Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. desember 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Lenín til valda. Það leiddi til mikilla breytinga á stjórnkerfi Sovétríkj- anna, sem höfðu einræði, ógnar- stjórn og gífurlega misbeitingu valds og ofsóknir í för með sér. Gorbatsjov lýsti stjórnarfarinu, sem hófst á fjórða áratugnum undir forustu Stalíns mjög greinilega í ræðu á nýloknum fundi æðsta ráðs Sovétríkjanna og dró ekkert undan. Þessi reynsla frá fjórða áratugnum veldur því, að nokkuð gætir þess ótta, að sagan frá fjórða áratugnum eigi eftir að endurtaka sig og bylting Gorbatsjovs kunni því að reynast völt. Andstæðingar Sovétstjórnarinnar í Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjunum reyna að magna þennan ótta og hafa banda- menn í íhaldsmönnum í Sovétríkj- unum sem vilja halda í gantla kerfið og þau völd, sem það tryggði þeim. Þess má samt vænta, að bylting Gorbatsjovs hafi fest það sterkar rætur hjá rússneskunt almenningi og uppvaxandi kynslóð, að hún haldi velli. Annað væri ekki aðeins verst rússnesku þjóðinni heldur öllu mannkyni, því að í kjölfar þess að bylting Gorbatsjovs mis- tækist, kæmi að öllum líkindum nýtt kalt stríð og vígbúnaðar- kapphlaup. En málalok þess gætu orðið kjarnorkustyrjöld, þótt eng- in ríkisstjórn óski eftir henni. Svo miklu skiptir það, að bylting Gorbatsjovs haldi velli í Sovétríkj- unum og festi rætur í allri Austur- Evrópu. Þá gæti Evrópa öll orðið það friðarheimili, sem er draumur Evrópubúa jafnt í vestri og austri. UM STRÆTI OG TORG 111111111 OTIDINDI Opinberar stofnanir eru gjarnan skotspónn þeirra sem grínast með Parkinsonslögmálið, eða þá áráttu að starfsmönnum fjölgar hjá stofn- un þeim mun meir sem minna verður að gera á staðnum. Við slíkar aðstæður er gjarnan nefnt að starfsmenn þurfi að eiga tvo jakka, annan til að vera í við einkaerindin úti í bæ, og hinn til þess að skilja eftir á skrifborðsstólnum, svo allir haldi að viðkomandi sé í það minnsta í húsinu. Lögreglan Þrátt fyrir grun minn um að í löggæslustörfum landsins og þar á meðal höfuðborgarinnar væri þessu þveröfugt farið, þar fækkaði starfsmönnum í réttu hlutfalli við aukin umsvif, þá krossbrá mér þegar ég las það í Morgunblaðinu 1. des. sl. að lögreglumenn væru nú, eða stefndi í sama fjölda lög- reglumanna í Reykjavík nú og var árið 1944. Þetta eru ótíðindi, ráðamenn, góðir menn, verða að huga vand- lega að þessu máli. Þessari öfug- þróun verður að sporna við, og ekki aðeins það, það verður að snúa við á þessari óheillabraut. 1944 Þetta ár hafa bílar í Reykjavík verið um 3000 talsins og fyrst um eða eftir 1947-8 hafi bílarnir verið orðnir 4-5000. Nú munu bílarnir í Reykjavík vera 40-50 þúsund. Nú veit ég ekki hvort löggæsla varð- andi bifreiðar, akstur og ökumenn hefur verið léleg, sæmileg eða góð árið 1944. Það liggur þó í augum uppi að til þess að núverandi löggæsla í þessum málum sé f svipuðu horfi og þá, þá verður að reikna með því að tíföldun hafi orðið í því liði lögreglunnar sem sinnir þessum þætti löggæslu. 