Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 24
24 Tíminn t Láúöardágúr 1Ö. des'e‘rhb'eV'T988 DAGBÓK Keflavíkurkirkja Aðventusamkoma fyrir börnin kl. 11:00 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur og Ragnars Karlssonar. Aðventukvöld kl. 20:30. Kórsöngur, upplestur, einsöngur og almennur söngur. Jólalögin sungin með kór Kefla- víkurkirkju, sem nýverið hefur gefið út plötu, - sem mun verða til sölu í kirkj- unni. Organisti og stjórnandi eru Siguróli Geirsson og Örn Falkner. Sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 10:30. Munið sunnudagaskóla-bílinn. Jólavaka við kertaljós verður kl. 20:30. Ræðumaður Guðrún Agnarsdóttir al- þingismaður. Flytjendur tónlistar er Kór Hafnarfjarðarkirkju, Ólafur Finnsson orgelleikari, Edda Kristjánsdóttir flautu- leikari. Stjórnandi Helgi Bragason. Prest- ur er sr. Þórhildur Ólafs. Kársnesprestakall Aðventuhátíð safnaðarins verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. des. kl. 20:30. Þar mun kór og einsöngvarar flytja jólalög frá ýmsum löndum. Strengja- hljómsveit leikur. Aðventuhugvekjuna flytur frú Guðrún Þór, en hún er ein af frumbyggjum kaupstaðarins. Aðventukvöld í Laugameskirkju Guðsþjónusta verður í Laugarnes- kirkju kl. 11:00. Kveikt á aðventukertum og guðsþjónusta verður fyrir börn (í tveimur aldurshópum) og fyrir fullorðna. Aðventukvöld verður í kirkjunni kl. 20:30. Ræðumaður kvöldsins verður sr. Erik Sigmar, vesturíslenskur prestur, Kirkjukórinn syngur aðventulög, Kristj- án Þ. Stephensen og Þröstur Eiríksson flytja tónlist fyrir óbó og orgel, unglingar flytja helgileik og einnig verður almennur söngur. Eftir samkomuna verður gengið í Safn- aðarheimilið, en þar verður á boðstólum heitt súkkulaði og smákökur, en Kvenfé- lag Laugarnessóknar annast þann þátt að venju. Fríkirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta og skírn kl. 11:00. Síðasta barnaguðsþjónusta fyrir jól. Kveikt aðventuljós, lesið jólaguðspjallið, söngvar og bænir. Söguhornið verður og börn leyst út með glaðningi, en kaffi fyrir fullorðna. Jólavaka kl. 17:00. Leikið verður á orgel frá kl. 16:30. Tveir kórar, Fríkirkju- kórinn og RARIK kórinn, syngja jólalög. Edda Heiðrún Backman leikari les upp. Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, flytur jólahugvekju. Jólavöku lýkur með ljósa- hátíð og bæn. Cecil Iiaraldsson Aðventutónleikar í Kristskirkju Tónlistarfélag Kristskirkju efnir til að- ventutónleika í kirkjunni, „Kvöldlokkur á jólaföstu" þriðjudagskvöidið 13. des. kl. 20:30. Þar koma fram félagar úr Blásarakvintett Reykjavíkur: Einar Jó- hannesson, Daði Kolbeinsson, Joseph Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson, ásamt nokkrum félögum úr Sinfóníu- hljómsveit fslands. Þeir munu leika verk eftir Mozart, Beethoven og Fiala. Tónlistarfélag Krístskirkju mun halda fleirí tónleika á næstunni, m.a. á nýárs- dag, 1. jan., en þá mun sönghópurinn Hljómeyki og Hörður Áskelsson organ- leikari flytja verk eftir Þorkel Sigur- björnsson f Kristskirkju. Sunnudagsferðir F.í. 11. des. Kl. 13:00 Geldinganes - Geldinganes er láglent nes, sem gcngur út í Kollafjörð. Eiði tengir það við Gufunes, en þangað everður ekið og síðan gengið yfir eiðið og út í Geldinganes. Létt gönguferð í borgar- landinu. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl (500 kr.) Sunnud. 