Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. janúar 1989 Tíminn 5 Reynt er að gera Atvinnutryggingarsjóð tortryggilegan. Steingrímur Hermannsson segir um starfsemi sjóðsins: „Grundvöllur frekari efnahagsráðstafana“ „Þetta mái hefur verið skoðað af bæði bönkum og ríkislög- manni og niðurstaðan er sú að Atvinnutryggingarsjóður er vitanlega ríkisstofnun og ríkið því ábyrgt fyrir sjóðnum að svo miklu leyti sem eignum hans nemur. Sjóðurinn kemur til með að eignast mikið af skuldabréfum frá fyrirtækjum sem hann tekur við í stað þeirra sem hann gefur út. Gunnar Hilmarsson, formaður Atvinnutryggingarsjóðs, á skrifstofu sinni. Þessi mál eru öll í athugun en það er allt of mikið gert úr því að ekki standi góðar tryggingar að baki sjóðnum. Sú er nefnilega raunin þó að ekki sé tekið fram að ríkisábyrgð sé á öllum hans gerðum.“ Þetta sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í gær, en fram hefur komið í fréttum að tregðu hefur gætt hjá lífeyrissjóð- um og bönkum með að kaupa skuldabréf sjóðsins af fyrirtækjum sem notið hafa fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Atvinnutryggingarsjóður af- greiddi lán til 7 fyrirtækja milli jóla og nýárs að upphæð um 150 millj- ónir króna og sagðist forsætisráð- herra ekki vita til að þau, né önnur skuldabréf sjóðsins, hefðu verið seld með afföllum á gráa markaðn- um og hann vonaði að svo væri ekki. Fram kemur í fréttabréfi Sam- bands almennra lífeyrissjóða að lífeyrissjóðirnir hafni skuldbreyt- ingum með þeim hætti sem kveðið er á um í reglugerð Atvinnutrygg- ingarsjóðs. Forsendurnar eru þær helstar að lánin séu ekki með ríkisábyrgð heldur ábyrgist Atvinnutryggingar- sjóður skuldabréf fyrirtækjanna með eigum sínum. Samkvæmt reglugerðum er lífeyrissjóðunum óheimilt að taka við bréfunum nema að til komi ríkis- eða banka- ábyrgð. Auk þess telja lífeyrissjóð- irnir að vextir af bréfunum séu of lágir en að hægt verði að selja þau á verðbréfamarkaði með 20-25% afföllum. Steingrímur Hermannsson sagði það skoðun lögfræðinga að ríkið væri ábyrgt fyrir jafn miklum skuldúm og næmu eignum At- vinnutryggingarsjóðs. Ef sjóðurinn gæfi hins vegar út fleiri skuldabréf og tæki á sig meiri skuldbindingar en sem nemur eignum hans, þá væri ríkið ekki ábyrgt fyrir því sem þar væri umfram. Það væri að vísu rétt að ekki væri tekið fram um ríkisábyrgð á hverju einasta láni sjóðsins. Hins vegar fælist viss hálfsannleikur í við- brögðum lífeyrissjóðanna. Steingrímur sagði síðan: „Mér finnst það vera í raun og veru spurning hvort sumir þessir sjóðir eins og til dæmis Lífeyrissjóður sjómanna og fleiri lífeyrissjóðir vilja taka þátt í því að lagfæra í sjávarútveginum og ég hefði nú haldið að fáum stæði það nær en slíkum aðilum. Þá má segja að búið sé að þyrla upp svo miklu moldviðri í kring um þennan sjóð og ég verð að taka undir það sem formaður sjóðsins og fleiri hafa sagt að það virðist nánast að því stefnt að gera hann sem tortryggilegastan. Okkar niðurstaða er sú eftir því sem við skoðum þessi mál betur að einmitt þessi skuldbreyting sé nán- ast grundvallaratriði fyrir aðrar aðgerðir í sjávarútvegi og efna- hagsmálum." Tíminn spurði forsætisráðherra hvort hann liti svo á að um pólitíska aðför væri að ræða gegn tilveru og starfsemi sjóðsins og sagði hann að menn gætu sjálfsagt ályktað það. Fréttastofa