Tíminn - 28.12.1988, Page 15

Tíminn - 28.12.1988, Page 15
Miðvikudagur 28. desember 1988 Tíminn 15 MINNING Sigurður Amundason Fæddur 12. mars 1924 Dáinn 5. nóvember 1988 Siguröur var fæddur í Dalkoti. í Kirkjuhvammshreppi, V.-Húna- vatnssýslu. Foreldrar Sigurðar voru Ásta Margrét Sigfúsdóttir og Ámundi Jónsson. Sigurður var 11. af 13 systkinum. I Dalkoti ólst hann upp til 10 ára aldurs, þá fluttist fjölskyldan að Hvammstanga. Erfitt var á uppvaxt- arárunum. mikil fátækt og erfið vinna. Er aldur leyfði keypti hann vörubíl og vann við vegavinnu, snjómokstur og sveitaflutninga. Sumarið 1950ferhann í vegavinnu suður í Mýrasýslu þar sem hann kynnist eftirlifandi konu sinni. Sjöfn Halldórsdóttur. Þau fóru að búa á Hvammstanga í febrúar 1951 og giftu sig 7. feb. 1953. Sigurður var með skepnur til drýginda fyrir heimilið. Það var mjög lítið um atvinnu á þessum árunt. Vorið 1959 fluttu þau suður í Mýrasýslu að Hrafnkelsstöðum í Hraunhrepp. Þau bjuggu þar í tvö ár, en þá fluttu þau að Þverholtum, þar sem þau byggðu allt upp. Sigurður átti dóttur með Sesselju Hannesdóttur 1944, Ástu Margréti. Ólst hún upp hjá föður sínum. Þau hjónin áttu saman níu börn: Halldór, Arilíus, Inga Lilja, Hrafn- hildur, Ámundi, Hilmar, Ásdís, Jóhanna og Ingibjörg. Eru þau öll gift. Sigurður var stórbóndi. Hann var með fjörutíu mjólkandi kýr, um fjögur hundruð fjár og mikið af hrossum. Hann var mikill ræktunarmaður og hrossaunnandi og það sést best á því að hann þurfti ekki nema að koma í fjós til að sjá hvaða kýr var arðbær og sama var um kindur. Hann keypti tvö folöld að Hind- isvík, hest og hryssu. Hesturinn var hinn landskunni Glóblesi 700 og eru mörg góð hross út af honum komin. Vorið 1981 fluttu þau hjónin í Borgarnes, vegna heilsu Sigurðar. Þegar Sigurður var um tvítugt var tekið úr honum annað nýrað og ágerðust veikindin ár frá ári og fylgdu margar og erfiðar sjúkrahús- legur. En hann átti góða konu og börnin stóðu með honum í veikind- unum. Ég kynntist Sigurði 1976 og auð- vitað var það í gegnum hross. Sig- urður hafði mjög gaman af hrossa- viðskiptum. Hann var fljótur að sjá ef hestur var með galla. Sigurður var stórbrotinn maður í mínum augum. Dugðu, látt’ei deigan síga, Drottinn vakir yfir þér. Láttu andann yfirstíga erfiðleika lífsins hér. Af Guði ertu allur gefinn. Gleði og sorg er einnig Hans. En aðeins þegar burt er efinn ertu vaxinn upp til manns. Gunnar Fjeldsted. Hann er dáinn, hann elsku tengda- pabbi. Hann sem alltaf var klettur- inn og alltaf svo traustur og gott að leita til, bæði í gleði og sorg. Hópurinn hans er stór, hann átti tíu börn og barnabörnin fylla næst- um þriðja tuginn. Það var oft glatt á hjalla þegar hópurinn var saman kominn hjá afa og ömmu. Elsku tengdamamma, Guð styrki þig °g styðji. Hin langa þraut er liðin. nú loksins hlaustu friðinn. og allt er orðið rótt. nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin. hvað gctur grætt oss þá? Oss þykir sárt að skilja, cn það cr Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá. Guðrún. BÆKUR Tvö bindi af Iðnsögu Út eru komin tvö bindi í ritröðinni Safn til iðnsögu íslendinga. Eru þetta bækurnar Ull verðurgull, saga ullariðnaðar á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld, og Brotin drif og bílamenn, fyrri hluti af sögu bifreið- aviðgerða og Félags bifvélavirkja á þessari öld. Höfundur fyrri bóka- rinnar er Magnús Guðmundsson sagnfræðingur, en Ásgeir Sigurgests- son sálfræðingur hefur ritað hina. í bókinni Ull verður gull er greint frá þróun ullariðnaðar á vélaöld, sagt frá brautryðjendum sem stofn- uðu tóvélaverkstæði í lok síðustu aldar og saga ullariðnaðar síðan rakin allt til bess er ullarverksmiðjan Gefjun og Álafoss voru sameinuð á síðasta ári. Þá