Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 3. janúar 1989 Samið um sérfræðiþjónustu lækna: Kostnaður lækkar um 80 milljónir Samkomulag hefur náðst milli heilbrigðisráðuneytisins og fulltrúa lækna um gjald fyrir sérfræðiþjónustu. Sam- komulagið var undirritað á gamlársdag en eftir er að bera samninginn undir Tryggingaráö og Læknafélag Reykjavík- ur. Ráðgert er að samningurinn leiði til 80 milljóna króna sparnaðar á þessu ári, sem samsvarar því að vera 10% af áætluðum kostnaði ríkisins vegna sérfræðiþjónustu á árinu 1988. Að sögn Guðmuntlar Bjarna- sonar heilbrigðisráðherra byggist samningurinn á því að reyna að draga úr kostnaði ríkisins vegna sérfræðiþjónustu scm hefur vaxið á undanfömum árum umfram aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. „Við ætluðum að ná fram sparnaði með því að taka aftur upp tilvísana- kerfið, en sumir hafa haldið því fram að niðurfelling þess hafi ieitt til aukins kostnaðar. ísamningnunt ganga sérfræðingarnir inn á það að vcita tiltekinn afsiátt af sérfræði- töxtunum, gegn því að við frestum því um eitt ár að taka tilvísanakerf- ið aftur upp. Við áætlum að þctta ieiði til 80 milljóna króna sparnað- ar á þessu ári.“ Guðmundur sagði einnig að fyrirhugað væri að fylgjast betur með því hvort ástæða sé til þess að athuga nánar hlutfall kostnaðar milli einstakra sérfræðigreina. Aðspurður sagðist Guðmundur vera ánægður með samninginn. „Ég tel að við megum nokkuð vel við una og vænti þess að sérfræð- ingarnir geri það líka því þeir lögðu mikla áherslu á það að tilvísanakerfið yrði ekki tckið upp. Mér sýnist að gerð þcssa samnings og sparnaðurinn sem honum fylgir svari þeim kröfum sem gerðar voru til heilbrigðisyfirvalda við fjarlaga- gerðina.*' Afsláttur sérfræðinganna er hlutfallslegur, þ.e. fervaxandieftir því sem meiri þjónusta er veitt. Samkvæmt hcimildum Tímans er hann á bilinu 10-40%. Einnigmun afslátturinn vera breytilegur eftir því um hvers konar sérfræðiþjón- ustu er að ræða. SSH Áramótagleðin fór víðast hvar vel fram: Mikil ölvun í heimahúsum Mikill erill var hjá lögreglu víða um land á nýársnótt og var fjöldi ökumanna tekinn grunaður um ölv- un við akstur, einkum þegar líða tók á morguninn. Útköll lögreglu voru einkum í tengslum við ölvun í heima- húsum, en á heildina litið voru löggæslumenn ánægðir með hegðun fólks og ekki urðu nein teljandi meiðsl á mönnum. Hjá lögreglunni í Reykjavík byrj- aði að rigna inn útköllum upp úr klukkan tvö og linnti þeim ekki fyrr en um klukkan 9 á nýársdagsmorg- un, var það svo á tíma að verulega dróst að lögreglan gæti sinnt öllum útköllum. Þegar líða tók að morgni urðu útköllin öðru fremur vegna ölvunar í heimahúsum og ölvunar- akstur. Átján voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík frá því um kvöldið á gamíársdag og fram til hádegis á nýársdag. Á Akureyri fór skemmtanahald mjög vel fram og ekki kom til neinna teljandi vandræða. Þar sem mjög gott veður var, safnaðist fjöldi manns saman í miðbænum undir morguninn og þurfti lögreglan að hafa nokkur afskipti af því. Þrír voru grunaðir um ölvunarakstur. í Hafnarfirði og Kópavogi voru þrír á hvorum stað teknir fyrir ölvunarakstur. Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að mjög rólegt hefði verið yfir fólki, en þó hefði þurft að sinna nokkrum útköll- um í heimahús, þar sem um ölvun var að ræða. Lögreglan í Kópavogi sagði að þessi áramót hefðu verið óvenju róleg, miðað við undanfarin ár. Á ísafirði voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvunarakstur á nýársnótt og tengjast þeir allir óhöppum. Að sögn lögreglu fóru áramótin að öðru leyti vel fram og erillinn ekki meiri en um venjulega helgi. A Selfossi var sömu sögu að segja. Áramótin fóru mjög vel fram að sögn lögreglu, að öðru leyti en því að sex voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Þá var einn grunað- ur um ölvunarakstur í Vík í Mýrdal. Lögreglan þar hafði í nokkru að snúast og var eitthvað um rúðubrot og smávægileg meiðsl. -ABÓ Forsvarsmenn Hótel íslands: Neita þrengslum á gamlárskvöld Forráðamenn Hótel íslands þykja hafa verið nokkuð fégráðugir á ný- ársnótt. Eftir því sem gestir staðarins þá nótt segja var hvergi hægt að þverfóta fyrir fólki. „Ég var stödd á neðri hæð hússins og ætlaði mér að fara upp stigann. Hvert einasta þrep var þéttskipað fólki og því komst ég ekki eitt né neitt. Einhver óþokki sem staddur var á efsta palli stigans tók þá upp á því að ýta við einum þeirra sem í efsta þrepinu var með þeim af- leiðingum að þeir scm í stiganum stóðu duttu hver unt annan þveran. Fólkið hreinlega hrundi niður stig- ann