Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Fimmtudagur 15. desember 1988 llllllll MINNING llllllllllllllll Margrét Árnadóttir frá Gunnarsstööum Fædd 28. september 1904 Dáin 2. nóvember 1988 Margrét móðursystir lést eftir skamma legu á spítala vestur í Kanada, 2. nóv. s.l. Minningarat- höfn fer fram í dag. Síðustu misserin dvaldi Margrét hjá Kristínu dóttur sinni lækni í Toronto í Kanada. Margrét var fædd 28. sept. 1904 á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, dóttir Árna Davíðssonar bónda og konu hans Arnbjargar Jóhannesdóttur, yngst átta systkina. Tvö þeirra eru á Íífi, Guðbjörg og Gunnar. Margrét missti móður sína þegar hún var aðeins fjögurra ára gömul, en var átta ára þegar faðir hennar féll frá. Þuríður, systir Margrétar tók við húsmóðurhlutverkinu á heimilinu aðeins 20 ára gömul þegar móðir þeirra dó. Margrét ólst upp með systkinum sínum og kom Þuríður henni í móðurstað. Mjög kært var ætíð með þeim systrum. Ung fór Margrét til Reykjavíkur, gekk í Kvennaskóla og var í heimili með Guðbjörgu systur sinni. Árið 1935, 28. sept., giftist hún Gísla Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, alþingismanni Norður- Þingeyinga. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu, sem áðurer nefnd. Margrét var mikilhæf mannkosta- kona, dáð af öllum sem höfðu af henni náin kynni. Þegar frændfólkið að norðan kom til Reykjavíkur, kom það að opnu húsi hjá Margréti, þar sem hún fagnaði gestum eins og umhyggjusöm og ástrík móðir. Þar var ætíð nóg rúm fyrir alla, margir áttu athvarf hjá henni lengur eða skemur. Þá voru fréttir að heiman kærkomið umtalsefni. Oft þegar þannig stóð á efndi Margrét til mannfagnaðar á heimili sínu og bauð frændfólki og vinum, með það í huga að efla frændsemi, kynni og vináttu. Á þeim mannfund- um ríkti mikil gleði og lífskraftur. Margir fleiri en frændur og vanda- menn áttu erindi á heimili þeirra Margrétar og Gísla og urðu þar heimilisvinir þar á meðal fjölmargir kjósendur úr kjördæminu. Gísli Guðmundsson varð alþingis- maður 1934, en árið 1945 lét hann af því starfi vegna vanheilsu, en tók svo aftur við þingmennsku 1949. Lengst af þennan tíma lá hann í gifsi á heimili sínu og kona hans hjúkraði honum. Lærði Margrét þá vélritun og gerði það mögulegt að þau hjónin gátu unnið saman að þýðingum. Á þessum árum komu vinir og flokks- bræður Gísla heim til hans og sátu hjá honum og ræddu við hann um vandamál líðandi stundar og sóttu til hans ýms holl ráð. Við þessar óvenjulegu og erfiðu kringumstæður kom það best í Ijós hvað Margrét bjó yfir miklum andlegum styrk og skörungsskap. Margrét hafði sínar ákveðnu skoðanir á þjóðmálum og var manni sínum mjög samhuga í þeim efnum og studdi hann dyggi- lega á hans langa þingmannsferli. Eftir að Gísli tók aftur við þing- mennskunni 1949 fylgdi Margrét honum oft á framboðsfundi og á ferðalögum um kjördæmið, enda Gísli þá ekki alltaf heilsusterkur. Æskuheimili Gísla, Hóll á Langa- nesi, var kominn í eyði 1964. Gísli átti jörðina. Þá létu þau hjónin endurbæta íbúðarhúsið fyrir sumar- bústað. Um þetta leyti fluttu þau lögheimili sitt að Hóli, þar sem þau dvöldu ásamt öðru vinafólki lengur eða skemur flest sumur meðan Gísli lifði. Margrét hélt því áfram að halda til á Hóli einhvern tíma flest sumur allt til 1984. Hafði þá sumar- bústaðurinn gegnt hlutverki sínu um 20 ára skeið. Gestkvæmt var á þessum sumar- dögum á Hóli ekki síður en á Hringbraut 91, heimili þeirra í Reykjavík, þangað komu fleiri eða færri flesta daga eins og gestabók þeirra hjóna ber með sér. Heimilishaldið á Hóli og tíðar mannaferðir þangað settu nýjan svip á eyðibyggðina á Miðnesinu og ná- lægar byggðir. Margrét og Gísli undu sér vel á Hóli, nutu hvíldar og hressingar í nánu sambandi við landið, æskustöðvarnar og