Sjónvarpsins hefði leyft sér að flytja fréttir sem væru með ótrúlegum endemum þannig að hann liti svo á að viljandi eða óviljandi hefði Sjónvarpið með frétt sinni á annan í jólum spillt fyrir starfsemi sjóðsins en einkum gert viðtakendum bréfanna erfitt fyrir. Gunnar Hilmarsson stjórnarfor- maður Atvinnutryggingarsjóðs sagði í gær að margir lífeyrissjóðir hefðu þegar samþykkt bréf sjóðs- ins en vissulega tregðuðust margir sjóðir og bankar enn við sem gerði þeim fyrirtækjum erfitt fyrir sem væru að laga til í sínunt rekstri. Hann sagði að neikvæð og á stundum röng umfjöllun um At- vinnutryggingarsjóð hefði orsakað tortryggni í garð hans og rýrt það gagn sem sjóðnum er ætlað að vinna. Þá sagði Gunnar að staðið hefði í forráðamönnunt sjóða og pen- ingastofnana að marka stefnu gagnvart skuldabréfum sjóðsins. Því ríkti óvissa um þessi mál sem væri illviðunandi því forráðamenn fiskiðnaðarfyrirtækjanna yrðu að vita að hverju þeir gengju áður en þeir taka við bréfum sjóðsins. Varðandi afstöðu Samtaka al- mennu lífeyrissjóðanna til skuldabréfa sjóðsins sagði Gunnar hana skjóta skökku við þá stað- reynd að margir sjóðanna hefðu keypt hlutabréf í fyrirtækjum sem mun lakari trygging væri fyrir en bréfum Atvinnutryggingarsjóðs. - En eru skuldabréf sjóðsins vafasamir pappírar? Bráðabirgðalögin sem núver- andi ríkisstjórn setti þegar hún tók við stjórnartaumum verða lögð fram á Alþingi til staðfestingar nú þegar þing kemur saman í þessari viku. Fastlega er búist við að þau verði samþykkt þar sem meirihluta- stuðningur við þau liggur fyrir. í lögunum eru ákvæði um að Atvinnutryggingarsjóður falli und- ir Byggðastofnun innan næstu tveggja ára en ríkið ábyrgist sem kunnugt er alfarið Byggðastofnun og allar hennar skuldbindingar. Það ætti að taka af öll tvímæli um að ríkisábyrgð verður á öllum skuldabréfum Atvinnutryggingar- sjóðs þegar afborganir hefjast af þcim. - sá Innflutningsgjald af bílum hækkaði um áramótin um 11 % Bílar hækka um 6-8% Nú um áramótin gekk í gildi hækkun á innflutningsgjaldi af bílum og bifhjólum og nemur hækkunin 11% í hverjum gjaldflokki. Innflutningsgjaldið leggst á svokallað C.I.F. verð sem er verk- smiðjuverð að viðbættu flutningsgjaldi, tryggingum og uppskipunar- kostnaði. Bensín og nýir bílar dýrari á nýju ári vegna aukinnar skattheimtu: BENSÍNLÍTRI KOSTAR 41 KR. Innflutningsgjaldið leggst á í sjö gjaldflokkum eftir vélastærð eða þyngd bílanna og er nú eftir 11% hækkunina allt frá 16% af minnstu bílunum upp í 66% af þeim stærstu og öflugustu. Á þennan hátt er leitast við að ýta undir að fólk eigi og aki litlum sparneytnum bílum en það hefur verið gagnrýnt af þeim sem láta sig umferðarmál varða. Segja þeir að smáir bílar veiti ökumönnum og „Ræninginn" í varðhald Maðurinn sem vippaði sér inn- fyrir borð gjaldkera eins í Búnað- arbankanum á föstudag og greip með sér fjögurhundruð þúsund krónur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. janúar og gert að sæta geðrannsókn. - ABÓ farþegum minni vörn við árekstra og útafakstur. Meðalgjald fyrir hækkun var 24% en verður um 35% nú eftir hækkun. í fréttatilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu segir að áhrif þessarar hækk- unar á verð bifreiða séu nokkuð vandmetin þar sem á móti hærra innkaupsverði vegi að öllum líkind- um það að úr innlendri