Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 3

Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 3
Laugardagur 10. de§em.ber 1988 Tíminn . 3 Loðnuskipstjórar lang- þreyttir á hnúf ubaknum Mikil stórhvelagengd hefur verið á loðnumiðunum á þessari vertíð og nú síðustu vikur hafa sífellt fleiri loðnuskip orðið fyrir veiðarfæratjóni og veiðitapi vegna þessa. Þess eru dæmi að loðnuskip hafi haft allt að fimm hvali í nótinni eftir kast. Vegna þessa ástands hafa skip- stjórar 39 loðnuskipa sent frá sér bréf, þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum vegna þessarar miklu hvala- gengdar. Undanfarin ár hefur orðið vart við vaxandi fjölda hvala sem fylgja loðnugöngunum frá Vest- fjörðum og austur fyrir land. Þessi fjölgun stórhvela hefur valdið loðnu- veiðiskipum miklum erfiðleikum og hafa bátar þurft að hætta veiðum tímabundið og þess dæmi að allt að fimm hvalir hafi verið í nótinni eftir kast. Ef stórhvelin lenda í nótinni rífa þau úr henni stór stykki þegar þau reyna að brjótast út. Vegna þessa hefur fjöldi skipa orðið fyrir umtalsverðu tjóni og bátar hafa þurft að sigla í land með rifnar nætur og lítinn afla. Til marks um það hversu dýrar loðnunætumar eru, þá er rétt að taka það fram að ein loðnunót kostar um 20 milljónir króna, og getur því verið um tilfinn- anlegt tjón að ræða. Tjón sem þessi em ekki bætt af tryggingarfélögun- um. Loðnuskipstjórarnir segja í þessu bréfi sínu að ef ágangur stórhvel- anna aukist, geti svo farið að hætta þurfi veiðum um tíma. Jóhann Kr. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sem gerir út loðnubát- ana Beiti og Börk, sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu sloppið tiltölu- lega vel til þessa. Hann sagði að fyrir viku hefði komið hnúfubakur í nót- ina hjá Berki, sem hefði rifíð sig út úr henni. Það tók skipverja sex tíma að koma henni saman, en síðan var hún tekin til frekari viðgerða þegar skipið kom að landi eftir veiðiferð- ina. „Þeir gátu þó gert við hana sjálfir og þurftu því ekki að fara í Hnufubakur. land sem hefði kostað mikið veiði- tap. Það er mikið tjón vegna þessa, en maður gerir sér ekki grein fyrir því ennþá hvað það er mikið,“ sagði Jóhann Kr. Hann sagði að sífellt meira hefði farið að bera á hvala- gengd síðustu ár og aldrei að vita hvenær stórslys hlytist af þessu, enda væru þetta engar smá skepnur, tugi tonna að þyngd. „Það verður e.t.v. eitthvað að gera í framtíðinni. Það verður kannski bara að skjóta þetta með sprengikúlum. Ég er ekkert að leggja þetta til, en þetta verður ekkert fælt frá. Maður verður að velja hvort við ætium að lifa á íslandi eða hvalurinn. Það hlýtur að koma að því að sú spurning vakni. Það er ekki nóg með að hann rífi næturnar heldur étur hann þetta allt upp líka,“ sagði Jóhann Kr. Einar Guðmundsson skipstjóri á Keflvíkingi sagði í samtali við Tím- ann í gær að það væri alveg fráleitt að friða þessi grey, eins og horfír. „Það hefur a.m.k. aldrei verið neitt í líkingu við það sem hefur verið á þessari vertíð og sérstaklega nú síðustu daga.