það fá- menna samfélag sem þau báru alltaf svo mikla umhyggju fyrir. Frændfólk og vinir eiga Margréti margt að þakka. Þess er sérstaklega minnst á þessari kyrrlátu kveðju- stund. Minningarnar um hana lifa, hlýjar og bjartar. Kæra frænka, Kristín Gísladóttir, við sendum þér og öðr- um aðstandendum hjartanlegar sam- úðarkveðjur. Minningarnar um góða og ástríka móður veiti þér huggun og styrk. Arnbjörg, Árni og Þórarinn í Holti. Kynni mín af Margréti Árnadótt- ur voru mikil og góð um langt árabil. Þau hófust fyrir alvöru, þegar leiðir okkar Gísla, eiginmanns hennar, tóku að liggja saman í afar nánu samstarfi sem frambjóðendur til Al- þingis í fyrstu kosningum eftir kjör- dæmabreytinguna 1959 ogsamþings- menn á annan áratug. Ég held ég ofmeti það ekkert, þótt ég segi sem mér finnst, að þau hjón létu sér annt um mig, sýndu mér einstaka vináttu og traust alla tíð. Fyrir það er ég þakklátur og hef talið mér til tekna. Margrét var heilsteypt kona, skynsöm, glaðvær og bjartsýn. Allt víl var henni gjörsamlega fjarri. Þrátt fyrir það hafði hún reynt ýmsa erfiðleika allt frá bernsku. En Mar- grét var svo mikil af sjálfri sér að hún lét ekki hugfallast. Öðru nær. Það sem ýmsir láta smækka sig, stækkaði hana. Ég held hún hafi talið sig eiga lífinu mikið upp að inna. Við, sem kynntumst henni, mun- um hana sennilega best fyrir rausn hennar og vinsamlegt atlæti á heimili hennar og það hversu einlæglega hún tók þátt í áhugamálum og störfum manns síns og öllu því umstangi, sem þeim fylgdi. Síst vildi ég verða til þess að halda því fram að Gísli Guðmundsson hafi þurft einhvern til þess að bæta sig upp eða leiða sig. Hann stóð sjálfur fyrir sínu og þurfti ekki mikið á handleiðslu að halda. Hann var fastmótaður og gjörhugull maður. Hins vegar jók það gæfu hans og gerði honum svo auðvelt að vera eins og hann átti að sér, að Margrét var sem hugur hans sjálfs og studdi hann í hverju því sem einhverju skipti. Þannig kynnt- ist ég Margréti og þeim hjónum báðum. Hjá þeim ríkti jafnræði eftir gömlu reglunni, að hún réði fyrir innan stokk, en bóndinn því sem utan húss var. Sameiginlega sáu þau búi st'nu borgið. Við þessi leiðarlok verða margir til þess að heiðra minningu Margrét- ar Árnadóttur. Við Auður sendum Kristínu dóttur hennar innilega sam- úðarkveðju, svo og eftirlifandi syst- kinum hennar og frændfólkinu, sem hún lét sér svo annt um og hún átti að einlægum vinum. Ingvar Gíslason. Nýlega lést í allhárri elli hjá dóttur sinni í Toronto í Kanada heiðurs- konan Margrét Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði í Norð- ur-ÞingeyjarsýsIu. I dag, fimmtudag 15. desember kl. 13.30, fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík minning- arathöfn um hana. Gunnarsstaðir standa í þjóðbraut við botn Þistilfjarðar, spölkorn frá sjó. Áður en jörðinni var skipt niður í fleiri býli á fyrri hluta þessarar aldar, var hún tvímælalaust ein hin landmesta í sveitinni, útbeit allgóð og jarðsælt, trjáreki í fjöru og veiði- von í Hafralónsá. Margrét fæddist á Gunnarsstöðum 1904 og var yngst systkina sinna, en átta þeirra komust til fullorðinsára. Foreldrarnir voru Árni Davíðsson, f. 1855, d. 1912, og kona hans Arnbjörg Jóhannesdóttir f. 1861, d. 1908. Að Gunnarsstöðum bjuggu þau frá árinu 1888 og var Árni oddviti Svalbarðshrepps um skeið. Systkini Margrétar votu þessi í aldursröð: Ingiríður, húsfreyja í Holti í Þistilfirði, kona Kristjáns Þórarinssonar bónda þar; Þuríður, húsfreyja á Gunnarsstöðum, kona Halldórs Ólasonar bónda þar; Jó-1 hannes, bóndi á Gunnarsstöðum, tvíkvæntur, átti fyrr Önnu G. Stef- ánsdóttur, en eftir andlát hennar Aðalbjörgu Vilhjálmsdóttur; Davíð, starfsmaður Ríkisútvarpsins, átti fyrr Þórhöllu Benediktsdóttur en eftir lát hennar Þóru Steinadótt- ur; Sigríður, húsfreyja