Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 15. desember 1988 t t . . J w .. J . » * l . » . » , I rbvrvn^a i «r»r Jólakort - Jólakort! Höfum til söiu tvær gerðir af fallegum jólakortum. Einnig hálsbindi, blómavasa og glösin vinsælu með flokksmerkinu. Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24480 Jólaalmanak SUF 1988 Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp: 1. des. 1. nr. 1851 8. des. 15. nr. 1340 15. des. 29. nr. 808 2. nr. 4829 16. nr. 7485 30. nr. 6106 2. des. 3. nr. 7315 9. des. 17. nr. 6401 4. nr. 1899 18. nr. 5984 3. des. 5. nr. 6122 10. des. 19. nr. 6305 6. nr. 1500 20. nr. 1398 4. des. 7. nr. 2993 11. des. 21. nr. 4671 8. nr. 8376 22. nr. 5488 5. des. 9. nr. 1780 12. des. 23. nr. 714 10. nr. 3258 24. nr. 7300 6. des. 11. nr. 1984 13. des. 25. nr. 4456 12. nr. 8352 26. nr. 1016 7. des. 13. nr. 8240 14. des. 27. nr. 3260 14. nr. 7307 28. nr. 6725 Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík. SUF Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 24. desember. Vinsamlegast greiðið heimsenda miða. Framsóknarflokkurinn Hafnfirðingar - Jólaglögg Hið árlega og sívinsæla jólaglögg Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði, verður n.k. föstudagskvöld 16. des. kl. 20.30 í veitingahúsinu A. Hansen. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur les úr verkum sínum. Jólalögin sungin. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði j Islensk kvikmynd notuð við kennslu: Utlaginn fyrir dönsk skólabörn Frumvarp til nýrra laga um leigubíla fyrir Alþingi eftir áramót: Reglugerðar- ákvæði verða lagaákvæði „Samgönguráðherra ákvað af tvennu tilefni að láta endurskoða gildandi lög um leigubifreiðar: Ann- ars vegar eru gildandi lög talsvert gömul. Hins vegar upphófust deilur í sumar um réttmæti þess að leigu- bílstjórar sem náð höfðu 75 ára aldri misstu atvinnuleyfi sín“; sagði Ólaf- ur Steinar Valdimarsson ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu. Ólafur Steinar sagði að umboðs- maður Alþingis drægi í efa að leyf- ismissirinn stæðist gagnvart lögum en sérfr.æðingar sem ráðuneytið hefði leitað til teldu svo vera. Hann sagði að endurskoðun lag- anna hefði verið falin tveimur lög- fræðingum; Jóni Þorsteinssyni og Helga Jóhannessyni og væru þeir langt komnir með að semja drög að frumvarpi sem væntanlega yrði lagt fyrir Alþingi eftir áramót. Aðspurður um hver nýmæli væru í frumvarpinu sagði hann gildandi lög frá 1970 vera rammalög. Þau væru mjög stuttorð og því væri reglugerðin bæði löng og ítarleg en samkvæmt nýju lögunum yrði ýmis- legt af því, sem nú væri bundið í reglugerð, hluti nýju laganna. - sá Bústofni forðað íslenska kvikmyndin Útlaginn er nú notuð við kennslu í grunnskólum í Danmörku. Tildrög þess eru þau að á árinu 1987 gerði fyrirtækið Haust h.f. samning við danska kenn- arasambandið þar sem samið var um notkun Útlagans við kennslu, en í myndinni er Gísla saga Súrssonar færð í kvikmyndabúning. Á dönsku ber kvikmyndin heitið: „Den fred- löse“. Með samningnum fékk danska kennarasambandið jafnframt um- boð fyrir kvikmyndina á hinum Norðurlöndunum og ráðgert er að hún verði einnig útbúin sem kennslu- gagn fyrir norska, sænska og finnska nemendur. Útlaginn hefur verið gefinn út á myndböndum en dönsku skólaútgáf- unni fylgir vandað og ítarlegt hefti sem nemendur fá við sýningu mynd- arinnar. Þar er fjallað m.a. almennt um yfirfærslu bókmenntaverka á kvikmyndaform, Gísla sögu Súrs- sonar og það hvernig hinn ritaði texti birtist í myndinni, einnig er þar að finna viðtal við leikstjórann Ág- úst Guðmundsson auk þess grein eftir Erik Skyum-Nielsen þar sem hann fjallar um áhrif Islendingasag- anna á íslendinga nútímans. Anne Jerslev ritstýrði heftinu. Útlaginn var gerð 1982 og leik- stjóri er Ágúst Guðmundsson en framleiðendur eru Jón Hermanns- son og Indriði G. Þorsteinsson. SSH Kennsluhefti sem danskir nemendur munu lesa á komandi misserum. Þá hefur kvikmyndin Útlaginn verið sett í danskan búning. Kýrnar Perla, Þraut, Bleikja, Klauf, Kinna, Kola, Skripla, Skekta, Stjarna og Fleyta voru auglýstar á nauðungaruppboði en sleppa með skrekkinn því búið er að draga uppboðið til baka að sögn sýslu- mannsins í Barðastrandarsýslu. Þar sem þessar heiðurskýr voru allar auglýstar á uppboði undir eigin- nöfnum sínum var spurst fyrir um hvort hér væri um sérstakar dáind- iskýr af víðkunnu kostakyni að ræða. Sýslumaður sagðist ekki vita til þess. Ástæðan væri sú að svona hefðu verðmæti verið skrifuð upp af matsmönnum sem könnuðu verð- mæti í búi því sem verið var að gera kröfur í. Þar sem eigandi kúnna og lánar- drottinn hans hefðu samið um sín mál yrðu kýrnar eins og áður segir heima áfram, því uppboðinu hefði nú verið aflýst. -sá Sýslumenn funduðu Sýslumannafélag íslands hélt aðalfund sinn í nóvember s.l. í Reykjavík. Aðalmál fundarins voru: Framtíðarskipan embætta bæjarfógeta og sýslumanna. o.fl. Um fyrsta málið voru flutt fróðleg framsöguerindi og í fram- haldi af áhugaverðum umræðum gerði fundurinn svohljóðandi samþykkt: „Frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi og fengið hefur umfjöllun milliþinganefndar, sem skipuð var fulltrúum allra stjómmálaflokka, virðist njóta almenns stuðnings í höfuðdrátt- um. Sýslumannafélag íslands lýs- ir stuðningi sínum við höfuð- markmið þessa frumvarps, þ.e. aðskilnað dómsvalds og fram- kvæmdavalds. Félagið hefur í umsögnum sínum um frumvarpið bent á einfaldari og kostnaðar- minni leiðir til að ná þessu mark- miði og óskar eindregið eftir að fá að vera með í ráðum við útfærslu þeirra leiða eða við fram- haidsmótun málsins. Sýslu- mannafélagið leggur sérstaka áherslu á að samhliða frumvarpi um aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds í héraði verði lögð fram á þingi önnur frumvörp á sviði réttarfars og stjórnsýslu, sem tryggi þá þjónustu út um byggðir landsins, sem embætti sýslumanna og bæjarfógeta veita nú.“ 1 stjóm Sýslumannafélagsins til næsta aðalfundar voru kjörnir: Rúnar Guðjónsson. sýslumaður, formaður, Halldór Þ. Jónsson, bæjarfógeti og sýslumaður, Rík- harður Másson, sýslumaður, Elías I. Elíasson. bæjarfógeti og sýslumaður og Stefán Skarphéð- insson, sýslumaður, meðstjórn- endtir,_____________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.