Tíminn - 09.12.1988, Side 2

Tíminn - 09.12.1988, Side 2
2 Tíminn Föstudagur 9. desember 1988 Ef rekstrarlán til fiskeldis hækka ekki, þá koma mörg fyrirtæki í greininni til með að stöðvast: Afgreiðslu verður að Ijúka fyrir áramótin „Við höfðum vonast til þess að fá eðlilega rekstrarfjárfyrir- greiðslu í upphafi ársins, en hún er ekki komin enn og það kemur að því að menn eigi ekki lengur peninga fyrir launum og fóðri, að öllu öðru slepptu,“ sagði Jón Gunnlaugsson hjá Landssambandi fiskeldis- og hafbeitarstöðva í samtali við Tímann. Jón sagöi að nú væru þeir að bíða eftir að frumvarp, sem fæli í sér hækkun á rekstrarlánum, yrði lagt fram. „Ef það dregst og málið verður ekki afgreitt fyrir jól, þá er alveg ljóst að málið dregst fram í mars og það koma ekki nema tiltölulega fá fyrirtæki til með að lifa af, ef ekkert bætist við. Rekstrarkostnaðurinn er sá sami að halda þessu gangandi, hvað svo sem gerist á Alþingi. Ef við náum þessu ekki fyrir áramót þá erum við að kyrkja þessa grein sem menn byggja talsverðar vonir á og kasta á gæl þeim fjármunum sem þegar er búið að leggja í þetta,“ sagði Jón. Fyrirhugað var að fyrr- greint frumvarp kæmi til umræðu í ríkisstjórninni fyrir sjö vikum, en er ekki komið fram ennþá. í vor var tekin ákvörðun af opin- berum aðilum þess efnis að þau seiði sem ekki seldust úr landi, skyldu nýtt innanlands og í því sambandi Launadreifing rlkisstarfðmanna í BSRB mara-maí 1ð88 35 30 25 20 E R þ E T T A ORSÖK EFNAHAG9VANDANS? <40 40-50 þðs 50-60 þú» >60 þ0« Krónur R.06.12.196B.BA. BSRB um laun ríkisstarfsmanna í banda- laginu í tilefni af umræðu um launalækkanir: Meðaldagvinnu* laun 55 þús. kr. í dag eru meðaldagvinnulaun ríkisstarfsmanna í BSRB um 55 þúsund krónur á mánuði. Sam- kvæmt úttekt á launum allra ríkis- starfsmanna í BSRB í mars-maí 1988, en þar er tímavinnufóik undanskilið, dreifðust dagvinnu- launin þannig að um 80% félags- manna höfðu undir 60 þúsundum í dagvinnulaun. Síðan í vor hefur kaupið hækkað að meðaltali um u.þ.b. 10%, þann- ig að í dag má ætla að undir 44 þúsundum séu tæp 18% ríkis- starfsmanna í BSRB, tæp 35% með 44-55 þúsund, um 28% með 55-66 þúsund og innan við 20% hafa yfir 66 þúsund krónur á mán- uði. Þessar upplýsingar komu fram á fundi sem BSRB hélt í gær vegna umræðu um að lækka verði laun almennings vegna efnahagsvand- ans. Á fundinum sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB að þess- ar tölur væru nú dregnar fram í dagsljósið til að vara við umræðu af þessu tagi, sem hafi einkennst af allt of miklum alhæfingum og feli í sér fullkomið ábyrgðarleysi og van- þekkingu. Ögmundur sagði jafnframt: „Með hugmyndum um að lækka taxtana er troðið á þeim sem búa við kröppust kjör. Spurningin er fyrst og fremst sú hvernig deila eigi ögmundur Jónasson. verðmætum í þessu landi. Þetta fólk sem hér um ræðir á ekki að borga brúsann af því að fyrirtæki hafa staðið í sukki og óráðsíu í langan tíma. Ef það reynist rétt að þjóðin eigi fyrir höndum erfið- leikatímabil er enn meiri ástæða til að gæta að félagslegu jafnrétti. Þaö væri nær fyrir Þórarin V. Þórarins- son að líta í eigin barm og athuga hvort ekki séu einhverjir