Tíminn - 10.12.1988, Side 8

Tíminn - 10.12.1988, Side 8
8 Tíminn Timirni MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Landbúnaður í viðskiptaþjóðfélagi Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda ritar grein í Tímann í fyrradag, þar sem hann gerir grein fyrir framleiðslumálum landbúnaðarins undanfarin ár í kjölfar stefnubreytingar í þeim efnum á grundvelli búfjárlaga frá 1985. í grein sinni leggur Haukur Halldórsson áherslu á, hversu nauðsynlegt var að taka upp nýja framleiðslu- hætti í landbúnaði og aðlaga framleiðsluna markaðs- skilyrðum. Skilningur á því atriði er undirstaða rétts mats á framkvæmd búvörusamninga og þróun fram- leiðslunnar undanfarin ár. í þessu sambandi segir Haukur að það sé misskiln- ingur, ef menn halda því fram að möguleikar hafi verið til þess að búa við útflutningsbótakerfið til langframa. Þvert á móti hafi ekki verið pólitískur vilji fyrir því að viðhalda slíku kerfi nema tímabundið. Hins vegar hafi verið almennur skilningur í þjóðfélag- inu að landbúnaðurinn þyrfti á fé að halda til endurskipulagningar. Um það samdist í búvörusamn- ingunum 1987, sem gilda til 1992. Haukur Halldórsson segir að umþóttunartími bú- vörusamninganna sé að vísu of stuttur og þurfi fram- lengingar við. Hins vegar sé gerð þessara samninga lang mikilvægasti þátturinn í framkvæmd búvörulag- anna. Með þeim fengu bændur ákveðin markmið að stefna að í framleiðslu sinni, segir formaður Stéttar- sambands bænda. Þar með var eytt þeirri óvissu sem ríkt hafði um afleiðingar skyndilegs samdráttar í búvöruframleiðslu. Formaður Stéttarsambandsins segir í grein sinni að fróðlegt gæti verið að velta því fyrir sér hvar bændur stæðu, ef engir búvörusamningar hefðu verið gerðir og engin framleiðslustýring verið tekin upp. Orðrétt segir Haukur Halldórsson: „Reynsla undanfarinna missera í alifuglaframleiðslu og kartöflurækt er glöggt dæmi um til hvers aðgerða- leysi í þessum efnum getur leitt. Þar hefur ríkt hernaðarástand með tilheyrandi undirboðum á mark- aðnum, sem verslunin hefur notfært sér með Kröfu um síaukna afslætti og greiðslufresti. Þetta hefur leitt til þess að fjárhagur flestra framleiðenda“ (þ.e. í alifugla- framleiðslu og kartöflurækt) „er í rúst og fjöldi þeirra hefur orðið að hætta búskap.“ í grein sinni víkur formaður Stéttarsambandsins að ýmsum fleiri atriðum, sem snerta framleiðslutegundir og framleiðslumagn landbúnaðarins. Þar á m«ðal fjallar hann um minnkandi neyslu á kindakjöti síðustu ár. Sem ástæðu samdráttar í kindakjötsneyslu síðustu ár nefnir hann breytingu á neysluvenjum og stóraukið framboð annarra kjöttegunda. Um þessa greinargerð formanns Stéttarsambands bænda er það almennt að segja, að þar er lagt raunsætt mat á stöðu landbúnaðarins í viðskiptaþjóðfélagi nútímans. Greinin lýsir einnig bjartsýni um að sú endurskipulagning búvöruframleiðslu sem nú er að unnið, muni takast vel og falla að aðstæðum framtíð- arinnar. í þessari grein er lítið fjallað um ástand afurðasölukerfisins, annmarka þess og úrbótaþörf. Umræðum um það mál þarf þó að halda vakandi, þegar fjallað er um nýju búvörulögin og framkvæmd þeirra. Laugardagur 10. desember 1988 H EIÐREKUR Guð- mundsson skáld á Akureyri er látinn. Hann var fæddur árið 1910 að Sandi í Aðaldal, sonur hins góðkunna skáldbónda Guð- mundar Friðjónssonar og Guð- rúnar Lilju Oddsdóttur konu hans. Heiðrekur vann að búi foreldra sinna til 1939, en fluttist