Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 3. janúar 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin [ Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Bjartsýni ogsamstaða Áramót eru tími reikningsskila og mats á framtíðarhorfum. Síst er hægt að loka augunum fyrir því að ýmsan vanda ber að íslensku þjóðfélagi um þessar mundir. Sumt af þessum vanda verður að líta á sem djúprættan og e.t.v. langvarandi. Má þar nefna þann menningarvanda sem ís- lenska þjóðin stendur frammi fyrir í hinu alþjóð- lega menningarumróti, þar sem reynir á menning- arstyrkleika smáþjóðanna gagnvart ágengni lág- menningar og alþjóðlegrar afþreyingarframleiðslu, sem seld er fyrir lítið verð á heimsmarkaði. í áramótaávörpum sínum ræddu forseti íslands og forsætisráðherra íslenskan menningarvanda í þessu samhengi og hvöttu til aðgæslu í þeim efnum. Hins vegar kom fram í máli beggja að aðgæslustefna í þjóðmenningarmálum ætti ekki að vera neikvæð og svartsýn, heldur byggjast á jákvæðum aðgerðum og bjartsýni. Áhersla forseta íslands á bjartsýnina voru orð í tíma töluð. Þau náðu ekki síður til afstöðunnar gagnvart hinum tímabundna efnahagsvanda, sem núer við að etja. Þjóðinni er nauðsyn að veita þeim orðum athygli, að efnahagsvandann verður að leysa með opnum huga og bjartsýni og viðurkenn- ingu á að íslenska þjóðin er ekki mösulbeina, þótt á móti blási um sinn. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra dró enga dul á, að mörg atvinnufyrirtæki stæðu enn frammi fyrir miklum rekstrarvanda. í áramóta- grein sinni hér í Tímanum kvaðst hann óttast að ýmis fyrirtæki gætu stöðvast í upphafi hins nýja árs, ekki síst verslunarfyrirtæki, sem lagt hefðu í kostnað fyrir áhrif frá frjálshyggjunni og fengju ekki undir honum risið. Forsætisráðherra fór heldur ekki dult með það að ýmis framleiðslufyrir- tæki ættu það einnig fyrir höndum að stöðvast, þótt ríkisstjórnin legði höfuðáherslu á að styrkja grund- völl framleiðslugreinanna. Forsætisráðherra lagði áherslu á, að grípa yrði til varanlegri aðgerða í þágu atvinnulífsins. Um það efni benti hann á að þess yrði að freista að ná breiðri samstöðu um úrlausnir. Þar yrðu að koma til samráð milli ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnarandstöðu, enda væri undirbúningur slíkra allsherjarviðræðna þegar hafinn. Forsætisráðherra hvatti þjóðina eigi að síður til bjartsýni, því að barlómur væri óþarfur. íslending- ar eru auðug þjóð, sagði Steingrímur Hermanns- son og eiga margra kosta völ. Hann skírskotaði til unga fólksins um að nýta menntun sína og þekkingu til að hasla sér völl á nýjum sviðum skapandi starfs til hagsældar og lífshamingju. Það er á þann hátt sem ung og athafnasöm þjóð tekst á við tímabundna erfiðleika og tryggir framtíð sína. GARRI Islenski fáninn Nú eru áramótin liðin og nýtt ár runnið upp. Af þvi tilefni sendir Garri lesendum sínum bestu óskir um farsælt komandi ár, jafnframt því sem hann þakkar þeim sam- skiptin á liðna árinu. Annars varð Garri vitni að atviki núna á nýársdag sem hljóp í skapið á honum. Margir drógu islenska fánann að húni á þessum fyrsta degi ársins, eins og rétt er og skylt. A bensínstöð hér í Reykjavík varð Garri hins vegar áhorfandi að því að íslenski fáninn var dreginn að húni, en síðan var hann látinn vera þar uppi langt fram á kvöld. Með öðrum orðum hékk hann þar uppi í reiðuleysi lengi eftir að aldimmt var orðið. Að því er Garri veit best er hér á ferðinni þverbrot á öllum reglum um meðferð íslenska fánans. Regl- urnar um meðferð hans mæla svo fyrir að hann megi aldrei vera uppi lengur en til sólarlags. Það innifel- ur að þegar