“ „Það er ekki gott að segja hvað hægt er að gera,“ sagði Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. „Menn hafa verið að reyna að nota ljós til að reyna að fæla þá frá veiðarfærunum. Ef þetta verður mjög alvarlegt þá verða menn að athuga aðrar leiðir og hugsanlega að breyta eitthvað nótinni til að losna við þá. Ég held að það væri algjört neyðarúrræði að nota sprengikúlur á þá.“ Hnúfubakurinn getur vegið nokkra tugi tonna og verið á annan tug metra. Um aldamót var stofn hnúfubaksins mjög lítill, en undan- farna tvo áratugi hefur honum fjölg- að mjög verulega og talið að yfir sumartímann séu hér um 2000 hnúfubakar. - ABÓ GAGNRÝNI Á BALDUR Á útvarpsráðsfundi í gær urðu snarpar umræður um Þingsjá í um- sjón Ingimars Ingimarssonar og Maður vikunnar í umsjá Baldurs Hermannssonar. Harðorð bókun var gerð vegna þáttarins Maður vikunnar. í þessum þáttum voru tekin fyrir ummæli viðskiptaráðherra, Jóns Sig- urðssonar á flokksþingi Alþýðu- flokksins, þar sem hann sagði að hvetia ætti fólk til að borða ekki kiöt af skepnum sem væru á beit á þeim svæðum sem gróðureyðing væri. Ekki var um bókun að ræða vegna Þingsjár, heldur var þess getið í fundargerð að það sæmdi ekki þing- fréttamanni að taka afstöðu í inn- ganginum. Hins vegar var gerð harð- orð bókun vegna þáttar Baldurs Hermannssonar, Maður vikunnar. Var einnig gerð bókun vegna inn- gangs Baldurs þar sem útvarpsráði þótti hann ganga of langt. -ABÓ íslandslax verður enn fyrir áfalli í fiskeldinu: T ryggingarnar borga Eins og marga rckur eflaust minni til drápust um 200.000 seiði í fiskeldisstöð (slandslax við Grindavík í júní síðastliðnum. Þá var ástæðan talin vera sú að kerin hefðu verið ofsetin. í kjölfar þess hafa nú drepist 200-300.000 seiði til viðbótar í stöðinni, ýmist vegna áfallsins frá því í sumar, eða vegna . sníkjudýrs sem ncfnist Kostía og er algengt í fiskeldisstöðvum. Sigurður Friðriksson, fram- kvæmdastjóri íslandslax sagði í gær að vonir manna stæðu til að tjónið fengist bætt af tryggingafé- lagi fyrirtækisins, en það mun nema um 40 milljónum, miðað við markaðsverð seiðanna. Að sögn Sigurðar voru kerin ofsetin, einkum vegna þess að seiðin eru af norskum stofni, en slík seiði má ekki selja innanlands. Treyst hefði verið á erlenda mark- aði sem hefðu brugðist og því hefði farið sem fór. Sigurður sagði að íslandslaxi hefði í upphafi verið ætlað að huga fyrst og fremst að framleiðslu matfísks, cn sökum þess hversu hagstætt hafi verið að flytja út seiði í fyrra hafi verið ákveðið að reyna það á ný í ár. Markaðurinn í ár hefði algjörlega brugðist og því yrði stefnan á nýjan leik sett á matfiskinn. Sigurður sagði að þrátt fyrir það myndi alltaf verða um töluvert umframmagn seiða að ræða í stöð- inni sem kæmi til af því að alltaf verði að gera ráð fyrir ákveönum afföllum. Ef gott væri f ári mætti reikna með að einhver seiði yrðu seld og ef ekki þá yrði einfaldlega að grisja kerin eftir þörfum. Hann vonaðist hinsvegar til að þetta tjón yrði bætt en engu að síður væri það slæmt bit fyrir fyrirtækið. -áma Getum útvegað flestar stærðir og gerðir (wmm\ VOLVO vörubifreiða með stuttum fyrirvara ^ ^li Vinsamlegast leitið upplýsinga Brimborg hf ,Akureyrarhraðlestin“ F 16 (465 hö.) Flaggskip islenskra vörubifreiða Skeifan 15, Reykjavik. — Simi 685870 n C •*_ E3 u

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.