Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 3. janúar 1989 FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOLTI Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla Fjöl- brautaskólans í Breiöholti fer fram dagana 4. og 5. janúar kl. 15.00-19.00 og 7. janúar kl. 10.00- 14.00. Almennur kennarafundur verður 5. janúar kl. 9.00-11.00. Námskynning fyrir nýnema dagskólans veröur 6. janúar kl. 10.00-15.00. Stundatöflur dagskólanemenda verða afhentar 6. janúar, nýnemar kl. 9.00-10.00 en eldri nemendur kl. 10.00-12.30. Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla mánudag- inn 9. janúar 1989 skv. stundaskrá. Skólameistari ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR Deiliskipulag Auglýst er deiliskipulag sjúkrahússreits á ísafirði, en er þar m.a. gert ráð fyrir kirkjubyggingu í samræmi við grein 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Skipulagstillagan liggur frammi á 1. hæð í stjórn- sýsluhúsinu frá og með 3. janúar 1989 til 31. janúar s.á. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast bæjarstjóra fyrir 1. febrúar 1989. Bæjarstjórinn á ísafirði Bændur 35 ára gamall maður óskar eftir vinnu. Hef nokkra reynslu af sveitastörfum. Laun skv. taxta Búnaðar- félagsins. Uppl. í síma 91-10837 eða91-651503. Jólaalmanak SUF 1988 Eftirtalin vinningsnúmer hafa komiö upp: 1. des. 1. nr. 1851 2. nr. 4829 2. des. 3. nr. 7315 4. nr. 1899 3. des. 5. nr. 6122 6. nr. 1500 4. des. 7. nr. 2993 8. nr. 8376 5. des. 9. nr. 1780 10. nr. 3258 6. des. 11. nr. 1984 12. nr. 8352 7. des. 13. nr. 8240 14. nr. 7307 8. des. 15. nr. 1340 16. nr. 7485 9. des. 10. des. 11. des. 12. des. 13. des. 14. des. 15. des. 16. des. 17. nr. 6401 18. nr. 5984 19. nr. 6305 20. nr. 1398 21. nr. 4671 22. nr. 5488 23. nr. 714 24. nr. 7300 25. nr. 4456 26. nr. 1016 27. nr. 3260 28. nr. 6725 29. nr. 808 30. nr. 6106 31. nr. 3764 32. nr. 7229 17. des. 33. nr. 784 34. nr. 1932 18. des. 35. nr. 4457 36. nr. 2933 19. des. 37. nr. 7299 38. nr. 5351 20. des. 39. nr. 1068 40. nr. 5818 21. des. 41. nr. 1733 42. nr. 174 22. des. 43. nr. 154 44. nr. 6533 23. des. 45. nr. 6501 46. nr. 1242 24. des. 47. nr. 3588 48. nr. 474 Velunnarar! Látiö ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík. SUF Jolahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið í jólahappdrætti Framsóknarflokksins. Númerin eru í innsigli hjá borgarfógeta til 13. janúar 1989. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Gleðilega jólahátíð. Framsóknarflokkurinn. Hugmyndir um tvöfalt skattþrep í frekari athugun: Tekjuskatturog af sláttur hækka Hlutfall tekjuskatts einstaklinga hækkaði talsvert í meðför- um Alþingis í síðasta mánuði. Endanlegt hlutfall fyrir árið 1989 verður 30,8% tekjuskattur og meðaltal útsvarsálagning- ar verður 6,94%. Samtals verður því skatthlutfallið 37,74%, en var 1988 35,2%. Áður en frumvarpið um tekju- og eignaskatt kom fram á þingi hafði fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grfmsson, lýst því yfir að hann hefði hug á að koma á tveimur tekjuskatts- þrepum. Slíkt fyrirkomulag er þekkt meðal þjóða sem búa við þróað staðgreiðslukerfi, en horfið var frá því í fjármálaráðuneytinu vegna þess að of skammur tími var til að útfæra tæknilega hlið tveggja þrepa. Það verður þó áfram til athugunar, samkvæmt því sem kom fram í viðtali við Lárus Ögmundsson, deildarstjóra, sem er einn þeirra sem undirbjuggu frumvarpsgerðina í ráðuneytinu. Þetta hlutfall reiknast þó ekki nema af tekjuskattsstofni og kemur hækkaður persónuafsláttur til frá- dráttar heildartekjum sem fyrr. í upphaflegu frumvarpsgerðinni var gert ráð fyrir því að persónuafslátt- urinn yrði 212.100 krónur á ári, en hann hækkaði að endingu í 214.104 krónur á ári, m.a. vegna áhrifa vísitölubreytinga. Mánaðarlegur afsláttur verður því 17.842 krónur fyrir hvern einstakling, eða nokkru hærri en ráð var fyrir gert. Útsvar einstaklinga er breytilegt eftir sveitarfélögum og er hæst um 7,5%. Vegið meðaltal af álagning- arhlutfalli útsvars allra sveitarfélaga var talið verða um 6,7% en endan- legur útreikningur gaf meðaltalið 6,94% útsvarshlutfall. Skatthlutfall- ið af tekjuskattsstofni var 28,5% í ár og átti að verða 30,5% samkvæmt fyrsta frumvarpinu. Endanlegt hlut- fall varð þó 30,8% eins og að framan segir. Heildarhlutfall sem dregið verður af uppgefnum tekjum ein- staklinga árið 1989 verður því 37,74%. Það hækkar því um 2,54 prósentustig miðað við hlutfallið í ár, sem var 