Tíminn - 09.12.1988, Side 14

Tíminn - 09.12.1988, Side 14
14 Tíminn Föstudagur 9. desember 1988 í 8. FLOKKI 1988-1989 Vinningur til íbúðarkaupa, kr. 1.000.000 78002 Aukavinningur: MAZDA 323, kr. 560.000 44254 Vinningur til bílakaupa, kr. 300.000 42590 56030 70210 70545 Utanlandsferðir eftir vali, kr. 75.000 4647 13235 38180 56514 69525 5894 17135 41224 56762 72397 6376 19265 47536 57212 76094 9889 23785 50896 63627 76929 Utanlandsferðir eftir vali, kr. 40.000 717 14336 29594 40486 55837 71307 735 15555 29957 40569 55919 72014 1226 16231 30719 41093 57489 72313 1587 16708 30792 41808 58337 72406 1621 17411 30981 42260 58491 72588 1997 17521 31788 42704 59264 73538 3051 17708 31790 44162 60700 74255 3644 18298 31852 45958 61083 74741 4046 19313 32166 46362 61643 75257 4626 19362 32206 46976 61718 75258 4893 19582 32965 47028 61952 75597 5071 19643 33719 47865 62876 75681 5073 20250 35118 47926 63005 76258 5499 20442 35138 48913 63021 76472 5867 20973 36019 48953 63037 76735 5891 21434 36760 49506 63960 76814 6807 21696 36927 • 49813 64100 76831 7442 ’ 22127 36968 50067 64331 77206 8035 24136 37052 52708 65191 77314 8083 24271 37382 53316 65271 77531 8906 26844 37920 53609 66544 78743 9727 26871 37981 53700 66817 ‘78893 10351 27345 38195 53989 66922 10710 27634 38358 54529 67088 11848 28010 38522 54665 68458 13077 28742 39740 55259 68979 14026 29092 39901 55756 69395 Húsbúnaður eftir vali, kr. 10.000 212 9037 16816 23493 30976 39690 45350 52543 60892 72641 349 9356 16886 23760 31556 39753 45548 53115 61076 72671 490 9460 U956 23853 31705 39797 45557 53768 61278 72699 748 9539 17072 23867 31990 39942 45885 53911 61683 72797 879 9559 17123 23940 32029 40366 46018 54149 61766 73040 1188 10025 17257 24110 32118 41028 46465 54733 61931 73071 1767 10246 17303 24479 32583 41061 46624 54811 62011 73450 1973 10372 17435 24935 32720 41082 46822 54852 62360 73949 2199 10752 17648 25185 32776 41181 46914 54932 62420 73952 2310 10778 17707 25209 33262 41190 47070 55087 62988 74058 2592 10992 18076 25472 33783 41271 47875 55117 63328 74863 2775 11355 18140 25534 33846 41544 47979 55271 63348 74990 3049 11485 18288 25837 33949 41663 48023 55327 63560 75387 3087 11599 18594 25913 34179 41762 48026 55474 64017 75650 3282 11656 18889 26136 35146 41898 48141 55489 64443 75776 3469 11772 19082 26272 35215 41958 48296 55611 64494 75909 3637 12018 19407 26298 35271 42108 48403 55769 64619 76088 4039 12152 19690 26323 35344 42169 48598 55814 65296 76272 4125 12392 19903 26419 35469 42312 48747 55953 65395 76329 4175 12515 19985 26926 35530 42413 48861 56000 65960 76576 4406 12869 20001 26938 35539 42484 48919 56005 65972 76629 4630 12904 20285 26990 35611 42655 49093 56078 66009 76852, 4767 13000 20522 27148 35627 42671 49197 56218 66433 77015 4883 13660 20897 27183 35991 42693 49379 56330 66797 77103 5263 13755 20922 27224 36887 42934 49401 57434 66875 77249 5329 13803 20965 27535 36973 43146 49571 57475 66946 77804 5657 13960 20983 27657 37032 43167 49664 58016 67012 78145 5763 14035 21056 27732 37668 43693 49670 58239 67497 78258 6091 14049 21073 27861 37673 43713 