Tíminn - 10.12.1988, Síða 21

Tíminn - 10.12.1988, Síða 21
Laugardagur 10. desember 1988 Tíminn 21 IIIIIIIM BÓKMENNTIR Axlar-Björn og Sveinn skotti Úlfar Þormóösson: Þrjár sólir svartar, skáldsaga, útgefandi höfundur, Rv. 1988. Hér er komin út ný söguleg skáld- saga sem fjallar annars vegar um einn frægasta morðingja fslands- sögunnar og hins vegar um son hans, landsfrægan þorpara á sinni tíð. Eru þetta þeir Axlar-Björn og Sveinn skotti. Saga þeirra er hér sögð í tveimur aðskildum hlutum, og fjallar sá fyrri um Björn en sá seinni um Svein, en Þórdís, kona Bjarnar og móðir Sveins, tengir hlutana saman. Og auk þess er svo frásögnin tengd inn í samtíma okkar með upphafs- og niðurlagsköflum um afkomendur þeirra nú á dögum sem einnig verða að sæta illum álögum ættföðurins. Ekki er sá er hér ritar svo gagn- kunnugur sögu þeirra feðga að hér verði lagður dómur á meðferð höf- undar á heimildum sínum. En svo hefur þó verið talið að hinn raun- verulegi Axlar-Björn sögunnar hafi verið sjúkur maður á sinni og hald- inn einhvers konar óstjórnlegri morðfýsn. Þessum þætti sögu hans er hér haldið, og raunar gefin á honum ákveðin skýring. Hún er sótt í þjóð- trúna og felst í því að Bárður Snæfellsás hafi gefið Birni öxi þá er þau álög fylgdu að hann skyldi verða átján manna bani. Skömmu fyrir aftöku sína er svo frá því skýrt hér að Björn hafi ráðstafað öxinni með þeim hætti að hún gæti ekki komist aftur í manna hendur nema með einstökum fádæmum. Nánar til tekið þeim að afkomandi þeirrar óspjöll- uðu meyjar, sem kom öxinni fyrir, í sjöunda, fjórtánda eða tuttugasta og fyrsta lið, missti meydóm sinn á sama stað og öxin var falin og það af völdum einhvers afkomanda Bjarnar. Síðan er þama sögð saga Sveins skotta, hins mesta þjófs og kvenna- manns. Skýringin, sem helst er að lesa út úr frásögninni þarna á atferli hans, er þó ólíkt veraldlegri en hin, Úlfar Þormóðsson rithöfundur. eða á þá lund að örlög föður hans og fyrirlitning fólks á honum af þeim sökum hafi hrundið honum út á glæpabrautina. Er svo skemmst af að segja að á sama hátt og Björn áður endar Sveinn feril sinn með því að vera tekinn af lífi sem ótíndur glæpamaður. Loks gerist svo það ótrúlega að í ljós kemur að það hefur orðið sem Bjöm varaði við. Em það afkom- endur hans nú á dögum, og það tveir heldur en einn, sem bölvun axarinn- ar hvílir núna á af þessum sökum. Endar það síðan líkt og til var stofnað í upphafi og vænta má. Söguefnið hér er ófagurt eða fyrst og fremst frásagnir af glæpum þeirra feðga, svo og refsingum og aftöku þeirra hvors um sig. Af sjálfu leiðir því að hér er ekki fögur saga á ferðinni, heldur þvert á móti. Hér em blásaklaus börn drepin á hinn hroðalegasta hátt í fyrri hlutanum, og í þeim seinni eru það prakkara- skapur, rán og nauðganir sem gegna sambærilegu hlutverki. Lýsingarnar á öllu þessu eru þó raunsæjar, og reyndar býsna lausar við bæði mærð og óþarfa hrottaskap. Og reyndar má svo virðast að samúð höfundar sé þrátt fyrir allt töluverð með báðum aðalpersónum sínum. í lýsingu Bjarnar kemur það fyrst og fremst fram í því hve hetjulega hann er hér Iátinn bregðast við kvalafullu lífláti sínu. í lýsingu Sveins felst þessi samúð svo aftur í því hve náið er lýst þeim hörmungum sem hann þarf að þola af hendi náunga sinna þegar þeir fara að refsa honum, og loks hörku hans þegar líður að því að hann verði hengdur. Vissulega er ekki nema gott eitt um það að segja að höfundur standi með sínum eigin persónum, og þessa gætir raunar víðar, svo sem í allri lýsingu Þórdísar konu Bjarnar. Og svo er að sjá af þessu að markmið höfundar hér sé ekki hvað síst að koma á framfæri lýsingu á þeirri kúgun sem smælingjar þessa lands á 16. og 17. öld þurftu að þola af hendi valdsmanna og annarra höfðingja. Að því leyti má þannig segja að hér sé á ferðinni pólitísk skáldsaga, sem taki málstað öreiganna á þessum tíma. Og verður víst ekki annað sagt en að allvel sé á haldið. Aftur á móti er álitamál hvort tenging sögunnar við samtímann hafi tekist eins vel. Þar koma til sögu tveir hálfbræður, afkomendur Axl- ar- Bjarnar, sem verða fyrir bölvun þeirri sem á honum hvíldi. Eiginlega er hvorugur þeirra verulega heil- steypt persóna, og tæpast nægilega til að úr þeim sé hægt að lesa trúverðuga ádeilu þess efnis að mannvonskan frá tímum Bjarnar sé enn í fullu gengi hér á meðal okkar. Gildir þá einu hvort svo kunni að vera eða ekki, og er álitamál nema betur hefði farið á því að fella þennan þátt sögunnar einfaldlega í burtu. I sögum Axlar-Bjamar og Sveins skotta er meir en nóg söguefni til þess að það geti staðið eitt út af fyrir sig. -esig Af koppum og Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér eftirtaldar fjórar bækur sem ætlaðar eru yngstu lesendunum. 