstöku kvæði
sem Sveinn hefur ort um hann. Er
líka sannast mála að margt hefur
verið líkt um kjör og skáldskaparað-
stöðu þessara tveggja manna. Bein
áhrif frá Hjálmari fann ég þarna þó
ekki nein umtalsverð, nema ef vera
skyldi í kvæði sem þama er og heitir
Bamagæla og sýnist geta verið ort
undir áhrifum frá samnefndu kvæði
Hjálmars.
Auðunn Bragi ritar greinargóðan
formála að þessari útgáfu, þar sem
hann rekur m.a. æviatriði föður síns
og ræðir í nokkru máli um skáldskap
hans. Síðan eru bækur hans tvær
prentaðar þarna upp í heild, og í
lokin er svo úrval úr því sem hann
lét eftir sig. Getur Auðunn Bragi
þess að eftirlátin handrit hans fari
væntanlega úr sinni vörslu og inn á
Landsbókasafn, sem rétt er og
sjálfsagt.
Þegar þessi ljóðmæli Sveins frá
Elivogum eru síðan lesin í gegn
vekur það ekki síst athygli hversu
hann hefur verið jöfnum höndum
rímglaður og rímhagur. Hann er
alþýðuskáld af gamla skólanum og
yrkir undir hefðbundnum bragar-
háttum, oft dýrum. Meðal annars
vekur það eftirtekt hvað hann gerir
mikið af því að yrkja hringhent, og
yfirleitt með hinni mestu prýði, til
dæmis:
Oft til svanna kvæði kvað,
kenndur glanni í brögum,
glöggt ei vann að gæta að
guðs né manna lögum.
Og fleiri gömlum og góðum dýrleik-
aafbrigðum bregður hann fyrir sig,
svo sem Kolbeinslagi, hætti sem
mörg góðskáld hafa spreytt sig á í
aldanna rás:
Sveinn frá Elivogum.
Sá ég þræl með sáran hæl,
sem þó mundi lítil und,
rósemd fæla og reka upp væl,
rölta umgrundsem sleginn hund.
Annað vekur líka athygli, og það er
að sem sannur Norðlendingur hefur
Sveinn haft kv-framburð og stuðlar
jafnan í samræmi við það, til dæmis:
Kulda- þreytir -kylja stinn,
hverfa blóm úr spori.
Órór leitar andi minn
eftir sól og vori.
Og skömmum bregður hann fyrir sig
og fer þá stundum á kostum, svo sem
í þessari vísu sem er hluti af ritdómi:
Þín er skitin skáldaflík,
sködduð, bitin, núin,
dauðum ríturæfli lík,
rotir., slitin, fúin.
Sömu ættar er hún einnig þessi og
vel gerð:
Margan blekkti mannsins skraf,
miðlaði rógi í eyra.
Drengskap þekkti ’ann afspurn af,
- ekki heldur meira.
En lúinn hefur höfundur verið orð-
inn þegar hann kvað hana þessa:
Fótum aumum förlast megn,
frá mér tauminn gef ég,
þungum straumi að stríða gegn
styrkinn nauman hef ég.
Þannig mætti halda lengi áfram,
því að af meiru en nógu er enn að
taka. En einhvers staðar verður þó
að láta staðar numið, enda nægja
þessi sýnishorn vonandi til þess að
menn geti séð á hvern veg hér er ort.
En Sveinn frá Elivogum var býsna
gott skáld, sem allt of lengi hefur
legið óbættur hjá garði. Menn reka
sig líka alltaf á það öðru hverju að
áhugi á hefðbundinni vísnagerð er
verulegur hér enn þann dag í dag og
leynist á ótrúlegustu stöðum. Þess
vegna er útkoma þessarar bókar
ánægjuefni. Hún hefur alla burði til
þess að geta orðið mörgum góður
vinur og traustur fylginautur.
-esig