1988 Á þessu herrans ári, liggur ljóst fyrir að borgararnir þarfnast hlut- fallslega meiri löggæslu en árið 1944. Þar kemur til að fjölbreytni lagabrota hefur aukist. Nýir flokk- ar lagabrota hafa komið til, og þeir mjög alvarlegir. Fíkniefnamál eru nýr flokkur afbrota, sem kallar á mikið starf lögreglu. Líkamsárásir, reyndar tengdar fyrrnefnda flokknum hafa aukist og kalla á aukna löggæslu. Reykjavík hefur stækkað, íbú- um hefur fjölgað, allt ber þetta að sama brunni, til þess að sinna löggæslu sæmilega, verður að fjölga í lögregluliði borgarinnar (þetta á að sjálfsögðu við um land allt). Við sem trúum á lögregluna okkar og treystum því að mild en stöðug löggæsla sé til góðs, við erum flemtri slegin. Það er svo margt sem við viljum að lögreglan geri. Mörgum finnst hún gera of lítið, og margt er það sem ætlast er til, margt vissulega smátt en samt afgerandi, ef sinnt væri. Fámenn lögregla getur vitanlega ekki sinnt ýmsum óskamálum. Fámenn lög- regla verður að einbeita sér að alvarlegustu málunum en verður að láta lönd og leið, litlu léttu málin sem þó geta verið fyrirbyggj- andi og ef þeim væri sinnt, kæmu þau í veg fyrir sum hin stærri og verri málin. Smærri málin Rétt svona til þess að ráðamenn þjóðarinnar og lögreglunnar geri sér grein fyrir þeim málum sem lögreglan verður, vegna fámennis Heldur bylting Gorbatsjovs velli? Þegar Gorbatsjov boðaði breyt- ingar þær, sem hann og félagar hans í forustu Kommúnistaflokks- ins höfðu fyrirhugað á stjórnkerfi og efnahagskerfi Sovétríkjanna, urðu flestir undrandi og vantrúaðir í senn. f raun virtust þessar breyt- ingar tákna róttæka byltingu, (tar sem stefnt væri að því að skoðana- frelsi og lýðræði leysti af hólmi einræðisstjórn þá og ófrelsi, sem komist hafði á í Sovétríkjunum í stjórnartíð Stalíns og arftaka hans. Hinar róttæku breytingar, sem Gorbatsjov boðaði á stjórnarhátt- um Sovétríkjanna hafa nú verið lögfestar af viðkomandi stofnunum í Sovétríkjunum og þarf þvf ekki að efast um að hér hefur hugur fylgt máli. Breytingunum er ætlað að koma til framkvæmda á næsta ári. Það má því segja að bylting sé að gerast í Sovétríkjunum - bylting, sem hefji skoðanafrelsi og lýðræði til vegs í einu voldugasta ríki heimsins. Ef þetta rætist hefur hér gerst einn af stærstu atburðum mannkynssögunnar. Það er öll ástæða til að fagna þessari byltingu engu síður en frjálslyndir menn fögnuðu falli keisarastjórnarinnar og byltingu Leníns á sinni tíð. Þetta var sterklega áréttað í for- ustugrein Tryggva Þórhallssonar í Tímanum 30. mars 1918. Þar var ógnarstjórninni í Rússlandi í tíð keisaranna líkt við hafþök af ís er leggjast á íslenskan gróður á vor- degi. Síðan segir: „En nú er skift um. Hafþökin hafa bráðnað. Leirfætur rússneska járntröllsins eru brotnir í mola og sjálfur jötunninn virðist nú ekki ægilegri en afturgöngurnar í þjóð- sögum. Júnkaraflokkurinn rúss- neski virðist svo gersamlega brot- inn á bak aftur, að hans heyrist að engu getið. Alþýðan rússneska hef- Lenín féll frá og Stalín hófst til valda. Það leiddi til mikilla breyt- inga á stjórnkerfi Sovétríkjanna, sem höfðu einræði, ógnar- stjórn og gífurlega mis- beitingu valds og of- sóknir í för með sér. ur sest í þeirra sæti. Að vísu ekki komið