18. des. kl. 10:30. ESJA - Kerhólakambur. Farmiðar við bíl (500 kr.) Áramótaferð F.f. Þeir sem eiga frátekna farmiða í ára- mótaferð til Þórsmerkur verða að greiða þá fyrir 10. des. annars seldir öðrum. Ferðafélag íslands Sunnudagsferð Útivistar ll.des. Kl. 13:00 - Stórstraumsfjöruferð í Gróttu. Gott tækifæri til að ganga út í Gróttu. Gengið um Seltjarnarnesfjörur og hugað að fjörumó. Létt og fróðleg ganga. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Munið áramótaferðina í Þórsmörk. Brottför 30. des. 4 dagar. Frábær gisti- aðstaða íútivistarskálunum Básum. Fjöl- breytt dagskrá. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Jólamerki Þórs Jólamerki Líknarsjóðs Lionsklúbbsins Þórs eru komin út. Merkin eru hönnuð af Þórhildi Jónsdóttur auglýsingateiknara. Þau eru prentuð í 4 litum. Merkin fást hjá klúbbfélögum, en upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Lionsumdæmisins Sigtúni 9. Sfmi 33122. Jólasala 3. árs nema MHl Hin árlega jólasala Myndlista- og hand- íðaskóla íslands hófst um síðustu helgi í turninum á Lækjartorgi. Til sölu eru ýmsir hlutir unnir af nemendum sjálfum, svo sem: piparkökuhús, smákökur, laufa- brauð, jólakort, kerti, eyrnalokkar, tölur, slæður, málverk o.m.fl. Jólasalan er í umsjá 3. árs nema og rennur allur ágóði í námsferð. 1 MHÍ er áralöng hefð fyrir utanlandsferð 4. árs nema áður en hafin er vinna lokaverkefna. Salan er opin sem hér segir: Mánud.-fimmtud. 16:00-18:00, föstud. 16:00-19:00 og laugard. 10:00- 18:00. Lionessuklúbbur Reykjavíkur: Kókubasar og jólatréssala Lionessuklúbbur Reykjavíkur heldur sinn árlega kökubasar í Lionsheimilinu, Sigtúni 9, sunnud. 11. des. kl. 14:00. Á boðstólum verður mikið um góðar tertur og smákökur. Einnig verða seld dönsk jólatré, Normannsþinur, (1800 kr.) og eru þau sérstaklega valin fyrir klúbbinn af fagmanni. Heimsendingarþjónusta til þeirra sem óska. Allur ágóði af köku- og jólatréssölu rennur til líknarmála. Jólafundur Kvennadeildar Skagfirðingafélagsins Kvennadeild Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður með sinn árlega jóla- fund í Drangey, Síðumúla 35, sunnudag- inn 11. desember. Jólafundurinn hefst með borðhaldi kl. 19:00. Félagsfundur J.C. Ness og J.C. Borgar J.C. Ness ogJ.C. Borghalda sameigin- legan jólafund sinn í dag, laugardaginn 10. des. kl. 20:30 að Laugavegi 178, III. hæð. Gestir kvöldins verða þau Barbara Wdowiak, iandsforseti og Þorsteinn Fr. Sigurðsson, viðt. landsfors. Veitingar verða í hléi og síðan opið hús að fundi loknum. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn hvattir til að taka með sér gesti. Frá Vestfirðinga- félaginu í Reykjavík Vestfírðingafélagið í Reykjavík heldur aöalfund sunnudaginn 11. desember að Fríkirkjuvegi 9 kl. 14:00. Félagar eru beðnir að mæta vel og stundvíslega og taka með sér nýja félaga. Kaffiveitingar verða. Stjómin Jólafundur Kvenfélags Neskirkju Kvenfélag Neskirkju heldur jólafund á mánudagskvöld 12. des. kl. 20:30 í safn- aðarheimili kirkjunnar. Jólahugleiðingog söngur. Jólapakkar hafðir meðferðis og konur mega taka með sér gesti. Félag eldri borgara Athugið! Opið hús í Tónabæ fellur niður í dag. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 verður á morgun, sunnud. 11. des. Kl. 14:00 er frjálst spil og tafl. Kl. 15:30 Kvikmyndasýning: Fyrri áfangi Færeyja- ferðar. Kl. 20:00 dansað. Opið hús í Tónabæ á mánudag frá kl. 13:30. Kl. 14:00 er félagsvist. Tónabær verður lokaður frá 17. des.-7. jan. 1989 vegna jólaleyfis. Tónleikar í Ustasafni Sigurjóns Ólafssonar Einleikstónleikar á gítar verða í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar við Laugames sunnud. 