Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 3. janúar 1989 Áramótaávarp forseta íslands forréttindi í heimi sem hefur þungar áhyggjur af afleiðingum efnaiðnaðar og annarrar tækniþróunar. Við eigum orkulindir sem enn eru ekki nýttar nema að litlu leyti. Við eigum fengsæl fiskimið og þá mikilvægu þekkingu í góðum mönnum sem þarf til að nýta þau skynsamlega. Pað eru fríðindi hve fámenn þjóðin er, hve nálægt við stöndum hvert öðru; við getum komið skilaboð- um hvert til annars hraðar en nokkur önnur þjóð. Við erum hraust og þokkalega af guði gerð. Við eigum með öðrum orðum mikið í sjóði. Við höfum föng og þurfum ekki að koðna niður í erjum eða vanmetakennd. Pað er meðvitund um siðmenn- ingu okkar sjálfra sem fyrr og síðar er og verður okkur uppspretta til frjórra framfara. Við skulum muna að menning er að gera hlutina vel, hvert sem verkefnið er. Menning er einnig að beita sér fyrir því að leggja gott til mála með staðfestu og hæfilegu umburðarlyndi, - og gæta þess ætíð að staðna ekki í fari hins neikvæða. Við sitjum í flokki menningar- þjóða, - óskum þess sjálf að fá að sitja við sama borð og hámenningarþjóðir. Allar stundir höfum við verk að vinna í þessum anda. Við munum það vonandi vel að íslensk tunga er okkar besta sameign, okkar stærsta hnoss, ein helsta réttlætingtilveru okkar-sjálfur virðingarlyk- ill okkar að heiminum. Og við vitum það vonandi að þessi eign okkar má ekki rýrna. Við höfum á síðustu misserum séð gleðilega vakningu hjá ís- lenskri þjóð. Það hefur tekist að opna augu hennar fyrir því hve alvarleg gróðureyðing hefur átt sér stað ! landinu um aldir og breiða út skilning á því með hvaða ráðum er skynsamlegast að mæta þessum vanda. En til þess er nýr fróðleikur og ný sannfæring ævinlega fallin að hvetja til umhugsunar og lær- dóma: þegar við höfum lært að glíma við einn vandann ættum við þessvegna ávallt að spyrja okkur, hvort þær aðferðir sem þar dugi kunni ekki að eiga við á öðrum sviðum einnig. Og þar með vísa ég beint til uppblásturs í þeim hluta þjóðernis okkar sem tungan er og er mörgum áhyggjuefni. Fyrir nokkru sendi ágætur samtíðarmaður okkar, sem hefur meðal annars fengist við að finna orð til að hægt sé að tala um verkmenningu á íslensku, mér lista þar sem hann ber fram ýmsar áleitnar spurning- ar. Nokkrar þeirra vil ég nefna hér okkur öllum til umhugsunar. Ef tungunni hrakar ár frá ári, eins og margir vilja halda fram, vita stjórnvöld af því? Ber þeim einhver stjórnarfarsleg skylda til að bregðast við? Hvernig metum við það hvort tungunni hrakar? Hvert getur helst metið breytinguna? Hvort er mikilvægara í því efni, mál hinna eldri eða yngri? Getur tungunni hrakað svo mjög að hún glatist? Þýðir hnignun tungunnar að sjálfstæði þjóðarinn- ar sé í hættu og þarf þá að gera sérstakar ráðstafanir? Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar á síðastliðnu ári? Eru ráðstafanir í undirbúningi á þessu ári sem nú fer í hönd? Svo mætti áfram halda. Ég ætla mér ekki þá dul að svara þessum spurningum. Hitt er okkur ljóst að hér er um alvarlegt mál að ræða. Við vitum að það þarf meira til en að slá á slettur eins og hæ hæ og bæ bæ, sem unglingar, liðsmenn mínir, eru nú að reyna að kenna ungviðinu, grænjöxlum, að er hlægileg kveðja á íslensku. Unglingar eru áreiðan- legt fólk sem vert og hyggilegt er að treysta. Það er þar á ofan