49735 58433 67544 78428 6114 14899 21613 27983 37874 43792 49851 58458 67658 78712 6166 15007 21849 28007 38120 43927 49903 58620 68403 78751 6420 15025 21874 28227 38210 43965 50306 58704 69595 78862 6544 15070 21988 28435 38264 44292 50395 59052 70023 78922 6821 15113 22009 28485 38289 44394 50651 59151 70079 78994 7246 15538 22084 28530 38355 44794 50707 59417 70203 79051 7437 15791 22474 29164 38512 44808 50708 59496 70719 79062 7483 16156 22581 29353 38727 44816 50761 59549 70840 79073 7664 16168 22582 29906 38965 44926 51009 59573 71647 79334 8554 16279 22635 29978 39173 44977 51133 60239 71759 79540 8648 16336 22649 30557 39295 44999 51434 60426 71865 79836 8746 16492 22741 30578 39567 45016 51441 60439 72369 8861 16630 23371 30721 39573 45322 52056 60735 72496 AfgrelOsla utanlandsferöa og húsbúnaöarvlnninga hefst 15. hvers mánaðar og stendur tll mónaöamóta. HAPPDRÆTTI DAS Effco þurrkan læknar ekki kvef En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana Hún er svo stór og mjúk og særir nebbann ekki neitt. Svo þegar kvefið er batnað getur þú notað afganginn af rúllunni til annarra hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn, bátinn, sumarbústaðinn og svo getur þú að sjálfsögðu notað hana til algengustu heimilisstarfa. Það er eitthvað annað að þrífa með Éffco þurrkunni. Hún gerir heimilisstörfm, sem áður virtust óyfirstíganleg, að skemmtilegum j leik. Óhreinindin bókstaflega leggja | á flótta þegar Effco þurrkan er á lofti. Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum ___ oa verslunum................. Hcildsala Höggdeyfir — EFFCO sími 73233 -r—1—— —-----= -. , •— —.— — —f — BÓKMENNTIR lllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllll Saga sjómannadagsráðs í hálfa ðld Bók eftir Ásgeir Jakobsson Ásgeir Jakobsson rithöfundur hef- ur skráð 50 ára sögu sjómannadags- réðs á bláa, gullrennda, breiða, háa og þykka bók, sem hann nefnir Siglingasögu Sjómannadagsráðs. Útgefandi er fulltrúaráð sjómanna- dagsins í Reykjavík og Hafnarfirði. Bókina vantar nokkrar síður í það að vera 500 blaðsíður. Myndir eru fjölmargar af mönnum og skipum, húsum og minnismerkjum og hvers kyns merkisviðburðum, sem tengj- ast sjómannadagshugsjóninni. Bókinni er skipt í fimm megin- kafla auk formála höfundar, annáls og skrár um sendendur heillaóska. Nefnist sú skrá Tabula gratulatoria, sem er latína og var alþjóðamál sjómanna á dögum Pontíusar Píla- tusar. Þetta er reglulega falleg, fróðleg og skemmtileg bók og ber höfundar- einkenni vinar míns Ásgeirs Jakobs- sonar, sem er að vísu íhaldsádáandi meiri en góðu hófi gegnir, en svo hjartahreinn og mikill stemnings- maður að manni finnst allt vera satt sem hann segir. Sjómannadagsráð má vel una þessari siglingasögu sinni úr penna hans. Það er ekki vont að eiga æru sína undir Ásgeiri Jakobs- syni. Höfundur segir í formála um bók sína að hún sé sett saman eftir fundargerðarbókum fulltrúaráðs sjómannadagsins, en þrátt fyrir sögunafnið sé hún ekki algerlega í stíl „hefðbundinna" sagnfræðibóka. Segist höfundur hafa leyft sér að skjóta inn athugasemdum og ófræði- mannslegum útleggingum af sinni