Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 20
RfKISSKIP NtrriMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 ........WBSKMgk S MIBBBBÉHBHBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT18 • 108 REYKJAVÍK ÞRDSTUR 685060 VANIR MENN rtmmn ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 Bifreiðaskoðún íslands hefur fengið fyrstu skoðunarstöðina á hjólum, frá Hannover í Þýskalandi: Karl Ragnars við nýju færanlegu skoðunarstöðina sem Bifreiðaskoðun íslands tekur í notkun innan skamms. Tímamyndir Pjetur Færanleg skoðunarstöð annast landsbyggðina í dag byrjar skráning ökutækja eftir nýja númerakerfinu sam- kvæmt reglum dómsmálaráðu- neytisins. Munu ný ökutæki hcr eftir bera fast númer, tvo bókstafi og þrjá tölustafi, sem fylgir öku- tækinu þótt eigendaskipti eigi sér stað. í stað Bifreiðaeftiriits ríkis- ins tekur Bifreiðaskoðun íslands við skráningu og eftirliti með ökutækjum og verður hlutverk hennar að öðru leyti mestmegnis það sama og Bifreiðaeftirlitsins áður. Samfara þessu verður tekin í notkun fyrsta færanlega skoðun- arstöðin hér á landi. Karl Ragn-' ars framkvæmdastjóri Bifreiða- skoðunarinnar sagði færanlegu skoðunarstöðinni vera ætlað að fara í dreifðari byggðir landsins. Hann sagði mikla þörf vera fyrir hana, svo hægt verði að skoða bifreiðar landsbyggðarinnar á fullnægjandi hátt, án teljandi fyrirhafnar eigendanna. Skoðunarstöðinni er skipt í þrjár einingar, hvítar og bláar að lit. Fyrsta einingin er dráttarbíll sem einnig gegnir hlutverki raf- stöðvar, önnur er skrifstofa og svo skoðunarstöðin sjálf. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Bens en skoðunareiningin af gerðinni Doll. Hvorutveggja kemur frá Hannover í Þýskalandi og kostar einar 17 milljónir hingað komið. Hún mun eingöngu verða notuð við eftirlit með bifreiðum og verður þá þakinu lyft og hliðarnar færðar út með þar til gerðum rafeindabúnaði svo rúmmálið tvöfaldast. Pallur sem er bakhlið stöðvarinnar þegar hún er ekki í notkun, verður settur niður, bíl- arnir keyrðir upp hann og inn þar sem skoðunin fer fram. Karl sagði þá hjá Bifreiðaskoð'uninni ekki hafa þekkingu á því hvernig búnaðurinn virkar og mun þess vegna koma maður frá Þýska- landi á næstu dögum í því skyni að kenna þeim til verka. Skoðunarstöðvar sem þessa sagði hann vera mikið notaðar í Þýskalandi til að auka og betr- umbæta þjónustu við viðskipta- vini. Til að mynda væri farið með þær að stórmörkuðum á annatím- um og fólki gefinn kostur á að láta skoða bílinn sinn rneðan það verslaði. Þetta sagði Karl þó ekki verða gert hér, a.m.k. ekki til að byrja með, meðan þeir ættu ekki nema þessa einu. Veruleg hækkun verður á skoðunargjaldinu vegna viðbótar 25% söluskatts auk smávægilegra breytinga annarra á verðskránni. Eldri ökutæki munu geta haldið sínu gamla númeri, en við eig- endaskipti verður heimilt að skipta yfir í nýju gerðina. Bifreið dómsmálaráðherra var fyrsta ökutækið sem fékk nýja gerð númera nú stuttu fyrir ára- mót, en að auki hafa nokkrir bílar aðrir fengið ný númer. Bifreiöaskoðun íslands tekur við hlutverki Bifreiðaeftirlits ríkisins og starfsmaður hennar fjarlægir ummerki þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.