Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 15. desember 1988 Handbolti Badminton Fótbolti Júdó Sund Laugarvatn hentugast fyrir íþróttamiðstöð Tillögur um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar íslands sem staðsett verði á Laugarvatni, hafa nýlega borist menntamála- ráðherra, frá svokallaðri Laugarvatnsnefnd sem skipuð var 1987 af þáverandi menntamálaráðherra. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að Laugarvatn sé sérstaklega ákjósanlegur staður fyrir íþróttir, útilíf og til fjölbreytilegrar fræðslu og þjálfunar fyrir alla landsmenn. Hugmyndin með íþróttamiðstöðinni er ekki eingöngu að skapa ákjósan- legan stað fyrir íþróttafólk til þjálf- unar, heldur er hugmyndin að al- menningi gefist einnig kostur á að nýta sér þá aðstöðu sem fyrir hendi verði. Með tilkomu fþróttamiðstöðvar er gert ráð fyrir að félög og félaga- samtök geti komið þangað með ungmennahópa í æfinga- og þjálfun- arbúðir eins og verið hefur. Úrvals- lið og landslið geti undirbúið sig þar fyrir keppni. Gert er ráð fyrir að fram geti farið keppni í ýmsum íþróttum á svæðinu, með innlendu og erlendu íþróttafólki. Þá er gert ráð fyrir að áhugahópar fólks og/eða einstaklingar geti nýtt sér aðstöðuna til alhliða þjálfunar, fræðslu og hollr- ar hreyfingar. Fólk á að geta notið aðstoðar við endurhæfingu, þrek- þjálfun og verið með í fjölbreytilegu félagastarfi. Til þess er gerð krafa að aðstaða til íþrótta og útivistar verði aðgengileg fyrir fatlað fólk og ferða- þjónusta efld og ferðamönnum búin aðstaða til útiveru og íþróttaiðkana. Hér er fátt eitt upp talið, en mark- miðið er, segir f skýrslu nefndarinn- ar, að kynna ungu fólki heilbrigða lífshætti og gefa eldri sem yngri tækifæri til samveru þar sem áhersl- an er lögð á íþróttir, útivist, þjálfun og fræðslu, undir góðri leiðsögn, við góðar aðstæður á fögrum og friðsæl- um stað. Þrátt fyrir að áherslan sé mest lögð á íþróttir og útivist, 'þá er þess vænst að Laugarvatn geti einnig orðið miðstöð félags- og fræðslu- starfs, þar á meðal fjölbreytilegrar endurmenntunar. Einnig er gert ráð fyrir að aðstaðan verði nýtt til ráð- stefnuhalds íþrótta- og æskulýðsfé- laga, og annarra félaga og félaga- samtaka. Ástæðuna fyrir því að Laugarvatn varð fyrir valinu má rekja til þess að staðurinn hefur að mörgu leyti sér- stöðu sem skóla- og útivistarstaður og er ljóst að staðurinn býr yfir miklum möguleikum fyrir fjölbreyti- lega og öfluga íþrótta- og æskulýðs- miðstöð. Þá kemurfram í skýrslunni að góðar samgöngur, einstök nátt- úrufegurð, gnægð jarðhita og veður- sæld gefi staðnum mikið aðdráttar- afl, enda sækir þangað mikill fjöldi ferðamanna bæði innlendra og er- lendra. Þá er bent á að starfsemi fþróttakennaraskóla íslands og af- not af mannvirkjum hans verði kjöl- festan í væntanlegri uppbyggingu íþróttamiðstöðvar íslands. Þetta mun flýta mjög fyrir því að þær vonir, sem menn binda við miðstöð- ina, verði að veruleika. Nefndin bendir á að hefja megi rekstur íþróttamiðstöðvar á Laugar- vatni án verulegs kostnaðar, með því að samræma það sem koma skal við það sem fyrir er og láta umsvif og reynslu af rekstrinum ráða hraða uppbyggingar og endurbóta mann- virkjanna. Brýnustu verkefni sem byrja þyrfti á, ef vilji væri fyrir íþróttamiðstöð á þessum stað, væru endurbætur baðstaðarins við vatnið, salemisaðstaða, endurbætur