Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 15. desember 1988 llllllllllllllllll útlónd .......................................... ... ............ ................ .......... ............. ............. .......... . .................................................... .............. .................... ,;íí|!-' ........ Olof Palme forsætisráðherra Svía ásamt eiginkonu sinni Lisbeth. Palme var myrtur fyrir rumum tveimur árum og er nú talið að morðinginn sé fundinn. Lisbeth mun þurfa að skera úr um hvort hinn handtekni sé rétti maðurinn, en hún sá morðingja eiginmanns síns í svip á sínum tíma. Svíþjóð: Morðingi Olof Palme fundinn? FRÉTTAYFIRLIT KAUPMANNAHÖFN - Minnihlutastjórn Schluters í Danmörku kynnti fyrirhugaöar niöurskurðaraögerðir sínar. Þar kemur fram aö mikill niður- skurður veröur í heilbrigðis- og félagskerfi Danmerkur. Ríkis- stjórnin hyggst reka ríkissjóð hallalausan á næsta ári. Þrátt fyrir minnihlutann er talið að fjárlagafrumvarpið verði samþykkt. LONDON — Hveitifram- leiðsla í heiminum gæti orðið algjört met á næsta ári og í fyrsta sinn farið yfir 550 milljón tonn. í ár náðust rétt um 500 milljón tonn af hveitiökrum heimsins, enda miklir þurrkar í Bandaríkjunum síðastliðið sumar. BELFAST - IRA segist bera ábyrgð á handsprengju- árás í landamærabænum Newry á Norður-írlandi. Tveir breskir lögreglumenn og einn óbreyttur borgari særðust í árásinni. SEOUL — Sovétríkin hafa í fyrsta sinn gefið fyrirtækjum í Suður-Kóreu kost á að bjóða í byggingaframkvæmdir í Sov- étríkjunum. WURZBURG — Vestur- Þjóðverjar eru að missa sjónar á því að vilja halda NATO eins sterku og hægt er en þess í stað semja um mikinn sam- drátt í hefðbundnum vígbúnaði í austri og vestri. Þetta kom fram í ræðu varnarmálaráð- herra Vestur-Þýskalands á fundi með v.-þýskum hers- höfðingjum. GENF - ísraelar sem ham- ast nú við að réttlæta sjálfa sig í augum umheimsins buðust til þess að taka upp beinar við- ræður við Jórdani og útvalda Palestínumenn um frið á her- numdu svæðunum. Hins vegar aftaka þeir með öllu að ræða við PLO. ísraelar hafa verið harðlega gagniýndir á allsherj- arþingi SÞ fyrir að vilja ekki ráostefnu um frið í miðaustur- löndum með ríkjum þar og Palestínumönnum. MOSKVA — Heilbrigðisráð- herra Sovétríkjanna Yevgeny Chazov sagði að almanna- varnakerfi Sovétríkjanna væri óhæft við að eiga við óáttúru- hamfarir. Það hafi sannast í jarðskjálftunum í Armeníu. Neyðarástand er í gildi í Arm- eniu og á vissum stöðum í Azerbaijan vegna kynþátta- ólgu. JÓHANNESARBORG- Síirvöld í Suður-Afríku hafa oðist til að hafa fangaskipti á angólskum flugmanni sem neyddist til að lenda MIG-21 herþotu sinni í Namibíu og á suðurafrískum fanga er tekinn var höndum í Angóla. Sænska lögreglan telur sig hafa fundið morðingja Olof Palme og hefur maðurinn verið handtekinn. Maðurinn sem er sænskur hefur áður setið inni fyrir að hafa myrt forfallinn fíkniefnaneytanda með byssusting. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp þar sem það brýtur í bága við sænsk lög, en hann mun vera 41 árs að aldri og var yfirlýstur hatursmaður Olof Palme. Hann hefur neitað því að hann sé morðingi Palme. Vitni hafa staðfest að maðurinn hafi verið í nánd við morðstaðinn er Olof Palme var myrtur. Hann hafði Öryggissveitir skutu til bana þrjá- tíu fanga á flótta á Sri Lanka í gær. Rúmlega tvöhundruð fangar náðu þó að sleppa úr klóm réttvísinnar. Fangarnir voru flestir vinstri sinnaðir skæruliðar og fengu þeir myndarleg- an stuðning félaga sinna utan fang- elsisveggjanna við flóttann. Bandaríkin: Viðskiptahalli George Bush getur glaðst yfir því að viðskiptahallinn í Banda- ríkjunum varð mun minni í októ- bermánuði en mánuðina þar á undan. Varð viðskiptahallinn 3% minni í októbermánuði en hann var í september. í september hafði viðskiptahallinn verið 10,67 milljarðar en var 10,35 milljarðar dollara í október. Ástæða þessa var annars vegar það að innflutningur Bandaríkja- manna var 1,7% minni í október en mánuðinn á undan. Reyndar dró einnig úr útflutningi, en að- eins um 1,1%. verið yfirheyrður þegar frumrann- sókn á morðinu fór fram, en honum var sleppt þar sem Hans Holmér lögreglustjóri er stjórnaði rannsókn