Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 5
Tíminrr "5 Fimmtudagur 15. desémber 1988 Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, varar við miklu ójafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar: Gífurleg óvissa meðan fjárlög eru óafgreidd í nýrri skýrslu Seðlabankans um þróun peningamála á íslandi, er m.a. rakin vaxtaþróun liðinna mánaða. Bent er á að ennþá er ekki Ijóst að hve miklu leyti nýleg vaxtalækkun geti staðist. Er það rakið til þeirrar miklu óvissu í fjármálum ríkisins og þó sérstaklega þeirri óvissu sem fylgir óafgreiddum fjárlögum. Skýrsla þessi hefur verið send ríkisstjórninni og var hún lögð fram á fundi hennar sl. föstudag. „Við rekjum í þessari skýrslu vaxtaþróunina eins og hún hefur verið og bendum á að það er ekki ennþá ljóst hversu haldgóð nýleg raunvaxtalækkun muni verða,“ sagði Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, í viðtali við Tímann í gær. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um innihald hennar fyrr en ríkis- stjórnin hefur fengið tækifæri til að ræða hana á sínum fundum. Jóhann- es varar þó við því að afgreiðsla fjárlaga dragist enn á langinn, vegna þeirrar miklu óvissu sem það skapaði til viðbótar við óvissu í atvinnumál- um þjóðarinnar. Skýrslur úreldast á viku Mikil óvissa hefur ríkt um það hvernig fjármögnun ríkissjóðs verð- ur háttað og hefur treg sala á ríkis- skuldabréfum enn aukið á óvissu þessa. Stöðugar fréttir af auknum halla í þjóðarbúskapnum hafa auk þess valdið slíkri óvissu að engu er líkara en bankastofnanir og aðrir aðilar á fjármagnsmarkaði sem ákvarðað geta vaxtastefnuna, vita ekki hver þróunin getur orðið á næstu mánuðum. T.d. um fréttir af halla ríkissjóðs má geta þess að tölur um hallann í þessari skýrslu Seðla- Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. Tímamynd Pjelur. bankans eru þegar orðnar úreltar, en skýrslan var fjölrituð sl. föstudag handa ríkisstjórninni, eins og áður er getið. Vextir ráðast raunvertilegu jafnvægi Pessi mikla óvissa magnast með hverjum degi sem líður án þess að fjarlög verða afgreidd og hefur seðlabankastjóri áhyggjur af þróun mála. “Það eru þarna vissir hlutir sem eru vandamái frá sjónarhóli vaxtastefnunnar," sagði Jóhannes. „Við bendum auðvitað á það að vextirnir hljóti, þegar framí sækir, að ráðast af því jafnvægi sem næst í efnahagsmálum. Þaðverðurþvíekki fyrr en eftir áramótin sem hægt er að fá rétta tilfinningu fyrir því hvað eru raunhæfir vextir í dag.“ Geysileg óvissa Jóhannes Nordal sagði ennfremur að það ríkti geysileg óvissa um raunverulega útkomu ríkissjóðs vegna stöðugt nýrra frétta af meiri halla. “Útkoman á ríkissjóði virðist núna vera mun verri en fyrir skömmu síðan. Það er auk þess ekki enn búið að afgreiða fjárlög og er því ekki vitað hverjar niðurstöðurn- ar verða. Það ríkir töluverð óvissa þar til fjárlögin verða komin í gegn- um Alþingi. Við þetta bætist svo sú óvissa sem er um stöðu atvinnuveg- anna og hvernig á þeim vanda verður tekið,“ sagði seðlabankastjóri. „Það verður að taka tillit til raunverulegra staðreynda efnahagslífsins þegar að því kemur að ákveða frekari vaxta- þróun. Grundvöllur þess að þessi vaxtaþróun standist er að hér komist á betra jafnvægi, en þó sérstaklega í opinberum fjármálum og þeirri óvissu sem nú ríkir t.d. um ákvarð- anir í gengismálum verði eytt. Fyrst og fremst veltur á því hvernig fjárlög verða afgreidd.“ KB Guðmundur J. Guðmundssonformaður Verkamannasambands- ins segir hlálegt að íhaldið snúist gegn sínum eigin Verkum: „Stjórnin kemur til móts við launþega“ - sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra í viðtali við Tímann Yfirlýsing Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra um að ríkis- stjórnin felli úr gildi bann við samn- ingsrétti og kjaraaðgerðum hefur vakið umtal og athygli og eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða gildi þetta hefur. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins brugðust mjög hart við og sögðu að með þessu væri veríð að koma í bakið á þeim með sýndarmenn- skutillögu. Guðmundur J. Guðmundsson segir að þessi yfirlýsing breyti engu í málum Verkamannasambandsins, en það sé hlálegt að sjálfstæðismenn skuli nú snúast gegn sínum eigin verkum með þessum hætti. Miklar umræður spunnust um þessi mál í efri deild Alþingis í gær og sagði Halldór Blöndal það ámæl- isvert að stjórnvöld gæfu út svo villandi og ótímabærar yfirlýsingar. Sem nefndarmaður í fjárhags og viðskiptanefnd bað hann um öli ummæli Steingríms er hann lét falla í fjölmiðlum um málið í fyrradag, til þess að geta áttað sig á því hvað þessi yfirlýsing þýddi. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Tímann í gær að ríkis- stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun til að koma til móts við launþega- samtökin. En A.S.