þá til Akureyrar. Þar var hann fyrst verkamaður, síðan við verslunarstörf og loks skrifstofu- maður. Heiðrekur gaf út fyrstu bók sína, Arf öreigans, árið 1947. Vakti hún þegar í stað mikla athygli fyrir frumlega skáldgáfu hans. Alls urðu ljóðabækur hans átta. Hin síðasta, Landamæri, kom út hjá Menningarsjóði í fyrra. í eftirmála við hana gat höfundur þess að elsta kvæðið í Arfi öreigans hefði verið tíu ára gamalt þegar sú bók kom út. Við útgáfu Landamæra sagðist hann á sama stað þannig hafa verið búinn að „föndra við ljóða- gerð“ í hálfa öld. í kynningu útgáfunnar á bókinni segir með- al annars að í henni staðfesti Heiðrekur enn frumleik sinn og sérstöðu. Kvæðin séu stutt og hnitmiðuð en vitni um dýpt og þrótt. Meðal margra góðra ljóða í Landamærum er kvæðið Mistur, ort árið 1987. Það er þannig: Ég er á leið til landamæra, aldraður maður og einn á ferð. Það er mistur framundan og fátt um kennileiti, að baki mér bjarmar enn af degi. Þar hverfa þeir einn af öðrum áningarstaðir mínir síðast við sjóndeildarhring. Heiðrekur Guðmundsson hefur nú náð til landamæranna sem hann orti þarna svo fumlaust um. Að viðskilnaði skal honum þakkað þetta góða ljóð, sem og öll hin sem ekki voru síðri. Svört skýrsla í þessari viku hafa orðið mikil- vægar umræður um ýmis grund- vallaratriði íslenskra stjórnmála og efnahags- og atvinnumála. Skal þar sérstaklega bent á um- ræður á Alþingi og í fjölmiðlum í kjölfar upplýsinga Steingríms Hermannssonar forsætisráð- herra um efnahags- og rekstrar- stöðu fyrirtækja í útflutnings- starfsemi og samkeppnisiðnaði og kynning fjármálaráðherra á tekjuöflunarfrumvörpum í sambandi við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Skýrslu forsætisráðherra um efnahags- og atvinnuástandið hefur Tíminn kallað „svarta skýrslu". Það er ekki gert til þess að ofgera þá lýsingu sem fólst í orðum forsætisráðherra, heldur til þess að fá fólk til að gefa gaum því alvarlega ástandi, sem er í efnahagsmálum. Það er ekki gert til þess að vera með neina allsherjarhrakspá um framtíð íslenskra efnahagsmála og atvinnuþróunar, heldur til Heiðrekur Guðmundsson. þess að hvetja ráðamenn og þjóðina í heild til þess að snúast við vandanum sameiginlega. Það fer ekki milli mála, að íslenska þjóðin lifir nú samdrátt- arskeið sem skellur yfir með mikilli hörku eftir margra ára uppgang. Hvað sem segja má um aðdragandann að þessum samdrætti og rekstrarerfiðleikum fynrtækja, þá er víst að við slíku verður að bregðast á viðeigandi hátt eftir að þetta neyðarástand hefur skapast. Fyrsta skilyrði þess að hægt sé að vinna sig út úr núverandi erfiðleikum er að ríkisvald og forystumenn laun- þega- og atvinnurekenda sýni vilja til sameiginlegs átaks til úrlausnar. En mun slíkt gerast? Afstaða hagsmunasamtaka Að ýmsu leyti er ástæða til að vantreysta vilja forystumanna hagsmunasamtaka til þess að bregðast .raunsætt við neyðar- ástandi atvinnu- og efnahags- mála. í hvert skipti sem forystu- menn atvinnurekenda taka til máls á opinberum vettvangi, felast í orðum þeirra háværar kröfur á ríkisvaldið ásamt bein- um og óbeinum ásökunum um „fjandskap" þess við hagsmuni atvinnurekenda. í viðræðum við ríkisvaldið ber mest á einhliða kröfugerð, en ekki ósk um sam- ráð og samvinnu um úrlausn efnahagsmála. Samskipti forystumanna laun- þega við ríkisvaldið eru sama markinu brennd. Þar á bæ þykir það góð latína að sameinast í ályktunum um „vonsku“ ríkis- valdsins gagnvart launþegum, en gefa þess engan kost að stofna til vitlegra samráða um kjaramál sem hluta af þjóðar- búskapnum, sem nauðsynlegt er að ráða fram úr á heildstæðan hátt. Enn lifa forystumenn laun- þegahreyfingarinnar í stéttabar- áttu fortíðarinnar að því er virð- ist og ímynda sér að þeir vinni umbjóðendum sínum mest gagn með því að fara aldarvillt og láta eins og þeir viti ekki í hvers konar þjóðfélagi þeir búa. Eng- um þarf að blandast hugur um, að starfsaðferðir og tjáningar- máti launþegahreyfingarinnar þarfnast endurskoðunar, þó ekki væri nema af því að laun- þegahreyfingin er orðin svo um- fangsmikil og stéttskipt innbyrð- is, að hún getur ekki komið fram sem ein heild. Ýmsar líkur benda til þess að hálaunafólkið í félagsskap launþega haldi niðri kjörum láglaunamanna. Væri ekki ástæða til að gera félags- fræðilega athugun á þessum innri andstæðum í launþega- hreyfingunni? Það hefði Karl Marx gert, ef hann væri ofar moldu í dag. Krafa um gengislækkun Meðal forystumanna atvinnu- rekenda magnast sífellt krafan um gengislækkun. Má næstum segja að um þessar mundir kom- ist ekkert annað að í málflutn- ingi þeirra en krafa um gengis- breytingu. í því felst trú þeirra á að gengislækkun verði til þess að bjarga rekstrarafkomu út- flutningsfy rirtækj anna. Þessi krafa atvinnurekenda um gengislækkun er meira en hæpin við núverandi aðstæður. Þótt augljóst sé að „rétt gengi“ sé nauðsynlegt útflutningsfram- leiðslunni, þá verða atvinnurek- endur að viðurkenna að rétta má gengi krónunnar með öðru en einhliða nýskráningu. Geng- islækkun er engin pennastriks- aðferð. Gengi krónunnar er rangt af því að framleiðslukostn- aður innanlands er hærri en markaðsverð vörunnar erlendis rís undir. Það sem alltaf hefur skekkt gengi íslensku krónunnar (með reglubundnum bylgju- gangi í áratugi) eru innlendár kostnaðarhækkanir, verðbólga, sem ekki er í samræmi við verðlagsþróun í viðskiptalönd- um. Það er því áreiðanlega skynsamlegra að ráðamenn þjóðarinnar einbeiti sér að því að kryfja innlenda kostnaðar- þætti í rekstrinum áður en gripið er til beinnar gengislækkunar. Gengislækkun er tvíbent frá sjónarmiði atvinnufyrirtækj- anna sjálfra, auk þess sem sjálf- virkni verðbreytinga í kjölfar gengislækkunar segir fljótlega til sín, ef hliðarráðstafanir koma ekki til. Gengislækkun er ekki eins tiltækt hagstjórnartæki eins og margir vilja vera láta. Ein- hliða gengislækkun er bráða- birgðaráðstöfun í eðli sínu. Verðbólga bölvaldur íslendingar eiga enga leið til þess að tryggja rétt og stöðugt gengi aðra en þá að halda niðri verðbólgu til langs tíma. Það sem mestu varðar fyrir íslensk efnahagsmál og stjórnmál er að ná um það þjóðarsamstöðu að gera óðaverðbólgu útlæga í ís- lensku efnahagskerfi. í rauninni er öll verðbólga, sem fer yfir 9-10% stórhættuleg efnahags- þróuninni. Auk þess er víst, að ekki er hægt að tryggja eðlilega afkomu vinnandi fólks í mikilli ogviðvarandiverðbólgu. ífyrsta lagi leiðir slíkt ástand til stöðv- unar atvinnufyrirtækja og at- vinnuleysis. í öðru lagi hækkar verðbólga að sjálfsögðu verð á lífsnauðsynjum og rýrir kaup- mátt og gerir launþegum ómögulegt að berjast fyrir raun- tekjum. Það er því allra hagur að hafa verðbólguhjöðnun að markmiði og tryggja að verð- bólga sé ávallt viðráðanleg. ís- lendingar verða að venja sig af þeim efnahagslega ósið að reyna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.