Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 12. janúar 1989 =^p= ■v BIFREIÐA- HLUNNINDI Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsluskyld og skulu þau metin honum til tekna þannig: Af bifreið sem tekin var í notkun á árunum 1987 og 1988 eða tekin verður í notkun á árinu 1989 skal meta 20% af kostnaðarverði bifreiðarinnar sem hlunnindi til tekna. Af eldri bifreið skal meta 15% af kostnaðarverði sem hlunnindi til tekna. Kostnaðarverð er skilgreint sem staðgreiðsluverð sam- kvæmt verðlista á sams konar bifreið nýrri af árgerð 1989, að meðtöldum kostnaði vegna hvers konar auka- og sérbúnaðar. Verðlisti fæst hjá skattstjór- um og RSK. Hafi launamaður greitt hluta af verði bifreiðar skal lækka verð bifreiðarinnar til hlunnindamats um þá fjárhæð sem launamaðurinn sjálfur greiddi. Mánaðarleg hlunnindi teljast 1/12 af hlunnindamati bifreiðar. Ef afnot launamanns eru takmörkuð við hluta af mánuði skal meta bifreiðahlunnindi hans í réttu hlutfalli við þann dagafjölda í mánuðinum sem hann hefur afnot af bifreiðinni. Greiði launamaður eldsneyt- iskostnað (og smurningu) skal lækka hlunnindamat um 4 prósentustig, þ.e. í 16% eða 11 % eftir aldri bifreiða. Heimilt er að lækka hlunnindamat ef launamaður greiðir annan rekstrar- kostnað enda afhendi launamaður launagreiðanda sínum kvittanir frá þriðja aðila fyrir slíkum kostnaði og fái hann ekki endurgreiddan. Greiði launamaður launagreið- anda sínum fyrir afnot af bifreið endur- gjald sem er lægra en hlunnindamat, skal mismunurinn teljast launamanni til tekna. Launamanni, sem hefur takmörk- uð not af bifreið launagreiðenda, skal meta til hlunninda 10 kr. per ekinn km. Þetta á þó ekki við akstur milli heimilis og vinnustaðar ef slíkur akstur er hon- um ekki til hagsbóta. Endurgreiddur kostnaðurtil launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, er metinn þannig: Kílómelragjald undir viðmiðunarmörkum: Fyrir 1-10.000km 16.85 pr. km. Fyrir 10.001-20.000km 15. lOpr. km. Fyrir 20.001 km. -> 13.30pr.km. Þar sem kílómetragjald er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi aðfylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra, sem miðastvið „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður, má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir: Fyrir 1-10.000km akstur-sérstaktgjald — torfœrugjald Fyrir 10.001-20.000km akstur-sérstaktgjald — torfœrugjald Umfram 20.000 km akstur - sérstakt gjald — torfœrugjald hœkkun um 2.60 kr. pr. km. hœkkun um 7.00 kr. pr. km. hœkkun um 2.30 kr. pr. km. hœkkun um 6.25 kr. pr. km. hœkkun um 2.05 kr. pr. km. hœkkun um 5.55 kr. pr. km. Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu vegna kílómetragjalds er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmerökutækis. RSK RlKISSKATTSUÓRI Bruninn að Réttarhálsi 2: Iðgjöld metin eftir áhættu Bruninn að Réttarhálsi 2 hefur vakið upp spurningar hver komi til með að borga tjónið sem af hlaust, ekki síður í ljósi þess hvernig brunavörnum var háttað í húsinu. Þá hefur félagsmáia- ráðherra farið fram á við brunamálastjóra að fram fari rannsókn á brunanum. Kristinn Guðmundsson forstöðu- maður Húsatrygginga Reykjavíkur sagði í samtali við Tímann að tjónið skiptist á milli Húsatrygginga Reykjavíkur og endurtryggingafé- lagsins, en það færi eftir því hversu tjónið væri mikið. Aðspurður hvort brunavarnir í húsum sem þessum skiptu engu máli, sagði hann svo ekki vera. „Við höfum skyldutrygg- ingu og því skyldugir að tryggja nær allt húsnæði í Reykjavíic," sagði Kristinn. Hann sagði að Húsatrygg- ingar væru með sérstaka taxta fyrir hús og væru þeir misháir eftir því hvernig starfsemi færi fram í húsinu. „Hærri eftir því sem áhættan er meiri. Þannig kemur þetta fram í iðgjöldunum,“ sagði Kristinn. Ef tekið er dæmi af tveim fyrir- tækjum með svipaðan eða sama atvinnurekstur, en brunavarnir þess- ara fyrirtækja eru í öðru tilvikinu engar, en til fyrirmyndar í hinu. Góðar brunavamir hafa ekki áhrif á iðgjöld og því greiða þau sama iðgjald og hafa sama rétt til trygg- ingabóta. Kristinn sagði aðspurður um þetta atriði, að reiknað væri með að brunavamir væm í lagi. „Við höfum Brunamálastofnun ríkisins og brunavarnaeftirlit til að fylgjast með þessu. Svo þegar húsið er byggt þá er byggingafulltrúi sem sér um að teikning sé ekki samþykkt og húsið nái ekki fram að ganga nema sýnt sé fram á að brunavamafrágangur sé eðlilegur. Auðvitað geta eigendur verið með ýmis frávik, s.s. að breyta húsinu og annað sem veldur aukinni áhættu, því getum við ekki fylgst með,“ sagði Kristinn. {ljósi þess að brunavömum húss- ins var áfátt í veigamiklum atriðum og hólfun hússins með eldtraustum veggjum ekki eins og vera skyldi þá vaknar upp sú spuming hvort hægt sé að fara í skaðabótamál við þá sem hér eiga hlut að máli. Aðspurður um þetta atriði sagði Kristinn: „Það er ekkert útilokað í því. Þeir geta lent í refsiábyrgð sem staðið hafa að því sem aflaga fór. Þeir hafa skyldur, byggingameistarinn og húseigandinn sem slíkur, ef um vítavert gáleysi er að ræða.“ Kristinn sagði aðspurður að þessi möguleiki hefði ekkert verið ræddur. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir hefur sent brunamála- stjóra ríkisins bréf þar sem óskað er eftir greinargerð hans um brunann að Réttarhálsi 2. f henni á m.a. að koma fram hvort brunavömum hafi verið áfátt, með hvaða hætti bmninn varð og upplýs- ingar um framgang slökkviliðsins. -ABÓ Umferöarreglur eru til I ' okkar vegna - Vlrðum reglur vðrumst slys. T -I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.