Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 23

Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 23
iW!- norj'fiefteh .05 rjivbisuug.1 Laugardagur 10. desember 1988 MINNING Sigurlaug Halldórsdóttir Fædd 2. nóvember 1910 Dáin 4. desember 1988 Sigurlaug Halldórsdóttir var fædd 2. nóv. 1910 að Hringsdal á Látra- strönd, sem nú er kominn í eyði. Hún var dóttir hjónanna Þórlaugar Oddsdóttur og Halldórs Kristins Jónssonar. Þau hjón hófu sinn bú- skap í Hringsdal en árið 1916 fluttust þau að Brekku í Svarfaðardal og bjuggu þar allt til æviloka. Sigurlaug var elst þriggja bama þeirra, en eftirlifandi systir hennar er Elín Oddný, búsett á Akureyri. Yngstur systkinanna var Þorsteinn Jakob, sem varð bráðkvaddur við sumar- vinnu sína 1943, þá nýorðinn stúdent. Sigurlaug ólst upp á kærleiksríku heimili og afar gestkvæmu. Halldór faðir hennar var búfræðingur og lærði auk þess dýralækningar á námskeiði í Reykjavík. Hann vár mikill dýravinur og farnaðist afar vel í starfi, enda brást hann jafnan skjótt við ef líkna þurfti skepnum. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveitunga sína. Eins og að líkum lætur komu bústörfin í meira mæli sökum þessa í hlut Þórlaugar en hún annaðist þau af dugnaði og kostgæfni og tók öllum gestum af stakri góðvild. Þessa eigin- leika foreldra sinna erfði Sigurlaug í ríkum mæli: hjálpsemi, jafnaðargeð og hlýhug til allra. Um langa skólagöngu var ekki að ræða á þessum árum, en Sigurlaug gekk í Barnaskólann í Svarfaðardal og var síðan einn vetur í unglinga- skóla á Dalvík. Hún var um tíma á Akureyri og stundaði nám í saumaskap og vann þar einnig í Gróðrarstöðinni. Þann 21. apríl 1933 giftist hún jafnaldra sínum og skólabróður, Klemensi Vilhjálmssyni frá Bakka í Svarfaðardal. Klemens var yngstur níu bama hjónanna Kristínar Jóns- dóttur og Vilhjálms Einarssonar. Það var eftir því tekið hvað þau voru ástfangin og glaðsinna. Höfðu þau bæði mjög gaman af að dansa enda var unun að horfa á þau á dansgólfinu, jafnvel á efri árum. Enda var Klemens þekktur fyrir að stjórna dansi af miklum skörungs- skap, t.d. marsi. Sigurlaug og Klemens hófu sinn búskap í Brekku, fyrst í tvíbýli við foreldra Sigurlaugar en síðar tóku þau við jörðinni. Brekku, Svarfaðardal Ekki breyttist heimilisbragurinn á Brekku. Úngu hjónin tóku upp merki eldri hjónanna og vildu öllum gott gera og voru alltaf tilbúin að rétta nágrönnunum hjálparhönd. Þau voru bæði afar félagslynd og gestrisin og var oft glatt á hjalla, tekið í spil og spjallað. Sigurlaug og Klemens eignuðust tvær dætur: Guðrúnu Elínu kennara á Dalvík og Kristínu Sigríði, hús- móður í Brekku, sem er gift Gunnari Jónssyni, bónda þar. Dreng misstu þau nýfæddan. Fyrir hjónaband átti Klemens dóttur, Ingunni hjúkrunar- konu í Reykjavík, gift Ólafi Sigfús- syni vélsmið. Þá ólu þau upp frá tæplega fimm ára aldri Sigurð Guð- jón Marinósson, trésmið. Þá eru ótalin öll þau börn og ungmenni sem dvöldust í lengri eða skemmri tíma í Brekku og nutu ástríkis Laugu og handleiðslu Klem- ensar. Árið 1966 um vorið brann Brekkubærinn og mestallt innbúið, allt illa vátryggt. í þeim þrengingum komu berlega í ljós vinsældir þeirra hjóna meðal sveitunganna; nú gátu þeir launað þeim greiðvikni undan- genginna ára, sem þeir og gerðu af miklum myndarskap. Kristín dóttir þeirra og Gunnar maður hennar tóku þá við búinu og hófu uppbygginguna, en þau Klem- ens voru sannarlega ekki bara áhorf- endur heldur þátttakendur áfram í störfunum í Brekku, meðan heilsa og kraftar entust. Undirrituð var eitt þeirra lánsömu barna sem fengu að dveljast í Dalnum í Brekku hjá Laugu og frænda. Fyrst þegar ég var í Brekku voru þau Þórlaug og Hall- dór bæði á lífi, þar með eignaðist ég auka ömmu og afa. Sagan endurtók sig síðan með dætur mínar, þær hafa alltaf litið á Laugu sem ömmu og Brekku sem griðastaðinn í sveitinni. Þær elskuðu að sitja í eldhúsinu hjá Laugu og borða nýbakaðar kleinur. Jólin komu líka í Skipasundið þegar sendingin úr Brekku kom, heima- reykt hangikjöt og kleinur. Það segir mikla sögu þegar fjarskyld börn eigna sér „ömmur og afa“, þá getur maður leitt líkur að því hve mikils virði þau eru sínum barnabörnum. Barnabörn Sigurlaugar og Klemens- ar eru fimm. Guðrún Elín á soninn Halldór Inga og Kristín á fjögur börn: Guðrúnu, Sigurlaugu, Stein- unni og Klemens. Þeirra missir er mikill að sjá á bak ástríkri ömmu sinni. Það segir meira en mörg orð að í Brekku hafa yfirleitt verið þrjár kynslóðir undir sama þakinu í sátt og samlyndi. Enda líður mér hvergi betur en á þessu öðlingsheimili. Sigurlaug var einstaklega hlýr persónuleiki og aldrei man ég eftir að hún skipti