Tíminn - 10.12.1988, Side 16

Tíminn - 10.12.1988, Side 16
16 Tíminn Laugardagur 10. desember 1988 FREFTÁYRFU.IT PARÍS - Lech Walesa leið- togi hinna pólsku, óháðu verkalýðssamtaka Samstöðu kom til Parísar i gær í fyrstu utanlandsför hans í sjö ár. Hann hefur ekki fengið að fara úr landi síðan Samstaða var, bönnuð. Walesa hvatti til þess að Austur- og Vestur-Evrópa sameinuðust i framtiðinni. KHANDIGARH — öfgafull- ur Shíki skaut í gær einn af fimm æðstu prestum Shíka í Punjabhéraði. Ástæðan er að líkindum sú að shíkaprestarnir höfðu tekið frjálslyndan Shíka- leiðtoga í sátt en honum hafði verið útskúfað úr trúarsamfé- laginu vegna stjórnmálaskoð- ana sinna. VATÍKANIÐ - Jóhannes Páll páfi II varði rétt þjóðarbrota til að verja sig, en hafnaði harðlega hryðjuverkum í þeim tilgangi. Páfinn lét þessi um- mæli falla í ávarpi til leiðtoga oa alþjóðasamtaka sem vinna að undirbúningi Friðarheims- dags kaþólsku kirkjunnar sem haldinn verður 1. janúar. MANILA - Skipherra i bandaríska flotanum er nú fyrir bandarískum herrétti á Filipps- eyjum sakaður um að hafa látið hóp víetnamskra flótta- manna lönd og leið. Bátafólkið er lifði af flóttann frá Víetnam barg sér með því að leggja sér lík þeirra er létust á leiðinni, til munns. Skip undir stjórn sjó- liðsforingjans neitaði að taka við flóttamönnunum á Suður- Kínahafi í sumar og urðu flótta- mennirnirað hýrast í bátsínum í 37 daga eftir það. BANGKOK - Víetnamar hafa sent þá orðsendingu til bandamanna sinna í Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu að eir vilji fá betri samninga og einharða peninga fyrir tugi þúsunda vietnamskra verka- manna sem sendir eru til vinnu í þessum ríkjum á ári hverju. 1 TUNIS - Muammar Gaddafi leiðtoai Llbýu hvatti Túnisbúa til að Táta af nýlendustefnu og veita Lfbýu liosstyrk í barátt- unni gegn heimsvaldastefnu. Ræða Gaddafis var yfirleitt við þau mörk er talin eru hæfa í milliríkjasamskiptum. Á sama tíma bárust frettir frá Súdan um að skæruliðar, er njóti stuðnings Líbýumanna, hafi drepið 100 Súdani í bardaga. MOSKVA - Franski geim- farinn Jean-Loup Chreteian varð fyrsti Frakkinn til að fá sér göngutúr í geimnum, en hann dvelur nú í sovésku geimstöð-, inni Mfr í ágætu yfirlæti. i ÚTLÖND ISRAELSHER GERIR INNRÁS í LÍBANON ísraelski herinn hélt upp á árs afmæli uppreisnar Palestínu- manna á hernumdu svæðunum með því að gera innrás inn í Líbanon rétt sunnan við Beirútborg og leggja höfuðstöðvar Palestínumanna þar í rúst. Ekki áttu allir ísraelsku her- mennirnir afturkvæmt því að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífiö og að minnsta kosti fjórir særðust. Hins vegar féllu að minnsta kosti tuttugu liðsmenn Palestínumanna í árásinni. Ekki er Ijóst hvort Sýrlendingar hafi tekið þátt í bardögunum, en fréttum af þessum atburðum ber ekki saman. Palestínumenn segja að Sýrlend- mótspyrnu. Herskip ísraela biðu átekta við ströndina á meðan á árásinni stóð. ísraelsku hermennirnir drógu sig síðan til baka um miðjan dag eftir að hafa eyðilagt höfuðstöðvar „Al- þýðufylkingarinnar fyrir frelsun Pal- estínu", æfingabúðir þeirra, vopna- geymslur og herskála skæruliða þeirra. Skæruliðasamtök þessi stóðu fyrir árás á herbúðir ísraela í norðurhluta ísraels í nóvember á síðasta ári, en þá létu sex ísraelskir hermenn lífið. Telja ísraelar að sú árás hafi komið af stað uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæð- unum er hófst 9. desember í fyrra. ísraelsher hefur ekki gert árásir svo langt inn í Líbanon síðan hann dró herlið sitt til baka þaðan árið 1985 eftir að hafa gert innrás í Líbanon til að hrekja Palestínumenn úr landinu. Síðan þá hefur herinn aðallega athafnað sig við landamær- in í suðurhluta Líbanons þar sem ísraelar vinna með hersveitum krist- inna manna gegn múslímum á svæð- inu. Árás Israelshers í gær er almennt túlkuð sem móðgun við Yasser Arafat sem kom við kaun ísraela ingar hafi lent í átökum við ísraelska innrásarliðið, skotið niður ísraelska þyrlu og