ekki nóg að leggja sig fram við að varðveita gömul orðatiltæki og réttar beygingar orða - þannig að píta sé ekki seld með egg eða fisk heldur eggi eða fiski á skyndibitastöðum. Umfram sjálfa varðveislu hins talaða og ritaða máls þarf að smíða ný orð af glöggskyggni, svo íslendingar geti talað saman um sín eigin mál á öllum sviðum á sinni eigin tungu. Hér er þörf stórra átaka sem kosta vinnu og fé. Sú er samábyrgð okkar. Einkaábyrgð hvers og eins er að hafa löngun og vilja til að taka á málfari sínu, vanda orðfæri sitt og auðga, rétt eins og menn vilja ganga vel um hús sín og fara góðum höndum um eignir sínar. Illlllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Úrslitin í gær urðu þessi: 1. deild: Coventry-Sheflield Wednesday........5-0 Luton-Southampton....................6-1 Middlesbrough-Manchester United ... 1-0 Millwall-Charlton ...................1-0 Newcastle-Derby......................0-1 Nottingham Forest-Everton............2-0 Queen’s Park Rangers-Norwich........1-1 West Ham-Wimbledon...................1-2 Úrslitin í 2. deild: Barnsley-Hull........................0-2 Birmingham-Oldham....................0-0 Blackburn-Stoke......................4-3 Bournemouth-Brighton.................2-1 Bradford-Sunderland..................1-0 Crystal Palace-Walsall ..............4-0 Ipswich-Leicester....................2-0 Manchester City-Leeds................0-0 Oxford-Chelsea.......................2-3 Plymouth-Watford.....................1-0 Portsmouth-Swindon...................0-2 West Bromwich-Shrewsbury ............4-0 Úrslitin í 3. deild: Aldershot-Cardifl....................0-1 Blackpool-Bury.......................2-2 Bolton-Mansfleld.....................0-0 Bristol City-Bristol Rovers .........0-1 Fulham-Brentford.....................3-3 Huddersfleld-Southend................3-2 Northampton-Preston..................1-0 Port Vale-Notts County ..............1-0 Sheflield United-Chesterfield........1-3 Swansea-Reading .....................2-0 Wigan-Gillingham ....................3-0 Wolverhampton-Chester................3-1 Úrslitin í 4. deild: Doncaster-Scarborough ...............3-1 Grimsby-Colchester...................2-2 Halifax-Scunthorpe ..................5-1 Hartlepoole-Rotherham................1-1 Rochdale-Leyton Orient...............0-3 Tranmere-Burnley.....................2-1 Wrexham-Darlington...................3-3 York-Lincoln.........................2-1 BL Enska knattspyrnan: Mick Harford gerði 2 mörk fyrir Luton í gærkvöld. Stórsigrar Luton og Coventry í gærkvöld í gærkvöld var leikin heil umferð í ensku knattspyrnunni. Helst bar til tíðinda að Coventry og Luton unnu sannkallaða stórsigra. Coventry vann 5-0 sigur á Sheffield Wednes- day og Luton vann 6-1 sigur á Southampton. Manchester United þurfti að láta í minni pokann fyrir Middlesbrough á útivelli 0-1. Derby County náði sér á strik að nýju og vann 1-0 útisigur á Newcastle. Hinn 35 ára gamli Andy Taylor lék sinn fyrsta leik í 1. deild eftir nærri 9 ára fjarveru, er hann kom inná sem varamaður í liði Norwich gegn QPR. Taylor skoraði fyrir Norwich á 59. mín. en Mark Falco jafnaði fyrir QPR einni mínútu fyrir leikslok. Skoski landsliðsmaðurinn Dave Speedie gerði þrennu í stórsigri Coventry gegn Sheffield Wednes- day. Þeir Roy Wegerle og Hick Harford gerðu tvö mörk hvor í stórsigri Luton gegn