Tíminn - 10.12.1988, Side 9

Tíminn - 10.12.1988, Side 9
Laugardagur 10. desember 1988 Tíminn 9 Svipmynd frá Alþingi. Fulltrúar sex þingflokka stinga saman nefjum. að „lifa með“ verðbólgunni. Það er ógerlegt. Þess verður og að gæta nú, að enn ríkir launa- og verðstöðvun í landinu. Ríkisvaldið greip til þess ráðs til að stöðva frekari víxlhækkanir verðlags og launa, en þó ekki síður til þess að fá ráðrúm til þess að koma á varan- legum stöðugleika í efnahagslíf- inu. Að sjálfsögðu er jafnvægi efnahagslífsins sjálft markmiðið með efnahagsstefnu ríkisstjóm- arinnar. Ráðstafanir hennar í því sambandi em leið að því marki. Eins og á stóð átti ríkis- valdið ekki annarra kosta völ en fara launa- og verðstöðvunar- leiðina. Það var ekki gert vegna óvildar í garð eins eða neins, síst launþega, heldur nauðsynjar- innar sem neyðarástand þjóðar- búskaparins rak á eftir með. Hvað er framundan? Hitt er svo annað mál, að óvíst er, hvort þegar gerðar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar duga til þess að rétta við efna- hagslífið. Allt bendir til þess að fleira þurfti til að koma. Það er einnig ljóst, að sá tími sem ríkisstjórnin hefur til þess að koma fótum undir atvinnu- reksturinn, styttist óðum. Vandi efnahagslífsins, rekstrarástand útflutningsfyrirtækjanna, hefur reynst meiri en ráð var fyrir gert fyrir 3-4 mánuðum. Ráðandi menn í landinu, jafnt í stjóm- málum sem forystumenn í at- vinnulífi og launþegasamtökum, geta ekki lokað augunum fyrir þeim möguleika, að þörf verði á ýmiss konar endurskoðun efna- hagsráðstafana og nýjum leiðum í því sambandi. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra minnti á það fyrir nokkmm dögum, að í ágústmán- uði síðastliðnum hefði verið rætt um svokallaða niðurfærsluleið sem bestu aðferðina til þess að lækka verðbólgustigið og gera rekstrarkostnað fyrirtækja við- ráðanlegan. Framsóknarmenn og Alþýðuflokkjmenn studdu niðurfærsluhugmyndina og hún átti verulegan hljómgrunn í öðr- um stjórnmálaflokkum, þ.á m. Sjálfstæðisflokknum. Hins veg- ar snerist frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum gegn niður- færsluleiðinni og túlkaði hana þannig fyrir launþegum og laun- þegaforystunni að í henni fælist ekkert nema launalækkun, hún væri launaskerðingarstefna. Niðurfærsluleið Þetta var alvarleg og afdrifarík mistúlkun á eðli niðurfærsluhug- myndarinnar. í niðurfærslu fel- ast heildstæðar efnahagsaðgerð- ir, þar sem ráðist skal gegn hvers kyns kostnaðarhækkunum og verðlag lækkað með samkomu- lagj. Það gildir vissulega um laun, en ekki síður verðlag og vexti. Með þessu hefði mátt snúa verð- bólguþróuninni við. Það eitt var þess virði, þótt almenningur og atvinnulífið hefði orðið að taka á sig einhver tímabundin óþæg- indi, sem e.t.v. gátu leitt af þessari efnahagsaðgerð. Þótt niðurfærsluleiðinni hafi verið hafnað á sinni tíð, þá er ástæðu- laust að útiloka hana um alla framtíð. Ef þörf verður frekari efnahagsaðgerða á næstunni, þá hlýtur niðurfærsluleiðin að koma til umræðu að nýju. Fjárlagagerð Enginn vafi er á því að mikil- vægasta verkefni Alþingis, sem er til umfjöllunar ár eftir ár, er undirbúningur og samþykkt fjárlaga. An fjárlaga er ekki hægt að stjórna landinu. Ætla má að þjóðin bjargaðist sæmi- lega, þótt Alþingi ákvæði að fella niður í bili alla lagasmíð aðra en fjárlagagerð og lög sem henni tengjast. Nú er að hefjast á