Tíminn - 30.12.1988, Síða 6

Tíminn - 30.12.1988, Síða 6
6 Tíminn Föstudagur 30. desember 1988 Nokkrir íslendingar rifja upp minnisstæða atburði ársins sem er að líða: A áramótum líta menn gjarnan um öxl og rifja upp það markverðasta á liðnu ári. Þau áramót sem nú ganga í garð eru þar engin undantekning og því brugðu blaðamaður og Ijósmynd- ari Tímans sér bæjarleið í gær, tóku fólk tali og inntu það eftir því hvers það minntist helst. Var þá jafnt leitað eftir því sem fólki var minnisstæðast úr eigin lífí sem og á opinberum vettvangi. Eins og fram kemur hér á síðunni voru áherslurnar misjafnar en flestum bar saman um að mannskaða þá sem yfír dundu bæri hæst. Björn Hróarsson fréttamaður: Ég eignaðist son Mér er það minnisstæðast úr eigin lífi að ég eignaðist son og þar á eftir kemur að ég keypti mér langþráðan jeppa. Ég ferðaðist líka heil ósköp, heimsótti hvorki meira né minna en níu þjóðlönd. Meðal annars skoðaði ég píramíðana í Egyptalandi og fann sjö nýja hraunhella svo eitthvað sé nefnt. Af opinberum vettvangi má kannski helst nefna það að Stjörnu- fréttir hafa á árinu markað sér bás sem einhver virtasta fréttastofa á íslandi. Annars má nefna ýmis smáatriði svo sem eins og stjórnarslit og annað slíkt. Það er einnig athyglisvert hversu mjög náttúran hefur minnt á sig á árinu mcð jarðskjálftum, elds- umbrotum og öðru slíku. Alda Jónsdóttir öryggisvörður: Ferðaðist víða Úr eigin lífi er mér efst í liuga að ég fór í svokallaða „Inter-rail“ ferð ásamt kærastanum mínum. Við þvældumst mjög víða og ferðin var heilt ævintýri. Við ferðuðumst um alla Evrópu, þvera og endilanga, alla leið niður til Tyrklands, það var mjög athygl- isvert. Annars minnist ég helst allra hörmunganna sem dunið hafa yfir heimsbyggðina að undanförnu og á ég þar við t.d. jarðskjálftana í Arm- eníu, slysið á flugsýningunni í Þýska- landi fyrr á árinu og síðast en ckki síst slysið í Skotlandi nú um daginn. Það sem mér finnst þó hörmulegast í því sambandi er það að búið skuli hafa verið að vara yfirvöld við, án þessað þaugerðu nokkuð í málinu. Sigrún Eyfjörð fyrirsæta: Eigin velgengni Efst í mínum hug er nú eigin- lega góða veðrið sem ég hef verið aðnjótandi á þessu ári. Því er svo ekkert að neita að velgengni mín í starfi er mér ofarlega í huga. Þetta ár hefur verið mér persónu- lega mjög hagstætt. Ég hef verið að starfa erlendis við fyrirsætustörf og gengið sér- lega vel. Ég fer aftur út eftir áramót og vonast til að mér gangi jafnvel á komandi ári. Hvað varðar fréttir er baslið í stjórnmálunum mjög ofarlega á baugi, við verðum bara að vona að allt gangi okkur í haginn á nýja árinu. Það er óhætt að segja að betur hefði mátt ganga hjá þjóðinni í heikl. Ég tel hinsvegar ekki á- stæðu til svartsýni og horfi mjög björtum augum á framtíðina. Bjöm Sigurðsson afgreiðslumaður: Sigur á Rúmenum Ég minnist forsetakosninganna jafnt hér heima, sem og úti í Banda- ríkjunum. Sigur FH á Rúmenum er mér líka mjög ofarlega í huga. Það þótti mér verulega sætur sigur. Það var hinsvegar hroðalegt hversu ömurlega íslendingum gekk á Ólympíuleikunum í sumar, eftir allar þessar væntingar. Ég minnist þess einnig þegar Ben Johnson missti gullið eftir að hafa rassskellt sinn helsta keppinaut. Eg verð að viðurkenna að ég sárvork- enndi strákgreyinu. Hvað snertir mig sjálfan þá bar það eina helst til tíðinda að ég útskrifaðist stúdent frá Flensborgar- skóla. Útskriftinni fylgdi venju sam- kvæmt mikil gleði og ég, ásamt samstúdentum mínum fór í heljar- mikið ferðalag til Portúgal. Helgi