Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur/15. desember 1988 Glímufélagið Ármann 100 ára og 80 ár síðan fyrsta Skjaldarglíman var háð Glímufélagið Ármann var stofnað 15. desember 1888 og á því 100 ára afmæli fimmtudaginn 15. desember á þessu ári (1988), og Skjaldarglíma Ármanns á 80 ára afmæli einnig á þessu ári. Áður en hér verður drepið á stofnun og sögu þessa merka félags finnst mér rétt að skýra frá aðdraganda og þróun íslensku glímunnar í Reykjavík frá 1870, þar til Ármann er stofnaður sem glímufélag. Nokkru eftir aldamót verður Ármann alhliða íþróttafélag, sem kemur víða við sögu í hinum ýmsu íþróttagreinum sem íslendingar iðka og hefur mikil áhrif á íþróttastarf- semi í landinu. Hér verður einungis minnst á þátt Ármanns í þróun og eflingu íslensku glímunnar í stuttu máli. Fyrsta íþróttafélagið sem iðkaði glímu í Reykjavík varGlímufélagið, sem stofnað var 11. mars 1873. Fyrsti formaður og aðalhvatamaður að stofnun þess var Sverrir Runólfs- son, steinhöggvari frá Maríubakka í Skaftafellssýslu, f. 9. júní 1831, d. 1879. Sverrir hafði árin 1871 og 1872 efnt til „glímuleika" og „bænda- glímufunda í Reykjavík. l’essi glímumót tókust vel og urðu Sverri hvatning til stofnunar Glímufélags- ins í Reykjavík. Árið 1874 var Glímufélaginu falið að sjá um glímusýningar og glímu- keppni á þjóðhátíðinni í Reykjavík. Þótti það takast vel. Allt að áttatíu menn gengu í Glímufélagið eða ef til vill fleiri. Sverrir fékk hjá bænum stóran blett á Melunum útmældan undir glímu- völl fyrir félagið. Hann gerði þarna grasflöt til að glíma á. Var síðan í mörg ár glímt á þessum glímuvelli. í glímudómnefnd Glímufélagsins valdist meðal annarra Sigurður Guðmundsson málari, mikill áhuga- maður um allar þjóðlegar menntir. Gerði Sigurður fána fyrir félagið, og var það hvítur fálki á bláum feldi. Þessi fáni Glímufélagsins var síðar um alllangt skeið tákn sjálfstæðis- baráttu íslendinga. Stofnandi og aðal áhugamaður Glímufélagsins í Reykjavík, Sverrir Runólfsson, stóð í margvíslegum framkvæmdum og varð oft að dvelja langdvölum utan Reykjavíkur vegna atvinnu sinnar og gat því ekki unnið að málefnum félagsins og styrkt starfsemi þess með atorku sinni og framkvæmdavilja. Glímufélagið mun hafa starfað fram til 1880. Á þessum starfstíma félagsins mun það hafa vakið áhuga á gh'munni og orðið brautryðjandi að glímuiðkunum í Reykjavík. Eg tel að stofnun og starf Glímu- félagsins hafi verið undanfari að stofnun Ármanns 1888. Aðalstofnendur Ármanns voru: Pétur Jónsson, blikksmiður og séra Helgi Hjálmarsson, frá Vogum í Mývatnssveit. Pétur Jónsson, blikksmiður í Reykjavík, var fæddur í Skógakoti í Þingvallasveit 2. ágúst 1856, sonur Jóns hreppstjóra í Skógakoti Krist- jánssonar og annarrar konu hans Kristínar Eyvindsdóttur frá Syðri- Brú í Grímsnesi Hjartarsonar. Pétur Jónsson var sérstakur áhugamaður um eflingu og viðhald islensku glímunnar og ágætur glímu- maður, skilningsríkur á gildi glím- unnar og mun snemma hafa lagt sig fram um að kunna glímubrögðin og varnir gegn þeim og önnur þau atriði sem varða glímuna. Úrslitaglímu- bragð hans mun hafa verið klofbragð en öll önnur glímubrögð kunni hann ágætlega. Svo mátti heita að um eitt skeið væri Pétur nálega hinn eini maður sunnanlands er áhuga hafði á glímu- íþróttinni, og varð hann til þess að endurvekja hana hér syðra og stofna glímuflokk með stúkubróður sínum í stúkunni Einingunni nr. 14, Helga Hjálmarssyni, síðar presti að Grenj- aðarstað. Helgi Hjálmarsson frá Vogum í Mývatnssveit, var fæddur 14. ágúst 1867 og var í Latínuskólanum í Reykjavík og æfði þar glímu undir leiðsögn Páls Melsteð sögukennara og var orðinn afburða glímumaður. Helgi var hinn áhugasamasti íþróttamaður og mun þegar á bernskuskeiði hafa náð óvenjulega góðum árangri í glímunni, og