Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Þriðjudagur 3. janúar 1989 Eftir ríflega 100 tonna, góða flugeldasölu virðist enginn finna ruslið sem fellur til við áramótin: Gufa yfir 50 tonn af flugeldarusli upp? Svo virðist sem ríflega fímmtíu tonn af rusli því sem fellur til um áramótin vegna notkunar flugelda, svoköll- uðu flugeldarusli, hafí gufað upp og hvergi fundist eftir því sem gatnamálastjóri og aðrar heimildir herma. Talið er að ríflega hundrað tonn hafí selst af flugeldum fyrir þessi áramót og af því er áætlað að meira en helming- ur þess verði eftir á hlaði fólks eða komi niður úr him- inhvolfunum aftur. Tíminn grennslaðist fyrir um hvað verður um öll þau 50-60 tonn af flugeldarusli, sem verða eftir þegar búið er að draga áætlaða púður- þyngd frá heildarþyngd flugeldasöl- unnar. Gatnamálastjóri finnur ekki tonnin Gatnamálastjórinn í Reykjavík, Ingi Ú. Magnússon, var hissa á að heyra þessa háu tölu, en áætlað er að um 20—25 tonn af flugeldarusli falli til á Reykjavíkursvæðinu einu. Sagðist hann aldrei hafa orðið var við meira rusl um áramót en aðra tíma. „Petta dreifist svo víða að við verðum ekkert varir við öll þessi tonn af flugeldarusli," sagði Ingi. „Það er engin sérstök yfirferð hjá okkur yfir borgarsvæðin, en við tínum [Detta upp með öðru rusli þegar farið er yfir svæðin með reglu- bundnum hætti." En starfsmenn borgarinnar og annarra sveitarfélaga hafa þó í nógu að snúast því hreinsa þarf upp svæði, þar sem gamlársbrennur hafa verið tendraðar. Taldi Ingi Ú. að sínir menn lykju því verki í dag, en við það starfa allir tiltækir menn hreins- unardeildarinnar í einu. Gífurlegt magn flugelda fer í loftið um hver áramót og um helmingur þess svífur til jarðar aftur og kallast þá flugeldarusl. Þessi mynd var tekin þegar fímm mínútur voru eftir af árinu 1988. Tímamynd Pjetur Hjá innflytjendum flugelda feng- ust þær upplýsingar að sala flugelda hafi verið um og yfir hundrað tonn. Lúðvík Georgsson, framkvæmda- stjóri KR-flugelda, sagði að nokkurs samdráttar hafi gætt hjá söluaðilum knattspyrnufélagsins. Þar munaði mest um sölu á tívolíbombum um síðustu áramót. Sagði Lúðvík að hjá þeim hafi ekki tekist að selja fólki aðra flugelda í sama mæli og bomb- urnar, og því hafi heildarsala orðið minni. „Það munar mikið um söluna á tívolíbombunum, sem bönnuð var í ár.“ Annað hljóð var í meðlimum Hjálparsveitar skáta, sem selja 7-8 af hverjum tíu sem kaupa rakettur og blys í landinu. Björn Hermanns- son, framkvæmdastjóri hjá LHS- flugeldum, sagði að þeir væru yfir sig þakklátir fyrir góðan stuðning al- mennings eitt árið enn. „Við urðum ekki varir við neinn samdrátt þrátt fyrir lélegt veður meðan sölustaðir voru opnir á gamlársdag, tívolí- bombuleysið og slæmt efnahags- ástand þjóðarinnar," sagði Björn. Ekki náðist í aðra innflytjendur, eins og Björgunarsveitina Fiskaklett og íþróttafélagið Fram. En hvernig bregðast söluaðilar við öllu því rusli sem fellur af himnum ofan eða verður eftir á skotstað? „Við hreinsum auðvitað sölusvæði okkar, en höfum ekkert sérstakt apparat í gangi eftir áramót- in,“ sagði Lúðvík hjá KR-flugeld- um, en hann benti á að meira hafi sést af rusli nú en oft áður, vegna þess að enginn snjór hylur yfir. Söfnunarverðmæti pollanna Björn, hjá LHS-flugeldum, sagði að hann hefði fengið sér góðan göngutúr á nýársdag og séð hópa af strákapollum vera að tína upp prik og annað söfnunarverðmæti, líkt og hann gerði sjálfur þegar hann var polli. „Ég heíd nú að mest af þessu rusli séu umbúðir af blysum og flugeldum, sem verða eftir á skotstað. Ætli mest af þessu lendi ekki strax í ruslatunnum húseig- enda.