Tíminn - 10.12.1988, Page 15

Tíminn - 10.12.1988, Page 15
Laugardagur 10. desember 1988 14 Tírrúnn.- f VJ '{ » i » rj irnv i i in Knattspyrna: „Reikna með að skrifa undir á þriðjudaginn“ „Þaö má segja segja að þetta hafi gengið í gegn í gærdag (fimmtudag), en hvort samningur- inn verður í 3 1/2 eða 4 1/2 ár er enn ósamiö um auk nokkurra smá- atriða, að öðru leyti má segja að samningar haf! tekist,“ sagði Guðni Bergsson landsliðsmaður í knattspyrnu í samtali við Yímann í gær. Hann mun leika sem atvinnu- maður með enska stórliðinu Tott- enham Hotspur í London næstu árin. Guðni kom til landsins í gær, en á þriðjudaginn heldur hann utan á ný og þá verða forráðamenn Vais mcð í ferðinni. Guðni reiknaði með að skrifað yrði undir samninga á þriðjudaginn. Guðni hefur fengið tímabundið atvinnuleyfi fram í janúar, en for- ráðamenn Tottenham eru að vinna að þvi að útvega Guðna varanlegt leyfi. „Þetta getur hugsanlega allt strandað í atvinnuleyfinu, en Bret- ar hafa verðið strangir í veitingu slíkra leyfa undanfarið. Það eru fyrir 2 útlcndingar í Tottenham liðinu, þannig að einhver vandræði gætu orðið með atvinnuieyfið. Maður vonar bara það besta og forráðamenn Tottenham eru bjart- sýnir á að leyfið fáist. Eins og staðan er í dag þá má ég leika með aöalliðinu og það gæti orðið til þess að auðvelda að leyfið fáist, ef cg leik með liðinu á næstunni.“ Nokkuð hefur verið rætt um hlut Valsmanna í málinu og Guðni sagði að hann hefði náð samkomu- lagi við Val um félagaskiptin yfir í Tottenham og að þeir væru nokkuð sáttir við útkomuna. „Ég er mjög ánægður að fá tækifæri til þess að leika fyrir þetta félag, þetta er gott félag á góðum stað og það verður gaman að reyna fyrir sér sem atvinnumaður. Að- spurður um launamálin sagði Guðni: „Ég fæ góð laun fyrir þetta, annars væri maður nú ekki að fresta námi og fleiru til þess að fara út og spila fótbolta, en það er einkamál mitt hver upphæðin er. Menn fá vel greitt fyrir þetta í Englandi, enda er þetta allstremb- ið á köflum. Þá er fótboltinn vinsæi íþróttagrein þarna. Ég fæ frían bíl og síðan er greitt fyrir sigurlciki. Ef menn ætla að standa sig í þessu verður að taka þetta föstum tökum og lífa sómasamlega og heilbrigðu lífi og leggja sig allan fram. Eg ftyt út og verð þar næstu árin og maður verður að taka þetta eins og hvcrja aðra vinnu. Þetta starf er krefjandi og því fylgir mikið álag, bæði andlegt og líkam- legt. Ég hef leikið með varaliðinu nokkra leiki og þá verið á kantin- um. Með Val og landsliðinu var ég aftur á móti aftasti varnarmaður. Mér líkar mjög vel í þessari nýju stöðu, maður er meira í boltanum og þetta er skemmtilegt,“ sagði Guðni Bergsson að lokum. 2. deild karla kl. 15.15. Keflavik ÍBK-Afturelding 2. deild karla kl. 14.00. Seljaskóli ÍR-Þór 2. deild kvenna kl. 14.00. Seltjamames Grótta-Afturelding 2. deild kvenna kl. 15.15. Haukar b-ÍR 3. deild karla Id. 14.00. Keflavík ÍBK b-Völsungur 3. deild karla kl. 15.15. Seljaskóli ÍS-Fylkir Sunnudagur 1. deild kvenna kl. 14.00. Laugardalshöll Fram-Haukar 2. deild karla kl. 14.00. Digranes HK-Selfoss 2. deild karla kl. 16.30. Strandgata ÍH-Ármann 2. deild karla kl. 15.15. Strandgata Haukar-Þór 3. deild karla kl. 14.00. Strandgata FH b-Völsungur 3. deUd karla kl. 14.00. Valshús Valur b-HK b Blak Laugardagur 1. deUd karla kl. 17.15. Neskaupstaður Þróttur Nes.-Fram 1. deUd karla kl. 14.45. Höllin Akureyrí KA-ÍS 1. deUd kvenna kl. 16.00. Neskaupstaður Þróttur Nes.