í hans hóp sem geta hert ólarnar." Á fundinum var einnig lögð áhersla á mikilvægi þess að launa- fólk endurheimti samningsréttinn og ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum ef til átaka kemur á vinnumarkaði í vor. SSH veitt ákveðin lánsheimild að upphæð 800 milljónir á þessu ári og næsta, til að koma þeim seiðum fyrir. „Það var viðurkennt af þeim sem tóku þá ákvörðun, að þetta væri ekki nema hluti af dæminu. Menn fóru af stað í góðri trú,“ sagði Jón. Hann sagði að ef ekki kæmi til hækkunar á rekstrarlánum eins og lofað var á sama tíma, þá væri þetta unnið fyrir gýg. Aðspurður hvort ein eldisgrein væri ver stödd en önnur, sagði Jón svo ekki vera, en bjóst við að einna erfiðast væri hjá strandeldisstöðvum sem væru með mikinn stofnkostnað. Hjá þeim stöðvum er rekstrarkostn- aðurinn hvað mestur og framleiðslan mest. Menn hafa fjármagnað þetta meira af eigin fé, heldur en geta leyfir, vegna þess að sú fyrirgreiðsla sem lofuð var hefur ekki gengið eftir. „Það eru miklar vonir bundnar við þennan atvinnuveg og talið eðli- legt að hann taki við, eða bætist við veiðar þegar allir stofnar eru full- nýttir, en hann þarf ákveðna lánafyr- irgreiðslu. Ef menn kaupa skip og fara að róa þá fá þeir strax tekjur eftir fyrsta túr, en í fiskeldi líða kannski 4 til 5 ár þar til þú ert með söluhæfa vöru, ef þú er sjálfur að framleiða fisk allan tímann og á meðan hefurðu engar tekjur. Á þessu sést hversu rekstrarfyrir- greiðslan er miklu mikilvægari í fiskeldi, en í flestum öðrum grein- um,“ sagði Jón. -ABÓ Veitt verði óáfengt Samvinnunefnd bindindis- manna samþykkti þann annan þessa mánaðar að beina þeim tilmælum til stjórnvalda að af- numin yrðu öll fríðindi einstak- linga og stofnana varðandi kaup á áfengi. f greinargerð sem fylgir áskoruninni segir m.a.: „Með því að gefa kost á áfengum drykkjum á hagstæðari kjörum en óáfengar veitingar er í raun verið að stýra framboði og ýta undir áfengis- neyslu". Nefndin bendir einnig á að slíkt sé í beinni andstöðu við þá heilbrigðisstefnu sem miði að því að draga úr áfengisneyslu um fjórðung fram til aldamóta og einnig megi benda á að slík mismunun, sem verðlagningin hafi í för með sér, bjóði heim misnotkun og spillingu. Þá segir í greinargerðinni: „Þá er nauðsyn að afnema einnig öll fríðindi manna varðandi áfeng- iskaup svo að allir þegnar lýð- veldisins sitji við sama borð - enda er þeim öllum ætlað að taka þátt í kostnaði við að bæta tjónið sem áfegnisneysla veldur“. Karvel Pálmason vill stofna sérstakan sjóð til hjálpar þeim sem verða fyrir mistökum lækna: Dómskerfið gerir öryrkja öreiga Karvel Pálmason og fleiri báru fram fyrirspurn til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á Alþingi í gær um tryggingasjóð sjúklinga. Hvort það væri á döfinni að koma á fót tryggingasjóði til aðstoðar þeim sjúklingum sem orðið hafa fyrir áföllum vegna mistaka við læknis- meðferð. Karvel sagði að á síðustu misser- um væru að koma í vaxandi mæli upp á yfirborðið meint mistök lækna við meðferð sjúklinga og dæmi þess að menn hlytu varanlega örorku vegna læknisfræðilegra mistaka. Þó svo að umræða um þetta færi vaxandi í fjölmiðium