Alþingi lokahrinan í fjárlagasmíðinni. Undirbúningur fjárlagafrum- varps af hálfu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild nær að jafnaði yfir marga mánuði áður en frumvarpið er lagt fyrir Alþingi, sem að lokinni fyrstu umræðu vísar því til meðferðar fjárveitinganefndar. Þar á sér stað margra vikna yfirferð frum- varpsins, sem unnin er í samráði við þingflokkana, því að allir þingflokkar eiga fulltrúa í fjár- veitinganefnd. Það merkir auð- vitað ekki að fjárveitinganefnd verði sammála um afstöðu til fjárlagafrumvarpsins. Föst venja er fyrir því að stjórnar- sinnar í nefndinni skili meiri- hlutaáliti, en stjórnarandstaðan minnihlutaáliti, einu eða fleiri, ef svo vill verkast. Trúlega verður ekki brugðið út af þessum þingvenjum um nefndastörf. Hinu er ekki að leyna að ríkisstjórnin verður nú að hyggja að fleiru en forskrift- um venjunnar við afgreiðslu fjárlaga og tekjuöflunarfrum- varpa. Við þær aðstæður sem eru í neðri deild Alþingis, þar sem stjórnarandstaðan hefur stöðvunarvald í lagagerð, þá verður ríkisstjórnin að vera við því búin að fara samningaleið til stjórnarandstöðunnar um frumvörp, sem tengjast fjárlaga- gerðinni. Frétt vikunnar Það er því að ýmsu leyti athyglisverðasta frétt vikunnar, þegar frá því var greint að forystumenn stjórnarflokkanna hefðu átt formlegan fund með stjórnarandstöðunni til þess að kynna þrjú fjáröflunarfrum- vörp, sem ríkisstjórnin var þá að undirbúa að leggja fram í þing- inu. Þjóðviljinn sagði réttilega í frétt um þetta, að þessi vinnu- brögð væru „nýlunda“ hér á landi. Það var auk þess skynsam- lega til getið hjá sama blaði, að telja megi að með þessu vilji ráðherrarnir „reyna að afla fjár- öflunarfrumvörpum ríkisstjórn- arinnar fylgis hjá stjórnarand- stöðunni og jafnvel semja við hana um einstaka liði þeirra.“ Meirihluti í minnihluta Við Tímamenn höfum alloft gert þessa stöðu í neðri deild að umræðuefni síðan ríkisstjórnin var mynduð. Núverandi ríkis- stjórn nýtur meirihlutafylgis á Alþingi. Meira en helmingur 63ja þingmanna styður ríkis- stjórnina. Hins vegar leiðir það af deildaskiptingu Alþingis að í neðri deild hefur stjórnarand- staðan nú stöðvunarvald. í reynd er því ríkisstjórnin komin í minnihlutaaðstöðu í annarri þingdeildinni, sem að nokkru má líkja við aðstöðu minnihluta- stjórna í Danmörku og Noregi. Það er þó ekki að öllu leyti sambærilegt, því að í Danmörku er Folketinget ódeildskipt og þar er ríkisstjórn Schluters með sanni minnihlutastjórn. Hið sama mun raunar vera um stjórn Gro Harlem-Brundtlands að segja, að hún er raunveruleg minnihlutastjórn í Stórþingi og Óðalsþingi. Þessi staða í neðri deild hlýtur að vekja til umhugsunar um málefni, sem í senn er raunhæft pólitískt umræðuefni og stjórn- arskármál, lögfræðilegt við- fangsefni. Spumingin er sú, hvort deildaskipting Alþingis eigi sér óumdeilanleg rök, m.a. hvort það standist kröfur lýð- ræðis og þingræðis að deilda- skipta þjóðþingi eins og Alþingi, sem kosið er til sem heildar, á þann hátt sem hér á sér stað. Deildaskipting Alþingis er engin lýðræðisleg nauðsyn. Frá þing- ræðiQegu sjónarmiði er hún beinlínis gölluð. Það getur ekki talist eðlilegt að deildaskiptingin verði til þess að setja meirihluta- stjórn í landinu í minnihlutaað- stöðu. Flest mælir með því að telja deildaskiptingu Alþingis úrelt fyrirkomulag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.