Gústafsson leigubílstjóri: Saltið á götunum Allir þeir mannskaðar sem dunið hafa yfir eru mest áberandi á árinu. Héðan að heiman er þess helst að minnast hvað félögum mínum í Val hefur gengið vel á árinu. Þar á ég bæði við kriattspyrnu og handbolta. Starfs mín vegna minnist ég einna helst þess gífurlega magns af salti sem ausið er á göturnar þegar hálka myndast. Þetta er ekki gert til að hindra að slys eigi sér stað. heldur einfaldlega til að spara dekkjakaup hjá strætó. Leiðirnar sem SVR aka eru saltaðar en aðrar ekki. Svo þegar menn beygja af „saltbraut" yfir á „óbreytta" þá enda þeir kannski á staur eins og gerðist fyrir fáeinuni dögum. Stjórnmálin finnst mér nú vera hreinn og klár skrípaleikur og vil sem minnst um þau tala. -áma Tímamyndir: Pjelur Siguröur Thorarensen fjármálastjóri: Skipti um starf Úr eigin lífi er mér það minnis- stæðast að ég skipti um starf. Ég hætti rekstri eigin fyrirtækis, sem ég hafði rekið og starfað við undanfarin 8 ár. Ég tókst á við það í fyrsta skipti að starfa hjá öðrum, tók áð mér fjármálastjórn Stjörnunnar. Hvað fréttir á árinu varðar man ég best eftir hræringunum í stjórnmál- unum, að stjórnin skyldi fara frá með þeim hætti sem raun bar vitni og hvernig sú nýja varð til. Erlendis frá minnist ég helst hörm- unganna undanfarna daga, jarð- skjálftanna í Armeníu og flugslyss- ins í Skotlandi. Einnig hve mjög Gorbachev hefur komið á óvart. Hversu mikið hann hefur hrært upp í samskiptunum milli austurs og vesturs. Nína Jónsdóttir afgreiðslustúlka: Fjöldi utanferða Emmitt núna eru lætin hér í Kringlunni fyrir jólin mér minnis- stæðust. Hér var mikið að gera og er það vel. Af fréttum og opinberum málefn- um stendur jarðskjálftinn í Armeníu nú um daginn, að mínu mati hæst. Ég minnist einnig sviptinganna í stjórnmálunum hér heima. Ein stjórn fór frá með eftirminnilegum hætti og önnur tók við. Ég ferðaðist mikið í ár. Á nokkrar utanlandsferðir að baki. Allt í allt eru þær þrjár og á næstu dögum legg ég upp í enn eina ferðina. Flestar mínar ferðir eru reyndar í styttra lagi en sú sem er framundan mun taka þrjár vikur. Slíka ferð reyni ég að fara einu sinni á ári. Sigurður Sigurðsson verslunareigandi: Mitt fyrsta barn Ég eignaðist litla dóttur á árinu. Það er í mínum huga tvímælalaust stærsti atburður þessa árs. Hún fæddist fyrsta febrúar og er því tæplega ársgömul. Það að eignast barn er það almesta ævintýri sem ég hef upplifað. Þetta er mitt fyrsta barn og má með sanni segja að fæðing hennar sé fyrir mér mál málanna á árinu sem er að líða. Af fréttum minnist ég kannski einna helst þess sem hvað nýlegast gerðist, svo sem eins og flugslysið í Skotlandi á dögunum. Annars er það nú einu sinni svo að ég hef mörgu að sinna og því miður gefst sjaldnast tími til að fylgjast með fréttum og því sem er að gerast. Eggert Garðarsson nemi: Ben missti gull ------------- Ég minnist helst þeirrar stundar á Ólympíuleikunum þegar þeir Ben Johnson og Carl Lewis kepptu í hlaupi. Einnig þess þegar Johnson missti gullið sitt degi eftir að hann’ fékk það. Hér heima finnst mér hæst bera að Einar Vilhjálmsson skyldi val- inn íþróttamaður ársins. Það fannst mér mjög gott mál. Einnig það að Albert skuli hafa ákveðið að fara til Frakklands. Flugslysið í Skotlandi setur líka sinn svip á árið sem og jarðskjál- ftarnir í Armeníu. Hjá mér sjálfum gerðist það helst að ég kláraði fyrstu önnina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og mun stunda nám þar áfram á komandi ári.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.