dimma tekur þá á fortakslaust að sýna honum þá virðingu að draga hann niður. Jafnvel þó það gerist tiltölulega snemma dags cins og núna í skammdeginu. Óvirðing Væntanlega er hér á ferðinni eitt saman athugunarleysi, en ekki meðvitað virðingarleysi fyrir því sameiningartákni íslensku þjóðar- innar sem fáni hennar er. En það breytir því ekki að hér gerðist hlutur sem alls ekki á að eiga sér stað. Hér á landi hefur nefnilega skap- ast sú hefð að íslenska fánanum sé sýnd virðing. í samræmi við þá stefnu voru á sínum tíma settar hér fastákveðnar reglur um meðferð hans. Samkvæmt þeim á að um- gangast fánann með þeim hætti sem hæfir sameiningartákni sjálf- stæðrar þjóðar. Það má til dæmis ekki henda honum í jörðina eftir að hann hefur vcrið dreginn niður, heldur á að taka hann strax og brjóta hann snyrtilega saman og geyma hann síðan á öruggum og vísum stað. Og hann á ekki að hanga uppi líkt og hver önnur auglýsingavcifa löngu eftir að sól er sest, að ekki sé talað um eftir að allt venjulegt fólk, að undanskild- um einhverjum nátthröfnum, er gengið til náða. Þetta innifelur líka að notkun fánans á að takmarka við þau svið þar sem virðingu hans er ekki misboðið. Þannig þykir ekki við hæfi að honum sé hampað til dæmis í glamurauglýsingum eða í poppbransanum. Þar þykir fara bctur á að nota aðra hluti, svo sem eldfjöll, hveri eða ullarpeysur, ef menn vilja draga fram íslensk sér- einkenni. Fánanærbuxur Hins vcgar vita margir að hér á landi sýnum við fánanum töluvert meiri virðingu heldur en ýmsar aðrar þjóðir sýna þjóðfánum sínum. Þannig þekkja margir það að til dæmis Bretar eru talsvert hispurslausari gagnvart sínum fána heldur en við gagnvart okkar. Þannig hefur til skamms tíma mátt sjá á boðstólum í minjagripa- búðum í London nærbuxur á kven- fólk sem búnar eru til úr brcska fánanum. Þó að Bretar leyfi sér annað eins og þetta þá vonar Garri satt best að segja að engum íslensk- um fjáraflamanni fari nú að detta það í hug að fara út í sams konar framleiðslu úr íslenska fánanum til þess að þyngja pyngju sína. Von- andi er virðingin fyrir fánanum enn það rótgróin meðal íslensku þjóð- arinnar að fólki myndi þykja sér nóg boðið með slíku og þvílíku. Við íslendingar erum vissulega upp til hópa góðir með okkur og viljum vera hver með sínum hætti. Heilbrigð sérviska er svo sem af hinu góða, en í þvi efni sem öðrum verður þó að draga mörk. Og það eru vissir hlutir í þjóðlífi okkar sem við eigum að sýna virðingu. Þar með talið íslenska fánanum. Hann er nú cinu sinni tákn fyrir allt það besta í menningu okkar í aldanna rás, fýrir þjóðernishyggju okkar, og reyndar fyrir allt það sem svona yfirleitt gerir okkur mögulegt að standa á eigin fótum hér uppi á þessu eyskeri okkar langt norður í höfum. Hann á að minna okkur á að það er síður en svo sjálfgcfið að við getum haldið áfram framvegis að lifa hér sem okkar eigin herrar og sjálfstæðir undan yfirráðum annarra þjóða. Hann á að vera okkur stöðug áminning um að í þeirri varðstöðu þurfum við að vera vel vakandi. Og þess vegna á að sýna íslcnska þjóðfánanum virðingu. Þess vegna er dæmið frá bensínstöðinni von- andi einstakt og á ekki eftir að endurtaka sig. Garri. VÍTT OG BREITT llllllllllllllllllllllllllllllllllli llllllllllllllllll Hvenær rænir maður banka...? Einn helsti skemmtikraftur fjöl- miðlaaldar framdi bankarán rétt fyrir áramótin. Var framkvæmdin með þeim hætti að fremur má flokka það sem hrekkjabragð en gripdeild. Að vísu tókst þessu eftirlæti fjölmiðlanna að komast út úr bankanum með dágóða upphæð en fljótlega eftir að lögreglan kom á staðinn var ljóst hver verið hafði á ferð og