Í. hefur sem kunnugt er kært 4. grein bráða- birgðalaganna til Mannréttinda- dómstóls Sameinuðu þjóðanna. „Bráðabirgðalögunum hefur verið harðlega mótmælt af launþegum. í því sambandi hefur sérstaklega verið dregið fram það sem þeir kalla mannréttindabrot og má segja að komi greinilegast fram í þeirri máls- grein sem nú hefur verið felld niður. Þetta kemur m.a. greinilega fram í kæru A.S.Í. til Alþjóða vinnumála- sambandsins og þeir töldu sig ekki geta rætt við sína vinnuveitendur á meðan þetta ákvæði væri í lögum. Með öll þessi mótmæli í huga og eftir að hafa rætt við einstaklinga innan launþegasambandanna og eftir að hafa fjallað um þetta innan ríkis- stjórnarinnar ákvað ég að leggja til að þessi breyting yrði gerð á lögun- um,“ sagði Steingrímur. Önnur ákvæði laganna standa og þar á meðal 12. grein þeirra þar sem samningar um hækkun iauna um- fram 1,5% erkemurtilframkvæmda um áramót. Hins vegar er launþeg- um og atvinnurekendum heimilt að hefja samningaviðræður og heimilt er að semja um önnur atriði kjara- samninga en laun. í því sambandi má nefna að forystumenn B.S.R.B. hyggjast á næstu vikum fara fram á viðræður við ríkisvaldið, en samn- ingar þeirra eru lausir 15. febrúar þegar verðstöðvun lýkur. Karl Steinar Guðnason sagði í efri deild í gær að honum þætti það furðulegt ef A.S.Í. ætlaði að vera á móti þessum aðgerðum. Hann sagði það nær fyrir verkalýðsforystuna að horfast í augu við þann vanda sem blasti við í þjóðarbúinu, heldur en að stinga höfðinu í sandinn eins og honum sýndist að sumir forystu- menn A.S.Í. ætluðu að gera. - ág 1. deild íslandsmótsins í handknattleik: Valssigur í toppslag Valsmcnn unnu KR-inga með 23 mörkum gegn 21 í toppslag 1. deildarinnar í handknattleik í troð- fullri Laugardalshöllinni í gærkvöld. Valsmenn höfðu leikinn í hendi sér allan tímann, cn í hálfleik var staðan 13-7 fyrir Val. Sigurður Sveinsson átti mjög góðan leik í gærkvöld, eins og allir félagar hans í Valsliðinu. Staðan var 8-7, þegar KR-ingar urðu fyrir áfalli, misstu Alfreð og Sigurð út af í 2 mín. og Valsmenn skoðuðu 5 síðustu mörkin í hálfleiknum og breyttu stöðunni í 13-7 vendi- punktur í leiknum. Vesturbæingarnir gerðu 4 síð- ustu mörkin í leiknum og lokatölur urðu 23-21 fyrir Val. Sanngjarn og öruggur sigur, en Vaisararnir slök- uðu nokkuð á í lokin og gæti reynst þeim dýrt. Það verður þá ekki séð á þessum leik að nokkurt hérlent lið nái að leggja þá að velli í vetur. Valsmcnn hafa nú 18 stig í deildinni, en KR-ingar töpuðu nú sínum fyrsta ieik og hafa 16 stig. Öðrum leikjum í 1. deild í gær- kvöld var frestað. Mörkin KR: Alfreð 8/2, Sigurð- ur 5, Páll 3, Konráð 2, Stefán 2 og Jóhannes 1. Valur: Sigurður Sv. 7/2, Valdimar 5, Jón Kr. 3, Geir 3 , Júlíus 3 og Jakob 2. Góðir dómarar leiksins voru þeir Sigurður Baldursson og Björn Jó- hannesson. BL Forsætisráðherra segir að dragist afgreiösla fjárlaga verði: Efnahagsmál öíl í óvissu Steingrímur Hermannsson segist telja það mjög brýnt að fjárlög verði afgreidd fyrir áramót til þess að grundvallarþættir efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar liggi fyrir þegar frekari ákvarðanir verði teknar um aðgerðir til stuðnings atvinnuvegum þjóðarinnar. Ef óvissa ríkti lengi áfram um jafnvægi í ríkisfjármálum og menn hefðu jafnvel ástæðu til að óttast mikinn halla á ríkisbúskapnum, teldi hann afar mikilvægan þátt í ríkisfjármálum opinn. „Skapist slíkt óvissuástand væri það mjög slæmt og öll efnahagsmál þjóðar- innar í raun og veru í óvissu," sagði Steingrímur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verða fjárlög ársins 1989 tekin til annarrar umræðu í efri deild þings- ins á morgun, en fjárveitinganefnd mun væntanlega skila umsögn um Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra. frumvarpið í dag eftir að hafa gert á því breytingartillögur frá fyrstu umræðu. - ág Bráðabirgðalögin samþykkt í efri deild: Úrslit ráðast í neðri deild Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar voru afgreidd frá efri deild Alþingis seint í gærkveldi. Önnur og þriðja umræða um lögin fór fram í deildinni í gær og spunnust nokkrar umræður um breytingar- tillögur stjórnarandstöðunnar, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir að gengisfelling væri óhjákvæmileg til að halda útflutn- ingsvegunum gangandi. Til að vinna upp á móti afleiðing- um lögðu þeir til að söluskattur yrði lækkaður. Steingrímur Her- mannsson sagði að gengisfelling ein og sér leysti engan vanda. Hann benti á að fyrirtæki í sjávar- útvegi sem skulduðu stórar upp- hæðir kæmu verr út úr gengisfell- ingu en ekki, vegna þess að skuldir hækkuðu meira en tekjur ykjust. Hann sagði að nú væri unnið á vegum forsætisráðuneytisins að ít- arlegri úttekt á áhrifum gengisfell- ingar á afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja. Bráðabirgðalögin voru sam- þykkt með smávægilegum breyt- ingunt og verða nú send til neðri deildar þingsins. - ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.