Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 3. janúar 1989 Tíminn 13 ÚTLÖND lllillllllllllllllllll , llllllllill Áramótagleöin tvíbent víða um heim: Nýársfagnaðurinn kostaði mannslíf Áramótagleðin í Manila tók sinn toll þetta árið. Ellefu menn létu lífið og rúmlega tvöþúsund slösuðust illa í flugeldasprengingum, hnífa- bardögum og skammbyssu- skothríð er nýja árið gekk í garð. Það er hefð á Filippseyjum að fagna nýju ári með öflugri flugelda- skothríð og sprengingum sem eru það kröftugar að íslenskt gamlárs- kvöld er barnaleikur miðað við lætin þar. Fjórtánþúsund manns misstu heimili sín í eldsvoðum sem urðu vegna eldflaugasýninganna. En þrátt fyrir mannfall þóttu þessi áramót með allra friðsamlegasta móti. En Hollendingum þótti ekki frið- samlegt hjá sér þessi áramótin. Einn maður var skotinn til bana, tveir særðust alvarlega og fimmtíu voru handteknir í óeirðum. í Napolí á Ítalíu þurftu hundrað og fimmtán manns að leita sér lækn- inga eftir tíu tíma eldflaugaskothríð og skammbyssuskothríð þegar nýju ári var fagnað. Fimm þessara manna misstu hendi í sprengingu. Það er hefð í Napolí að skjóta úr skamm- byssum í loft upp er nýju ári er fagnað, þó aðrir Italar láti sér yfir- leitt flugeldana duga. í Punjabhéraði á Indiandi hófst árið með ofbeldisöldu. Sextán manns féllu á sunnudaginn þegar öfgafullir Shíkar réðust að samborg- urum sínum er játa trú Hindúa. Alls létust um tvöþúsund og fimm hundr- uð manns í kynþáttaátökum í Punj- ab á síðasta ári. Andstæðar fylkingar Shíta í Beir- út hófu árið einnig með ofbeldi og innbyrðis átökum þrátt fyrir að sýr- lenskir hermenn hafi gert allt sitt til að koma í veg fyrir bardaga. Átta manns létu lífið á sunnudag, þar af tvö ung börn. Að sögn talsmanns Amal skæruliða létust fimm óbreytt- ir borgarar, þar af kona og tvö börn hennar í átökum Amalliða og liðs- manna Hizbollahsamtakanna. Tveir Amalliðar og einn liðsmaður Hiz- bollah féllu. Þá létust fjórir í mikilli sprengingu í Washington á gamlársdag þegar heimatilbúin sprengja nokkurra ungmenna sprakk í loft upp. Tíbet: Snjóstormur heftir för ferðalanga Tuttugu og átta ferðalöngum frá Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan var bjargað með naumind- um eftir að hafa orðið innlyksa í suðurhluta Tíbet þegar gífurlega harður snjóstormur gekk yfir landið í síðustu viku. Alla ferðalangana kól eitthvað í kuldanum þar sem þeir höfðu leitað sér skjóls í lítilli um- ferðamiðstöð við þjóðveginn er ligg- ur frá Kína til Nepal. Ferðalöngunum var bjargað á gamlársdag af björgunarsveit Tíbeta og var þeim komið fyrir í bænum Zhangmu. Þaðan munu þeir fljúga til Nepal einhvern næstu daga. Snjórinn á þessum slóðum mælist nú 120 cm djúpur og hefur ekki snjóað svo mikið á þessum slóðum í áratugi. UMSJÓN: Sri Lanka: Indverjar kalla herdeildir heim Indverjar hyggjast kalla tvær her- deildir sínar frá Sri Lanka á næstu dögum eftir að nýkjörinn forseti landsins Ranasinghe Premadasa fór fram á það. Indverskar hersveitir hafa dvalið á Sri