Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 2
f 2 TíMihh «Wíð88 Fyrir neðan virðingu lögreglunnar í heild Tíminn bar skýrslu þá er Lögreglufélag Reykjavíkur lét frá sér fara í fyrradag, um ástandið innan lögreglunnar í Reykjavík, undir ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis- ins, Þorstein Geirsson. „Ég vil nú ekki tjá mig um einstök atriði þessarar skvrslu, enda er hún löng og mikil. Eg get þó sagt, eftir að hafa lesið hana, að mér finnst hún fyrir neðan virðingu Lögreglufélagsins og lögreglu- manna yfirleitt. Hafi það verið ætlunin að vekja jákvæða umræðu um löggæslu í Reykjavík, þá er ég nú svolítið hræddur um að sá tilgangur kunni að hafa snúist alvarlega í höndun- um á þeim sem að skýrslunni standa“. - Viltu þá meina að innihald skýrslunnar sé ekki satt og rétt? „Ég verð nú að segja alveg eins og er að það er margt í skýrslunni sem er ýmist missagt, ofsagt eða með þeim hætti sagt að ég er alveg gáttaður á að sjá það. Það má reyndar vel vera að það sé tilviljun, en hvort sem er, þá finnst mér dálítið sérkennilegt að sá tími skuli vera valinn til opinber- unar skýrslunnar þegar lögreglu- stjóri er erlendis. Mér finnst það a.m.k. ámælis- vert að það skuli þá ekki hafa verið rætt við lögregluyfírvöldin, þar með talið dómsmálaráðuneytið og ráðherra um kvartanir. Þess í stað er farið í fjölmiðla með þeim hætti sem gert hefur verið. Það þarf ekki annað en líta á forsíðu Tímans í gær til að sjá að þeir telja að allt sé í rjúkandi rúst í löggæslu borgarinnnar. Eins og ég sagði fyrr þá vil ég ekki tjá mig um einstök mál í skýrslunni en auðvitað mun ráðu- neytið, eða lögreglustjóraembætt- ið og þar með lögreglustjórinn tjá sig um efni þessarar skýrslu þegar þar að kemur.“ - Er hægt að túlka þessa skýrslu svo að hún sé í raun annað áfall fyrir dóms- og/eða Iöggæslukerfið í landinu? „Nei, ég álít að þetta sé áfall fyrir Lögreglufélag Reykjavíkur og stjórn þess. Svona málflutningur er lögreglunni ekki til framdrátt- ar“. - Telurðu þá að tilgangur skýrsl- unnar gæti átt eftir að snúast upp í Þorsteinn Geirsson. andhverfu sína? „Já, það sýnist mér fljótt á litið vegna þess hve hún kemur neikvætt út og ég hef enga trú á því að þeir 240 lögreglumenn sem eru að störf- um í borginni munu allir fúsir til að skrifa undir þetta allt saman. Að löggæslan í þeirra höndum sé eins og ætla mætti að hún væri með tilliti til þessarar skýrslu". - Hvað um fullyrðingu þess efnis að eftirlitsstörf innan lögreglunnar hafi að mestu verið lögð niður vegna mannfæðar, og að ekki sé hægt að anna öðru en útköllum? „Það er auðvitað fullyrðing sem ég er ekki fær um að dæma um héðan úr ráðuneytinu. Þessari spurningu verður lögreglu'stjóri að svara þegar hannkemurað utan. “ - áma TAKMORKUD 00 0- TAKMÖRKUD ÚTBOÐ Tekið á móti framlögum til hjálparstarfsins í Armeníu: Rauði krossinn sendir 2 millj. Rauði kross íslands hefur brugðist skjótt við vegna jarðskjálftanna í Armeníu, og hefur þegar sent þang- að 2 milljónir króna sem fara í hjálparstörf; Iyf og hjúkrunarvörur. Sovéski Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa skilgreint hvaða hjálpargögn eru nauðsynlegust fyrst um sinn. Það eru m.a. sýklalyf, einnota sprautur, blóðsöfnunarpok- ar og niðursoðin næringarrík fæða. Þeir hafa leigt flugvélar til að flytja