Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 3. janúar 1989 1 irxnuj ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KhTKIAVlKUK SVEITASINFÓNÍA ettir Ragnar Arnalds Stóra sviðið Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson f kvöld kl. 20.00 5. sýning Laugardag kl. 20.00 6. sýning Fimmtudag 12. jan. 7. sýning Laugardag 14. jan. 8. sýning Fimmtudag 19. jan. 9. sýning Þjóöleikhúsið og íslenska óperan sýna 3^iniiíí;rt Tónlist: Atli Heimir Sveinsson ihoffmanriíp Ópera eftir Otfenbach Föstudag kl. 20.00 Fáein sæti iaus Sunnudag kl. 20.00 Föstudag 13. jan. TakmarkaSur sýningafjöldi Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Siqurðsson Fimmtudag 5. jan. kl. 20.30 Föstudag 6. jan. kl. 20.30 Laugardag 7. jan. kl. 20.30. Sunnudag 8. jan. kl. 20.30. Stór og smár Leikrit eftir Botho Strauss Tvær aukasýningar: Mi. 11. jan. kl. 20.00 Næstsíðasta sýning Su. 15. jan. kl. 20.00 Siðasta sýning Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Símapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Sími11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltiðog miði á gjafverði. Miðasala i Iðnó sími 16620 Miðasalan i Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989. MAIR A 0:t>ÍIDA NSI( Söngleikur eftir Ray Herman Þýðing og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Tónlist: 23 tónskáld frá ýmsum timum Leikstjórn: Karl Ágúst Úlfsson Leikmynd og búningar: Karl Júlíusson Útsetningar og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Egill Örn Árnason Dans: Auður Bjarnadóttir Leikendur: Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Harald G. Haraldsson, Erla B. Skúladóttir, Einar Jón Briem, Theódór Júliusson, Soffía Jakobsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Guðný Helgadóttir, Andri Örn Clausen, Hallmar Sigurðsson, Kormákur Geirharðsson, Guðrún Helga Arnarsdóttir, Draumey Aradóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Ingólfur Stefánsson. Sjö manna hljómsveit valinkunnrson, Ingólfur Stefánsson. Sjö manna hljómsveit valinkunnra hljóðfæraleikara leikur fyrir dansi. Sýnt á Broadway 5. og 6. sýning 4. janúar kl. 20.30. 7. og 8. sýning 6. janúar kl. 20.30. 9. og 10. sýning 7. janúar kl. 20.30. Láttu sjá þig! Miðasala i Broadway simi 680680 Miðasalan í Broadway er opin daglega kl. 16-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989. Systir í skugga Stúlkan á myndinni er síð- ur en svo heimsfræg og við myndum tæpast þekkja hana aftur. Þrátt fyrir það cr hún 34 ára og hefur sungið í nær tvo áratugi. Vinir hennar kalla hana Rozzie og hún á við vanda að stríða: Hún er litla systir Barbru Streisand. Söngrödd Roslyn Kind er gjörólík þrumurödd systur hennar. Hún syngur næstum eins og hún sé að gráta, í kveinandi tón. - Það sem hefur dregið mig mest niður er að Barbra hefur ekki nokkurn minnsta áhuga á frama mínum, segir hún. - Af því Barbra lætur sér ekki annt um að ég fái vinnu og kynnist réttu fólki, eru allir vissir um að ég sé gjör- sneydd öllum hæfileikum. Auk þess leiddi það til vanga- veltna um að hún væri jafnvel afbrýðisöm gagnvart mér, bætir Rozzy við. Ætla mætti að það væri fremur kostur en hindrun að eiga systur á borð við Barbru Streisand, en Roslyn cr alls- endis ósammála því. Raunar eru þær aðeins hálfsystur. Undir móður- áhrifum - Mamma er leikkona og cllaust hcfur það haft áhril' á mig til að gera slíkt hið sania, segir hinn vinsæli leikari Corbin Bcrnscn, sem leikur hinn aðlaðandi Arnic Becker í Lagakrókum. - Hún hefur þó ckki ráðlagt mér beint. Leikari verður að finna sinn eigin stíl og öðlast reynslu sem hann gctursíðan byggt á. Þrátt fyrir að mamma liafi verið mjög uppte-kin í sápu- óperunni „The Young and the Restless“, sem gekk árum saman á sínum tíma, hcfur hún alltaf verið ntér og systk- inunum umhyggjusöm móð- ir. Hún hafði alltaf tíma til að sinna okkur. Systir mín og yngri bróðir ætla líka að reyna fyrir sér sem leikarar svo það cr greinilegt að þetta er í fjölskyldunni. Corbin hefur fleira frá móður sinni. Hún hefur nefnilega farið í mcðferð vegna misnotkunaráfengisog Corbin hefur þurft að lcita hjálpar á Betty Ford-stofnun- inni vegna áfengisneyslu sinnar. Hann langar ekkcrt til að ræða það mál nánar. Móðir hans hefur leikið með honum í Lagakrókum nokkrum sinnum og það meira að scgja móður Itans þar. Auk þess hafa þau leikið saman á sviði. Corbin var kvæntur leikkonunni Brendu Cooper en þau skildu eftir 3 ár. Hann lýsti því oftsinnis yfir að hann væri hættur við kvenfólk, ýnt- ist að fullu og öllu eða um tiltekinn tíma, en það var breska leikkonan Amanda Pays sem fékk hann til að endurskoða yfirlýsingarnar um það allt. Þau gengu nýlega í hjónaband og eiga von á barni í mars. Roslyn Kind er söngkona sem á erfitt uppdráttar vegna systur sinnar. Roslyn býr í Los Angeles og vinnur að mestu í Las Vegas. Pað var þó Barbra sem kom henni álciðis á frama- brautinni í byrjun. - Hún cr góð söngkona og ég ætla að hjálpa henni eins og ég get, sagði Barbra fyrir einum 17 árum. Nú scgir hún: - Ég fór að heiman 16 ára og hef síðan ckki vcrið nátengd fjölskyhiu minni. Gallinn við Roslyn er Itins vegar sá að þegar hcnni er ekki boðið starf aftur á sama stað, heldur hún alltaf að það sé mér að kenna. Þetta er tóm þvæla. - Mamma hefur haft áhrif á mig en ég hef viljað gera mín mistök sjálfur til að öðlast reynslu, segir Corbin Bernsen. Ný Callas? Hin gríska Nana Mouskou- ri hefur nú sungið alls kyns tónlist í 30 ár, á sex tungumál- um, meira að segja japönsku. Loks kom að því nýlega að hún lét gamlan draum rætast og sendi frá sér plötu með 20 af vinsælustu óperuaríum- sem heimsbyggðin þekkir. Á plötunni kennir ýmissa grasa í tungumálum eins og áður og ætti fólk um allan heim að skilja að minnsta kosti eitt- hvað af textunum. Á sínum tíma var Nana við nám í klassískum söng við tónlistarháskólann í Aþenu en hafði ekki þolinmæði til að ljúka prófi, því jassinn tók hug hennar allan á þeim árum. Nú reynir hún að bæta fyrir þau mistök.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.