eigin náttúru. Jafnframt segir hann að það skuli einnig athugast við lestur bókarinnar, sem annarra sagn- fræðirita, að fræðimennska sé því meir villandi sem hún líti trúverðug- ar út. Síðan bætir höfundur við, að „engin saga sé sönn saga“ og þessi bók hans ekki heldur. Þessi hálfkæringur Ásgeirs Jakobssonar kann að fara fyrir brjóstið á einhverjum húmorlausum bókstafstrúarmönnum, en verkar vel á þá sem þekkja ærlegheitin í höf- undinum og þykjast verða varir við fyrirvarana sem hann hefur innst inni á óskeikulleik sagnamanna, ekki síst þegar sagðar eru hetjusög- ur, sem Ásgeir hefur reyndar sérhæft sig í. Allt um það, þá er gaman að lesa þessa bók og maður verður margs vísari um þjóðnytjastarf sjó- mannadagsráðs í hálfa öld. Þar sýna verkin merkin, ekki síst að því er varðar byggingu og rekstur dvalar- heimila aldraðra í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem allt er gert af stórhug og myndarskap. Einn galli er samt á bókinni, sem erfitt er að afsaka. Þar-er ekki að Ásgeir Jakobsson. finna mannanafnaskrá eða skrá um staða- og skipanöfn sem koma fyrir í textanum. Þá er annar galli, sem er sýnu verri, að víða vantar nöfn þeirra sem sjást á hópmyndum. Á þetta sérstaklega við um myndir af keppendum í sjómannadagsíþrótt- um, sundi, róðri o.s.frv. par má lesa myndatexta á borð við þetta: „Róðr- arsveit m/s Gróttu vann lárviðar- sveiginn og fiskimanninn 1967“, en nöfn keppenda ekki nefnd, þótt andlit þeirra séu skýr á myndunum og ekki ýkja langt um liðið síðan þær voru teknar, auk þess sem aðeins er þarna um að ræða örfáa menn í hverri sveit. Þennan þátt bókarinnar hefði þurft að vanda betur. Ingvar Gíslason Bókum Eyvindur P. Eiríksson: Múkkinn, Iðunn, 1988. Þetta er fyrsta skáldsaga Eyvindar P. Eiríkssonar, og viðfangsefni hans hér er heimur togarasjómanna. Að vísu er þess ekki getið hvenær sagan gerist og ekkert handbært fann ég í henni til að tímasetja hana. Þó að ég viðurkenni fúslega að ég er mjög ókunnur öllu sem viðkemur lífi um borð í togurum þá hef ég eigi að síður fastlega á tilfinningunni að sagan gerist fyrir svona þrjátíu eða fjörutíu árum. Með öðrum orðum á tímum síðutogaranna gömlu og áður en skuttogaraöidin rann upp. Það innifelur þá líka að hún lýsir í raun horfnum heimi, því að mikill munur mun vera á öllum aðbúnaði um borð í togurum núna frá því sem var áður. í rauninni gerist heldur fátt í þessari sögu, og aðalefni hennar er lýsing á daglegu lífi sjómannanna, taumlausum drykkjulátum þeirra, samskiptum þeirra sín á milli og umfram allt á hugsunarhætti þeirra og talsmáta. Og trúlega er það einmitt þetta síðast nefnda, talsmáti sjómannanna hér, sem búast má við að verði ýmsum að ásteytingarefni. Vissulega hlýtur það að vera satt og rétt að í hörðu og óblíðu lífinu til sjós verði menn grófari í tali en ella. En hér er svo skemmst frá að segja að út alla bókina er tvinnað svo saman blótsyrðum og klámi að til fádæma má telja. Tilgangur höfund- ar með þessu liggur raunar í augum uppi; hann er sá að gefa með þessu áþreifanlega móti sem raunsæjasta mynd ai^ví lífi sem þarna var lifað. Og trúlega eru þessi stíll og þessi