teppi, tjöld, sjúkravörur og önnur gögn. Alþjóðasamband Rauða kross fé- laganna í Sviss sendi fulltrúa strax á jarðskjálftasvæðið og hefur óskað eftir aðstoð frá landsfélögunum, en sambandið samræmir alþjóðlega að- stoð RK. Fleiri hundruð sjálfboðaliðar leggja nótt við dag við björgunar- störf, blóði er safnað allan sólar- hringinn og að sögn ASRK gáfu rúmlega 3.000 manns í Moskvu blóð í gær. Rauði kross íslands tekur á móti framlögum og liggja gíróseðlar Hjálparsjóðs RKÍ frammi, í bönkum og sparisjóðum. Hægt er að leggja framlög inn á gíróreikning nr. 90000- 1 hjá Póstgíróstofunni, Ármúla 6, Reykjavík og á hlaupareikning nr. 311 hjá SPRON. Samgönguráðherra hyggst fela nefnd skipaðri fulltrúum þeirra stofnana sem heyra undir samgönguráðuneytið að undirbúa skýrar reglur um útboð verka á vegum stofnananna. Stofnanirnar eru Póstur og sími, Vegagerðin, Flugmálastjórn og Vita- og hafnarmálastjórn en odda- maður verður tilnefndur af ráðu- neytinu. Reglurnar skulu mæla fyrir um hvenær útboð skuli fara fram og hvenær ekki og skulu þær eftir því sem kostur er vera samræmdar og gilda um allt land. Ráðherra mun biðja nefndina að athuga sérstaklega hvort ekki sé rétt að stærðarflokka verk þannig að þegar um stór verk sé að ræða verði útboð opin um allt land eða jafnvel á alþjóðlegum vettvangi einnig. Þegar um slík stórverk verði að ræða sagðist ráðherra telja rétt að tilboðsaðilar yrðu athugaðir vand- lega og strangar kröfur gerðar til þeirra um verkkunnáttu ogtryggingar sérstaklega gengið frá að þeir geti tryggt launagreiðslur. Steingrímur J. Sigfússon sagði að því miður væru alltaf einhver brögð að því að verktakar stæðu sig ekki nógu vel, hlypu frá hálfunnum verkum, skuldum og ógreiddum launum. Reglunum væri ætlað að tryggja betur en verið hefur þessa hluti og jafnframt að verkkunnátta verktaka yrði könnuð. Þá er meiningin að huga að tak- mörkuðum eða svæðisbundnum út- boðum þegar um miðlungsstór eða minni verk væri um að ræða, eða þá að verk yrðu unnin á grundvelli fastra samninga. - sá Asta Þoreteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, (t.h.) tekur við 100.000 krónunum frá Sigrúnu Sturludóttur, formanni Félags Framsóknarkvenna í fyrrakvöld. TlrrwunyndíPjetur Þroskahjálp fær jólagjöf Á fundi sem haldinn var s.l. fimmtudagskvöld, voru Landssam- tökunum Þroskahjálp færðar eitt hundrað þúsund krónur að gjöf frá Félagi Framsóknarkvenna í Reykjavík. Sigrún Sturludóttir, formaður félagsins, afhenti gjöfina og sagði að þetta væri eiginlega jólagjöfin til þeirra í ár og miðaðist við að Þroskahjálp gæti nýtt sér féð, til lagfæringa á gistiheimili þeirra í Kópavoginum. Þar dvelja foreldr- ar bama utan af landi, sem þurfa t.d. að dvelja í Reykjavík af ýms- um ástæðum. dr/par Ótímabært sáðlát Ónefndur varaþingmaður Borg- araflokksins- sem ef til vill verður alvöruþingmaður bráðiega, hélt jómfrúræðu sína á Alþingi um daginn. Stuttu seinna kom kunn- ingi hans að máli við hann þar sem haiui sat við skriftir í blaðanianna- stúkunni á efstu hæð þingsins. Kunninginn óskar honum til ham- ingju með að vera kominn á þing og spyr hvort hann hafi haldið jómfrúræðu sína og ef svo sé hvemig tekist hafi til. „Já“, segir þingmaðurinn, „ég hef haldið mína fyrstu rseðu hér. Hún tókst eigin- lega ekki nógu vel vegna þess að mér var gert að taka