Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 15. desember 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Losað um hömlur á samningsrétti Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir því að fellt verði úr gildi það ákvæði í bráðabirgðalögum að óheimilt sé að knýja fram breyting- ar á launum með verkfalli eða verkbanni. Pað merkir, ef þetta verður samþykkt, sem vart er að efa, að þá geta launþegasamtök hafið samninga við vinnuveitendur án tafar, enda taki samningarnir ekki gildi fyrr en eftir 15. febrúar nk., þegar launasamningar eru frjálsir að nýju. Enginn ber brigður á að það er neyðarkostur að setja á launa- og verðlagsstöðvun með löggjöf. Það er því fagnaðarefni, þegar losað er um slíkar hömlur. Frum- kvæði Steingríms Hermannssonar er undirstrikun á því að slíkar aðgerðir eru bráðabirgðaráðstafanir. Hins vegar er vert að minna á að frá almennu sjónarmiði er óraunhæft að ætla slíkum bráða- birgðaráðstöfunum engan rétt í stjórn efnahagsmála, hvernig sem á stendur. Svo strangur skilningur á samn- ingsrétti fyrirfinnst ekki á byggðu bóli. í því sambandi ber að minnast þess, að íhlutun í samningsfrelsi af þessu tagi er ekki einhliða, heldur er um að ræða verðlags- og launastöðvun sem eina heild. Hér er um tvíhliða aðgerð að tefla, sem líta verður á í einu lagi og meta tilgang og árangur eftir því. Það er því gróflega missagt, þegar því er haldið fram að markmið launa- og verðlagsstöðvunar sé að rýra kjör launþega. Þvert á móti er tilgangurinn sá að nota stöðvunartímabilið í góðu skyni, að treysta grundvöll efnahagslífsins og tryggja atvinnuöryggi laun- þega. Því ber að fagna að ríkisstjórnin hyggst nú losa um hömlur launastöðvunarákvæða nokkru fyrr en áætlað hafði verið. Við slík tímamót er vert að minnast þess að á verðstöðvunartímanum, a.m.k. síðustu þrjá mánuði, hafa víxláhrif verðlags og launa naumast verið merkjan- leg. Það hefur komist á jafnvægi milli þessara efnahags- stærða, svo að verðbólgan hefur dottið út í bili. Að sjálfsögðu skal það viðurkennt að jafnvægið í þessu tilfelli var búið til með ákvörðun í löggjöf, en var ekki stjórnað af sjálfvirkum eða frjálsum öflum efnahagslífsins. Vissu- lega hafa þetta verið lögþvingaðar bráðabirgðaráðstaf- anir. Jafnvel þótt svo sé, þá er verðlags- og launastöðvun síðustu mánaða gilt módel, sem menn hafa fyrir augunum, um það að verðbólga hjaðnar þegar jafnvægi verður milli launa og verðlags. Frá því sjónarmiði ætti verðlags- og launastöðvunin að geta opnað augu manna fyrir því, hversu eftirsóknarvert það er að keppa að viðvarandi jafnvægi milli verðlags og launa og skapa efnahagsleg skilyrði til þess að slíkt jafnvægi haldist af sjálfu sér, sem mest má verða. Á þann hátt vinna menn bug á verðbólgu. Þrátt fyrir allt finna launþegar það á eigin hag, að ýmislegt hefur orðið þeim til hagsbóta á verðstöðvunar- tímabilinu. Þar er ekki síst að nefna að vaxtabyrði hefur lést verulega og haldið hefur verið í við verðlag á almennum neysluvörum, húsaleigu, orku til heimilisnota og fleiri lífsnauðsynjum. Allt eru þetta kjarabætur fyrir launþega, hvað sem líða kann þeirri ásökun að gengið hafi verið á formlegan samningsrétt. Því ástandi mun nú senn linna. Launasamningar verða lausir um miðjan febrúar. Upp úr því verður vafalaust losað um ýmsar verðlagshömlur. Vandi og ábyrgð efnahagsstjórnar flyst þá til. Þá reynir á samnings- og verðlagsfrelsið, en umfram allt á ábyrgð þeirra, sem eiga þetta frelsi. GARRI Skrifað upp á Útvarpið flutti okkur þær frétt- ir í fyrradag að á Hofsósi stæðu nokkrir svcitarstjórnarmenn i persónulegum ábyrgðum fyrir skuldum sveitarfélagsins. Eins og menn vita er þar nú allt komið í fjárhagsiegt óefni, hrcppurinn kominn í þrot og félagsmálaráðu- neytið komið í málið. I Þjóðviljanum í gær er svo upplýst að sveitarstjórnarmenn á Hofsósi séu persónulega