frásagnaraðferð líka raunsæ að því leyti að hér sé á ferðinni talsmáti sem raunverulega hafi tíðkast hér á meðal einhvers hóps togarasjó- manna á árum áður. En með gróft málfar er alltaf vandmeðfarið á prenti. Ekki síst í skáldsögum sem sendar eru út á almennan markað. Og á það ekki síst við fyrir þá sök að grófheitunum hættir til að fletjast út og missa áhrif sín þegar þau ganga út yfir ákveoin mörk. Þá verður lesandi smám sam- togarasjómenn Eyvindur P. Eiríksson ríthöfundur. an ónæmur fyrir öllu saman, fær á því leiða, og er þá spurning til hvers sé verið að þessu. í slíkum tilvikum getur höfundur náð töluvert mark- tækari árangri með því að beita grófyrðunum heldur markvisst þar sem þau eiga við, en draga úr þeim á milli. Og það kemur líka vel fram í þessari sögu að höfundur hennar hefur gott vald á margs konar öðrum tegundum stíls heldur en þeim grófa. Til dæmis gegnir múkkinn töluverðu hlutverki hér sem tákn fyrir víðáttu úthafsins og þá menn sem kjósa sér það að starfsvettvangi. Lýsingar .á þessum úthafsfugli koma hér inn í söguna í stuttum innskotsköflum, og þeir eru ýmsir vel gerðir og jafnvel ljóðrænir, sem aftur sýnir getu höf- undar á því sviði. Þá eru hér einnig víða allglöggar lýsingar á vinnuaðferðum um borð í togurum og ýmsu því sem þar til heyrir sérstaklega. En þar á einnig við að málfar er svo sérstætt og væntanlega ókunnuglegt fyrir fleiri lesendur en þann er hér ritar að álitamál er hvort ekki hefði verið ástæða til að láta þar fylgja með skýringar. Þess háttar er ails ekki fráleitt í skáldverkum sem lýsa horfnum vinnubrögðum, enda mörg dæmi slíks. Og það dylst engum að af þessari bók má fræðast talsvert um þær vinnuaðferðir sem viðhafðar voru um borð í togurunum hér áður fyrr. Og vissulega á höfundur líka hrós skilið fyrir niðuriag bókar sinnar. Ein af aðalpersónunum fer þar í sjóinn, og skömmu áður hefur sá hinn sami kynnst stúlku í landi. Hér er á hinn haglegasta hátt fléttað saman fyrst ástarsögu og síðan frá- sögn af því er manninn tekur út af skipinu, og raunar einnig bætt inn í lýsingu á því er hann rekur á land, þar sem hann finnst óþekkjanlegur í fjörunni. Þessi hluti sögunnar er allur býsna bragðmikill og gefur glögga en þó mærðarlausa mynd af andstæðunum á milli lífsins í landi og hættunnar á hafinu. Það eina er að í lokin stendur spumingin um viðbrögð stúlkunnar eftir án svars. En kannski hefur alls ekki staðið til að svara henni innan marka þess karlmannaheims sem er allsráðandi í bókinni. En eigi að síður verður að segjast eins og er að ég lagði þessa bók frá mér með talsvert blendnu hugarfari að lestri loknum. Ástæðan er munn- söfnuður sjómannanna, sem ég er á því að hefði mátt draga töluvert úr án þess að skáldsagan sem slík glataði nokkru. Þeir eru töluvert margir lesendurnir sem ekki kunna að meta gróft málfar í óhófi, og þarf ekki óharðnaða unglinga til, af hvoru kyninu sem er. Það er alls ekki víst að slíkir lesendur kunni svona yfirleitt að meta það að fmna þessa bók í einhverjum jólapakkan- um sínum. -esig Eru jólin hátíð barnanna eða Bakkusar? Hugsaðu málið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.