Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. janúar 1989 Tíminn 15 Steingrímur Hermannsson forsœtisráðherra. Ég er sannfærður um að slík leið er vel fær en jafnframt veit ég að hættur eru margar. Því er nauðsynlegt að vera stöðugt á varðbergi. Góðir íslendingar. Á annan í jólum fékk ég mér góða gönguferð um Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Eftir stutt áhlaup á jóladag var runninn upp bjartur og fagur vetrardagur. í þessari hlíð renndi ég mér á skíðum sem strákur og gekk til rjúpna. Nú er hún friðuð, kjarrið er orðið kröftugt og greni- og furutrén, sem þarna voru gróðursett fyrir nokkrum áratugum, eru orðin há og falleg. Dásamlegt er að eiga slíkan stað svo nærri, og þeir eru reyndar um land allt. Þarna má finna frið, kyrrð og hreinleika, sem ísland eitt fárra landa á. Loftið var silfurtært og svo langt mátti sjá sem augað eygði. Ólíkt er það meginlandinu, þar sem varla grillir í enda götunnar eða næstu hæð í gegnum mettað, mengað loft. Á þessum fagra degi lögðu margir leið sína í Heiðmörkina. Þarna voru bæði fjölskyldur og einstakl- ingar á gangi og götuna utan girðingar riðu hópar hestamanna. Stórkostlegt er hvað útivist hefur færst í vöxt. Þeim fjölgar stöðugt, sem kunna að meta þennan fjársjóð, landið okkar. ~ Þegar ég gekk þarna um hlíðina varð mér hugsað til þess, sem Stephan G. Stephansson orti vestur við Klettafjöll um aldamótin síðustu. í hinu mikla kvæði Bræðrabýti segir frá bræðrunum tveim, sem erfðu landið nakið af aldanna notkun. „... bræðurnir tveir hrepptu börðin og blámel og flóðeyrar skörðin og urð, sem við háfjallið hékk“ „Og annar kvaðst björg mundi brjóta og brúnir þess öræfadals, því víst lægi gull milli grjóta“ „En hinn vildi landspellin laga um langeydda fjárbeit og tún oggróandann hæna inn á haga“ Þessi íslenski bóndi, Stephan G. Stephansson, sem var fátækur af veraldlegum auði en því ríkari af andlegri hugsjón, var langt á undan sinni samtíð. Fyrst nú á síðustu árum kunnum við almennt að meta þann boðskap, sem kvæði hans flytja. í þessu sama kvæði, Bræðrabýti, segir Stephan: „Að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum því svo lengist mannsævin mest. “ Eigum við ekki, íslendingar góðir, að láta þessi orð skáldsins frá Klettafjöllum ráða gerðum okkar á nýju ári. Þá mun okkur vel farnast. Ég þakka íslendingum öllum það ár sem er að líða. Guð gefi íslensku þjóðinni hamingju og farsæld á nýju ári. menningu. Við slíku ber að bregðast með uppeldi og menntun, þar sem feimnislaust er horfst í augu við framtíðina og hætturnar. Þessi þróun krefst þess einnig að vandað sé til þess efnis, sem íslenskir fjölmiðlar bjóða. Vel þótti mér takast á jóladag, þegar önnur sjónvarpsstöðin sýndi æviferil Halldórs Laxness en hin Jóns Sveinssonar, Nonna. Því miður þó á sama tíma. í raun er hér um svo stórt atriði að ræða, að ekkert má til spara, hvorki hugsun né fjármagn, ef af hagsýni er gert. Það er jafnframt staðreynd að menningarlegt sjálf- stæði verður illa varið án efnahagslegs sjálfstæðis. Þótt setja beri manngildið ofar auðgildinu, er það svo, að fjármagn þarf til flestra hluta. Ég er sannfærður um að mjög er orðið nauðsynlegt að huga vel að efnahagslegum grundvelli þjóðarbúsins, bæði til þess að stuðla að eðlilegum og sem áfalla- minnstum hagvexti. Fiskstofnarnir munu ekki lengi enn færa okkur aukinn auð. Þeim eru eðlileg takmörk sett. Orkulindirnar verða einnig innan tíðar fullnýttar. En við eigum marga aðra góða kosti. Til dæmis mun fiskeldið eflaust verða þjóðarbúinu ný og öflug stoð. Enn verðmætara hygg ég þó að þekking og hugvit muni reynast þjóðinni, ef það er ræktað með góðri menntun og stuðningi við vísindi, rannsóknir og þróunarstörf. Góður orðstír getur einnig verið dýrmætur. Ég efast um að önnur þjóð hafi á síðustu árum hlotið rneiri og að flestu leyti betri kynningu en við íslendingar. Landið er þekkt fyrir leiðtogafundinn í október 1986 og ekki síður fyrir þá mörgu íslendinga, sem skara fram úr á erlendum vettvangi fyrir andlegt og líkamlegt atgervi. Menn vilja kynnast framleiðslu þess lands og því landi sjálfu, þar sem loftið og vatnið er hreint, þar sem umhverfið er fagurt, þar sem fámenni er og kyrrð, þar sem meðalaldur verður hvað hæstur og heilbrigð þjóð unir við sitt. Þetta kann að hljóma sem öfgafull lýsing, en þeir eru ótrúlega margir erlendir menn, sem hafa slíka mynd af eyjunni okkar, og hún getur verið sönn, ef við viljum. Við ísíendingar eigum að nota okkur það góða álit, sem land og þjóð nýtur, og kappkosta að allt, sem íslenskt er, verði viðurkennt sem það besta, sem völ er á, hvort sem um er að ræða sjávarafurðir, ullarvörur eða aðra framleiðslu eða landið sjálft til ferðalaga og heilsubótar. Ég hef stundum haft orð á því, að ísland gæti orðið fundarstaður þeirra sem leita lausna á þeim fjölmörgu vandamálum sem mannkynið hrjá. Það væri ánægjulegt hlutskipti. Kostirnir eru margir og þeir geta tryggt efnahagslegt sjálfstæði þessarar þjóðar og orðið henni til góðs ef fyrirhyggja og forsjálni ræður gerðum okkar. Allt er þetta háð því, að við kunnum sjálf fótum okkar forráð. Loks vil ég nefna þær miklu breytingar, sem eru að verða í Vestur-Evrópu. Evrópubandalagið verður innan fárra ára stærsti markaður og ein voldugasta samsteypa heims. Því geta fylgt hættur fyrir sjálfstæði smáþjóðar, sem er í næsta nágrenni og er viðskiptalega háð þessum markaði. Sem betur fer virðist breið samstaða með þjóðinni um þá stefnu sem tvær ríkisstjórnir hafa boðað, að einangrast ekki en aðlagast þeim breytingum sem eru að verða í Evrópu, án þess að leita aðildar eða fórna nokkru af auðlindum landsins eða rétti sjálfstæðrar þjóðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.