Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. desember 1988 Tíminn 3 Borgarbókasafn Reykjavíkur: Límdar bækur »lifa“ skemur Óvíða er farið verr með bækur en í útlánum bókasafna. Tíminn setti sig í samband við Ingu Erlingsdóttur, sém sér um viðhald á bókum fyrir Borgarbókasafnið. Inga sagði að rétt áður en blaðamaður Tímans hefði hringt hefði nýlegri bók verið skilað inn til hennar. Sú bók var að sögn Ingu illa farin og blöð voru farin að losna úr henni. Vildi hún kenna um „lím-bandinu“ svokall- aða. Inga sagði að það væri mikill munur á endingu bóka, eftir því hvort þær væru saumaðar eða límdar. Nýjasta bók Alistair Macle- an er límd, og losnuðu blöð úr henni fljótlega eftir að hún var opnuð í fyrsta sinn. Að sögn Ingu kemur það stundum fyrir að blöð losna í fyrsta skipti sem bók er opnuð. Hún sagði það ekki tiltökumál að lagfæra bók ef t.d. eitt blað losnaði, en losni fleiri „verður bókin aldrei söm og áður og spurning hvort borgi sig að gera við hana.“ Undantekning er að blöð losni úr saumuðum bókum, „það er helst ef bækumar eru orðnar mjög gamlar,“ sagði Inga. Viðbúið er að framhald verði á málinu, og hefur Tíminn vitneskju fyrir því að Jóhannes Gunnarsson og hans samstarfsmenn hjá Neytend- asamtökunum, eru þessa dagana að ræða hvernig halda skuli á spilunum. Jóhannes og félagar hafa verið að fara yfir svör prentiðnaðarmanna og útgáfustjóra, þar sem Neytenda- samtökin telja að ómaklegar athuga- semdir, varðandi framkvæmd könnunarinnar, hafi komið fram. Varðandi athugun Neytendasam- takanna á „límdum" bókum og frétt- ir undanfarið þar að lútandi, tjáði Inga Tímanum að Jóhannes Gunn- arsson hjá Neytendasamtökunum, hefði hringt í Borgarbókasafnið tyrir þó nokkru og kynnt sér málið vel. elk GAR AÐ VERÐMÆTI T NORDMENDE CV 2201 KVIKMYNDATÖKUVÉLAR 2 TOYOTA LANDCRUISER TURBO DIESEL wsmammmm :> TRAC 6 UNIDEN 6ERVI- /• UNATTAMÓTTAKARAR 4 GOLDSTAR CÐT-4521 14" SJÓNVÖRP 4 GOLDSTAR CBT-4521 20" SJÓNVÖRP 11 MACINTOSH PLUS EINKATÖLVUR 4 GOLDSTAR GHV-1245 MYNDBANDSTÆKI 4 BANG & OLUFSEN 20"SJÓNVÖRP OG VHS-82.2 MYNDBANDSTÆKI T BEOSYSTEM 5000 HLJÓMTÆKI 4 CITIZEN ÁSAMT PENTA HÁTÖLURUM GEISLASPILARAR 4 CITIZEN T NORDMENDE V-1405 SJÓNVÖRP MYNDBANDSTÆKI 4 GOLDSTAR GCD-60 HLJÓMTÆKJASTÆÐUR T. *i T GOLDSTAR ER-654 D ÖRBYLGJUOFNAR Endurútgáfa á þjóösögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar: Eitt stærsta safn sinnar tegundarhér Komin eru út'hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu, 8. og 9. bindi (11. og 12. flokkur) þjóðsagnasafns Sigfúsar Sigfússonar; fslenskar þjóðsögur og sagnir. Safnið skiptist niður í 16 flokka, en eftir er að gefa út 13. og 16. flokk. í heild verður safnið um 4.400 blað- síður í 11 bindum og í því síðasta, nafna- og atriðisorðaskrár. Bókaútgáfan Þjóðsaga réðst í út- gáfu þessa, einkum af tveimur ástæð- um; leitað hefur verið að safninu lengi m.a. hjá bóksölum með litlum árangri og svo var fyrri útgáfunni í ýmsu ábótavant, segir m.a. í frétt frá útgáfunni. Fyrri útgáfan tók 36 ár og lauk á annan hátt en búist var við, en þar vantar t.d. skrár og aðrar leiðbeiningar. Pá er að finna í hand- riti Sigfúsar, allmargt sem tilheyrir safninu en var ekki prentað áður. Hjálpiö okkur a5 bjarga mannslífum Athugið ! Allt skattfrjálsir vinningar Dregiö 24. desember 1988 Ef þér óskið að greiða miðann með greiðslukorti, þá hringið vinsamlegast í síma: 91-12388 FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.