Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 3. janúar 1989 lllllllllllllll ÚTLÓND . ..I.. ... .. ... ... . .jli:,. ....■':iil!ll!... '^ílíir. ..... ............ Áramótagleðin snýst upp í martröð í Brasilíu: Hundrað broddborg- arar drukkna Áramótagleðin snerist upp í martröð hjá velstæðum farþegum skemmtiferðabáts í Rio de Janeiro á gamlárskvöld. Báturinn sökk rétt utan við Copacabanaströndina í Rio og drukknuðu nær hundrað manns. Aðeins tuttugu farþegar náðu að bjarga sér í land. Flestir farþeganna voru brasilískir, en Portúgalar, Norð- menn og Danir voru einnig um borð. FRÉTTAYFIRLIT BEIRÚT - Andstaeöar fylk- ingar Shlta héldu áfram með djöfulganginn í Beirút þriðja daginn í röð þrátt fyrir að Sýrlendingar geri allt sem þeir geta til að stilla til frioar. Sprengjur, eldflaugar og hand- sprengjur eru ráðandi í suður- hverfunum og sjúkrabílar kom- ast ekki að bardagasvæðun- um. Ekki er vitaö hve mikið mannfall varð í gær. Það er mjög vinsælt að fara í bátsferðir út fyrir stönd Rio á gaml- árskvöld til að fá betra útsýni yfir borgina þar sem flugeldar í milljóna- tali lýsa upp himininn þegar borgar- búar fagna nýju ári. Skemmtibátur- inn „Café com Leite“ var einmitt í slíkri för þegar há alda reið yfir hann og færði í kaf á svipstundu. - Við sigldum inn í háa öldu og báturinn fór á hliðina. Það var hræðilegt. Fullorðnir menn börðust eins og dýr. Við reyndum að bjarga konum og börnum, en fullvaxta menn hrintu börnunum í burtu. Þetta var lýsing Norðmannsins Toby Sanne sem bjargað var af fiskibát sem kom á slysstað. Að sögn þeirra er lífs komust úr þessari feigðarför var báturinn greinilega ofhlaðinn í þessari ferð þó eigendur vísi því á bug. - Það var greinilegt að báturinn var ofhlaðinn og þegar við héldum frá landi lá hann djúpt í sjónum, sagði Vestur-Þjóðverjinn Hans Leutner. Hann lýsti slysinu svo: - Báturinn hallaði á annað borðið og réttist ekki aftur. Á hálfri mínútu í Rio var hann sokkinn. • Lögreglan hafði stöðvað bátinn er hann átti að leggja frá bryggju þar sem talið var að hann væri ofhlaðinn. Þrátt fyrir það hélt báturinn í hina örlagaríku ferð. Tengdasonur skip- stjórans sagði að faðir hans hefði vel gert sér grein fyrir hættunni því hann hafi hringt heim rétt fyrir slysið og sagt: - Það er engin leið að halda út. Gróðavonin hefur þó haft yfir- höndina enda hafði hver farþegi greitt 150 dollara fyrir ferðalagið. Meðal þeirra er fórust voru margir úr hópi broddborgara Brasilíu. PARÍS - Frönsk útvarpsstöð skýrði frá því að 17 manns hafi fundist á lífi í rústum kornverk- smiðju í armenska bænum Spitak á laugardag 24 dögum eftir að jarðskjálftar lögðu bæ- inn í rúst. Útvarpsstöðin vitnaði í franska hjúkrunarkonu sem er við björgunarstörf, en konan sagði að fólkið hafi verið tiltölu- lega vel á sig komið. Það hafi lifað á korni og bráðnuðum snjó. I Jerevan gátu stjórnvöld ekki staðfest fréttirnar. Sovésk yfirvöld hyggjast endurbyggja 111 þorp og borgir er eyðilögð- ust í jarðskjálftanum. STOKKHÓLMUR - Þrjár sprengjuhótanir urðu til þess að flug