Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 16
•16 „TLminn ',Fíimmtúðátgar*'l 5: déseimbénÖ88 DAGBÓK Félag eldri borgara Opið hús verður í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtud. 15. des. Kl. 14:00 verður frjáls spilamennska, kl. 19:30 félagsvist, hálft kort. Kl. 21:00 er dans. Athugið: Danskennslan hefst aftur í Tónabæ 7. janúar 1989. Kennt verður þá kl. 17:30-19:00 og kl. 19:00- 20:30. Tilkynnið þátttöku sem fyrst á skrif- stofu Félags eldri borgara í síma 28812. Aðventukvöld Strandamannakórsins Kór Átthagafélags Strandamanna held- ur aðventukvöld í Sóknarsalnum, Skip- holti50Aföstud. 16. desemberkl. 20:30. Heimilispósturinn Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, er ritstjóri og ábyrgðarmaður þessa rits, sem nefnist Heimilispósturinn - heimilisblað. f október-nóvember hefti Heimilis- póstsins er m.a. þetta efni: Sagan endur- tekur sig? - Ef ég væri orðinn ungur aftur, nefnist grein eftir Gísla Sigurbjörnsson. Árni Helgason skrifar: Öldungur í Stykk- ishólmi, en þar segir Árni frá Ágústi Lárussyni, sem er 86 ára. Hann ræðir við Ágúst um lífviðhorf hans og birt eru vers eftir Ágúst. Pá er sagt frá fundi með fulltrúum safnaða og fleiri félaga um sumardvalir í Ási/Ásbyrgi o.fl. Einnig eru í blöðum þessum birtar ræður sem haldnar hafa verið við guðs- þjónustur á Grund. Desember-blað Hcimilispóstsins er helgað boðskap jólanna og þar birtist smásagan Hvíta skipið eftir Guðrúnu Lárusdóttur og 2 kvæði eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Melgerði: Jólin á Grund og Gamlaárskvöld og annað eftir Þórhildi Sveinsdóttur: Á jólunum og eftir Karl Bjarnason: Friðarjól. Fremst i blað- inu er eftir sr. Sigurbjörn Á. Gíslason: f dag er yður frelsari fæddur (Samtal á jóladaginn), cn það er endurprentað úr Bjarma frá árinu 1928. Tímarit Gigtarfélags íslands Nýkomið er út Tímarit Gigtarfélags fslands. Þar er, auk margs konar félags- frétta, birtur kafli úr erindi, sem flutt var á sameiginlegum fundi norrænu gigtarfé- laganna: Mannlegi þátturinn aða baki sjúkdómsgsreiningarinnar. Þaðerindi var samið og flutt af gigtsjúkri norskri konu, Hallgerd Skaar að nafni. Þá er í þcssu tímariti sagt frá upplýs- ingariti sem nefnist: „Rauðir úlfar" - upplýsingarit fyrir sjúklinga, gefið út af Gigtarfélagi íslands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður ritsins cr Einar S. Ingólfsson. 20 sönglög eftir Ólaf I. Magnússon 20 sönglög eftir Ólaf I. Magnússon eru að koma á markaðinn um þessar mundir. Flest laganna hefur Eyþór Þorláksson, hljóðfæraleikari í Hafnarfirði útsett, en Jónas Tómasson, fyrrverandi organleik- ari á ísafirði útsetti tvö og Páll Halldórs- son, fyrrv. organleikari í Reykjavík tvö. Eyþór Þorláksson hefur skrifað nóturn- ar og séð um allan frágang, en bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. Frjáls verslun - þríefld Á þessu hausti sameinaði Frjálst fram- tak hf. þrjú af tímaritum sínum þegar Iðnaðarblaðið og Viðskipta- & tölvublað- ið runnu saman við Frjálsa verslun, og eru fjögur tölublöð þegar komin út í breyttri mynd. I þessu blaði er viðtal við Þórð S. Gunnarsson hrl., fyrrv. stjórnarformann Olís. Þá er í þessu blaði listi Frjálsrar verslunar um 100 stærstu fyrirtæki landsins, og ýmiss konar yfirlit yfir starf- semi þeirra. Þáerustuttarviðskiptafréttir af erlendum vettvangi, sagt frá ráðstefnu SÍA - Sambands íslenskra auglýsinga- stofa - en þar hélt fyrirlestur David Wheeler, framkv.stj. Félags auglýsinga- stofa í Bretlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Frjálsrar verslunarer Helgi Magnússon. Útgefandi er Frjálst framtak hf. uÉTl Hafírðu smakkað vín - láttu ;þér þá AU)REI detta í hug að keyra! ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 Símavarsla Tíminn óskar eftir að ráða starfskraft í hálfsdags starf á skiptiborð, í einn og hálfan mánuð. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 686300. Tíminn Selfoss og nágrenni Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið á Hótel Selfossi fimmtudags- kvöldið 15. desember kl. 21.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu, Borgarnesi, föstudaginn 16. desember kl. 20.30. Síðasta kvöld í þriggja kvölda keppni. Góð verðlaun. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness Rangæingar Spilum félagsvist að Hlíöarenda sunnudaginn 18. desember kl. 21.00. Stjórnin Steingrímur BÆKUR Jónína Leósdóttir. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Guð almáttugur hjálp þér Endurminningar séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar Út eru komnar endurminningar séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar, sem Jónína Leósdóttirritstjórihefurskráð, og nefnist bókin „Guð almáttugur hjálpi þér“. Séra Sigurður Haukur fæddist 1927 í Hafnarfirði en ólst upp í Ölfusi. Að loknu embættisbprófi, starfaði hann um hríð hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, en vígðist síðan 1955 prestur að Hálsi í Fnjóskadal. Frá 1964 hefur hann verið sóknarprestur í Langholtssókn í Reykjavík, en hyggst á næstunni láta af embætti. Fáir prestar eru umdeildari hérlendis en séra Sigurður Haukur, og má nefna snarpar ádrepur hans um ýmis málefni, „poppmessur" fyrir unghnga og stuðning hans við sálarrannsóknir og læknamiðilinn Einar á Einarsstöðum. Hefur hann jafnan verið talinn í röð hinna „frjálslyndari" kennimanna hérlendis og þótt sýna áræði í embættisverkum sínum og ýmissi nýbreytni. í frásögn sinni er prestur fundvís á eftirminnileg atvik og bregður upp ljóslifandi myndum af samferðarmönnum sínum, auk þess að miðla lesendum af margvíslegum umhugsunarefnum. Má þar nefna ýmsar frásagnir úr prestsstarfinu og sálusorgun, auk þess sem kynni hans af sálarrannsóknum og læknamiðlum munu vekja áhuga margra. Bókin er 294 blaðsíður, með um 75 myndum. Útgefandi er Nýja bókaútgáfan hf. Öldin okkar 1981-1985 Iðunn hefur gefið út nýja bók í bókaflokknum um Aldirnar. Öldin okkar, minnisverð tíðindi áranna 1981-1985, er sjöunda bókin um öldina sem nú er að líða, en jafnframt fjórtánda bindi bókaflokksins sem nefndur hefur verið Aldirnar. Hér er saga liðinna atburða rakin bæði í máli og myndum. Bækur þessar hafa notið ótrúlegra vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Þær eru lesnar jafnt tU skemmtunar og fróðleiks og sem uppsláttarrit um liðna tíð tapa þær aldrei gildi sínu. Öldin okkar 1981-1985 rekur á sama hátt og fyrri bækur helstu atburði þessara ára og hefur meðal annars að geyma frásagnir af fyrsta bankaráni á íslandi, Helliseyjarslysinu, frækilegu sundi Guðlaugs Friðþórssonar, Vilmundi Gylfasyni og stofnun B J, BSRB-verkfaUinu, gjaldþroti Hafskips, kvennaframboðum, heimsókn furstahjónanna af Mónakó og fjölmörgum fréttnæmum atburðum, stórum og smáum. Nanna Rögnvaldsdóttir og Sigurður G. Tómasson tóku bókina saman. Á sama sólarhring Hjá Grænu skáldsögunum er komin út skáldsagan Á sama sólarhring eftir Louis Bromfield, sem er þekktur bandarískur rithöfundur og hafa margar bóka hans notið mikiUa vinsælda íslenskra lesenda, svo sem Nótt í Bombay, Auðlegð og konur og Frú Parkingson. Á sama sólarhring segir frá auðugum sérvitringi, sem leiðist einvera og býður til sin fjölda fólks, sem hann fyrirlítur í hjarta sínu. Verður uppátækið að spennandi atburðarás. Paradísareyjan - ný bók eftir Viktoríu Holt Vaka-HelgafeU hefur gefið út nýja bók eftir Victoriu Holt sem er einn vinsælasti höfundur rómantískra örlagasagna um allan heim. Efni nýju bókarinnar, Paradísareyjan, er þrungim spennu sem tengist örlögum ungrar stúlku sem látin háfði verið í hundrað ár. Annalice rekst af tUviljun á vinhirt leiði stúlkunnar og skömmu síðar finnur hún dagbók hennar sem hefur að geyma óvænta leyndardóma. Meðal annars finnur Annalice gamalt kort af leyndardómsfullri eyju. Frá henni er greint í dagbókinni og sagt að þar leynist mikU auðæfi. Sigurður Bjarnason þýddi Paradísareyjuna sem er 338 blaðsíður að stærð. Bókin kostar 1680 krónur með söluskatti. BILALEIGA með útibú alil i kringurri landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar LOKAÐ VEGNA FUNDAR MEÐ STARFSMÖNNUM Vegna sameiginlegs kynningarfundar með starfsmönnum um væntanlega hækkun vörugjalds, verða eftirtalin iðnfyrirtæki lokuð í dag kl. 13-14.30 Vífilfell hf. Sælgætisgerðin Freyja hf. Ölgerðin Egill Sælgætisgerðin Góa hf. Skallagrímsson hf. Sælgætisgerðin Opal Sanitas hf. Sælgætisgerðin Drift sf. Sana hf., Akureyri Sælgætisgeröin Móna Sól hf. Sælgætisgerð Nói-Síríus hf. Kristins Árnasonar Linda hfM Akureyri Lakkrísgerðin Krummi Kexverksmiðjan Frón hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.