Tíminn - 10.12.1988, Page 10

Tíminn - 10.12.1988, Page 10
10 Tíminrt Laugardagur 10. desember 1988 llllllllllllllllllllllllll AÐ UTAN Stórkostlegt mútuhneyksli í japanska stjórnmálaheiminum 1976 stóð japanski stjórnmálaheimurinn á öndinni vegna mútuhneykslis sem kennt er við Lockheed og leiddi til þess að þáverandi forsætisráðherra, Kakuei Tanaka varð að segja af sér. Nú er í uppsiglingu annað stórkostlegt fjármálahneyksli íjapanska stjórnmálaheiminum og í þetta sinn stendur enginn stjórnmálaflokkur þar með hreinan skjöld, nema kommúnistar. Fyrirtækið sem allir vildu nú halda sig fjarri Fína næturklúbbnum í kjallara glæsihúss fyrirtækisins Recruit í miðborg Tókýó hefur verið lokað. Kaffihúsið á fyrstu hæð er sömu- leiðis oftast mannlaust. Pegar skrif- stofum í húsinu er lokað um 6-leyt- ið á kvöldin, yfirgefa hundruð ungra stúlkna flóttalegar vinnu- staðinn eins og þær vildu helst að enginn kæmi auga á þær. Þar til fyrir fáum mánuðum var Recruit nafnið á öflugu og hrað- vaxandi fyrirtæki. Nú minnir þetta nafn almenning í Japan á skammarlegt hneyksli, „nokkurs konar veiru sem allir vildu nú halda sig fjarri," segir japanskur fréttaskýrandi. Á hverjum degi koma fram ný atriði varðandi embættismenn, blaðamenn og stjórnmálamenn, sem hafa skyndilega komist yfir fjármuni með aðstoð Recruit. Það er ekki fyrr en rétt nýlega sem embætti ríkissaksóknara hefur haf- ið hið mikla verk að rannsaka innihald 1700 pappakassa, sem innihalda upptæk skjöl, en samt setn áður virðist hneykslið sem kennt er við Recruit þegar vera mun stórkostlegra en Lockheed- málið, sem árið 1976 leiddi til handtöku þáverandi forsætisráð- herra Japans, Kakuei Tanaka. Þá voru það fyrst og fremst Tanaka og félagar hans, sem höfðu stungið mútufé í eigin vasa. Að núverandi hneykslismáli eiga allir pólitískir flokkar, að kommúnist- um undanskildum, hlut að máli. Og allir leiðtogar stjórnmálaflokk- anna, allt frá Yasuhiro Nakasone fyrrv. forsætisráðherra til núver- andi forsætisráðherra, Noboru Takeshita, allt frá Shintaro Abe fyrrverandi utanríkisráðherra til núverandi fjármálaráðherra, Kii- chi Miyzawa hafa komið þar við sögu. Skjót velgengni fyrirtækis ungs manns í upphafi var hér um að ræða sögu af lýsandi velgengni. í lok sjötta áratugarins stundaði Hiro- masa Ezoe, sem síðar varð forstjóri Recruit, nám við hinn virta Tókýó- háskóla. Til að vinna sér fyrir vasapeningum meðfram náminu miðlaði hann í stúdentablöð aug- lýsingum frá fyrirtækjum sem vildu ráða unga háskólakandidata í vinnu. Þessi aukavinna vatt upp á sig og 1960 stofnaði Ezoe sitt eigið fyrirtæki. Hann gaf út upplýsinga- ritlinga og -rit með ábendingum til ungs fólks sem var í leit að starfi í fyrsta sinn. Fyrirtæki litu á útgáfu Ezoes sem góða auglýsingu og borguðu fyrir að vera nefnd á nafn í ritunum. Recruit óx hröðum skrefum og varð að stórveldi sem átti viðskipti með útgáfu, fasteignir og upplýs- ingar. 