kvaðst hann viss um að meirihluti tilfella af þessu tægi lægi gleymdur og grafinn. Karvel sagðist hafa gengið sjálfur í gegn um þetta dæmi og þekkti því af eigin raun hversu kerfið væri þungt í vöfum og ómannúðlegt gagnvart þeim sjúkl- ingum er í þessu lentu og þyrftu að leita réttar síns fyrir dómstólum. Sú Karvel Pálmason alþingismaður. píslarganga gæti í mörgum tilfellum tekið tvö til þrjú ár og það væri sorglegt að horfa upp á fólk verða nánast öreiga í baráttu sinni við sérfræðinga og lögfræðinga kerfis- ins. í svari Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra kom fram að reynt væri að fara með slík mál í jafn mörgum tilfellum og mögulegt væri. Við mat á örorku er hlytist af mistökum lækna væri farið eftir lögum um skaðabætur, en landlæknir hefði nýlega lagt fram frumvarp um meðferð slíkra tjóna, andlegra og líkamlega. f þeim drög- um er tekið tillit til umfangs tjónsins miðað við þá áhættu er sjúklingurinn tekur með því að gangast undir viðkomandi aðgerð. Ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort að slíkt frumvarp yrði lagt fram en beðið sé eftir umsögn þeirra aðila sem eðlilegt sé að fjalli um þessi mál. -ág Guðmundur Ágústsson flutti ræðu og forseti sameinaðs þings hlustaði: Undir fjögur augu Hagræðing, einfötdun, aðhald, ábyrgð og nýjar leiðir í ríkisbú- skapnum er yfirskrift þingsályktun- artillögu sem Ásgeir Hannes Eirfks- son verslunarmaður lagði fram á Alþingi fyrir nokkru. Þar er m.a. lagt til að öll þjónusta sem ríkið veitir og hægt er að fá á almennum markaði verði lögð niður. Auk þess, að kanna hvort hægt sé að bjóða út og fela einstaklingum allan annan rekstur sem ríkið og fyrirtæki þess hafa með höndum. Ásgeir lagði tillöguna fram er hann sat sem varamaður á þingi fyrir Albert Guðmundsson og gat því ekki mælt fyrir henni sjálfur. Það kom þess vegna í hlut Guðmundar Ágústssonar meðflutningsmanns hans að fylgja henni úr hlaði. Tillag- an var tekin fyrir í sameinuðu þingi í gær og var þar seinasta mál á dagskrá. Ekki virtust þessar róttæku breyt- ingartillögur á ríkisbúskapnum vekja mikinn áhuga þingmanna því fæstir þeirra voru viðstaddir um- ræðuna. Er Guðmundur hóf mál sitt voru fáeinir þingmenn í salnum. Eftir því sem á leið fækkaði þeim og er hann var kominn vel fram yfir miðja ræðu var Eggert Haukdal einn eftir, en hlustaði þó trauðla og las Dag af þeim mun meiri ákafa. Eggert sá sér þó ekki fært að sitja fundinn til enda og þegar yfir lauk voru þau Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings og Guðmundur ein eftir. Guðmundur lét sér þetta virðing- arleysi þó í léttu rúmi liggja en flutti ræðu sína áfram af jafn mikilli ákveðni og skörungsskap og að á hann hlýddi þingheimur allur. Þess þarf vart að geta að umræður um málið voru engar og atkvæðagreiðsl- um frestað. Til útskýringar á þessari mannfæð í þinginu má geta þess að þingmenn hvers kjördæmis fyrir sig funduðu um þessar mundir um fjárlög næsta árs og þeir sem ekki gerðu það hafa væntanlega verið að búa sig undir að mæta í þingmannaveislu hjá forseta íslands sem haldin var á Bessastöð- um í gær. - ág

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.