að Grýtu- bakka í Höfðahverfi, kona Ara Bjarnasonar bónda þar; Guðbjörg, lengi matráðskona við sjúkrahúsið á Akranesi, gift Jóni Karlssyni lækni; og Gunnar, skrifstofustjóri oggjald- keri Búnaðarfélags íslands, giftur Olgu Jenny f. Nygaard frá Noregi. - Nú eru Gunnar og Guðbjörg ein á lífi þessara systkina. Margrét var fjögurra ára er hún missti móður sína, og mundi vart eftir henni. Fjórum árum síðar dó faðir hennar. Margrét ólst síðan upp hjá eldri systkinum sínum og má segja að Þuríður hafi gengið henni í móðurstað. Margrét fékk ung ofur- litla tilsögn sem nægði henni til þess að komast 16 ára inn í 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Þá var ekki venja að stúlkur, síst úr sveit, væru til langframa í skóla, og að afloknum þessum námsvetri vann hún um skeið við afgreiðslustörf í Reykjavík, bæði í hannyrðabúð og í bakaríi. Árið. 1935 giftist Margrét Árna- dóttir Gísla Guðmundssy ni, ritstjóra Tímans 1930-40 og alþingismanni frá 1934, en hann var frá Hóli á Langanesi, þannig að þau Margrét voru því sem næst sveitungar. Þau eignuðust eina dóttur barna, Krist- ínu, sem er læknir, nú búsett í Toronto í Kanada. Þann skugga bar að laust fyrir 1940, að Gísli veiktist af berklum. Um skeið var hann á Vífilsstöðum og hlaut nokkurn bata, en síðan tóku veikindin sig upp, og í fjögur ár lá hann heima fyrir í gipsi. f veikind- ununi hafði hann fádæma mikinn styrk af Margréti konu sinni, sem annaðist hann af stakri nærgætni. Gísli lét af þingmennsku vegna veik- indanna 1945 og tók í rúmlegunni til við að þýða bækur, bæði úr ensku og Norðurlandamálum, en Margrét vél- ritaði eftir hans fyrirsögn. Þessi sant- vinna hjónanna við crfiðar aðstæöur var til mikillar fyrirmyndar. Það ér m.a. í frásögur fært og sýnir þann hug sem Þingeyingar báru til þeirra hjóna, að Þingeyinga- kórinn undir stjórn Ragnars H. Ragnar gerði sér ferð að sjúkrabeði Gísla á ferutgsafmæli hans til að syngja fyrir hann. Svo vel tókst til, að Gísli endur- heimti heilsuna og var kjörinn á þing fyrir Norður-Þingeyjarsýslu að nýju 1949. Þingmennskunni gegndi hann síðan til dauðadags 1973. Meðan á veikindunum stóð bjuggu þau hjón að Eiríksgötu 27 í Reykjavík. Síðar, eða frá því um 1956, var heimili þeirra að Hring- braut 91. Ætíð stóð hús þeirra opið öllum Norður-Þingeyingum, sem komu til borgarinnar, svo og ættingj- um hjónanna beggja, og var þar um mikið fjölmenni að ræða. Ein frænka Margrétar sem alloft kom í heim- sókn, segist ekki muna eftir að hafa komið þangað svo að ekki væru aðrir gestir fyrir, og segir það sína sögu. Að auki fékk venjulega á hverju hausti inni í húsi þeirra einhver frændi eða frænka - stund- um fleiri en einn - kominn til náms að norðan. Meðal þeirra sem þar komu við sögu, voru systur þess er þetta ritar. Undirritaður kom oft að Hring- braut91 áárunum 1962-70. Stundum var haft við mig samband undir því yfirskini að það vatnaði fjórða mann í bridge eða - fyrir jólin - að skera þyrfti laufabrauð. Þctta voru ánægjulegar stundir, og var það ekki síst fyrir tilstilli Margrétar frænku. Sérstaklega skal hér minnst nteð þakklæti prýðilegrar veislu, sem Margrét stóð fyrir 12. febrúar 1963 í tilefni af kandidatsprófi Kristínar. Margrét Árnadóttir var yfirleitt alltaf í góöu skapi. og hún vildi öllurn vel. Hún var hófsöm kona og búin flestum þeim dyggðum, sem prýddu svonefnda aldamótakynslóö. Heímilið einkcnndist af hinu góða samkomulagi á milli hennar og Gísla. Þeim var gefin sú gæfa að kunna að umgangast hvort annað með hæfilegri glaðværð og gagn- kvæmri virðingu. Hjónaband þeirra var því til óvenjulegrar fyrirmyndar. Eftir andlát Gísla fyrir fimmtán árum var Margrét stundum í Tor- onto hjá dóttur sinni, en stundum lieima á íslandi. Heilsu hennar hrak- aði, og 1985 lamaðist hún að nokkru leyti. Hún fór síðast frá íslandi til Toronto í maí 1986. Kristínu eru hér með sendar inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Margrétar Árnadóttur. Björn Teitsson Kveðja frá Gunnarsstöðum „ Verið ekki hálfvolgir í úhugnn- uni, verið brennandi íandanum. Þjónið Drottni. Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáning- unni og staðfastir í bæninni. Takið þátt í þörfum heilagra, stundið gestrisni. “ 12. Rómverjabréfið, versin 11-14 Margrét Árnadóttir, föðursystir mín, verður kvödd hinstu kveöju í dag. Hún hefur lokið löngu dags- verki með sóma. Margrét var dóttir Arnbjargar Jóhannesdóttur og Árna Davíðssonar, sem hófu búskap á Gunnarsstöðum á fardögum 1888. Margrét var yngst átta barna þeirra hjóna, en eftirlifandi systkini hennar eru Guðbjörg Árnadóttir, fyrrum ráðskona á Sjúkrahúsinu á Akra- nesi, og Gunnar Árnason, fyrrum skrifstofustjóri Búnaðarfélags fslands. Margrét giftist Gísla Guðmunds- syni frá Hóli á Langanesi 28. sept. 1935. Hann sat á Alþingi fyrir Norðurlandskjördæmi eystra, fyrir Framsóknarflokkinn. Með þakklæti og virðingu verður þeirra ávallt minnst hér á Gunnarsstöðum. Sann- arlega var jafnræði með þeim hjónum. Þau stóðu saman í blíðu og stríðu. Eina dóttur eignuðust þau Mar- grét og Gísli, Kristínu Gísladóttur, sem fædd er 24. júní 1936. Hún er geðlæknir og býr í Toronto í Ontariofylki í Kanada. Hún Magga frænka mín sat ekki í neinum opinberum embættisstöð- um, en hún skipaði sinn sess með prýði. Á heimili hennar var tekið á móti öllum af sömu rausn og hlýju. Allir vildu til hennar leita, og hún vildi hvers manns vanda leysa. Það var því ávallt niargt um manninn á heimili hennar. Mér er það minnis- stætt um jól þegar ég var í Héraðs- skólanum að Reykholti. Þádvöldum við mörg frændsystkini hjá þeim Möggu og Gísla á Eiríksgötu 27. Sofið var í stofu og borðstofu og hvar sem því var við komið. Hús- bóndinn lá veikur í rúminu, en hann var langtímum rúmfastur vegna veikinda í baki. Við settumst hljóð til borðs á aðfangadagskvöldið, hús- bóndann vantaði viðborðið. Það var hátíðlegt, þegar heyrðist frá honum innan úr herbergi: „Gjörið þið svo vel“. En Magga sat ýmist hjá okkur eða honum. Það er áreiðanlegt, að stóru systkinahóparnir að norðan, sem áttu athvarf hjá Möggu frænku, kveðja hana með einlægri þökk og viröingu. Það var tilhlökkunarefni á vorin heima á Gunnarsstöðum að eiga von á þeim hjónum til sumardvalar. En þau komu norður þegar Alþingi var slitið. Með smitandi lífsgleði gekk Magga um gömlu staðina sína, og henni þótti vænt um hverja laut og hvern hól. Mylludalurinn og Röndin grænkuðu og heilsuðu henni fagn- andi. Ég held, að þau Magga og Gísli hafi kennt okkur krökkunum að meta örnefnin og landslagið. Gísli stjórnaði útileikjum, og allir tóku þátt í þeim. Mörg síðustu sumrin þeirra dvöldu þau að Hóli á Langanesi, en þar áttu þau lög- heimili á eignarjörð sinni. Ógleymanlegar eru heimsóknirnar í Hól, Hólslummurnar og kaffið, ásamt hressilegri þjóðmálaumræðu. Þau Margrét og Gísli voru fólk þeirrar gerðar, að vinir þeirra voru úr röðum allra stétta og allra stjórn- málaflokka, þau virtu skoðanir ann- arra. Jafnvægi í byggð landsins var þeirra hjartans mál. Ég sendi Kristínu frænku minni innilegar samúðarkveðjur við fráfall móöur sinnar. Hún má með stolti og gleði minnast hennar og þeirra for- eldra sinna begpja. Blessuð sé minn- ing Margrétar Árnadóttur frá Gunn- arsstöðum. Elsku manns á eigin reit, enginn skyldi lasta, ást við mína æsku sveit ungur batt ég fasta. (Jón i Garði). Sigríður Jóhannesdóttir Gunnarsstöðum, Þistilfirði. t Sonur minn Ásmundur Gunnarsson lést 2. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Hanna S. Hannesdóttir Þökkum auðsýnda samúð. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.