málsins taldi öruggt að Olof Palme hefði verið myrtur af Kúrdum. Olof Palme þáverandi forsætisráð- herra Svfþjóðar var skotinn til bana í „Tunnelgatan" að kvöldi 26. febr- úar árið 1986. Palme var þá á heimleið úr kvikmyndahúsi með Lis- beth eiginkonu sinni. Morðinginn slapp á hlaúpum og hefur ekki komist undir manna hendur fyrr en nú, ef hinn grunaði er rétti maður- inn. Vopnaðir menn réðust að Welik- ade fangelsinu í Colombo sem er rammgerðasta fangelsið á Sri Lanka, hófu skothríð og vörpuðu sprengjum að fangavörðum. I ringulreiðinni flúðu fangarnir síðan út í frelsið. Þeir komust síðan undan á trukkum og sendiferðabílum. Árásarmennirnir tóku sér stöðu í nálægu pósthúsi og skutu þaðan að fangavörðunum. Einn óbreyttur borgari lést í þeirri skothríð. Herinn á Sri Lanka kom á staðinn á bryn- vörðum bifreiðum og umkringdu svæðið. Allar líkur eru þó á að fangarnir hafi náð að flýja Colombo. Öryggissveitir voru þó að fínkemba hverfið kringum fangelsið með hjálp leitarhunda og þyrla. Skæruliðarnir sem sluppu eru aðil- ar að Marxísku Alþýðufylkingunni og af kynþætti Sinhalesa sem eru í meirihluta á eyjunni. Þessi samtök hafa sett úr skorðum athafnalíf í landinu undanfarna tvo mánuði með aðgerðum sínum, en kosningar eru á næsta leiti á Sri Lanka. Að minnsta kosti hundrað fangar hafa flúið úr sex fangelsum á Sri Lanka með aðstoð Alþýðufylkingar- innar síðastliðna tvo mánuði. Maðurinn vann á þessum tíma sem dyravörður á næturklúbbi nærri morðstaðnum. Lögreglan hefur upp- lýst að vopn hafi fundist við húsleit hjá hinum grunaða, en ekki var skýrt frá því hvort morðvopnið gæti verið þar á meðal. Lisbeth Palme mun kanna í dag, hvort hún beri kennsl á manninn, en hún sá morðingja eiginmanns síns í svip hiö örlagaríka kvöld. Þá munu vitni sem sáu mann, hugsanlega morðingjann, vera að sniglast í „Tunnelgatan“ kvöldið sem Palme var myrtur, líta á hinn grunaða. Ratsjárstöðv- ar eyðilagðar Sovétmenn hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum að þeir hygðust eyðileggja tvær ratsjár- stöðvar sem taldar eru brjóta í bága við samning þjóðanna um gagnflaugar frá því 1972. Þetta er staðhæft í New York Times, en hefur ekki verið staðfest af stjórn- völdum. Blaðið vitnar í ónafngreindan embættismann Bandaríkjastjórn- ar sem segir að Sovétmenn hafi tilkynnt að eyðilegging ratsjár- stöðva nærri Moskvu og við borg- ina Gomel í Hvíta-Rússlandi muni hefjast á föstudag. Munu eyðileggingarnar verða það auð- sæjar að auðveldlega megi ganga úr skugga um þær gegnum njósnatungl Bandaríkjamanna. Sovétmenn eiga að hafa skýrt frá þessum ákvörðunum í lok viðræðna ríkjanna um gagnflaug- ar, en þeim lauk í mánudag. Ekkert samkomulag náðist þó um aðal deiluefnið sem er bygg- ing stórrar ratsjárstöðvar við borgina Krasnoyarsk í Síberíu. Þá ratsjárstöð telja Bandaríkja- menn brjóta í bága við samkomu- lagið frá því 1972. Íranar leyfa stjórnmála- flokka á ný Starfsemi stjórnmálaflokka hefur nú verið leyfð að nýju í íran, en eiginlegir stjórnmálaflokkar hafa ekki starfað í fran frá því í bylting- unni 1981. Ekki geta ailir tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka því þeir sem ekki hafa hreina sakaskrá, þeir sem ekki samþykkja stjórnarskrá klerkaríkis- ins og háttsettir embættismenn í tíð keisarans fá ekki að starfa að stjórn- málum. Innanríkisráðherra íran Ali Akb- ar Mhotashemi skýrði frá þessu í íranska ríkisútvarpinu í gær. Hann upplýsti einnig að einungis stjórn- málalega menntað fólk sem sé sér- fræðingar í stjórnun og treystandi sé til að leysa vandamál íslamska lýð- veldisins gæti stofnað stjórnmála- flokka. LESTUNARÁiETLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern miðvikudag Moss: Annan hvern laugardag Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Skip.............15/1 Gloucester: Skip 27/12 Skip 16/1 '89 Skip . 6/2 ’89 New York: Jökulfell 27/12 Skip 16/1 '89 Skip . 6/2 '89 Portsmouth: Jökulfell 27/12 Skip 16/1 '89 Skip . 6/2 '89 SKIPADEILD P** SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK SIMI 698100 A. A A A 1 Á LllJ !AKN IRAIJSÍRA fLUININCjA Sri Lanka: 200fangar flýja, 30 skotnir Sovétríkin:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.