einnig var hann snjall á skautum, en eftir að hann kom í Latínuskólann, æfði hann glímuna að staðaldri og þótti bera þar af að kunnáttu og glímu- leikni. Æfingar hófust í Templarahúsinu. Klæddust menn þá sterkum buxum úr íslensku vaðmáli og tóku hver annan glímutökum, svokölluðum buxnatökum. Glímubelti voru þá ekki til og þekktust ekki. Til að byrja með voru menn óvanir að glíma á fjalagólfi, og þótti hart að detta á það. Voru því margir, sem vildu leita fyrir sér með mýkri glímu- völl. Meðal glímumanna var Guðlaug- ur Guðmundsson frá Ásgarði í Grímsnesi. Hann hafði fengið sér grasblett innan við bæinn, hjá Rauðá, látið slétta hann og rækta vel. Hann kvað mönnum velkomið að fara inn á þennan grasblett og reyna hvernig væri að glíma þar. Blettur þessi hlaut síðan nafnið Skellur og er sagt, að það nafn hafi hann fengið eftir glímu þeirra félaga. Pétur Jónsson, blikksmiður. Á þessum grasbletti var Ármann stofnaður af 20-30 ungum og glímu- móðum mönnum, sem voru búnir að glíma þar lengi kvölds, undir heiðum himni við stjörnublik og norður- ljósalog. Við nafngift félagsins, sem Pétur Jónsson mun hafa ráðið, mun hann hafa haft í huga fjallið fagra frá æskustöðvunum, Ármannsfell. Fagnaðaróp þessara ungu manna við stofnun Ármanns barst út um i bæinn í kvöldkyrrðinni og var fyrsti boðberi markvissrar íþróttaþróunar. Glímureglur félagsins munu hafa verið sniðnar eftir glímureglum Bessástaðaskóla, enda var Páll Mel- steð sögukennari oft á æfingum fé- lagsins, sem nú hófust af kappi, og dómari við fyrstu kappglímur þess. Glímukennari Ármanns frá byrjun mun hafa verið Pétur Jónsson og var hann einnig stjórnandi félagsins og raunverulegur formaður þess. Árið 1889 var fyrsta kappglíma Ármanns háð og tóku flestir félags- mennirnir þátt í henni. í þessari fyrstu Ármannsglímu hlaut 1. verð- laun Helgi Hjálmarsson, 2. verðlaun hlaut séra Einar Þórðarson, 3. verð- laun hlaut Friðrik Gíslason, ljós- myndari. Árið 1890 sigraði Helgi Hjálmars- son, einnig í Ármannsglímunni, en þessi glímukeppni féll svo niður þar til 1897, en á þeim árum voru Sigurvegarar í annarri kappglúnu Ármanns. glímdar opinberar bændaglímur og sýningarglímur. Árið 1897 var haldin þjóðhátíð 2. ágúst í Reykjavík, og voru Ár- Séra Heigi Hjálmarsson, menningar fengnir til að hafa kapp- glímu í sambandi við hátíðina. Úrslit urðu þau að 1. verðlaun hlaut Þor- grímur Jónsson, Laugarnesi, 2. verðlaun hlaut Guðmundur Guð- mundsson frá Eyrarbakka, 3. verð- laun hlaut Sigfús Einarsson. FYRRI HLUTI Árið 1898 stóð Ármann aftur fyrir kappglímu 2. ágúst. Glímt var á umgirtri flöt á Landakotstúni. Fræknastur var Þorgrímur Jónsson, söðlasmiður, Laugarnesi, honum næstur var Kristinn Ziemsen, versl- unarmaður, og 3. Jón Gíslason, iðnnemi. Árið 1899 stóð Ármann enn á ný fyrir kappglímu í sambandi við hina árlegu þjóðhátíð Reykvíkinga. í Höfundur greinarinnar um Glímufélagið Ármann, Kjartan Bergmann, er fæddur 11. mars 1911 á Flóðatanga í Stafholts- tungum, Mýrasýslu, sonur Guðjóns Kjartanssonar bónda á Flóðatanga og konu hans Sólveigar Árnadóttur. Kjartan byrjaði 7 ára að æfa glímu og hefur alla tfð verið tengdur glfmunni. fslenska glíman hefur verið hans hjart- ans mál. Þegar hann var 17 ára vann hann sýsluglfmu Mýra- sýslu og hlaut þá einnig feg- urðargiímuverðlaun. Skjald- arglímu Ármanns vann Kjartan 1941 og hlaut einnig fegurðar- glímuverðlaun. Árið 1941 varð Kjartan Bergmann glímukappi íslands og hlaut verðlaun fyrir fagra og góða glímu. Á árunum 1933-1938 var Kjartan bóndi á Sigmundar- stöðum í Hálsasveit. Á þeim tíma féllu glímuæfingar og glímukeppni niður hjá honum. Kjartan Bergmann ferðaðist um landið árin 1942-1945 og kenndi glímu í skólum og íþrótta- og ungmennafélögum á vegum menntamálaráðu- neytisins og Í.S.