Lanka frá því í júlímánuði 1987 þegar þáverandi forseti Junius Jayewardene og Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands undirrituðu samning er átti að binda endi á átök Tamíla og Shingalesa á norðurhluta eyjarinnar. Það hefur ekki tekist. Premadasa verður settur inn í forsetaembættið í búddaklaustri í borginni Kandy í dag. Samningur Indverja og Sri Lanka- manna árið 1987 gerði ráð fyrir því að 50 þúsund indverskir hermenn sæju til þess að friður ríkti á norður- hluta eyjarinnar þar sem skæruliða- hreyfingar höfðu barist gegn stjórn- arhernum um árabil. Flestar skæru- liðahreyfingarnar samþykktu samn- inginn enda fengu Tamílar aukin réttindi og sjálfsstjórn í kjölfar hans. Hins vegar hafnaði öflugasta skæru- liðahreyfing Tamíla samningnum og hefur hún barist gegn indverska hernum jafnt sem stjórnarhernum síðastliðið eitt og hálft ár. Premadasa og Rajiv Gandhi hitt- ust á fundi ríkja í suðaustur Asíu í Islamabad á laugardaginn og ákváðu þeir þá tilhögun brottflutningsins. Venezuela: Mannskæð aurskriða Óttast er að tuttugu og sex manns hafi látist er aurskriða féll á þorp í fjallshlíðunum rétt utan við Caracas höfuðborg Venezuela á sunnudaginn. Hundruð lögreglumanna og hermanna hafa leitað fólks er varð undir skriðunni er féll á þorpið La Pedrera í kjölfar mikilla rigninga. Um 170 hús urðu að einhverju leyti fyrir skemmdum. Rúmlega 1000 fátæklingar hafa misst hreysi sín í aurskriðum á þessum slóðum að undanförnu. D Vinningaskrá 1988 Toyota Land CruiserTurbo Diesel: 33891 - 48696 Heimilispakkar sem innihaldatMacintosh Plus einkatölvu, Nordmende CV 2201 kvikmyndatökuvél, Bang & Olufsen Beosystem 5000 ásamt Penta hátölurum, Nordmende Prestige 29" sjónvaro, Nordmende V1405 mynd- bandstæki, Goldstar ER 654 D örbylgjuofn og Mitsubishi farsíma: 5700-7835-13069-27944 44513-81021 - 144353 Gervihnattamóttakarar: 324-62042-73156 81981 - 117069 - 155345 Mitsubishi farsímar: 37499 - 59129 - 82173 - 91368 Bang & Olufsen MX-2000 sjónvörp, ásamt VHS 82.2 myndbandstækjum: 16151 -20118-22437- 157854 Macintosh Plus einkatöivur: 11322 - 33544 - 83881 - 162275 Goldstar GCD 60 hljómflutningstæki: 53642 - 55776 - 139748 - 164254 Goldstar GHV1245 myndbandstæki: 93516 - 96520 - 114716 - 125456 Goldstar CBT-9225 20" sjónvarpstæki: 15864 - 42055 - 129434 -155425 Goldstar CBT-4521 14" sjónvarpstæki: 10446 - 60034 - 71222 - 120739 Citizen ferðageislaspiiarar: 19339 - 37595 - 84258 - 92479 Citizen ferðasjónvarpstæki: 35133 - 75735 - 145848 - 155087 (Birt án ábyrgöar) Vinninganna skal vitjað á skrifstofu Radíóbúðarinnar, Skipholti 19, Rvk. Óskum öllum landsmönnum gleöilegs nýs árs, og þökkum stuðninginn á liðnum árum. Flugbjörgunarsveitin Reykjavík .Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin Skógum Flugbjörgunarsveitin V-Húnavatnssýslu Flugbjörgunarsveitin Varmahlíð Flugbjörgunarsveitin Akureyri Hvolpur gefins 6 mánaða Collie hvolpur fæst gefins. Upplýsingar í síma 91-671341.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.