tekið átján ísraelska her- menn höndum. Þessu neita ísraelsk hernaðaryfirvöld og segja að Sýr- lendingar hafi setið aðgerðalausir hjá, engir ísraelskir hermann hafi verið fangaðir og að engin þyrla hafi verið skotin niður. Hins vegar stað- festa þau fall ísraelsks liðsforingja og að fjórir hermenn hafi særst. Innrás ísraela hófst um miðnættið með loftárásum á skotmörk í fjöllun- um suður af Beirút. Um áttaleytið í gærmorgun fluttu síðan herþyrlur Israela hermenn til hæðanna í Naa- meh, Damour og Baawarta sem eru um 15 km sunnan við Líbanon. Þar hafa bæði Drúsar og Palestínumenn sterka stöðu og urðu harðir bardagar þar. Síðar gengu ísraelskir landgöngu- liðar á land við Aramoun nokkrum kílómetrum norðaustar, en þar hafa Sýrlendingar haft tögl og hagldir undanfarin ár. Palestínumenn segja að þar hafi slegið í brýnu milli sýrlenskra hermanna og ísraelska herliðsins, auk þess sem skæruliðar 'Palestínumanna hafi veitt ísraelum fsraelskl herinn gerði innrás í Líbanon af landi, úr Iofti og af sjó. Eftir nokkurra klukkustunda bardaga drógu þeir sig til baka. Árásimar beindust gegn höfuðstöðvum palcstínskra skæruliða. með því að ræða við fimm banda- ríska gyðinga í Stokkhólmi og lýsa því yfir að PLO viðurkenni rétt Ísraelsríkis og hafni hryðjuverkum. ísraelar segjast ekkert mark taka á orðum Arafats og sýna honum nú í tvo heimana. Auk þess er talið að ísraelar vilji sýna að þeir ætli sér að leika stórt hlutverk í framtíðarþróun Líbanons og sýna Sýrlendingum að þeir komist ekki upp með að ráðsk- ast með Líbanon að vild þó sýrlenski herinn hafi þar víða ítök. íhaldssamir kristnir menn í Líban- on fögnuðu árásinni í gær. Þeir líta margir hverjir á ísrael sem sinn sterkasta og náttúrlegasta banda- mann gegn múslímum í landinu þó írakar styðji hvað best við bakið á kristnum hersveitum, enda byggist Azerar halda áfram að ofsækja Armena í Azerbaijan: JARÐSKJALFTISVIPTI 100.000 ARMENA LÍFI stuðningur íraka mikið til á hatri á Sýrlendinguiji. Árás fsraela inn í Líbanon í gær kom ilia við harðasta stuðningsmann þeirra á alþjóðavettvangi, Sám frænda. Á blaðamannfundi í Brússel í gær gagnrýndi George Shultz utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna innrás ísraela, en ekki er langt síðan að hann setti Sameinuðu þjóðimar á annan endann er hann lét undan þrýstingi ísraela og neitaði Yasser Arafat um vegabréfsáritun til Bandarfkjanna. Því varð að flytja fund Allsherjarþingsins til Genfar svo Arafat geti ávarpað samkom- una. Það mun Arafat gera á þriðju- daginn. En ísraelar áttu ekki einungis í átökum í Líbanon í gær. Að minnsta kosti sjö Palestínumenn voru lagðir inn á sjúkrahús á vesturbakkanum vegna skotsára af völdum ísraelskra hermanna. Talið er að yfir 100 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftan- um í Armeníu á miðvikudaginn, en björgunarsveitir leggja nú nótt við dag í von um að geta bjarga þeim þúsundum sem enn eru á lífið í húsarústum. í gærkvöldi mátti enn heyra neyðaróp fólks er grafið var í húsarústum, en eyðileggingin er gífurleg. Þrátt fyrir þessar hörmungar halda kynþáttaóeirð- ir Azera og Armena í Azerbaijan áfram. Tvær borgir eru meira og minna í rúst að ógleymdum fjölda minni bæja og þorpa á þessu svæði. Bærinn Spitak 'þar sem bjuggu rúmlega 50 þúsund manns jafnaðist algerlega við jörðu. Er talið að einungis fáein þúsund bæjarbúa hafi lifað af jarðskjálftann. Þrír fjórðu- hlutar borgarinnar Leninakan sé í rústum eftir jarðskjálftann, en þar bjuggu 200 þúsund manns. Bandarískir sérfræðingar stað- hæfa að illa byggð hús á þessu svæði sé ástæða þess hve gífurlegt mann- tjón hefur orðið í jarðskjálftanum. Benda þeir á að svipaðir skjálftar hafi gengið yfir Kaliforníu án telj- andi mannskaða. í sama streng tók málgagn sovéskra ungkommúnista Komsomolskaya Pravda: - Hvar voru jarðskjálftafræðing- arnir, arkitektarnir og bygginga- verkamennirnir sem skipulögðú og byggðu þessi hús sem féllu saman eins og spilaborgir? Mikhaíl Gorbatsjov