ábyrgir fyrir nálægt 40 prósentum af skuldum sveitarfélagsins. Eftir oddvita hreppsnefndar er svo haft þarna að hann sé ekki hræddur um að hann verði gerður upp, þó svo að hann hafi gengist í per- sónulega ábyrgð fyrir hreppinn. Líka er þarna haft eftir honum að það hafi auðvitað ekki verið eðli- legt að cinstaklingar þyrftu að skrifa upp á fyrir sveitarfélagið, en annað hefði ekki verið fært þegar lánastofnanir hefðu krafist þess. Þetta vekur vissulega upp ýms- ar spumingar. Er það virkilega tilfellið að lánastofnanir hér á landi krefjist þess af kjörnum sveitarstjórnarmönnum að þeir leggi íbúðir sínar og aðrar per- sónulegar eignir að veði fyrir hreppa sína? Og hvað er að marka slíkar ábyrgðir ef ekki má ganga að veöunum? Virðingin ffyrir eigin uppáskrift Eitt af því fyrsta, sem fólk lærir þegar það kemst til vits og ára, er að bera viröingu fyrir sinni eigin uppáskrift á plögg og pappíra. Þegar menn skrifa upp á fyrir aðra sem ábyrgðarmenn þá fyigir því að menn verða að vera við- búnir því að taka að sér að greiða skuldina ef skuldari bregst. Þetta á jafnt við í viðskiptum einstakl- inga sem opinberra aðila. Þarna gildir líka að menn verða að gæta sín að skrifa ekki nöfn sín sem ábyrgðarmenn á pappíra sem þeir em cngan veginn borgunar- menn fyrir. Það þýðir ekkert fyrir mann, sem kannski á hús og bíl, að skrifa upp á sem ábyrgðar- maður fyrir láni sem nemur tvö- földu eða þreföldu því verðmæti sem nemureignum hans. Ef lánið fellur á hann þá lendir hann einfaldlega í því að verða gjald- þrota. Þá er íbúðin seld ofan af honum og bfllinn undan honum. Þá stendur hann kannski uppi einn góðan veðurdag með börn sín á götunni, og án farartækis til að skreppa með þau út í sveit á góðviðrisdögum. Það er í þessu sem uppáskrift á skuldabréf og aðra veðpappíra felst. Þetta á hver fuilorðinn maður að vita. Með því að skrifa upp á pappír fyrir láni er hann að taka á sig ábyrgð. Og um leið áhættu. Hann getur sem best lent í því að verða sjálfur að borga lánið, jafnvel með öllu sem hann á. Svo einfalt er málið. Ábyrgð kjörsins Líka er hér að öðru að gæta, og það varðar þær kröfur sem hægt er að gera til manna sem taka kjöri í stjórnir sveitarfélaga eða annarra almannasamtaka. Seta í slíkum stjórnum er trúnaðarstarf sem felur það eitt í sér að menn taka að sér að stjórna sameigin- legum málum viðkomandi félags cða samtaka og skipuleggja þau. Slík seta felur það alis ekki í sér að hægt sé að krcfjast þess að menn taki á sig persónuieg fjárút- lát fyrir aðra. Maður, sem tekur sæti í hrcppsncfnd, tekur ekki þar með að sér að kosta sjálfur framkvæmdir hreppsins. Hann tekur það eitt að sér að eiga hlut í að skipta útsvari ög fasteigna- gjöldum niður á hreppsbúa, og síðan að ákveða hvernig þessum fjármunum sé varið. Þess vegna er það hrein kór- viiia ef bankar eða aðrar lána- stofnanir láta sér yfirleitt detta i hug að krefjast persónulegra ábyrgða af sveitarstjórnarmönn- um. Slíkt á engum bankastjóra að detta í hug. Með því að heimta slíkt er hann að krefjast þess að þeir taki persónulega á sig skuld- bindingar sem ná langt út fyrir það sem þeir eru kjörnir til. Þar skiptir engu máli þótt sveitar- stjórnarmenn eigi vissulcga að hafa trú á því sem þeir eru að vinna að. Kosning þeirra felur alls ekki í sér að þeir eigi að sjá um að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins sjálfir. Og þcss vegna eiga slíkir menn einnig vitaskuld að gæta sín á að iáta ekki teyma sig út í hluti sem þessa. Það er þannig sama hvernig þessu máli er velt upp. Slíkar uppáskriftir ciga ekki að þekkjast. Það gengur ekki að menn lcndi í því að þurfa kannski að selja undan sér allar persónu- legar eigur sinar til þess að greiða skuldir hrepps eða félags. Bankar og sjóðir eiga ekki að leyfa sér að fara frant á slíkt. Og detti cin- hverjunt þeirra það í hug þá eiga viðkomandi