1988 réði fyrirtækjasteypan yfir 27 félögum og 8 útgáfufyrir- tækjum, útibú voru 72 vítt og breitt um landið og starfsmenn 11.000. Ezoe þakkaði þennan geysigóða árangur fyrst og fremst hvernig hans eigin persónuleika væri farið. Kaupsýslumaðurinn sýndi sig vera: „Sérfræðingur í samspili manna,“ er haft eftir honum í blaðinu Asahi Shimbun. Kaupsýslumaður í góðum félagsskap Fastagestir í einkaklúbbi hans í kjallara aðalstöðva fyrirtækisins voru margir stjórnmálamenn og kaupsýslumenn. Sjálfur sótti Ezoe reglubundið hin dýru geishu-hús í Tókýó, þar sem oft eru ræddar mikilvægar ákvarðanir um framtíð landsins og minnist stjórnandi eins slíks húss þess að hafa oft séð Ezoe í fylgd fyrrum utanríkisráðheíra Abe í sínu húsi. Nakasone fyrrv. forsætisráðherra græddi a.m.k. 120 milijónir jena. Mestur var uppgangur fyrirtækis Ezoes á stjórnarárum Nakasones. Áður en Ezoe setti á hlutabréfa- markað í kauphöllinni hlutabréf í einu fyrirtækja sinna, sem orðið var hið fimmta stærsta á fasteigna- markaðnum í landinu, hvatti hann nokkur hundruð áhrifamikla aðila til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu á sérstöku hlunnindaverði, sem var ómótstæðilegt tilboð. Bréfin kostuðu bara smáræði og áttu að tvö- til þrefaldast að verðmæti á einum til tveim árum. Ef einhvern hinna útvöldu vantaði lausafé til að kaupa bréfin var annað dótturfyrir- tækja Recruit reiðubúið að veita lán til kaupanna. Frá desember 1984 til október 1986 voru á þennan hátt seldar um tvær milljónir hlutabréfa til útval- inna viðskiptavina, sem Ezoe kynni að þurfa að leita skjóls hjá þegar hann færði út ríki sitt. Staðreynd er að efst á listanum yfir þessa útvöldu eru nöfn náinna starfsmanna Nakasones og 8 helstu ráðherrar hans. Auk þeirra eru tugir háttsettra embættismanna ásamt frægum blaðamönnum, s.s. framkvæmdastjóra hins virta fjármálablaðs Nihon Keizai Shimbun og yfirritstjóra dagblaðs- ins Mainichi. 120 milljón jena hagnaður Glöggt dæmi um hin ábatasömu viðskipti er að 1984 átti varaborg- arstjóri Kawasaki kost á að kaupa 30.000 hlutabréf í fyrirtæki Ezoe. Þær 36 milljónir jena sem hann þarfnaðist til kaupanna fékk hann lánaðar hjá dótturfyrirtæki Rec- ruit. Tveim árum síðar seldi hann hlutabréfin fyrir 160 milljónir jena. Þegar hann hafði borgað lánið til hlutabréfakaupanna stóð hann uppi með 120milljóna jenahreinan hagnað. Hvernig varaborgarstjór- inn endurlaunaði greiðann hefur ekki enn verið upplýst. Hitt er vitað að fasteignaviðskiptafyrir- tækið sem hlutabréfabraskið sner- ist um hefur keypt af yfirvöldum Takeshita forsætisráðherra er flæktur í málið eins og svo margir aðrir stjórnmáiaforingjar. Kawasaki lóð í miðborginni fyrir u.þ.b. helming markaðsverðs. Hvernig stjórnmálaleiðtogarnir sem svona ofboðslega græddu á hlutabréfabraskinu hafa launað velgerðamanni sínum er heldur ekki vitað (í hópi þeirra er Naka- sone sem vitað er að stakk í eigin vasa 120 milljónum jena). Hins vegar úir og grúir af vísbendingum. T.d. getur Ezoe þakkað nánum tengslum sínum við Nakasone og aðra leiðtoga stjómarflokksins það að hann var skipaður í fjórar mismunandi stjórnskipaðar 1700 kassar af skjölum bíða rann- sóknar embættis ríkissaksóknara. Yiðskiptajöfurinn Ezoe liggur nú á sjúkrahúsi, haldinn „þungiyndi“ að sögn opinberra aðila. nefndir, þar sem framkvæmda- maðurinn gat fylgst náið með mikilvægu skipulagi sem á döfinni var. Þingmaður aflar sönn- unargagna með falinni myndavél Sennilega hefðu þessi huggulegu viðskipti getað haldið áfram óáreitt ef ungur blaðamaður við Asahi Shimbun hefði ekki af tilviljun orðið vitni að því .