-UBK 1. deUd kvenna kl. 13.30. Höllin Akureyrí KA-ÍS Sunnudagur 1. deUd karla kl. 17.45. Digranes HK-Þróttur R. 1. deUd kvenna kl. 16.30. Digranes HK-Þróttur R. Guðni Bergsson í faðmi fjöskyldunnar stuttu eftir heimkomuna til íslands í gærkvöld. Guðni heldur til London á þriðjudag, þá tilbúinn að takast á við nýtt starf, starf atvinnumanns í knattspyrnu. Frá vinstri Bergur Þór 11 ára, Hjördís Böðvarsdóttir móðir Guðna, Guðni Bergsson, Elín Konráðsdóttir unnusta Guðna, Bergur Guðnason faðir Guðna, en hann var á árum áður landsliðsmaður í handknattleik, Sigríður 22 ára og Böðvar 18 ára. Tímamynd Gunnar. íþrótta- vidburðir helgarinnar Körfuknattleikur Laugardagur 1. deild kvenna kl. 14.00. Grindavík UMFG-UMFN Sunnudagur 1. deild karla kl. 14.00. Hagaskóli Léttir-Snæfell 1. deild kvenna kl. 20.00. Kennaraháskóli ÍS-ÍBK 1. deild kvenna kl. 14.00. Seljaskóli ÍR-Haukar Handknattleikur Laugardagur 1. deild kl. 14.00. Strandgata FH-Þór “200*$ * wwuw og í BAvinimmR ERÐIN AKUREYRI SÍMI 96-21400 Laugardagiir 1Ó. desember 1988 .y.i.M.v.a.1.1' >» 1 Tíminn 15 irnw i ■ in HAUKUR VALINN HJA F0TLUÐUM fþróttasamband fatlaðra hefur út- nefnt Hauk Gunnarsson, fþróttafé- lagi fatlaðra í Reykjavík (Í.F.R.) íþróttamann ársins úr röðum fatl- aðra íþróttamanna áríð 1988. Haukur er 22 ára, fæddur 20.10. 1966, og keppir í flokki spastiskra. Hann er mjög fjölhæfur íþróttamað- ur en sínum besta árangri hefur Haukur þó náð í 100, 200 og 400 m spretthlaupum. Á síðasta ári varð Haukur mjög sigursæll á þeim mót- um sem hann tók þátt í. Auk þess að sigra á öllum þeim mótum sem hann tók þátt í hér á landi sigraði Haukur í 100, 200 og 400 m hlaupum á alþjóðlegu móti sem fram fór í V.-Þýskalandi um miðjan júlí. Á því móti hljóp hann 400 m hlaup á 61,1 sek. og setti um leið nýtt heimsmet. Einnig sigraði hann í 100 m hlaupi á Opna v.-þýska meistaramótinu sem fram fór í Flensborg um miðjan september. Sínum besta árangri náði Haukur þó á Ólympíuleikum fatl- aðra sem fram fóru í Seoul 15.-24. október sl. Þá hlaut hann gullverð- laun í 100 m hlaupi og bronsverðlaun í 200 og 400 m hlaupum. í 100 m hlaupinu hljóp Haukur á 12,88 sek. og var nálægt sínum besta árangri sem er 12,80 sek. sem jafnframt er heimsmet í greininni. í 200 og 400 m hlaupunum bætti hann sinn fyrri árangur verulega. Eins og áður sagði er Haukur mjög fjölhæfur íþróttamaður. Hann er t.d. núverandi íslandsmeistari í einliðaleik í boccia og var í sveit íslands sem hafnaði í þriðja sæti á Norðurlandamótinu sem fram fór hér á landi sl. vor. En Haukur er ekki aðeins góður íþróttamaður. Hann hefur vakið at- hygli fyrir reglusemi, prúðmannlega framkomu og kurteisi og verið þann- ig öðrum fyrirmynd sem heilsteyptur og metnaðarfullur íþróttamaður. í viðurkenningarskyni fyrir út- nefninguna fær Haukur „Afreksbik- ar f ,F.“ en hann var gefinn af Bjarna Árna Ingvasyni og Sigrúnu Ódds- dóttur, eigendum Hótels Óðinsvéa, árið 1984 og er veittur þeim aðila sem valinn er íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna ár hvert. Þess má að lokum geta að þetta er þriðja árið í röð sem Haukur er valinn íþróttamaður ársins. KENWOOD Ný og endurbætt KENWOOD CHEF Haukur Gunnarssonar með „Afreksbikar ÍF“ en hann fylgir íþróttamanni ársins hjá fötluðum. Eins og sjá má á áletruninni á bikarnum þá hefur Haukur unnið bikarinn undanfarín tvö ár. TímamyndrGunnar 4- Jólakirkjurnar vinsælu komnar aftur Síðasta sending fyrir jól 4 Heildsöludreifing LEMKÖ HF. Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Köpavogi - Sími 46365 Aukabúnaður m.a.: Grænmetiskvörn — Hakkavél Grænmetisrifjárn — Ávaxtapressa Verð kr. 17.680 16.800,- staðgr. hheklahf Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.