SAS fór úr skorðum um heim allan á meðan öryggis- gæsla gekk úr skugga um að allt væri með felldu. VARSJÁ - Eitt hundrað menntamenn og stjórnarand- stæðingar hafa farið fram á að frjálsar kosningar verði haldnar í Póllandi í október, en þá er gert ráð fyrir að þingkosningar verði haldnar. BONN - Stjórnvöld í Bonn skýrðu frá því að þau hefðu engar sannanir fyrir ásökunum Bandaríkjamanna um að vest- urþýsk fyrirtæki taki þátt í byggingu efnaverksmiðju í Lí- býu. Bandaríkjamenn seaja að verksmiðjunni sé ætlað að framleiða efnavopn, en Líbýu- menn segja að um lyfjaverk- smiðju sé að ræða. Skæruliðar í Eritreu ætla að halda áfram að berjast þrátt fyrir sáttahljóð í Eþíópíustjórn: Hafna sj álfsstjórnar- hugmyndum Mengistus Skæruliðar í Eritreu höfnuðu til- boði Mengistu Haile Mariem forseta Eþíópíu um að Eritreu yrði skipt í tvö sjálfsstjórnarhéruð og þannig yrði bundinn endi á 28 ára borgara- styrjöld í landinu. Þjóðfrelsishreyfing Eritreu lýsti því yfir í útvarpi að hugmynd Men- gistu um að skipta Eritreu í tvennt og skilja þannig að kristna og mús- líma væri úr sér gengin. Samkvæmt hugmynd Mengistu átti að skipta Eritreu þannig að eitt sjálfsstjórnarhérað yrði í láglendinu þar sem múslímar eru alls ráðandi og annað í fjallasvæðum þar sem kristnir eru í miklum meirihluta. Ríkisstjórn Eþíópíu kynnti hug- myndir sínar á fimmtudag og sagði að með því að skipta Eritreu í tvennt væri gengið að kröfum Frelsisfylk- ingar Eritreu sem eitt sinn var sterk- asta andstöðuaflið í héraðinu, en koðnaði niður sem skæruliðasamtök fyrir áratug eða svo. Þjóðfrelsishreyfing Eritreu hefur mestallan norður- og vesturhluta Eritreu algerlega á valdi sínu og hefur sótt mjög fram gegn stjórnar- her Eþíópíu á síðustu mánuðum. Hreyfingin hefur farið fram á friðar- viðræður undir stjórn alþjóðlegra samtaka svo semja megi um vopna- hlé í hinu langvinna stríði. Gera samtökin ráð fyrir að í þeim viðræð- um yrði skorið úr um það hvort Eritrea eigi að verða sjálfstætt ríki eða sjálfsstjórnarhérað í ríkjasam- bandi við aðra hluta Eþíópíu. Eritrea var einmitt í ríkjasam- bandi við Eþíópíu árið 1952 í sam- ræmi við samninga er gerðir voru undir handleiðslu Sameinuðu þjóð- anna. Eþíópía innlimaði síðan hér- aðið árið 1962 og hefur borgarastyrj- öld ríkt þar síðan. Auk hernaðarins í Eritreu hefur stjórnarhcrinn í Eþíópíu átt í höggi við skæruliða í nágrannahéraðinu Tíger og farið frekar halloka á undanförnum mánuðum. Þar féllu um 2000 manns í bardögum er stjórnarherinn freistaði þess að ná bænum Inda Selassie á föstudaginn. Skæruliðar hafa haft bæinn á valdi sínu frá því í júlímánuði. Herinn gerði einnig áhlaup á bæinn í sept- ember og október en varð frá að hverfa eftir harða bardaga og mikið mannfall. Skæruliðar í Eritrcu sem barist hafa gegn stjórnarher Eþíópíu ■ 28 ár höfnuðu tilboði Mengistu forseta um að Eritrcu yrði skipt upp í tvö sjálfsstjórnarhéruð svo binda megi cnda á borgarastyrjöldina. Handtökur og brottvísanir ísraelar voru iðnir við kolann upp úr áramótunum. Á nýjársdag vísuðu ísraelsk