1. Saga um sögu. Höfundur texta er Sune Axelson og myndir eru eftir Sven Nordqvist. Þýðingin er eftir Þorstein frá Hamri. Bókin er 28 bls. og prentuð í Danmörku. Sagan segir frá 5 ára telpu, Soffíu að nafni, og kynnum hennar af Önnu frænku sinni sem býr í litlu húsi úti í skógi. Soffía heimsækir þessa frænku sína og tekst með þeim mikil vinátta. Anna hefur tíma til að sinna þessari litlu frænku og fræða hana um lífið og tilveruna, sem er svo forvitnilegt í augum litlu telp- unnar. Efni þessarar bókar gefur okkur tilefni til umhugsunar um hversu nauðsynlegt það er ungum börnum að eiga félagsskap við fullorðið fólk með lífsreynslu. Slíkur félagsskapur gerir tvennt: fræðir og þroskar skiln- ing hinna ungu en fyllir jafnframt það tóm sem skapast í lífi þeirra eldri sem eru á leið til einsemdar ellinnar. Þetta er holl lesning fyrir alla fjölskylduna. 2. Koppurinn. Höfundur texta er Anna Civardi, myndir eftir Jonathan Langley. Þýðanda er ekki getið. Bókin er 24 bls. og prentuð í Hong Kong. Bókin fjallar um litla, tveggja ára telpu, sem er farin að ganga og skynjar því veröldina og umhverfið á nýjan hátt. En það eru einnig önnur þáttaskil í lffi hennar. Hún er að sleppa bleiunni og lærir að gera þarfir sínar í rauðan kopp, sem henni var gefinn í því skyni. Líklegasta markmiðið með útgáfu þessarar bókar er það að fullorðnir lesi hana fyrir ung börn, sem eru á líku þroskaskeiði og fyrrnefnd sögu- persóna og fá á þann hátt stuðning til að breyta þessum lífsháttum barnsins. í fljótu bragði get ég ekki séð annan tilgang. 3. Albin og sjóræningjarnir. Höf- undur er Ulf Löfgren. Þýðandi Þór- gunnur Skúladóttir. Bókin er 28 bls. og prentuð á Ítalíu. Þetta er ævintýrasaga. Drengur- inn Albin grefur holu í sandfjöruna og finnur þar tunnu. Þá breytist allt skyndilega. Hann er orðinn foringi sjóræningja. Þeir sigla út á haf á sjóræningjaskipi og lenda í ýmsum ævintýrum. En vopnin eru eingöngu ávextir, byssukúlurnar tómatar o.s.frv. Sagan endar svo á því að Albin stendur í fjörunni hjá holunni og skynjar að þetta hafði verið draumur. Með þessari bók virðist höfundur vera að sýna fram á hversu stríð eru fánýt og tilgangslítil. Að minnsta kosti gefur efni bókarinnar tækifæri til að taka þetta efni til umræðu. 4. Örkin hans Nonna. Höfundur er Brian Pilkington. Þýðanda er ekki getið. Bókin er 24 bls. og prentuð hér á landi. Sagan segir frá gömlum manni, Nonna, og Snata hundinum hans. Nonni er hættur að vinna og vantar verkefni. Eftir miklar rigningar dett- ur honum í hug að smíða stórt skip, sem hann gæti bjargað sér á, ef svo örkum kynni að fara að landið færi í kaf. Tekur hann Nóa gamla sér til fyrir- myndar. Hann smi'ðar svo skipið og tekur um borð ýmsar dýrategundir, eins og Nói, en þá kemur babb í bátinn, því dýrin fara að fjölga sér hraðar en góðu hófi gegnir. En Nonni finnur lausn á þessu vanda- máli og allt fer vel. Hér er tæpt á miklu samfélags- vandamáli: Hvað á það fólk að gera, sem er hætt, sökum aldurs, að vinna dagleg störf? Um það má ræða. Allar þessar bækur eru ríkulega myndskreyttar, prentaðar á vandað- an pappír, letur vel læsilegt og bandið sterklegt og traust. Þær hafa allar jákvæðan boðskap að flytja sem sjálfsagt er að taka til umræðu þegar þær eru lesnar. Tómas Einarsson Er jólaglöggin siður eða ósiður? Hugsaðu málið Átak gegn áfengi DAGVI8T BARIVA Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík óskar að ráða til starfa umsjónarfóstru með dagvist á einkaheimilum nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir deildarstjóri fagdeildar Dagvistar barna, í síma 27277. Hönnum auglýsingu FRÍTT þegarþú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 BILALEIGA meö útibú allt i kringurri landiö, gera þér mögulegt aö leigja bil á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar FÓLKÁFERÐ! Þegar Qölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. J 'é'Sg™ I •'*« m m 1 Æ 4 M 1 H i Mnr Páll Stefán Vestur-Húnvetningar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson efna til fundar í Víðigeröi þriðjudagskvöld 13. desember kl. 20.30. Jólaalmanak SUF 1988 Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp: 1. des. 1. nr. 1851 2. nr. 4829 2. des. 3. nr. 7315 4. nr. 1899 3. des. 5. nr. 6122 6. nr. 1500 4. des. 7. nr. 2993 7. des. 13. nr. 8240 8. nr. 8376 14. nr. 7307 5. des. 9. nr. 1780 8. des. 15. nr. 1340 10. nr. 3258 16. nr. 7485 6. des. 11. nr. 1984 10. des. 19. nr. 6305 12. nr. 8352 20. nr. 1398 Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík. SUF Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 24. desember. Vinsamlegast greiðið heimsenda miða. Framsóknarflokkurinn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.