var eftirleikurinn eftir því. En atburðaþyrstir fréttahaukar gripu tækifærið að slá um sig með einhverju öðru en nýjustu ummæl- um stjórnmálamanna um þetta eða hitt og var blásin upp slík stórfrétt að manni gat farið að detta í hug að bankakerfið væri að hrynja endanlega þar sem greipar hafi verið látnar sópa um peninga- geymslur lánastofnana þjóðarinn- ar. Á frásagnir af bankaráninu var brugðið sérstökum ævintýrablæ með því að draga fram gamlar myndir af pörupiltinum, þar sem hann geystist um íþróttavöll á adamsklæðum með kappklædda lögregluþjóna á hælunum og eru endursýningar á þeim myndum með því sniðugasta sem fréttaneyt- endum er boðið upp á. Aufúsugestur Skemmtikrafturinn sem hér á hlut að máli er slíkur aufúsugestur fjölmiðlafólks að tiltektir hans jafnast helst á við stórgos hvað athygli snertir. í kjölfar hnuplsins úr gjaldkera- kassanum fylltist bankinn af lög- reglu- og fréttamönnum og var mikið um dýrðir að hafa uppi á delinkventinum og að færa þjóð- inni sem gleggstar og áhrifamestar fréttir af bankaráninu og eftirför- inni. Það skemmdi ekkert fréttagildið að örfáum klukkustundum eftir að ræninginn greip seðlana var lög- reglan búin að ná honum og færa bankanum aurana sína aftur. í virðulegasta fréttablaði lands- ins var þessu skammvinna banka- láni, sem hlaupastrákurinn tók sér, slegið upp sem annars staðar. En á sömu síðu var önnur frétt um að annar banki hafi fengið stærsta skellinn, og var þar á ferð frásögn af gjaldþroti og að sá banki hafi tapað iitlum 36 milljónum þar sem smáfyrirtæki fór yfirum og gat ekki borgað. Annars var heldur lítið gert úr öllu þessu, rétt að það tók því að prenta fréttina þótt banki tapi háaum upphæðum vegna þess að búið er að lána og lána og lána langt framyfir öll veð og fyrirtækið á engar eignir upp í skuldirnar og engum virðist koma við hvað af peningunum varð og enginn er að ómaka lögreglu til að eltast við upphæðir af svona stærðargráðu. Gripdeildir án lögregluaðstoðar Hvenær rænir maður banka og hvenær rænir maður ekki banka? Það er greinilegt að maður rænir banka þegar seilst er yfir borðið og peningar teknir úr gjaldkeraskúff- unni og hlaupið með þá svo gott sem í flasið á lögreglunni.En ef maður á fyrirtæki og fær peninginn lánaðan hjá bankastjóra og kvittar fyrir og borgar svo ekki eyri til baka og lýsir fyrirtækið sitt gjald- þrota þegar það er farið að skulda nógu mikið þá er það ekki banka- rán, eða svoleiðis. Þá skrifa lögfræðingar kurteis- lega samin bréf, svo er reynt að semja og möndla, allt í góðu, og engum dettur í hug að kalla á lögreglu og fréttahauka þótt bank- inn tapi tugum og hundruðum milljóna á óskilvísi á fölskum, eða í það mirinsta ótrúverðugum, veðum. Ómældar eru þær upphæðir sem hirtar voru út úr bönkunum á þeim tíma sem vextir voru neikvæðir. Á þeim sælutímum réðu bankastjórar nokkurn veginn hverjir fengu að ræna bankana. Þeir sem fengu lánin þurftu ekki að borga nema hluta þeirra til baka og auðvitað datt engum í hug að flokka það athæfi allt undir óráðvendni. Bank- arnir náðu sér svo niðri á þeim einstaklingum og almenningssjóð- um sem lögðu peninga inn og þeir borguðu alltaf brúsann. En eðli- lega datt engum í hug að senda pólitíið á bankana fyrir svoleiðis gripdeildir. Enn um sinn eiga eftir að berast fréttir af fallíttum og miklum pen- ingatöpum lánastofnana. En þær munu litla athygli vekja og varla minnst á hvaða aðilar það eru sem búsifjamar veita, enda eru þeir ekki til í myndasöfnum, hlaup- andi um strípaðir frammi fyrir mannfjölda, fremur en keisarinn í nýju, fínu fötunum sínum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.