yfirvöld þrettán Palestínumönnum úr landi vegna meintrar aðildar þeirra að uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæð- unum á Vesturbakkanum og í Gaza. Palestínumennirnir þrettán voru teknir um borð í herþyrlu, þeim flogið að Zumriya varðstöðinni á landamærum ísraels og Líbanons. Þaðan var þeim ekið í átt til stöðva Sýrlendinga í Bekaa dalnum í Líb- anon. Talsmaður ísraelska hersins sagði að tveir Palestínumenn aðrir hafi yfirgefið ísrael af fúsum og frjálsum vilja þar sem ísraelsk yfirvöld höfðu lofað þeim að þeir fengju að koma aftur til ísraels eftir fimm ár ef þeir létu af afskipt- um af uppreisninni. Á sunnudaginn voru 24 ár liðin frá því Fatha samtökin, stærstu samtök innan PLO, hófu aðgerðir gegn ísraelum. En ísraelar létu ekki hér við sitja. Níu Palestínumenn voru handteknir sakaðir um að hafa grýtt eldsprengjum að stöðvum Israela á hernumdu svæðunum. Heimili tveggja hinna föngnu Pal- estínumanna voru jöfnuð við jörðu í fyrrinótt. Talsmaður Israelshers sagði að mennimir níu væru meðlimir í íslömsku andspyrnuhreyfingunni Hams, sem keppst hefur við leið- toga PLO um forystuna í uppreisn- inni á hernumdu svæðunum. 57 drukkna í Guatemala Að minnsta kosti 57 manns drukknuðu er farþegaferja sökk við Atlantshafsströnd Guatemala í gær. Herskip hafði tekið ferjuna í tog eftir vélarbilun er hún sökk skyndilega á Amatiqueflóa 180 mílur norðvestur af Guatemala- borg. Farþegar voru 120 talsins og voru þeir á leið frá Livingstone til Puerto Barrios. Nánari fréttir höfðu ekki borist í gærkveldi er Tíminn fór í prentun. Hengja skal Kehar Singh Ramaswamy Venkataraman for- seti Indlands hafnaði í gær beiðni um að sýkna Kehar Singh sem taka á af lífi fyrir morðið á Indiru Gandhi árið 1984. Aftökunni hafði verið frestað á meðan forsetinn íhugaði málið. Kehar Singh var dæmdur til dauða ásamt Satwan Singh sem skaut Indiru eigin hendi. Kehar var hins vegar dæmdur til dauða vegna sam- særis, en hann drap ekki Indiru. Kehar er frændi Beant Singh sem var ásamt Satwan Singh lífvörður Indiru og myrti hana, en Beant framdi sjálfsmorð nokkrum sekúnd- um eftir að hafa grandað yfirmanni sínum. Venkataraman hafði neitað að sýkna Kehar, en hæstiréttur Ind- lands úrskurðaði að forsetinn ætti að skoða hug sinn á nýjan leik. Það hefur hann nú gert, en ekki skipt um skoðun. Ekki hefur verið ákveðið hvenær aftakan fer fram, en þeir félagarnir verða hengdir. Kína: Lest sendir brúði á vit forfeðranna Brúður og þrjátíu ættingjar henn- ar hurfu á vit feðra sinna í norðaust- urhluta Kína í sunnudag þegar járn- brautarlest var ekið á fullri ferð á langferðabíl sem var á leið til brúð- kaupsveislu í Heilongjiang héraði. Það var fréttastofan Nýja Kína er skýrði frá þessu í gær. í frétt Nýja Kína var ekki getið um það hvort einhver hafi komist af úr langferðabílnum. Svipað slys varð í Shenyanghéraði í norðausturhluta Kína á Þorláks- messu. Þá létust fjörutíu og þrír farþegar í langferðabifreið. Þeir voru ekki á leið til brúðkaupsveislu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.