Í. Árið 1945 var hann ráðinn framkvæmda- stjóri íþróttasambands fs- lands og var það þar til í október 1951, en þá var hann ráðinn yfirskjalavörður Alþing- is. Kjartan kenndi glfmu um Kjartan Bergmann Guðjónsson. skeið hjá Glfmufélaginu Ár- manni. Árið 1964 var hann aðalstofnandi Ungmennafé- lagsins Víkverja í Reykjavík og kenndi þarglímu í mörg ár. Á stofnfundi Glfmusam- bands (slands 1965 var Kjartan Bergmann kosinn formaður Giímusambandsins. þessari Ármannsglímu sigraði Guð- mundur Guðmundsson frá Eyrar- bakka, 2. verðlaun hlaut Valdimar Sigurðsson sjómaður, 3. verðlaun hlaut Erlendur Erlendsson frá Mikl- holti. Árið 1900 fóru fram nokkrar sýn- ingarglímur, en kappglímur voru þá ekki haldnar. 1901 hélt Ármann kappglímu. 1. verðlaun hlaut Ásgeir Gunnlaugsson, 2. verðlaun hlaut Jónatan Þorsteinsson söðlasmiður og síðar kaupmaður og 3. verðlaun hlaut Bjarnhéðinn Jónsson. Árið 1902 var háð kappgiíma hjá Ármanni í sambandi við þjóðhátíð- ina 2. ágúst. 1. verðlaun hlaut Ásgeir Gunnlaugsson, 2. verðlaun hlaut Jónatan Þorsteinsson og 3. verðlaun hlaut Bjarnhéðinn Jónsson. Ármannsglíman 1903 var háð 2. ágúst. 1. verðlaun hlaut Valdimar Sigurðsson, stýrimaður, 2. verðlaun hlaut Jónatan Þorsteinsson og 3. verðlaun hlaut Ásgeir Gunnlaugs- son. Árið 1904 var Ármannsglíma háð 2. ágúst, þátttakendur voru um 20. 1. verðlaun hlaut Jónatan Þorsteins- son, 2. verðlaun Guðmundur Er- lendsson frá Hlíðarenda og 3. verð- laun Valdimar Sigurðsson. Ármannsglíman 1905 var háð 2. ágúst í sambandi við þjóðhátíðina. Þar hlutu þessir verðlaun: 1. verð- laun Jónatan Þorsteinsson, 2. verð- laun Valdimar Sigurðsson, 3. verð- laun Þórhallur Bjarnason. Árið 1905 mun glímustarfsemi Ármanns hafa verið farin mjög að dofna og mun glxman hafa algerlega legið niðri, og engar glímuæfingar farið fram hjá félaginu. Um þessar mundir eða í maímánuði 1905, flutt- ist Guðmundur Guðmundsson frá Eyrarbakka til Reykjavíkur og stundaði þar verslunarstörf. Þá skeður það á nýársdagsmorgun 1906 og þeir Pétur Jónsson, glímu- kennari Ármanns og Guðmundur frá Eyrarbakka hittast við Eimskipa- félagshúsið og fara að ræðast við. Berst þá talið að glímunni og segir Guðmundur þá við Pétur: „Er ekki rétt, sem mér hefur verið sagt, að þú og ýmsir ungir menn hafi undanfama vetur haldið saman glímuflokk undir þinni forsj á og nefnt hann Ármann: „Rétt mælir þú ungi maður", segir Pétur. Guðmundur segir þá við Pétur. „Eigum við ekki að hressa upp á gamla Ármann þinn?“ Það verður þá að samkomulagi á milli Guðmundar og Péturs, að reyna að ná saman flokki ungra manna til glímuæfinga. Þá víkur sögunni til þriðja glímu- mannsins en það var Guðmundur Þorbjörnsson. Hann var fæddur á Háteigi á Akranesi 14. sept. 1878, sonur Þorbjörns bónda Jónssonar og konu hans Ingibjargar Guð- mundsdóttur frá Lambhúsum á Akranesi. Sex ára missti hann föður sinn í sjóslysi og frá tíu ára aldri ólst hann upp hjá Þorbirni Ólafssyni bónda á Steinum í Stafholtstungum og var þar fram að tvítugu. Þar komst hann í kynni við íslensku glímuna og hefur sjálfur lýst því á eftirfarandi hátt: „Ég man enn greinilega þegar ég fékk fyrst verulegan áhuga á glím- unni. Ég var ekki fermdur þá og var í göngum með Borgfirðingum. Gangnaforingi var Þorsteinn Hjálm- arsson, faðir Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara. Um kvöldið, eftir að gengið hafði verið um daginn, var farið í bændaglímu og horfði ég á af miklum áhuga. Var mér þá sérstak- lega starsýnt á glímuaðferð Þor- steins, sem mér fannst bera langt af hinum, þótt þar væru margir góðir glímumenn ... og þegar við strák- arnir höfðum séð fullorðnu mennina glíma æfðum við okkar á milli glímu- brögð þeirra, sérstaklega þau sem glæsilegust voru.“ Síðari hluti greinarinnar birtist í blaðinu á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.