Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 16
I » I 16 Tíminn DAGBÓK llllllllllllllllllilllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllll^ MUSICA NOVA: Tónleikar Nýja músíkhópsins Nýi músíkhópurinn mun halda tónleika í íslensku óperunni í kvöld, þriðjud. 3. jan. kl. 20:30. Þar verða frumflutt í Reykjavík fjögur íslensk tónverk: Milli- spil fyrir sjö eftir Atla Ingólfsson, Sjö- skeytla eftir Hilmar Þórðarson - en bæði þessi verk eru skrifuð fyrir hópinn, - Jarðardreki eftir Snorra Sigfús Birgisson (frumflutt af Jónasi Ingimundarsyni á Siglufirði sl. sumar, en heyrist nú í fyrsta sinn í flutningi höfundar) og raftónverkið Resonance eftir Kjartan Ólafsson, samið úr íslenskum hverahljóðum í tilrauna- stúdíói Finnska útvarpsins. Þá verða einnig flutt verkin Márchenbilder eftir danska tónskáldið Hans Abrahamsen og Dialogue entre Metopes eftir {talann Pietro Borradori. Þetta eru þriðju tónleikar Nýja músík- hópsins. Að þessu sinni koma fram 18 hljóðfæraleikarar sem starfa á íslandi, í Noregi, Þýskalandi, Hollandi, Sviss og Bandaríkjunum. Stjórnendurverðatveir, Guðmundur Óli Gunnarsson og Hákon Leifsson. Atli Ingólfsson býr nú í París og semur tónlist eftir tónsmíðanám á Ítalíu, Hilmar Þórðarson nemur tónsmíðar í Los Ange- les, Kjartan Ólafsson er að ljúka námi frá Sibelíusar-akademíunni í Helsinki, en Snorri er tónskáld og píanóleikari „vest- ast í Vesturbænum". Borradori og Abra- hamsen eru meðal fremstu ungra tón- skálda og margverðlaunaðir fyrir sína músík. Tónleikar Sigríðar Jónsdóttur Sigríður Jónsdóttir mezzósópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda Ijóðatónleika í Norræna húsinu á morgun, miðvikud. 4. jan. kl. 20:30. Sigríður Jónsdóttir hóf söngnám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söng- skólanum í Reykjavtk 1980. Að loknu stúdentsprófi 1985 hélt hún til Bandaríkj- anna til söngnáms við University of Illinois í Urbana-Champaign. Um þessar mundir lýkur hún Bachelorprófi í tónlist frá sama skóla. Þetta eru fyrstu opinberu tónleikar Sigríðar hérlendis. Á efnisskrá tónleikanna verða ljóða- söngvar eftir Gabriel Fauré, Frauenliebe 0LL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. 1PRENTSMIDIAN1 \Cl Smiðjuveqi 3, 200 Kópavogur. Sími45000. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Jónsson Ökrum við Nesveg lést á Landspítalanum 25. desember s.l. Anna G. Bjarnadottir Bjarni V. Guðmundsson María B. Sveinsdóttir Gunnlaugur Guðmundsson Hildur Hlöðversdóttir Jón E. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. t Innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Sigríðar Jónsdóttur Kvíum í Þverárhlíð Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir hjúkrun og umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Gleðilegt nýtt ár. Eggert E. Ólafsson Auður Þorsteinsdóttir RagnarÓlafsson Theódóra Guðmundsdóttir Þorgeir Ólafsson Helga Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn und - leben eftir Robert Schumann, íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Pál Isólfsson, útsetningar á írskum ballöðum eftir Benjamin Britten og Fred Weatherly og ítalskar antikaríur eftir Bononcini og Pergolesi. Félag eldri borgara Árshátíð Félags eldri borgara verður haldin að Hótel Sögu föstudaginn 6. janúar. Pantanir óskast sóttar á skrifstofu félagsins fyrir 5. janúar. Skákþing Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur 1989 hefst sunnud. 8. janúarkl. 14:00. 1 aðalkeppn- inni tefla keppendur í einum flokki ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku, á sunnu- dögum kl. 14:00 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19:30. Biðskákadagar verða inn á milli, nánar verður ákveðið um þá síðar. Lokaskráning í aðalkeppn- ina verður laugard. 7. jan. Id. 14:00- 18:00. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugard. 14. jan. kl. 14:00. Tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsun- artími 40 mín. á skák. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bóka- verðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Jólasýning í Gallerí Grjót í Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A, stendur nú yfir jólasýning, - scm jafn- framt er sölusýning. Á sýningunni eru verk þeirra 9 listamanna sem að galleríinu standa, þ.e.: Gestur Þorgrímsson, Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson. Ófeig- ur Björnsson, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Ragnhciður Jónsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), Þorbjörg Hösk- uldsdóttir og Örn Þorsteinsson. 