á föstu skipulagi, það getur tekið mörg ár. En hin frjálslyndu öfl virðast langsamlega vera orðin yfirsterkari. Og húsbóndamunurinn verður mikill. Rússneska þjóðin er í raun og veru jafn draumlynd, mild og mannúðleg eins og stjórnin hefur verið grimm og harðýðg. Að lík- indum er engin þjóð í Norðurálfu jafn friðelsk og mannúðleg að eðlisfari eins og Rússar. En einmitt vegna þeirra góðu eiginleika hafa þeir borið í undirgefni hinn þunga kross, sem kúgarar landsins hafa lagt á herðar þeim. Breytingin í Rússlandi er líklega einn þýðingarmesti atburðurinn í styrjöldinni enn sem komið er. Sá sem helst glampar af fram á veginn. Ein hin stærsta og besta þjóð heimsins er nú losnuð úr álögum og ófreskjuham. Getur á ókomn- um tímum lagt lið frelsi og dreng- Gorbatsjov skap í stað þess að vera skynlaust verkfæri grimmlyndrar harðstjórn- ar.“ Þannig voru miklar vonir frjáls- lyndra manna um víðan heim bundnar við byltingu Leníns. Hin- ar glæstu vonir, sem voru bundnar við byltingu Leníns áttu ekki eftir að rætast, nemá að takmörkuðu leyti. Lenín féll frá og Stalín hófst að aftan kveikt og þá villandi þannig að hemlaljós verða litt áberandi með tilheyrandi aftaná- keyrslum), Að áminna ökumenn sem aka umáeineygðumbílurn,að áminna ökumcnn sem stöðva eðlilega um- ferð mcö því að stansa til þess að góna á liðið við dans eða vertshús, eða til þess að spjalla við kunningj- ana. Að halda vel á því sem þegar er í gangi, að fjarlægja bíla sem illa og ólöglega er lagt, að hnippa í stráka sem aka skellinöðrum eða mótorhjólum ólöglega í íbúðar- hverfum eða fjórhjólum eða vél- sleðum um gangbrautir í íbúðar- hverfum. Löggæsla sem sinnti öllu þessu með mildi og með alúð, gæti með því markvisst unnið að því að fækka hinum stærri og verri brotum. Fjölgun Það er sannfæring mín, að með því að fjölga lögreglumönnum verulega og láta þá sinna smámál- unum með mildi og elskulegheit- um, ekki sektir og þvarg, heldur föðurlegar áminningar, þá yrði minna að gera í hinum stærri og alvarlegri málum. Stefnum að þessu mínir elskulegu áhrifa og ráðamenn. Þá verður betra að búa í hverfinu mínu ogþínu. E.S. Næturlokun Árbæjarstöðvar lögreglunnar er hneyksli og skömm. í guðanna bænum breytið þessu. að vanrækja, skulu nokkur smá- málanna rakin hér. Það skal tekið fram að sannfæring mín er sú, að ef við gerum lögreglunni kleift að sinna þessum smámálum, þá er líklegt að hinum stærri málum fækki. Það er smámál að koma í veg fyrir ólöglega farþegaflutninga í litlum sendiferðabílum, að stöðva þá áráttu ungra ökumanna (sem ekki eru komnir af skellinöðrualdr- inum) að aka með bíla sína núm- erslausa að framan, að stöðva öku- menn sem aka með uppfennta eða uppfreðna glugga á bílum sínum (og láta þá hreinsa þá áður en haldið er áfram), að koma í veg fyrir algengustu brot gegn ein- stefnuakstursákvæðum, (í mið- bænum, Aðalstræti, Hallærisplan og ESSO plan í Hafnarstræti). Að koma í veg fyrir akstur bifreiða með þokuljós kveikt að aftan eða að framan, í tíma og ótíma innan bæjar. (Þokuljósin að framan oft illa stillt og blindandi og þokuljósin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.