Tíminn - 10.12.1988, Page 22

Tíminn - 10.12.1988, Page 22
22 Tíminn Laugardagur 10. desember 1988 i Hnr Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi Jólafundur Hörpu verður haldinn miðvikudaginn 14. desember kl. 20.30 í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. Jóladagskrá - jólaveitingar. Freyjukonur í Kópavogi eru boðnar á fundinn. Mætum allar í jólaskapi og tökum með okkur gesti. Stjórnin Framsóknarvist á Sögu Framsóknarvist verður haldin á Hótel Sögu sunnudaginn 11. desember n.k. kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Stutt ávarp flytur Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Stjórnandi: Jónína Jónsdóttir. Verð aðgöngumiða kr. 400,- (Veitingar innifaldar) Framsóknarfélag Reykjavíkur Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24480 Jólakort - Jólakort! Höfum til sölu tvær gerðir af fallegum jólakortum. Einnig hálsbindi, blómavasa og glösin vinsælu með flokksmerkinu. Selfoss g nágrenni Steingrímur He annsson forsætisráðherra ræðir stjórnmálaviðhc i á Hótel Selfossi fimmtudags- kvöldið 15. dest iber kl. 21.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Steingrímur BÓKMENNTIR illlll Smásögur Guðbergs Guðbergur Bergsson: Maðurinn er myndavél, smásögur, Forlagið, 1988. Ný bók með skáldskap eftir Guð- berg Bergsson sætir vissulega alltaf tíðindum, og nú í ár er það smá- sagnasafn sem hann gleður fasta lesendur sína með. Þetta eru þrettán sögur, og mjög misgamlar að því er ráða má af ársetningum þeirra sem höfundur Iætur hér fylgja með. Má það raunar vera ástæðan fyrir því að þessar sögur geta ekki talist nema í meðallagi samstæðar sem heild. Elsta sagan mun vera Mannsmynd úr biblíunni. frá 1972, og fyrir þá sem til þekkja má geta þess að þar koma fyrir bæði Svanur og Anna, persónur sem kunnar eru úr bókum Guðbergs frá árunum þar í kring. Á þeim tíma sendi hann frá sér skáld- sögur sem telja varð vægast sagt harla sundurlausar, og þar sem segja má að hann hafi lagt allt kapp á að tæta í sundur söguþráðinn og brjóta upp allt það sem heitið gat raunsæi í sögunum. Ýmsir munu líka vafalítið telja að þessi smásaga sverji sig nokkuð í ætt við þessar eldri sögur Guðbergs; söguþráður er þarna sundurlaus, persónur óglöggar og frekar reynt að ná fram áhrifum með heildarmynd heldur en með einstök- um sögudráttum. Sér á parti þarna er líka lokasaga bókarinnar, Brúðan, frá 1975. Sér- staða hennar felst þó í öðru, því að hún virðist að meginstofni til vera nokkuð raunsæ lýsing höfundar á fólki og atburðum sem orðið hafa á vegi hans suður í Portúgal þetta ár, og saman við það fléttað bernsku- minningum héðan að heiman. En á seinni árum hafa margir þóst finna nýjan og allt annan tón í sögum Guðbergs heldur en var mest áberandi framan af. Hæst ber þar kannski að bækur hans hafa orðið miklu auðveldari aflestrar og raunar töluvert skemmtilegri en áður, og andraunsæi hans hefur auk þess greinilega fengið yfir sig talsvert meira ævintýrasvipmót en var fyrrum. Guðbergur Bergsson rithöfundur. Petta yngra svipmót er einnig allmikið áberandi hér. Og greinilegt er líka að í þessum sögum er áhersla höfundar á því fyrst og fremst að draga upp myndir af fólki og við- burðum. Þær myndir eru þó langt frá því að bera svipmót af nákvæmni Ijósmyndavélarinnar. Þvert á móti eru þær mun frekar í ætt við þá óhlutbundnu myndlist sem lætur ímyndunaraflið ráða ferðinni í stað þess að binda sig fast við fyrirmynd- ina. Hér er nefnilega á köflum orðið talsvert stutt yfir í heim ævintýranna, og á raunsæinu er þarna yfirleitt þanið meira eða minna, og oft töluvert. Þarna er til dæmis býsna vel gerð saga um gamlan viðgerðamann og konu hans sem heitir Þarna flýgur hún Ella. Þar er lýst atburðum, sem hugsanlega hefðu getað gerst, en eru þó svo fjarri daglegum raunveru- leika að því er líkast að verið sé að segja börnum ævintýri af því taginu sem teygir ímyndunarafl þeirra allt til hins ýtrasta. Þarna er líka sagan Maður sem varð fyrir óláni, en ólán þess manns fólst í því að hann sannfærðist um að kona sín væri orðin sér ótrú og fór að berja systur sína fyrir vikið. Úr því varð svo lengri afbrotaferill og hælisvist, uns hann kom aftur heim til konunnar. Og þá er þarna saga sem heitir Ævintýrið og fjallar beinlínis um ævintýrið sjálft og þau ævintýri sem það getur lent í. Aðrar sögur eru svo raunsærri þarna, svo sem Dæmisaga um hanska. Hún gerist hér suður í Grindavík á stríðsárunum, og öll frásögnin þar er með þeim hætti að höfundur má sem best vera að lýsa þar raunverulegum atburðum frá eigin bernsku. Aftur eru þjóðsagna- minni styttra undan í Hálfsagðri sögu, býsna margslungnu skáldverki þar sem fjallað er um tvo menn sem er meir en gefið í skyn að hafi verið selir í