skapi. Hjónaband þeirra Klemensar var farsælt og áttu þau gullbrúðkaup þremur mánuðum fyrir andlát hans. Hann lést 19. júlí 1983. Eftir að Sigurlaug missti mann sinn var eins og lífslöngun hennar minnkaði mikið og heilsu hennar hrakaði mjög. Síðastliðið ár hefur hún oft þurft að vera á sjúkrahúsi en daginn áður en hún lést kom hún einmitt af sjúkrahúsinu á Akureyri. Það er merkileg staðreynd að þau skyldu bæði fá að skilja við jarðlífið í Brekku. Foreidrar Sigurlaugar létust einn- ig bæði í Brekku. Farsælu lífshlaupi þessarar ágætu konu er lokið. Eins og svo margar konur af hennar kynslóð helgaði hún heimiii og fjölskyldu alla sína krafta og skapaði þeim friðargarð sem ómetanlegur er þeim er njóta. Minningin um góðhjartaða, frið- elskandi konu mun lifa. Sigrún Magnúsdóttir llllllllllll BÆKUR Barnabækur Frá Forlaginu hafa borist þessar tvær bamabækur. 1. Jólagjöfin. Lars Welinder samdi texta og Harold Sonesson gerði myndir. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Bókin er 30 bls. og „Printed in Sweden" eins og stendur á titil- blaði. Saga þessi fjallar um búálfinn Grástakk og ævintýri hans. Hann býr í litlu húsi úti í skógi. Eigendur hússins dvelja þar sumarlangt og kynnist Grástakkur þeim þar. í þeirri fjölskyldu eru tvö börn Palli og Lísa. Palii ætlar að smíða tré- brúðu til að gefa Lísu í jólagjöf, en gleymir því, þegar þau fara. Grá- stakkur ákveður að smíða brúðuna og þegar hann hefur gert það leggur hann af stað með hana heim til Lísu. Meginhluti sögunnar segir frá leit Grástakks að heimili Lísu og þeim ævintýrum er hann lendir í við þá leit. Sagan er stutt. Hún ætti að hvetja lesandann til að breyta rétt og fórna nokkru til að gleðja aðra. 2. Pétur Pan eftir James M. Barrie í endursögn Eduard José. Myndir eru eftir Francese Rovira. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Bókin er 28 bls. og „Printed in Spain“. „Einu sinni voru þrjú systkin sem áttu heima í Lundúnum. Vanda var elst. Hún sagði bræðmm sínum, Jóni og Mikka, sögur á hverju kvöldi og oft fjölluðu þessar sögur um ímyndaðan drengsnáða sem kallað- ur var Pétur Pan og átti heima í Huldulandinu". Þannig hefst þessi ævintýrasaga. Pétur, litli álfurinn og Kling vinur hans fara með systkinin til Huldulandsins. Þar lenda þau í miklum hættum. Þau bjargast ailtaf og allt endar vel. Þetta ævintýri um Pétur Pan hefur hinn sígilda boðskap að flytja: hið góða sigrar að lokum þótt illa horfi um stund. Sagan gefur tilefni til umræðna um þetta sígilda efni. Þýð- ingar Þorsteins eru á lipru og auð- skildu máli eins og hans er von og vísa. Sögurnar em færðar í fallegan búning. Vandaðar teikningar í litum prýða hverja síðu. Letur er stórt og auðlesið og vel vandað til pappírs og bókbands. t Hjálmur Þorsteinsson fyrrum bóndi Skarði, Lundarreykjadal, lést á Borgarspítalanum 8. desember. Edda Guðnadóttir Þorvaldur Guðnason. nnirnlT Tíminn 23 fGestaíbúðin Villa Bergshyddan í Stokkhólmi íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi) er léð án endurgjalds þeim, sem fást við listir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaupmannahöfn, Osló eða Reykjavík, til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Myndlistarmönnum er þó vísað á Ateljé Apelberg, Hásselbyhöll (umsóknar- eyðublöð fást hjá Nordiskt Konstcentrum, Svea- borg, SF-00190 Helsingfors). Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S.162 15 Vállingby. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjóra, sími 18800. Félagsmálastofnun 1 Reykjavíkurborgar Ellimáladeild Félagsráðgjafi Staða félgasráðgjafa (75%) í Ellimáladeild er laus nú þegar. Starfið erfólgið í almennum félagsráðgjafastörfum í deildinni. Umsóknarfrestur er til 20. des. n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð. Upplýsingar gefur Anna S. Gunnarsdóttir og Þórir Guðbergsson í síma 25500. t Móðir mín Finney Reginbaldsdóttir Knarrarstíg 2, Sauðárkróki lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga miðvikudaginn 7. desember. Fyrir hönd aðstandenda. Halldóra S. Jónsdóttir. t Minningarathöfn um móður mína Margréti Árnadóttur frá Gunnarsstöðum, Hringbraut 91 ferfram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Kristín Gísladóttir t Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Erlendar Árnasonar fyrrverandi bónda og oddvita Skíðbakka, Austur-Landeyjum Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna á Kirkjuhvoli og til hjúkrunarfólks og lækna Sjúkrahúss Suðurlands. Árni Erlendsson Guðmunda Laufey Hauksdóttlr Ragna Erlendsdóttir Sigurður Guðberg Helgason SigríðurOddnýErlendsdóttir Albert Ágúst Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.