11. des. kl. 20:30. Listamaðurinn heitir Uwe Eschner og er fæddur í Hamborg árið 1963. Hann hefur verið í gítarnámi frá 11 ára aldri, síðast í tónlist- arháskólanum í Freiburg í Suður-Þýska- landi og sótt námskeið hjá gítarsnilling- um. Hann hefur komið fram í Þýskalandi, Sviss og ltalíu með ýmsum öðmm lista- mönnum. Á efnisskrá verða verk eftir J.S. Bach, Mauro Giuliani, Leo Brouwer, F. Martin, Antonio Lauro og Villa-Lobos. Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan. 111111111111111111111 ÚTVARP/SJÓNVARP lllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllll Rás FM 92,4/93,5 Laugardagur 10. desember 6.45 VeSurlregnir. Bæn, séra Hreinn Hákonar- son flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „GO&an dag, góSir hlustendur". Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagSar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynnjngar. 9.05 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. Umsjón: Gunnvör Braga. (Einnig utvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Bjömsdóttir leitar svara við fyrirspurnum hlustenda um dagskrá Rlkisútvarpsins. 9.30 Fréttir og þlngmál. Innlent fréttayfirlit vik- unnar og þingmálaþáttur endurtekinn frá kvöld- inu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónar - Tónlist eftir Franz Schuhert. a. Prir Ijóðasöngvar. Peter Schreier syngur; Svjatoslav Richter leikur með á píanó. b. Fantasia I f-moll op. 103. Murray Perahie og Radu Lupu leika fjórhent á píanó. 11.00 Tilkynningar. 11.051 liðinnl viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegnir og metnir. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tllkynningar. 13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Páttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Friðrik Rafnsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttlr. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Laugárdagsútkall. Þáttur i umsjá Arnar Inga sendur út beint frá Akureyri. 17.30 Islenskar hljómplötur frá upphafi. Rætt við ýmsa þá sem mest hafa tengst íslenskri hljómplötuútgáfu frá byrjun og leikin tónlist af gömlum og nýjum plötum. Umsjón: Sigurður Einarsson. 18.00 Gagn og gaman - Bókahornlð. Sigrún Sigurðardóttir kynnir nýjar bama- og unglinga- bækur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnlr. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynnlngar. 19.33»... Bestu kveð|ur“. Bréf frávini til vinar eftir Þórunni Magneu Magnúsdóttur sem flytur ásamt Róbert Amfinnssyni. (Einnig útvarpað á mánudagsmorgun kl. 10.30). 20.00 Jólaalmanak Útvarpslns 1988. (Endurlek- inn frá morgni). 20.15 Harmonlkuþáttur. Umsjón: Bjami Marteins- son. (Einnig útvarpað á miðvikudag kl. 15.03). 20.45 Gestastofan. Stefán Bragason ræðir við áhugatónlistarfólk á Héraði. (Frá Egilsstöðum) (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 15.03). 21.30 Islensklr elnsöngvarar. Ragnheiður Guð- mundsdóttir syngur lög eftir Bjama Þorsteinsson og Björgvin Guðmundsson. Guðmundur Jóns- son leikur með á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagslns. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnlr. 22.20 Danslög. 23.00 Nær dregur mlðnættl. Kvöldskemmtun Út- varpsins á laugardagskvöldi undir stjóm Hönnu G. Sigurðardóttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolftið af og um tónlist undir svefnlnn. Kammertónlist eftir Robert Schumann, nokkur smálög fyrir selló og píanó og píanókvintettinn i Es-dúr, ópus 44. Jón Öm Marinósson kynnir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum tll morguns. FM 91,1 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi. Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöðin og leikur bandaríska sveitatónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnirdagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Dagbók Þorsteins Joð - Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 15.00 Laugardagspóstúrinn. Magnús Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður léttum lögum á fóninn. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lífift. Atli Björn Bragason ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Syrpa Magnúsar Einarssonar endurtekin frá fimmtudegi. 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 10. desember 11.30 Afhending friftarverftlauna Nóbels. Bein útsending frá afhendingu friðarverðlauna Nó- bels í Osló sem féllu í skaut friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna þetta árið. 13.00 Dylan og Petty. (True Confessions) Tónlist- arþáttur tekinn upp á hljómleikum stórstjam- anna Tom Pettys og Bob Dylans í Ástralíu. 14.30 íþróttaþátturinn. Kl. 14.55 verður bein út- sending frá leik Coventry og Man. Utd. í ensku knattspyrnunni, og mun Bjami Felixson lýsa leiknum beint frá Highfield Road í Coventry. Fylgst verður með öðrum úrslitum jafnóðum og þau berast. Einnig verða birt úrslit frá öðrum íþróttaviðburðum. Umsjónarmaður Jón Óskar Sólnes. 17.50 Jólin nálgast í Kærabæ. 18.00 Litli íkorninn (2). Nýr teiknimyndaflokkur í 26 þáttum. Leikraddir Aðalsteinn Bergdal. Þýð- andi Veturliði Guðnason. 18.25 Veist þú hvaft alnæmi er? Mynd gerð á vegum landlæknisembættisins. Meðal annars er viðtal við Sævar Guðnason um sjúkdóminn, en Sævar lést stuttu eftir upptöku þáttarins. Umsjón Sonja B. Jónsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 A framabraut (3) (Fame). Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 19.50 Jólin nálgast i Kærabæ. 20.00 Fréttir og veftur. 20.40 Lottó. 20.40 ökuþór. (Home James). Fjórfti þáttur. Breskurgamanmyndaflokkur. Þýðandi Ólöf Pét- ursdóttir. 21.10 Maftur vikunnar. 21.25 Kinarósin. (China Rose). Bandarísk bíó- mynd frá 1983. Leikstjóri Robert Day. Aðalhlut- verk George C. Scott og Ali McGraw. Banda- rískur kaupsýslumaður ákveður að leita að syni • sínum sem týndist í menningarbyltingunni í Kina sextán árum áður. Hann fær þær fregnir að sonur sinn sé látinn en ung stúlka sem kemur honum til hjálpar telur hann á það að gefast ekki upp. Saman lenda þau í ótrúlegustu ógöngum áðurenyfirlýkur. Þýðandi Páll Heiðar Jónsson. 23.25 Mannréttindi - Tónleikar til styrktar Am- ensty International. Þeir sem koma fram eru Sting, Peter Gabriel, Youssou N’Dour, Tracy Chapman og Bruce Springsteen. Uppistaðan í þessum þætti er upptakafrátónleikum í Buenos Aires. 02.35 Utvarpsfréttir í dagskrárlok. Laugardagur 10. desember 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Paramount. 08.20 Hetjur himingeimsins.He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 08.45 Kaspar. Casper the Friendly Ghost. Teikni- mynd. Þýðandi: Guðjón Guðmundsson. World- vision.__________________________________ 09.00 Meft Afa. Afi 10.30 Jólasveinasaga. The Story of Santa Claus. Teiknimynd. Tíundi hluti af 23. Leikraddir: Róbert Arnfinnsson, Saga Jónsdóttir og Júlíus Brjánsson. Telecable. 10.55 Einfarínn. Lone Ranger. Teiknimynd. Þýð- andi: Hersteinn Pálsson. Rlmation. 