forseti Sovét- ríkjanna tók sjálfur við yfirstjórn björgunaraðgerða eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum þar sem hann varð að aflýsa heimsókn sinni vegna hörmunganna. Ljóst er að mikið starf er framundan í björgun- arstarfi og neyðarhjálp til þeirra er lífs komust úr ógnunum. Sovétmönnum hefur borist boð um hjálp víðs vegar úr heiminum og eru hjálpargögn þegar farin að streyma utan úr heimi til hinna hrjáðu svæða. Evrópubandalagið til- kynnti í gær að það myndi leggja fram 700 þúsund dollara til neyðar- hjálpar. Munu tvær flutningavélar hafa haldið í morgun til Armeníu frá Belgíu og Hollandi með blóð til blóðgjafa, lyf, lækningatæki, ábreið- ur og tjöld. Önnur flugvél mun halda til Arm- eníu frá Bretlandi nú um helgina með hjálpargögn, en þar hafa stjórn- völd lagt fram fimm milljónir sterl- ingspunda til neyðarhjálpar. Sviss- lendingar sendu átta tonn af hjálpar- gögnum í gær og þá hefur Alþjóða Rauði krossinn sent hjálp. Þannig mætti lengi telja. Þó er vert að minnast þess að Hjálparstofnun kirkjunnar hefur þegar lagt fram tvær milljónir króna til hjálparstarfs- ins. Þrjátíu og sjö björgunarmenn með tuttugu sérþjálfaða leitarhunda héldu frá Sviss til Armeníu í gær og • í dag munu tuttugu ítaiskir læknar og björgunarsérfræðingar halda til Armeníu. Bresk sveit sérþjálfaðra slökkviliðsmanna flaug þegar til Armeníu til björgunarstarfa í fyrra- dag. Þá hafa Tyrkir ákveðið að opna landamæri sín að Sovétríkjunum algerlega svo hægt sé að koma hjálpargögnum til fórnarlamba jarð- skjálftans gegnum Tyrkland sé það talið auðveldara. Það er í raun sögulegur atburður því landamærin hafa verið lokuð í áratugi. Þrátt fyrir hörmungarnar í Arm- eníu þá hafa kynþáttaofsóknimar í nágrannaríkinu Azerbaijan haldið áfram. Öfgafullir Azerar notuðu tækifærið þegar hermenn þeir er haldið hafa uppi lögum og reglu í höfuðborginni Baku vegna kyn- þáttaóeirða þar að undanfömu vom sendir til björgunarstarfa í Armeníu. í gær lögðu Azerar eld í níu hús Armena í Bakú og héldu uppi of- sóknum á hendur þeim. Talsmaður Armenpress hinnar opinbem fréttastofu Armeníu held- ur því blákalt fram að fréttir um að stjómvöld í Azerbaijan hafi boðið Armenum aðstoð við björgunarstörf hafi einungis verið tilbúnar fyrir almenningsálitið í heiminum, en að Iítil raunvemleg aðstoð hafi borist. Sagðist hann ekki vita um neina sjálfboðaliða Azera við björgunar- störfin. Tugir þúsunda Armena hafa flúið Azerbaijan að undanförnu og dvöldu margir þeirra á þeim svæðum er verst urðu úti í jarðskjálftanum mikla. Er talið að manntjón sé enn meira af þeim völdum. Flóttamanna- straumnum hefur síst linnt eftir að jarðskjálftinn varð, Azerar flýja Armeníu og Armenar Azerbaijan. sýna mátt- inn í Lhasa Vömbílar hlaðnir kínverskum lögreglumönnum gráum fyrir járnum óku vítt og breitt um götur Lhasa, höfuðborgar Tíbets í gær. Þannig vildu kínversk yfir- völd sýna Tíbetum að lögeglan muni taka af hörku á mótmælend- um, en í dag áttu að fara fram mótmælaaðgerðir gegn kínversk- um yfirráðum í Tíbet. Tilefnið var 40 ára afmæli mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna. Tuttugu trukkar með um það bil fimmhundruð vopnuðum lög- reglumönnum óku í einni hala- rófu um götur borgarinnar fram á kvöld í gær. Ekki er talið að ógnun þessi muni koma í veg fyrir fundahöld þrátt fyrir að Kínverjar hafi hótað Tíbetum að á þá yrði skotið ef mótmæli hæfust á Barkohrtorgi í miðbæ Lhasa. Þar hafa tíðum brotist út átök milli Tíbeta og kínverskrar lögreglu, nú síðast í marsmánuði síðastliðnum þegar tuttugu búddamunkar og einn kínverskur lögregluþjónn létu lífið í átökum. Kínversk yfirvöld halda fast í þá afstöðu sína að Tíbet sé hluti Kínaveldis og muni tilheyra því um aldur og ævi. Tíbetar eru ekki á sama máli og krefjast sjálfstæðis á ný. Má gera ráð fyrir því að átök verði í Lhasa um þessa helgi, því reynslan sýnir að hvorugur aðil- inn vill gefa eftir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.