“ Björn benti á að tonnin af rakettum sem færu í loftið væru eitthvað innan við tuttugu. Þannig væri ekki nema innan við tíu tonn sem svífa til jarðar aftur og miklu af því væri safnað saman af lóðareig- endum og öðrum. „Það virðist því hverfa mjög fljótt þetta flugeldarusl og það hefur hreinlega ekki verið talin þörf á neinum sérstökum hreinsunaraðgerðum til þessa," sagði Björn Hermannsson, hjá LHS- flugeldum. KB Ökumaöur fótbrotnaöi og skarst á andliti þegar hann ók fram af veginum í Óshlíð: FELL UM 40 M NIDUR í FJÖRU Bifreið fór fram af veginum í Óshlíð á tímabilinu frá hálf fjögur til klukkan sjö í fyrrinótt að því er talið er. Fallið frá vegbrúninni og niður í fjöru er 40 til 50 metrar. Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist nokkuð og var hann lagður inn á sjúkrahúsið á ísafirði. Það var lögreglumaður hjá lög- reglunni á ísafirði sem var á leið til vinnu skömmu fyrir sjö í gærmorgun sem veitti hjólförum sem lágu út af vegbrúninni athygli. Þegar betur var að gáð kom í ljós að bíll hafði farið fram af veginum og hafnað niður í fjöru. Kallað var til lögreglu, sjúkra- liðs og björgunarsveita og náðist að bjarga manninum úr bílnum og koma honum undir læknishendur á sjúkrahúsinu á ísafirði. Maðurinn skarst í andliti og fótbrotnaði, en að öðru leyti slapp hann vel, að sögn lögreglu. Þar sem brattinn frá vegbrúninni og niður í fjöru er mjög mikill þurfti að notast við dráttarspil til að komast upp og niður hlíðina. í gærdag var unnið að því að ná bílnum upp, en hann er ónýtur. -ABÓ Sjö á slysadeild eftir harðan árekstur: Banaslys í Svmahrauni Sjötíu og átta ára gömul kona, Helga Þóroddsdóttir til heimilis að Hörðalandi 10 i Reykjavík, lést í bdslysi í Svínahrauni á nýársdag. Sjö voru fluttir á slysadeild, en munu ekki hafa slasast alvarlega. Það var um hálf fjögur sem tilkynnt var um að þrír bflar hefðu lent í árekstrí í Svínahrauni. Slysið varð með þeim hætti að bfll á leið til Reykjavikur rann til á veginum og t veg fyrír tvær bifreiðar á leið austur yfír, en mikil hálka og krap var á veginum. Helga var farþegi í bifreiðinni sem var á leið til Reykjavíkur og mun hún hafa látist samstundis. -ABÓ Neskaupstaður fagnar 60 ára afmæli sínu Þann 1. janúar s.l. voru 60 ár liðin frá því að Neskaupstaður hlaut kaupstaðarréttindi. Af því tilefni hafði Tíminn samband við Ásgeir Magnússon bæjarstjóra og spurði hann um hag kaupstaðarins á þessum tímamót- fyrirtæki í sjávarútveginum. Al- mennt eru menn þó bjartsýnir." Ýmsar framkvæmdir eru í gangi á vegum bæjarfélagsins. í haust hófst bygging á níu leiguíbúðum fyrir aldraða. Einnig er í byggingu heimavist Verkmenntaskólans, en í fyrsta áfanganum verður rými fyrir 30 nemendur. Fljótlega verða teknar í notkun sex leiguíbúðir innan verkamannabústaðakerfis- ins. Á þessu ári stendur fyrir dyrum að hefjast handa við viðbyggingu íþróttahússins. í tilefni af afmælinu verður há- tíðafundur í bæjarstjóminni en almenn hátíðahöld vegna afmælis- ins verða í kringum 17. júní. SSH um. Ásgeir sagði m.a. að íbúatalan færi hægt vaxandi en þó hefði ekki mikið verið byggt í bænum á undanförnum árum. „Atvinnu- ástandið er mjög gott, það er næg atvinna á öllum sviðum. Ég held að við séum komin út úr þeirri lægð sem var hér frá 1980 og þangað til í fyrra. Það skiptir mestu máli fyrir okkur á Neskaupstað að sjávarút- vegurinn gangi þokkalega. Ástand- ið hefur verið mjög erfitt, þrátt fyrir verulega aukningu. Fram- leiðsla hefur verið meiri, nýting á hráefnum og vinnslu er betri en áður, þrátt fyrir þetta gengur mönnum illa að ná endum saman. Þessu veldur fyrst og fremst fjár- magnskostnaðurinn sem er að sliga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.