35,2%. Hvað varð um tvö skattþrep? En Lárus Ögmundsson, í fjár- málaráðuneytinu, var að því spurður hvað orðið hafi um hugmyndina að tveimur skattþrepum tekjuskatts einstaklinga. „Ýmis tæknileg vand- amál leyfa það ekki og menn féllust á þær röksemdir að ekki er hægt að búa til nýtt skattkerfi á hálfum mánuði," sagði Lárus. „Það er ekki útilokað að koma á tveimur skatt- þrepum, en við erum bara að tala um allt annað skattkerfi. Það verður ekki komið við skattþrepum innan ársins sem skattlagt er. Þetta krefst þess að fyrir liggi allar upplýsingar Menn ársins 1988 í viðskiptalífinu kjörnir af Stöð 2 og Frjálsri verslun: Aðaleigendur Brimborgar hf. Menn ársins 1988 í við- skiptalífinu, eru þeir Sig- tryggur Helgason og Jóhann Jóhannsson, aðaleigendur og stjórnendur Brimborgar hf., að mati Stöðvar 2 og Frjálsr- ar verslunar. Að sögn hefur bifreiðaumboðið farið hóflega í fjárfestingar, og rekst- urinn gengið vel undanfarin ár. í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er viðtal við þá félaga. Þar segir m.a., að rekstrarleg hagkvæmni sameiningar tveggja fyrirtækja í sömu atvinnugrein, felist einkum í betri nýtingu á starfsfólki og fjár- munum, og minni kostnað við yfir- stjórn fyrir utan margháttað annað hagræði. Áður en sameiningin varð, voru 120 manns í störfum hjá Velti og Brimborg. Nú starfa 64 manneskjur hjá Brimborg og hefur þó í engu verið dregið úr þjónustu eða starf- semi á neinu sviði, nema síður sé. Jóhann og Sigtryggur eru báðir um fimmtugt, og er Jóhann ættaður úr Þingeyjarsýslu og er bifvélavirki, og Sigtryggur úr Vestmannaeyjum, um tekjur einstaklinga, hvaðan sem þær koma. Úrlausnir á slíkum verk- efnum krefjast þess að við höfum annað kerfi en það kortakerfi sem við höfum notast við í ár. Ef leggja á ólíkt skatthlutfall á einstaklinga, verður að liggja fyrir við staðgreiðsl- una, hverjar heildartekjurnar eru.“ Tæknilega flókið Ein af hugsanlegum lausnum á þessu vandamáli er talin vera sú að reikna upp tekjurnar til eins árs, brjóta þær niður í mánaðareiningar og reikna út skatta í tveimur þrepum út frá þeirri niðurstöðu. Slíkar lausn- ir eru þekktar í þeim löndum sem búa við þróuð staðgreiðslukerfi. Árangur af slíkum útreikningum á skattheimtu er misjafn og aðferðirn- ar eru einnig misjafnar eftir löndum. En telur Lárus að eðlilegt fram- hald af staðgreiðslukerfinu eins og það er núna, sé að komið verði á tveimur skattþrepum? „Það er ekki ómögulegt að koma slíku kerfi á. En það er ómögulegt að tala um svona kerfi með nokkra vikna fyrirvara. Menn hafa verið að tala um að þrepaður skattur sé æskilegur. Fram að því töluðu menn um það í tuttugu ár að afnema þyrfti skattinn af launatekjum. Svo er ekki fyrr búið að einfalda það kerfi, en þeir eru farnir að tala um tvö skattþrep. Það er eins og þessi skattaumræða fari í hring á tuttugu til tuttugu og fimm árum,“ sagði Lárus. KB MENN ÁRSINS 1988 í VIÐSKIPTALÍFINU Á ÍStANDI ftják ivnJuti oy> Stöð 2 txifa vulid IÖHANN IÓHANNSSON OG SIGTRYGG HELGASON lf mwu íhtK t'JfÍH i t >Uy*,j;i;i>uf ú hJtukii I snut lá'mimiíktiti u! ^niuítrAw uifáf unotffri llátfii limnirrjpjrlf. <«; ^muvwt^ii tn?afi< x-fií ti ,ui>ui /'SK-t 11-et txt&nctmiiu ‘H fi.tiiTu*i w' ibn* ttntoiitr w&xkxK l. og er hann viðskiptafræðingur. Þeir hófu samstarf fyrir 25 árum og störfuðu þá hjá Þ. Jónssyni & Co. Ári síðar stofnaði Jóhann bifreiða- verkstæðið Ventil, ásamt Óskari Engilbertssyni. Sigtryggur sá þá um bókhald fyrirtækisins. Árið 1969 stofnsetti Jóhann Toyota varahluta- umboðið ásamt öðrum, og varð hann hluthafi í fyrirtækinu 2 árum síðar. Um haustið 1976 héldu þeir Jó- hann og Sigtryggur til Japans og fengu Daihatsu umboðið, og frá því hefur samstarfið gengið með ágætum og byggst á gagnkvæmu trausti. Þeir félagar eru spurðir hver skýringin sé á, að sameiningin hafi tekist svo vel. Þeir svara því til að fyrst og fremst sé þetta úrvalsstarfsmönnum að þakka; þeir hafi allir sem einn, verið tilbúnir til að gera allt sem þurfti. „Við höfum verið einstaklega lán- samir með starfsmenn og margir þeirra hafa unnið hjá okkur frá stofnun fyrirtækisins." Aðspurðir um góðan árangur í stjórnunarstefnu, segja þeir m.a.: „Fyrst og fremst er þetta vinna. Að mæta á morgnana og vera til taks allan starfsdaginn og hafa þannig fulla yfirsýn yfir daglegan rekstur." Vinstra megin er Jóhann Jóhannsson og til hægri; Sigtryggur Helgason, en þeir eru aðaleigendur Brimborgar hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.