stjórnarmenn að setja stólinn fyrir dyrnar. Pcr- sónulcgar ábyrgðir eru hiutir sent alls ekki fylgja því að taka kjöri i stjórn. Garri. VITTOG BREITT Margverðlaunaðir þrotamenn Gamall og gegn embættismaður sem hafði talsverð afskipti af endurskoðun bókhaldsgagna fyrir- tækja í kreppunni á fjórða áratugn- um, sagði nýlega, að ef gjaldþrota- lögin frá 1929 væru enn í gildi þyrfti að auka fangelsisrými á ís- landi til mikilla muna. Og hann bætti við að þá myndu þrotamenn, sem losna við fangelsisvist ekki gera sér að leik að stofna ný fyrirtæki sömu vikuna og þeir eru úrskurðaðir gjaldþrota og hefja rekstur umsvifalaust. Sem betur fer eru gjaldþrotalög- in frá 1929 ekki lengur í gildi, því nóg eru húsnæðisvandræðin samt og rfkið hefur alveg nógu marga þurfalinga á sínu framfæri þótt ekki þurfi að fara að ala þrotamenn athafnalífsins í fangelsum. Embættismaðurinn sem hér er vitnað til, sagðist heldur ekki vera að óska eftir að hin ströngu viður- lög, sem giltu þegar hann var að rannsaka fjárreiður vafasamra fyrirtækja, giltu enn. Hitt sé annað mál, að það er ekkert annað en siðleysi að menn sem setja fyrirtæki á hausinn, geti hlaupið frá þeim og öllum skuldunum og stofnað ný fyrirtæki og rekið þau eins og ekkert hafi í skorist. 0g ríkið skuldar þeim Sá sem hér veður elginn vítt og breitt kann lítil skil á gjaldþrota- lögunum frá 1929 og ber enn minna skynbragð á það siðgæði sem býr að baki núgildandi gjald- þrotalögum, það er að segja ef þau eru nokkur. En svo virðist sem einhver ákvæði séu um viðbrögð opinberra aðila gegn gjaldþrota fyrjrtækjum, og þá aðallega í þá veru að verð- launa þrotabúin. Ríkið hefur tekið að sér af miklu örlæti að greiða laun sem þrotafyrirtækin skulda. Stundum skulda þau forstjórum sínum, framkvæmdastjórum og markaðsstjórum og svoleiðis launþegum margra mánaða eða margra ára laun, en algeng laun þeirra fíra eru á svipuðum nótum og bæjarstjórinn á Akureyri og í fleiri plássum kváðu fá. En ríkissjóður er skuldbundinn að punga út kaupi jafnt sendla fallíttfyrirtækja sem forstjóra þeirra. Þá er það leikið af forstjórum og framkvæmdastjórum, sem oft lenda sjálfir á launaskrá ríkisins, að borga ekki söluskatt mánuðum saman fyrir skipulagt gjaldþrot og verður ríkið af þeim tekjum og nær þeim ekki með nokkru móti inn, þótt fyrirtækin hafi áður verið búin að innheimta þann sama skatt. Aulaskapur Tíminn skýrði frá í gær, að verið sé að undirbúa hertar reglur til að ná söluskattinum... „en mikil brögð hafa verið að því undanfarið að fyrirtæki hafi ekki skilað inn- heimtum söluskatti í marga mán- uði og þegar komið er að lokunar- aðgerðum sé nafni fyrirtækisins breytt og það gamla sett á hausinn og nýtt stofnað." Að sögn fjár- málaráðherra hefur hundruðum milljóna króna verið stolið frá ríkissjóði með þessum hætti. Ef lögin eru svo gloppótt að auðvelt sé að ástunda viðskiptasið- ferði af þessu tagi er bágt að sjá hvort er verra, aulaskapur ríkis- valdsins eða siðgæði þeirra fyrir- tækjarekenda sem notfæra sér brogaða löggjöf til að gefa samfé- laginu langt nef og græða á ósvífn- inni. Eins og annars staðar hefur oft verið bryddað upp á margtuggnum gjaldþrotum í þessum dálki undan- farið. Þykjast margir hafa áhyggjur af síauknum fallíttum og telja að þau séu dæmi um að allt sé að fara fjandans til í þjóðfélaginu. En ef svo og svo mörg gjaldþrot- anna eru sett á svið til þess eins að losna við að borga skuldir er ást- andið kannski ekki eins slæmt og margir vilja vera láta. Ef vel er á spilum haldið geta þrotamennirnir grætt vel á fallíttunum, en skuldu- nautarnir og ríkið eru þeir sem tapa. Og sniðugast af öllu er að síðan gjaldþrotalögin frá 1929 voru felld úr gildi þarf ekki tugthús yfir svikarana, þeir stofna bara ný fyrir- tæki sent blómstra fram að næsta gjaldþroti. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.