til máls miklu fyrr en ég bjóst við. Af þeim sökum var ég eklú nógu vel undir- búinn undir að flytja mál mitt á fiillnægjandi hátt og það má segja að þessi jómfrúræða mín hafi komið svona eins og ótímabært sáðlát“. Dómarinn mildi Það er alveg dæmalaust hvað allt er að verða strangt nú til dags. Forseti Hæstaréttar má ekki einu sinni kaupa sér nokkrar flöskur með afslætti í ríkinu, þá verður allt vitlaust. Fjölmiðlar stilla mannin- um upp við vegg, svipta hann sinni einu gleði í lífinu og svo er hann neyddur til að segja af sér og skila mest öllum búsinum aftur. Þið eigið eftir að sjá eftir þcssu, bíðiði bara, það er ekki víst að dómar Hæstaréttar verði jafn „mildir“ hér eftir. Annars má iýsa þessari harmsögu í fáum orðum; Fjölmidlar fundu hann sekan fyrír að hamstra lekann, en dúmarinn mildi er dapur sem skyldi þvíDórí er búinn að rek’ann. Stjömufréttamenn Dropateljari hefur fregnað að þeir á útvarpsstöðinni Stjörnunni hafi heldur lent í ævintýrum fyrir skömmu. Tveir fréttamenn stöðv- arinnar höfðu ásamt kunningjum litið inn á krá í miðborg Reykjavík- ur á föstudagsköldið. Þar voru fyrir 5 vaxtarræktaðir beljakar sem mældu út fréttamennina og fylgd- ust grannt með þeim inni á kránni þannig að þeim Stjörnumönnum var farið að verða nóg urn enda óvanalegt að karlar mæni á aðra karla á krám höfuðborgarinnar. Kom þar að Stjörnufréttamenn gengu báðir hnarreistir út úr húsi og eltu fimmmenningarnir þá út fyrir. Skipti engum togum að félag- amir fimm úr líkamsrækt réðust á Stjörnufréttamenn og börðu þá í hlessu. Dropateljari hefur enga aðfa skýringu heyrt á þessum bar- smíðum en þá að fimm úr líkams- ræktinni hafi viljað láta frétta- mennina sjá stjömur. Stjömur í sjónvarpi Talandi um stjömur, þá er aðal- stjama ríkissjónvarpsins, Hrafn Gunnlaugsson kominn í heilagt stríð við leikarafélagið. Hrafn tók þá ákvörðun að láta Gísla Snæ Erlingsson leikstýra áramóta- skaupi sjónvarpsins en Gísli er ekki í leikarafélaginu. Leikarafé- lagið og sjónvarpið hafa hins vegar með sér samning um að leikstjórí þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði sem leikaraféiagið hefur samþykkt og telur félagið nú að Hrafn hafi skorað félagið á hólm með því að hunsa samninginn. Því sendi félag- ið bréf til ailra leikara í félaginu þar sem þeim var bannað að leika fyrir Hrafninn um áramót og þeir sem höfðu byrjað að æfa hættu því snarlega. Hrafn mun hins vegar hafa sagt O.K. og einungis áhuga- leikarar munu því koma fram í áramótaskaupinu. Fjemsyn paa dansk En þó íslenska sjónvarpið sé alltaf að spara og vilji ekld ráða til sín félagsbundna lcikstjóra virðast frændur vorir Danir hafa úr meiru að moða. Rithöfundurínn Einar Már Guðmundsson nýtur mikillar hylli hjá Dönum og danska sjón- varpið mun hafa viljað fá skáldið í viðtalsþátt. Þeir gerðu sér því lítið fyrir og sendu einn bókmenntasp- ekúlantinn hingað upp á Frón til þess að kynna sér aðstæður og baksvið Dýragarðsbókar Einars. Ekki munu þeir þó hafa sætt sig við að þessi sami Bauni tæki viðtaiið hér á landi heldur vildu þeir heldur kaupa far undir Einar til Köben og taka við hann viðtal þar. Skáldið mun hafa þegið boðið með þökk- um enda tækifærí til að kaupa jólavínið á allt að því kostnaðar- verði í Fríhöfninni á heimleiðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.