011 verk- in á sýningunni eru til sölu. Opið alla virka daga frá kl. 12-18. KRÆKIBER Anna María Þórisdóttir hefur gefið út í bók greinar o.fl. sem hafa birst eftir hana á alllöngu áraskeiði. Bókinni gaf hún nafnið Krækiber en undir því nafni birtusf margar greinar hennar í Morgun- blaðinu (sunnudagsblaði). Anna María túlkar í skrifum sínum oft sjónarmið heimavinnandi kvenna og mæðra og gerir einarða en öfgalausa grein fyrir köllun þeirra og stöðu í samfélaginu. Átthagar Önnu Maríu eru í Þingeyjarsýslu og minnist hún þeirra með glöðu þakklæti vegna þess að hafa átt hamingjusama bernsku á fögrum slóðum. BILALEIGA meö utibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar ýdcT 'FjtjGtji r' ‘wJj'sAi'ú Þriðjudagur 3. janúar 1989 UTVARP/SJÓNVARP 6> Rás I FM 92,4/93,5 ÞRIÐJUDAGUR 3. janúar 6.45 Veðurfregnir . Bæn, séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fróttir kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfir- liti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30,8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn „Salómon svarti og Bjartur“ eftir Hjört Gíslason. Jakob S. Jónsson les (2). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 í pokahorninu Sigríður Pétursdóttir gefur hlustendum holl ráð varðandi heimilishald. 9.40 Landpósturinn - Frá Suðurnesjum Umsjón: Magnús Gíslason. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðar- dóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Þjóðhættir Umsjón: Stein- unn Harðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt- urnar sjö“ Ævisaga Moniku á Merkigili skráð af Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les (26). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Snjóalög - Snorri Guðvarðarson. (Frá Akur- eyri) 15.00 Fréttir. 15.03 Frakkar og Frónið okkar Island með augum Frakka. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Torfi Túliníus. (Endurtekinn þáttur frá nýársdegi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Franz Liszt. a. Píanósónata í h-moll. Louis Lortie leikur. b. Ljóðasöngvar. Brigitte Fassbánder syngur og Irwin Gage leikur á píanó. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá - Heimsendir sálarinnar Hlín Agn- arsdóttir segir frá uppsetningu á leikritinu „Lokaæfingu" eftir Svövu Jakobsdóttur í Tabard leikhúsinu í Lundúnum. (Einnig útvarpað á föstudagsmorgun kl. 9.30). 20.00 Litli barnatíminn (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Klrkjutónlist eftlr Otto Olsson. a. Prelúdía og fúga í dís-moll. Hans Fagius leikur á orgel kirkjunnar í Nederluleá. b. Te Deum op. 25 fyrir blandaðan kór, strengjasveit, hörpu og orgel. Anna Stángberg leikur á hörpu, Erik Lundkvist á orgel, Kór Táby kirkju syngur og Orfeus kammersveitin leikur. Kerstin Ek stjómar. 21.00 Kveðja að austan Úrval svæðisútvarpsins á Austurlandi í liðinni viku. Umsjón: Haraldur Bjarnason. (Frá Egilsstöðum) 21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinnar“ eftir Jón Björnsson Herdís Þorvaldsdóttir les (15). 22.00 Fréttir . Dagskrá morgundagsins . Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Leikrit: „Við erum ekki lengur í Grimms- ævintýrum" eftir Melchior Schedler Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: María Kristjáns- dóttir. Leikendur: Arnar Jónsson, Árni Tryggva- son, Edda Björgvinsdóttir og Oddný Arnarsdótt- ir. (Einnig útvarpað nk. fimmtudag kl. 15.03). 23.00 Tónlist eftir Franz Schubert. a. Sónatína í a-moll op. 137 fyrir fiðlu og píanó. Arthur Grumiaux og Robert Veyron-Lacroix leika. b. Píanósónata í B-dúr. Ingrid Haebler leikur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðar- dóttir. (Endurtekinn frá morgni). Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & FM 91,1 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Oiöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fróttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend- ingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlustenda- þjónustu Dægurmálaútvarpsins. 14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Sigríður Ein- arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Andrea Jónsdóttir segir frá nýjum plötum á fimmta tímanum og Ingvi örn Kristinsson flytur hagfræðipistil á sjötta tímanum. 