Southampton. Sigur Luton í gærkvöld er stærti sigur liðsins á keppnistímabilinu, en Sheffield liðið tapar nú hverjum leiknum á fætur öðrum með miklum mun, liðið hefur ekki unnið í síðustu 7 leikjum sínum. Garmisch-Partenkir- Chen. Finninn fljúgandi, Matti Nykanen, sigraði í heimsbikar- keppninni í skíðastökki á nýársdag, þegar önnur keppnin af fjórum fór fram í Garmisch-Partenkirchen í V-Þýskalandi. í öðru sæti varð A- Þjóðverjinn Jens Weissflog, en landi Nykanens, Finninn Risto Laakko- nen varð í þriðja sæti. Madrid. Real Madrid og Barce- lona eru enn í efstu sætum spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir leika nú um áramótin. Barcelona sigraði Athletico Madrid 3-1 á nýárs- dag á útivelli, en Real Madríd vann Espanol 4-1 á útivelli á gamlársdag. London. Sovéska landsliðið í körfuknattleik tekur um þessar mundir þátt í alþjóðlegu móti í Englandi. Sovéska liðið lék á nýárs- dag gegn skoska liðinu Murray Liv- ingston í undanúrslitum mótsins. Þau óvæntu úrslit urðu í leiknum að skoska félagsliðið sigraði sovéska landsliðið í leiknum 72-66. Leik- menn skoska liðsins höfðu leikinn í hendi sér eftir að hafa gert 15 fyrstu stigin, án þess að sovéska liðinu tækist að svara fyrir sig. Það var leikstjórnandi Livingston, Banda- ríkjamaðurinn Victor Fleming, sem var maðurínn á bak við sigur skoska liðsins á Ólympíumeisturunum. Stig- ahæstir skosku leikmannanna voru Tommy Collier með 19 stig, Lewis Yong með 18, Jason Foggerty með 13 og Iain Maclean með 12. Hjá sovéska liðinu voru Alexander Vol- kov og Sergei Tarakanov stigahæstir með 18 stig, en Viktor Breznov skoraði 12 stig. ParíS. Finnski rallkappinn Arí Vatanen sigraði í 4. hluta París-Da- kar rallsins, en á nýársdag var haldið inní V-Afríkuríkið Niger. Vatanen ekur Peugeot bifreið, en félagi hans í Peugeot-liðinu Jacky Icky, sem hefur verið einráður í rallinu fram að þessu, varð annar. Icky er þó enn efstur að stigum þegar á heildina er litið. New York. í gær voru 2 leikir í úrslitakeppni NFL-deildar ameríska fótboltans. f undanúrslitum í Amer- ican-deildinni vann Buffalo Bills 17- 10 sigur á Houston Oiiers og á National-deildinni vann San Fran- cisco ’49 ers stórsigur á Minnesota Vikings 34-9, einnig í undanúrslit- um. Mílanó. Ruud Gullit er nú kom- inn á fulla ferð með liði sínu AC Mflan eftir að hafa átt við meiðsl að stríða um tíma. Gullid sagðist í gær ekki vera búinn að gefa upp alla von um að iiðinu tækist að verja meist- aratitilinn, en liðið er nú 8 stigum á eftir nágrönnum sínum Inter Mflan, en Inter hefur 20 stig af 22 möguleg- um í deildinni. Napólí er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig. New York. um áramótin voru nokkrir leikir í NHL-íshokkídeild- inni. Úrslit urðu þessi: N.Y.Rangers-Chicago Black Hawks . 4-1 Pittsburgh Pen.-N.J.Devils........8-6 Philadelphia FI.-Buffalo Sabres ... 3-2 N.Y. Islanders-Washington Capit . . 6-4 Hartford Whalers-Detroit Red W. . 3-2 Calgary Flames-Winnipeg Jets .... 4-4 Montreal Can.-Edmonton Oilers . . 4-2 Toronto M.L.-Quebec Nordiques . . 6-1 Minnesota North Stars-St.Louis ... 6-2 Toronto Maple Leafs-Chicago B.H. 3-3 Montreal Canadiens-Vancouver C. . 4-0 Lið Calgary Flames sem leikur í Smythe-ríðli Campbell deildarinnar stendur allra liða best að vígi í deildinni með aðeins 4 tapleiki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.