íþrótta- valla, gerð skokkbrauta og bygging sundlaugar. Laugarvatnsnefndin hefur gengið út frá því að íþróttamiðstöð fslands verði rekin af íþróttahreyfingunni og ríkinu með meiri eða minni þátttöku heimamanna, eftir því sem við verði komið. Þá telur nefndin einnig að um einstaka þætti í starf- semi íþróttamiðstöðvarinnar mætti stofna sameignarfélag eða hiutafélag og jafnvel bjóða þá út. í niðurlagi skýrslu nefndarinnar kemur fram að nú reyni á ríkisvaldið og íþróttahreyfinguna að ná sam- töðu um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Ég er alveg sannfærður um það að við komum til með að nýta okkur þessa aðstöðu,“ sagði Guðjón Guð- mundsson hjá HSÍ í samtali við Tímann. Hann sagði að það hefði lengi vantað eiginlega íþróttamið- stöð á íslandi. „Þetta er hvalreki á fjörur sérsambandanna, sérstaklega vegna þess að hægt er að nýta þetta allt árið,“ sagði Guðjón, „þetta er eiginlega bara 10 árum of seint.“ Hann sagði að þetta kæmi sér einnig mjög vel fyrir handknattleikslands- Iiðið, þar sem aðstaða í Reykjavík væri í raun mjög bágborin til æfinga og íþróttamiðstöð sem þessi væri mjög gott innlegg fyrir íþróttahreyf- inguna í heild sinni. -ABÓ Vann 25 miiljónir í HHI: Hvernig á maður að sofna með 25 millj. á heilanum? „Ég hélt að svona lagað gæti aldrei haft svona mikil áhrif á mann. Ja, fyrr má nú vera, þetta var dálagleg upphæð,“ sagði Karítas Magnúsdóttir, sjötug ekkja, sem varð 25 milljónunum ríkari þegar dregið var í Happdrætti Háskóla íslands í fyrradag. „Ég rauk upp úr rúminu í nótt og sagði við son minn sem var ekki farinn að sofa: „Hvern- ig á maður að sofna með 25 milljónir á heilanum?“,“ sagði Karítas. Karítas sagði að þegar Jóhannes L.L. Helgason hjá HHÍ hefði hringt í hana um sjö leytið í fyrradag, hefðu hennar fyrstu viðbrögð verið „gleymdist að endurnýja". „Eftir að ég var búin að ná í miðann minn og segja honum númerið, þá sagði hann að ég ætti ekki að vera í vandræðum með að endurnýja næsta ár, því ég hefði unnið hæsta vinning 5 milljón- ir, en þar sem þetta er fimmfaldur miði þá urðu milljónirnar 25,“ sagði Karítas. Karítas dreymdi fyrir þessu þrem nóttum fyrr. „Mig dreymir fyrir hlutunum ef það er eitthvað mikið og á hvorn veginn sem það er. Það kemur alltaf fram á þriðja degi.“ Aðspurð sagði hún að hún hefði heitið á lamaða og fatlaða, ef hún ynni eitthvað í happdrætti eða lottó. En hún væri ekki búin að ákveða hversu stórt framlagið yrði. Síðan sagðist hún ætla að láta gera við húsið sitt og fara síðan að taka það rólega og láta sér líða vel, enda komin á áttræðisaldur. Karítas hefur átt miða í HHÍ í 36 ár og fékk fljótlega vinning á hann, en síðan ekki söguna meir. En það var eiginmaður hennar sem átti þennan vinningsmiða, en hann lést í nóvember sl. Karítas sagði að um síðustu áramót hefðu þau átt 3 trompmiða, en ákveðið að hætta við tvo, sem svo heppilega vildi til að var ekki vinningsmiðinn. Karítas hefur starfað sem dag- mamma undanfarin ár og hefur hún nú sex krakka í pössun fyrir hádegi og tvo eftir hádegi. Þrátt fyrir breytta hagi hyggst hún ekki hætta pössun- inni, „enda eru þetta frábærir krakkar," sagði Karítas. -ABÓ Pollarnir Einar Njálsson og Haraldur Gísli Sigfússon í fangi dagmömmunnar, Karítasar Magnúsdóttur í gær. Tímamynd Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.