líkt og spilaborg," sagði einn gestanna í samtali við Tímann. Tíminn bar fréttir af of miklum mannfjölda inni á staðnum undir Birgi Hrafnsson hjá Ólafi Laufdal hf. „Mér finnst þessar fréttir nú tæp- lega svara verðar. í húsinu var nákvæmlega löglegur fjöldi fólks eins og alltaf hefur verið á Hótel íslandi. Það hefur oft og tíðum verið talið út úr húsinu en aldrei hefur verið of margt þar. Þess vegna vísa ég þessu alfarið heim til föðurhús- anna. Það vita eflaust flestir að gamlárs- kvöld er mjög sérstakt kvöld. Segja má að hver gestur sé að minnsta kosti þrefaldur í umfangi á þessu kvöldi. Við vorum með hljómsveitir í öllum þrcmur sölurn hússins til að reyna að dreifa fólkinu sem mest. Því er svo ckki að neita að um- gengni þessa fólks sem staðinn sótti var ekkert til að hrópa húrra yfir. Þarna inni voru ítrekað sprengdir „kínverjar" og allskyns sprengjur og mikið tjón unnið á staðnum.** Að sögn lögreglu var töluvert um það að hún væri kölluð að Hótel íslandi á nýjársnótt og eitthvað mun hafa verið um slys á fólki þar. Þá er það haft eftir lögreglu að suntir þeir sem komust inn í húsið, hafi náð að greiða aðgangseyrinn og komast í humátt að fatageymslunni en þar hafi þeir þurft að snúa til baka og fá endurgreitt sökum mannmergðar. - áma UMSKIPTI HJÁÚTSÝN Þýsk-íslenska verslunarfélagið hefur keypt síðasta eignarhluta Ingólfs Guðbrandssonar fyrrum aðaleiganda ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Ingólfur og sonur hans Andri Már, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Útsýnar hf. að undanförnu, hafa nú hætt störfum hjá ferðaskrifstofunni. Sala á síðasta eignarhluta þeirra feðga í fyrirtækinu, sem var 10%, fór fram á gamlársdag. Andri Már sagði starfi sínu lausu á stjórnar- fundi á milli jóla og nýárs og hætti störfum samdægurs. Ástæðan er sögð ósamkomulag hans og Ómars Kristjánssonar eiganda Þýsk-ís- lenska. Þá rann einnig út nú um áramótin samstarfssamningur sem gerður hafði verið milli Ómars og Ingólfs árið 1986 og var ekki talin ástæða til að framlengja hann í ljósi síðustu atburða. f gærmorgun mætti Ingólfur á skrifstofuna til að skýra út fyrir starfsfólkinu stöðu mála. Að sögn eru starfsmenn ráðvilltir hvað áframhaldandi starf ferðaskrifstof- unnar varðar. Andri Már hefur ráðið sig sem framkvæmdastjóri Ferðamiðstöðvarinnar. -ABÓ Þannig leit framhlið KRON út eftir árásir helgarinnar. Tímamyndir: Pjetur Mikil skemmdarverkframin viö Eddufell í Breiðholti um áramótin: Ætluðu að leggja hér allt í rúst! Það virðist vera viðtekin venja hjá ákveðnum hópum fólks að ganga af göflunum á nýjársnótt og níðast á náunganum. Um hver áramót safn- ast þessir ákveðnu hópar þannig þenkjandi fólks saman hér og þar og ganga berserksgang, brjóta allt og mölva rétt eins og þeim sé borgað fyrir það. Slíkur hópur var einmitt að eyðileggja fyrir öðrum í Breið- holtinu nýliðna nýjársnótt, eflaust sér til ómældrar ánægju og yndis- auka. Bjarna Rúnari Sigurðssyni, versl- unarstjóra KRON í Eddufelli fórust þannig orð: „Mér leist nú bara satt best að segja ekkert á þetta. Ég var úti á landi yfir hátíðirnar og vissi ekki af þessum látum fyrr en á heimleið þegar mér var sagt að mikið hefði gengið hér á. Mitt fyrsta verk þegar ég kom í bæinn var að líta á verksummerkin. Þá var búið að negla fyrir rúður í flestöllum búðun- um og glerbrot út um allt. Þegar rifið var frá gluggunum í morgun kom svo í ljós að einar átta rúður höfðu verið brotnar hér hjá okkur, þar af voru fimni þeirra u.þ.b. 3 fermetrar í ummál hver. Það má segja að framhlið verslunar- innar hafi verið brotin eins og hún lagði sig. Það var farið hér inn og lítillega gramsað í sjoppunni en litlu stolið. Þjófarnir hafa að öllum lík- indum verið að leita að peningum og tóbaki en haft lítið upp úr krafsinu. Við vorum með öryggisgæslu hér á staðnum en það dugði ekki til. Það var kallað á aðstoð lögreglu og ég held að mestallt lögreglulið borgar- innar hafi mætt á staðinn. Eftir því sem einn af starfsmönnum öryggis- gæslunnar tjáði mér sögðust krakk- arnir ætla að leggja hér allt í rúst. Mér skilst að svæðið hér í kring hafi svo verið vaktað alla nóttina og hver sem gerði sig líklegan til einhverra ódæða var umsvifalaust gripinn höndum. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist hér um áramót því atburðir líkir þessum munu hafa verið nokkuð algengir hér fyrir nokkrum árum. Þessi læti gefa vissu- lega tilefni til að byrgja hér glugga, enda höfðu nokkrir verslunareig- endur þann háttinn á fyrir þessi áramót. Þeirra rúður eru heilar í dag“. - áma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.