11.15Ég get, ég get I Can Jump Puddles. Lokaþáttur. Framhaldsmynd byggð á sjálfsævi- sögu rithöfundarins Allans Marshall sem veiktist af lömunan/eiki í æsku. Aðalhlutverk: Adam Gamett og Lewis Rtz-Geraid. Þýðandi: Bima Bemdsen. 12.10 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Vinsælustu dansstaðirnir í Bretlandi heimsóttir og nýjustu popplögin kynnt. Musicbox 1988. 12.20 Viftskiptaheimurinn. Wall Street Joumal Nýir þættir úr viðskipta- og efnahagslífinu sem framleiddir eru af Wall Street Joumal og sýndir hér á Stöð 2 í sömu viku. Þýðandi: Bjöm Baldursson. 12.45 Hong Kong. Noble House. Framhaldsmynd í fjórum hlutum. 1. hluti. Endurtekið frá síðast- liðnum þriðjudegi. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Deborah Raffin, Ben Masters og Julia Nickson. Leikstjóri: Gary Nelson. Framleiðandi og höfundur: James Clavell. 14.25 Ættarveldift. Dynasty. Bandarískur fram- haidsþáttur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 20th Century Fox. 15.15 Mennt er máttur. Endursýndur umræðuþáttur undir stjóm Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar. I þættinum verður fjallað um skólakerfið og varðveislu menningar okkar og tungu. Umsjón og handrit: Hannes Hólmsveinn Gissurarson. 15.40 í eldlínunni. Sifjaspell og ofbeldi gegn börnum. Endurtekinn þáttur um kynferðisafbrot. Umsjón: Jón Óttar Ragnarsson. Stöð 2. 16.30 ítaiska knattspyrnan. Úmsjón: Heimir Karlsson. 17.20 íþróttir á laugardegi. Meðal annars verður litið yfir íþróttir helgarinnar, úrslit dagsins kynnt, keila o. fl. skemmtilegt. Umsjón: Heimir Karls- son og Birgir Þór Bragason.________________ 19.19 19.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður- og íþróttafréttum. 20.30 Laugardagur til lukku. Fjörugur getrauna- leikur sem unninn er í samvinnu við björgunar- sveitimar. í þættinum verður dregið í lukkutríói- björgunarsveitanna en miðar, sérstaklega merktir Stöð 2, eru gjaldgengir i þessum leik og mega þeir heppnu eiga von á glæsilegum aðalvinningum. Kynnir: Magnús Axelsson. Dag- skrárgerð: Gunnlaugur Jónasson. Stöð 2. 21.15 í helgan stein. Coming of Age. Nýr spreng- hlægilegur gamanþáttur sem fjallar á spaug- saman hátt um hlutskipti ellilífeyrisþega sem flytja frá heimili sínu í verndaðar íbúðir aldraðra. Aðalhlutverk: Paul Dooley, Phyllis Newman og Alan Young. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. 21.40 Silkwood. Þessi mynd var af mörgum talin ein besta bandaríska kvikmyndin árið 1983 og er jafnframt fyrsta mynd Meryi Streep eftir að hún hlaut Óskarinn fyrir leik sínn í Sophie’s Choice. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum í lífi Karen Silkwood, en hún lést á dularfullan hátt í bílslysi árið 1974. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Kurt Russell og Cher. Leikstjóri: Mike Nichols. ABC1983. Sýningartími 126 mín. Alls ekki við hæfi yngri barna. 23.45 Á síftasta snúning. Running Scared. Hér eru saman komnir tveir slyngustu lögregluþjón- ar í Chicago og sýna okkur hvað í þeim býr. Aðalhlutverk: Gregory Hines, Billy Crystal og Steven Bauer. Leikstjóri: Peter Hyams. Fram- leiðandi: Albert Brenner. MGM/UA 1986. Sýn- ingartími 105 mín. Ekki við hæfi barna. Auka- sýning 22. jan. 01.30 Fordómar. Alamo Bay. Mynd um ofbeldisfull viðbrögð Texasbúa við innflytjendum frá Austur- Asíu sem leituðu til Bandaríkjanna við lok Víetnamstríðsins. Aðalhlutverk: Amy Madigan, Ed Harris og Ho Nguyen. Leikstjóri og framleið- andi: Louis Malle. Þýðandi Ingunn Ingólfsdóttir. Columbia 1985. Sýningartími 95 mín. Alls ekki við hæfi bama. 03.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.