er einnig í bindinu kafli um orðtök runnin frá tóvinnu eftir Halldór Halldórsson. í bókinni Brotin drif og bílamenn er greint frá upphafi bílaaldar og bílaviðgerða hér á landi. Sagan er þar rakin fram á fjórða áratuginn, er hér á landi hafði myndast hópur bifvélavirkja sem hafði góð tök á verkefnum sínum. Einnigerþarsagt frá stofnun og fyrstu árum Félags bifvélavirkja. í síðara bindi er svo ætlunin að rekja sögu Félags bifvéla- virkja og bílaviðgerða síðustu ára- tugi um land allt. Ritstjóri Safns til iðnsögu íslcnd- inga er Jón Böðvarsson. Þetta eru annað og þriðja bindi verksins. Fyrsta bindi, Eldur í afli eftir Sumar- liða R. ísleifsson sagnfræðing. kom út í fyrra og fjallaði um málmiðnað á íslandi á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. LESENDUR SKRIFA llllllllllllllllillllllB Um ábyrgð og ábyrgðarleysi Garra þykir það ekki réttlátt að hreppsnefndarmenn séu gerðir ábyrgir fyrir skuldum sveitarsjóðs og látnir borga ef allt um þrýtur. Sjálfsagt erum viðsammála um þetta að vissu marki. Samt geri ég athuga- semd. Ekki veit ég hverja reynslu Garri hefur í félagsmálum eða hvar hann hefur setið í félagsstjórnum. Hitt veit ég að ýmis konar félög hafa staðið í framkvæmdum sem kostuðu peninga. Sum slík félög hafa ekki átt neinar eignir til að veðsetja fyrir bankaláni. Þá hefur sú leið oft verið farin að stjórnendur félags hafa tekið að sér að ábyrgjast greiðslu lánsfjárins. Og vitanlega lána pen- ingastofnanir út á þá ábyrgð. Þeir sem ábyrgjast hafa tekið á sig pers- ónulega ábyrgð. Sú ábyrgð réði úrslitum um það að lánið fékkst og hægt var að gera það sem hugur stóð til. Þeir eru áreiðanlega nokkuð margir sem einhvern tíma hafa geng- ið í persónulega ábyrgð fyrir félag sitt og þannig stuðlað að því að félagsleg áhugamál kæmust í framkvæmd. Hér þarf ekki að hafa uppi neitt rugl um ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Best fer á því að viö gerum okkur grein fyrir því hvenær menn eru að skuldbinda félag sitt með undirskrift sinni og hvenær þeir skuldbinda sjálfa sig. Hvort tveggja er til. H.Kr. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Starf aðstoðarmanns á Röntgendeild er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir yfirröntgentæknir. Umsóknir sendist skrifstofustjóra FSA fyrir 6. janúar 1989. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Sími 22100. Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á 80 ára afmælinu. Sérstakar þakkir til gamalla nemenda minna. Valgerður Sigríður Ólafsdóttir Eystri-Sólheimum t Móðir okkar Sigríður Jónsdóttir Kvíum, Þverárhlið andaðist á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 24. desember. Eggert Ólafsson Ragnar Ólafsson Þorgeir Ólafsson tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn t Útför sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Jörundar Þórðarsonar frá Ingjaldshóli fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á öldrunardeild Landspítalans. Guðný Magnúsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Theódóra Sigurðardóttir Holtsgötu 41 lést á Landakotsspítala þann 25. desember. SteinþórSteingrímsson Svala Wigelund SigurðurÖrnSteingrímsson Guðrún Blöndal SigrúnSteingrímsdóttir Bjarni Magnússon Hreinn Steingrímsson Steingrímur Steinþórsson t Eiginmaður minn Emil Ásgeirsson bóndi Gröf, Hrunamannahreppi er látinn. Eyrún Guðjónsdóttir. t Eiginmaöur minn og faðir okkar Lýður Guðmundsson fyrrv. bóndi og hreppstjóri Litlu-Sandvík, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi 23. desember, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.30. Aldís Pálsdóttir SigríðurLýðsdóttir PállLýðsson \ Ragnhildur Lýðsdóttir Guðmundur Lýðsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.