mannsmynd, ef ekki menn í selslíki. Og í sögunni Maðurinn er myndavél, sem bókin er heitin eftir, er í lokin líkt saman á töluvert hnyttilegan hátt annars vegar getn- aði og meðgöngu og hins vegar myndatöku og framköllun. Það verður ekki sagt að Guðberg- ur brjóti í þessari bók upp á nokkr- um þeim nýjungum í frásagnartækni að til stórtíðinda megi telja í skáld- skap hans. En um hitt þarf þó ekki að deila að allar eru þessar sögur samdar af einlægri frásagnargleði og umtalsverðum frumleika. Höfundur bindur sig ekki innan ramma raunsæ- isins og hikar ekki við að brjóta hann þegar honum svo sýnist, og um allt efni sitt fer hann ósviknum lista- mannshöndum hér sem endranær. Fyrir vikið verða þessar sögur ákaf- lega vel læsilegar, og í rauninni er alls ekki fráleitt að lýsa þeim svo að þær séu beinlínis þægilegar í við- kynningu. Fyndni ognotaleggaman- semi eru þarna líka jafnan skammt undan. En umfram allt eru þetta sögur sem draga upp fjölbreyttar myndir fyrir lesendum sínum, og sú myndasmíði er raunar tvímælalaust býsna markviss þegar í heildina er skoðað. -esig Minningarmörk til ánægju og fróðleiks „Minningarmörk í Hólavalla- garði“ er á sinn hátt einhver athygl- isverðasta bók sem ég hef blaðað í lengi. Útgangspunkturinn er rakinn af höfundi, Birni Th. Björnssyni, aftur til þess að hann gekk á hverju vori með nemendum sínum úr Há- skólanum yfir í kirkjugarðinn við Suðurgötu, en það er Hólavallagarð- ur nefndur í daglegu tali, til að sýna þeim á afmörkuðum stað yfirlit yfir öll helstu stílbrigði byggingalista á einum stað. Hólavallagarður hefur verið kennslugagn í stílsögu í yfir 30 ár í meðferð Björns. Á þessum árum varð hann einnig hugfanginn af steinhögginu og þeirri 130 ára sögu steinhöggs á íslandi sem garðurinn geymir. Upphaflega kom hann því til fundar við útgefendur Máls og menningar með þá hugmynd að þeir gæfu út ágrip af 130 ára sögu stein- höggsins á íslandi með sýnishornum úr Hólavallagarði. Útkoman varð svo sú sem þjóðin eignaðist við útkomu bókar þessarar. Margt meira kemur við sögu en steinhöggið og stílsagan, því víða er farið út í sögu þá sem liggur að baki minning- armörkum manna og er með fróðleg- ustu dæmum að nefna söguna að baki legsteini Sigurðar Breiðfjörð rímnaskálds undir kaflaheitinu „Steinköggull með hörpumynd." Mannlífslýsingar og sagnabrot úr Reykjavík og víðar að gefur þessari bók þann einstaka blæ sem kalla má skemmtilestur hvers þess er hefur á annað borð gaman af mannlífssög- um á fslandi fyrri tíma. Þennan BJOKN m BIÖRNSSON \H\.\i\G.\RV10Rk í HÓLAVALLAGARÐ! skemmtilestur vil ég kalla menning- arspegil eða áhugaverðan tímaspegil og taka mér þannig í munn orð höfundarins sjálfs. Væri það að æra óstöðugan að ætla að rekja mörg dæmi hér um þessi efnistök Björns hvert fyrir sig, en læt ég nægja að benda á þá sögu sem liggur að baki þeim stuðlabergsdrangi með rúna- letri sem lagður var flatur á leiði Sveinbjarnar Egilssonar. Hún er rakin undir kaflaheitinu „íslands fegursta blómstur". Er kaflaheitið vissulega ekki skírskotun til stuðla- drangsins, heldur er hér vísað til ræðu Sigurðar Nordal yfir leiði Sveinbjarnar 16. júní 1946 að við- stöddum öllum þálifandi stúdentsár- göngum Menntaskólans í Reykja- vík. Þess má geta að sonur Svein- björns, Benedikt Gröndal, var aldrei sáttur við stuðlabergið en þótti nær að hafa þar legstein með læsilegu letri, sem faðir hans,hvíldi. Þá væri þó von um að leiðið týndist ekki „í grasi og mold“. Af praktískum hlutum bókarinnar má nefna að í henni er að finna afar gagnlegt kort af garðinum sem marg- ir eiga erfitt með að rata um að leiðum feðra sinna og ættmæðra. Einnig er bókin prýdd yfir 200 sérstæðumljósmyndum eftir Pétur Þ. Maack þannig að umfjöllun verður lifandi og létt. Frágangur er þannig að til fyrirmyndar er og er ekki ósennilegt að hún eigi eftir að nýtast vel fræðimönnum sem og hverjum öðrum sem hafa gaman af því að rölta um kirkjugarðinn í huga eða raun, sjálfum sér til uppbyggingar. Þarflegar tilvitnanir eru á hverri spássíu fyrir þá sem leita vilja dýpra í heimildum Björns. Einnig er frá- gangurinn þannig að jafnan er hægt að sjá hvar viðkomandi leiði er staðsett með tilvitnum á spássíu, án þess að það trufli meginmálið, sem er listilega ritað og samsett af þessum kunna fræðimanni okkar. Einn stærsti kostur bókarinnar er án efa sá að auðvelt er að fletta upp einstökum mönnum eða málum og grípa þannig niður í hana í tíma og ótíma. Einnig er að finna í bókarlok skrá yfir nafnkennda íslendinga sem hlotið hafa hinstu hvílu í Hólavalla- garði og finnur þar margur forfeður sína. Tilgangur með ritun þessarar bókar er augljós. Minningin lifir. Kristján Björnsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.