í mars sl. að rannsókn hefði verið hrint af stað í mútumáli í Kawasaki. Blaðið fylgdi málinu eftir og lagði heilan hóp rannsóknarmanna í vinnuna. Áður en langt um leið síuðust fyrstu upplýsingarnar til blaðsins. Þingmaðurinn Yanosuke Nara- zaki, fyrrum sósíalisti með dul- nefnið „Dýnamít", sem þegar hafði ljóstrað upp um mörg hneykslismál, lagði málið fyrir þingið. Einhver óskaði honum til hamingju með það hlutverk sem hann gegndi í þinginu, annar bað hann um viðtal. Þegar svo maður birtist í hinni litlu íbúð Narazakis hafði hann meðferðis innkaupa- tösku sem innihélt fimm milljónir jena. „Þetta er aðeins smágjöf. Ég bið yður að afsaka,“ sagði töskuber- inn. Narazaki ýtti peningunum, sem voru snyrtilega pakkaðir í gjafapappír, frá sér. Þetta atvik var tekið upp á falda myndavél, sem Narazaki hafði látið koma fyrir á laun í þeim tilgangi að afla sönnunargagna um að hér væri mútumál í gangi. Dýrt að vera stjórnmálamaður í Japan Þessi upptaka var sýnd í sjón- varpinu, og það oft, myndirnar af herramönnunum báðum, sem ýttu 5 milljónum jena fram og aftur milli sín, og það er vegna hennar sem núverandi stjórnmálakerfi í Japan riðar nú til falls „Þetta hneyksli sýnir að pólitík í Japan er nú orðin spurning um peninga, og eingöngu um pen- inga,“ segir Masaya Ito, sem áður var ráðgjafi fyrrverandi forsætis- ráðherra, Masayoshi Ohira. „Stjórnmálamenn eru ekkert ann- að en betlarar, þeir betla peninga og hafa glatað allri virðingu." Freistingin að komast yfir fé feimnislaust er svo mikil að menn gleyma að gæta að virðingunni. Stjórnmálamaður sem vill vinna sæti á þingi, þarfnast 300 milljóna jena til kosningabaráttunnar. Þar næst þarf hann a.m.k. 100 milljóna jena á ári í viðbót til að halda kjósendum sínum í ánægðum með gjöfum og veitingum. Þar sem árslaun hans fyrir þingmennskuna eru ekki nema 15 milljónir jena, er ekkert undarlegt að þingmaðurinn hrifsi til sín þá fjármuni sem hann getur nálgast. Kauphöllin vill halda stjórnmálamönn- unum ánægðum í nokkur undanfarin ár hefur aðalgullnáma og uppspretta ótrú- legrar fjáröflunar verið kauphöllin í Tókýó. Meðal stjórnmálamanna gengur hún undir nafninu „Helgi- dómurinn", staðurinn þar sem öll- um viðskiptum er haldið leyndum. Verðbréfamiðlari segir frá því að fyrir kosningar komi ritarar stjómmálaleiðtoga til kauphall- armiðlara með einn til tvo millj- arða jena og fari fram á að þessi höfuðstóll verði tvöfaldaður í skyndi. Þar sem enginn vilji valda þessum áhrifamiklu herrum von- brigðum sé jafnvel gervistýring á gengi vissra hlutabréfa. „Ezoe notar hlutabréf í stað peninga, en lokaniðurstaðan er og verður mútur,“ segir Narazaki þingmaður. „Ezoe varð að múta svona mörgum vegna þess að hann vildi vera með puttana í svo mörg- um ólíkum viðskiptum.“ Enn sem komið er hefur aðeins lítið brot þessara flóknu viðskipta verið upplýst og þeir sem málið varða þegja þunnu hljóði. Ezoe sjálfur hefur legið á sjúkrahúsi síðan í júlí, opinberlega er sagt að hann þjáist af þunglyndi. Stjórn- málamenn eins og Miyazawa fjármálaráðherra hafa beðið al- menning afsökunar, en þeir hafa ekki í huga að segja af sér. Einn þeirra hefur nefnt konu sína sem misgerðamanninn, annar bróður sinn og enn einn son sinn. Flestir hafa skellt skuldinni á ritara sína og rekið þá. Enn hefur Nakasone ekkert tjáð sig um málið. Enginn hefur enn verið tekinn höndum vegna málsins, nema skrifstofustjóri Rec- ruit, sá sem bar múturnar á Nara- zaki þingmann fyrir framan myndavélina földu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.