19.00 Kvöldfréttir 19.33 Áfram ísland Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins Við hljóðnemann er Vernharður Linnet. 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum ensku Ensku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Málaskólans Mímis. Fyrsti þáttur endurtekinn frá liðnu hausti. 22.07 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúf- lingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmála- útvarpi þriðjudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 3. janúar 18.00 Berta (11). Breskur teiknimyndaflokkur í þrettán þáttum. Leikraddir Sigrún Waage og Þór Tulinius. Þýðandi Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir. 18.10 Á morgun sofum við út (11). (I morgon er det sovemorgon) Sænskur teiknimyndaflokkur í tíu þáttum. Sögumaður Kristján Eldjám. Þýð- andi Þorsteinn Helgason. (Nordvision-Sænska sjónvarpið) 18.25 Julian og Maríumyndin (Julian og den hellige jomfru). Julian er sex ára og býr í Mexíkó. Þar búa átján milljón manns og Julian er heppinn því hann á fjölskyldu og heimili. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Stéphane Grappelli. Franski fiðluleikarinn Stéphane Grappelli hefur verið einn helsti jassfiðluleikari heimsins í rösklega hálfa öld. Hann kom á Listahátíð í Reykjavík 1988 og er þessi þáttur upptaka frá tónleikum hans þar. Stjórn upptöku Gísli Snær Erlingsson. 19.50 Tommi og Jennl. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson. 20.50 Buster Keaton - Engum líkur (A Hard Act to Follow: Buster Keaton). Lokaþáttur. Breskur heimildamyndaflokkur í þremur þáttum. Þýð- andi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.45 Hannay (Hannay). Djarfur lelkur. Breskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 22.35 Hér stóð bær. Heimildamynd um smíði þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal eftir Hörð Ág- ústsson og Pál Steingrímsson. 23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok. 'Smt Þriðjudagur 3. janúar 16.40 Hong Kong. Noble House. Lokaþáttur endursýndur. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Deborah Raffin, Ben Masters og Julia Nickson. Leikstjóri: Gary Nelson. Framleiðandi og höf- undur: James Clavell. De Laurentiis Entertain- ment Group. 18.20 Eyrnalangi asninn. Nestor. Falleg teikni- mynd um asnann Nestor sem verður að athlægi fyrir löngu eyrun sín. Þýðandi: Ástráður Haralds- son. 18.45 Ævintýramaður. Adventurer. Spennandi framhaldsmyndaflokkur í ævintýralegum stíl. Aðalhlutverk: Oliver Tobias, Peter Hambleton og Paul Gittins. Leikstjóri: Chris Bailey. Fram- leiðandi: John McRae. Thames Television. 19.1919.19. Heil klukkustund af fréttaflutningi ásamt fréttatengdu efni.______________________ 20.30 íþróttir á þriðjudegi. Iþróttaþáttur með blönduðu efni úr víðri veröld. Umsjón Heimir Karlsson. 21.25 Landvinningar. GonetoTexas. Bandarísku vestrarnir hafa framleitt meira af goðsagnarper- sónum í gegnum tíðina en góðu hófi gegnir en engin þeirra kemst í hálfkvisti við Sam Houston sem var uppi frá 1793-1863. Um þrítugt var Sam orðinn ríkisstjóri í Tennessee og naut þar mikillar hylli almennings. Stjómmálaferill hans fékk þó skjótan endi og hann beið mikinn álitshnekki þegar nýbökuð brúður hans hafnaði honum. Vonlaus og bitur flytur hann til Chero- kee-indíánanna í leit að friði og einveru en þar hafði hann dvalið sem lítill drengur. Þar finnur hann ást og nýtur mikillar virðingar en ró hans er raskað á nýjan leik þegar bandarísk stjórn- völd falast eftir landi indíánanna. Sam heldurtil Washington til fundar við Bandaríkjaforseta sem sýnir málstað indíánanna lítinn skilning. Uppfrá því hefst öflug barátta Sams fyrir lýðræði og rétti indíána í Bandaríkjunum. Sam tókst ætlunarverk sitt að mestu en hann lauk ævi sinni í þeirri trú að líf hans hefði verið mistök frá upphafi til enda. Aðalhlutverk: Sam Elliott, Michael Beck og James Stephens. Leikstjóri: Peter Levin. Framleiðandi: J.D. Feigelson. Worldvision 1986. 23.45 Sólskinseyjan. Island in the Sun. Mynd þessi var gerð á seinni hluta sjötta áratugarins en á þeim tíma þótti hún í djarfara lagi. Aðalhlutverk: Joan Collins og Stephen Boyd. Leikstjóri: Robert Rossen. Framleiðandi: Darryl F. Zanuck. Pýðandi: Ágústa Axelsdóttir. 20th Century Fox 1957. Sýningartími 115 mín. Alls ekki við hæfi bama. 01.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.