eftirspurn dragi. í ljósi reynslu af gengisfellingunni sl. haust þegar áhrifa gengisfellingar- innar gætti lítt í bílverði innanlands þá megi búast við að bílar hækki að jafnaði í verði um 6-8%. Haft var samband við nokkur bifreiðaumboð í gær og bar þeim saman um að talsverður kippur hefði komið í sölu nýrra bíla milii jóla og nýárs og voru það einkum stærri og vandaðri bílar sem seldust og var verulega mikið að gera hjá sumum umboðum. Hjá Bílvangi fengust þær upplýs- ingar að mikill kippur hefði komið í sölu stórra og vandaðra bíla og hefðu ástæður þess virst tvennar: í fyrsta lagi hefðu menn viljað halda í gömlu númerin sín sem lengst og þvf fengið sér vandaða bíla sem líklegir væru til að endast lengi. í öðru lagi hefði verið almennur ótti við gengisfellingu og fólk viljað tryggja sér bíl fyrir hana. Verið væri að reikna út hve mikið bílar Bílvangs hækkuðu vegna inn- flutningsgjaldsins og yrði því verki vart lokið fyrr en seinnipart dags í dag. Þó væri orðið ljóst að Chevrolet Monza, sem er bíll af millistærð, muni hækka um nálægt 8%. Ólafur Friðsteinsson hjá Brim- borg sem flytur inn Daihatsu og Volvo bíla taldi að meðalhækkun yrði milli 5 og 6% en ef hækkunin legðist jafnt á alla gjaldflokka bíla þá yrði verðmunur milli einstakra tegunda sá sami og áður. Hann sagði að mikill kippur hefði komið í sölu stærri og vandaðri bíla milli jóla og nýárs og hefðu þeir sem festu kaup þá sparað talsverðar fjár- hæðir þótt ekki væri um að ræða mikla hækkun í prósentum talið. Þannig mætti búast við að algeng- ustu tegundir Volvobíla kostuðu nú 60-80 þúsund krónum meira en fyrir áramót. Volvo 240 sem kostaði um milljón fyrir áramót kostaði nú 1.060 þús. kr. og Volvo 740 sem kostaði um 1.345 þús. kr. færi í 1.425 þús. kr. - sá Lítrinn af blýlausu bensíni kostar nú 41 krónu en kostaði á gamlársdag kr. 36,60 en þessu veldur nýi bensín- skatturinn eða bensíngjaldið sem lagt var á á nýársdag. Nýja bensíngjaidið er 16,70 kr. á hvern lítra en var áður 12,60 kr.; hækkunin er kr. 4,10 á hvern lítra. Gjaldið er lagt á samkvæmt heim- ild í lögum um að hækka megi bensín í takt við hækkun bygginga- vfsitölu. Heimild þessi hefur ekki verið nýtt síðan í október 1987, eða síð- ustu fimmtán mánuði og bensíngjald því haldist óbreytt þennan tíma þótt almennt verðlag í landinu hafi hækk- að um 25-30% Gjaldið leggst við stofnverð bens- íns sem er kostnaðarverð að við- bættri þóknun olíufélaganna og verðjöfnunarsjóðsgjaldi þannig að ríkissjóður fær líka nokkru hærri söluskatt af bensínlítranum nú. Alls fær því ríkissjóður tæpum fimm krónum meir af hverjum bens- ínlítra nú en fyrir áramót. Þetta upplýsti Lárus Ögmundsson hjá tekjudeild fjármálaráðuneytisins. í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að tekjuauki ríkissjóðs vegna gjalds- ins nemi 2,6 milljörðum króna á árinu en hækkun gjaldsins veldur um 12% hækkun á bensíni til neyt- enda. Eftir hækkunina þá er bensínverð hér á landi svipað og það var fyrir þrem árum þrátt fyrir að almennt verðlag hafi á sama tíma hækkað um 70%. -sá Breytingar á skráningu VISA-færslna: Kennitala Frá og með áramótum hefur verið tekin upp kennitala í stað nafnnúmers í VlSA-kerfinu. í framtíðinni mun því kennitala birtast á öllum skjámyndum, kortum og listum kerfisins. - ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.