Tíminn - 12.01.1989, Side 8

Tíminn - 12.01.1989, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 12. janúar 1989 Timitin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Slakt umferðaröryggi Á síðasta ári fjölgaði íbúum Reykjavíkur um tæp þrjú þúsund og á sama tíma fækkaði þeim sem tóku sér far með strætisvögnum borgarinnar um eina milljón. Bílaeign borgarbúa jókst að sama skapi. Af sjálfu leiðir að umferðarþunginn eykst jafnt og þétt og ekki síst fyrir þá sök að skipulagið þenur borgina yfir æ stærra svæði og er 10 til 15 km akstur orðinn algengur á milli heimila og vinnustaða, og er hér átt við aðra leiðina. En langt er frá að síaukinni umferð sé mætt af yfirvöldum með þeim hætti sem þörf er á. Skipulag umferðarmannvirkja er langt á eftir annarri upp- byggingu. Umferðaryfirvöld sofa á verðinum og umferðar- lagabrot eru fáránlega algeng og virðast ökumenn komast óáreittir upp með nánast hvað sem er. Ökukennsla er greinilega í molum og engar úrbætur í sjónmáli. Viðamikið menntakerfi lætur sig umferð- arfræðslu litlu varða og virðist helst enginn bera ábyrgð á handahófskenndri og ófullnægjandi fræðslu um þessi mikilvægu mál. Hvergi á landinu er umferðarþunginn eins mikill og í Reykjavík og þar verða flest slysin og óhöppin. En þar er umferðareftirlit í algjöru lágmarki og hvergi leika fleiri ökuníðingar lausum hala. Öku- hraði, sem er 20-30 km meiri en löglegur há- markshraði, er algengur og segir sig sjálft hve varasamt slíkt framferði er í þröngum götum þéttbýl- isins og oft við slæm skilyrði. Langt er síðan farið var að skipta götum í akreinar og setja reglur um notkun þeirra. En aldrei hefur tekist að koma þeim reglum inn í höfuðið á bílstjórum og þær sýnast hafa farið framhjá ökukenn- urum. Pað gerir líka illt verra að mikilvæg öryggisatriði eins og merkingar akreina og örvar sem sýna hvernig á að nota þær mást út og mánuðum og árum saman eru svona nauðsynlegar leiðbeiningar hvergi sjáan- legar. Ekki dugir að kenna nagladekkjum og kostnaði um að öryggismerkingar á götum séu vanræktar. Það er helber og hættulegur slóðaskapur að endurnýja þær ekki og á ekki að líðast. Síðast í gær birtust fréttir um 17 árekstra á stuttum tíma. Fjórir þeirra urðu í Ártúnsbrekku, sem orðin er einn hættulegasti vegarkafli í veröldinni. Þarna eru 4 akreinar í tvær áttir og hvergi merking eða neins konar leiðbeiningar. Meðalhraðinn er 30-40 km meiri en löglegur hámarkshraði. Aðgerðarleysi yfirvalda og ólöghlýðni og dóm- greindarleysi ökumanna valda hræðilegri slysatíðni og hrikalegu eignatjóni á þessum tiltölulega stutta vegarkafla og viðkomandi yfirvöld hafa ekki einu sinni manndóm til að mála upp akreinaskil, hvað þá að gera enn öruggari ráðstafanir til að stemma stigu við hörmunginni og mun Ártúnsbrekkan halda áfram að verða fórnaraltari slappleikans um ófyrir- sjáanlega framtíð. En miklu víðar þarf að taka til höndum við að bæta umferðarmannvirki og þá ekki síst með tilliti til aukins öryggis. GARRI -ýL Á- Af pokamálum Töluvert (jaörafuk vkrð út af því á dögunum þegar mat vöru verslanir ætluðu að fara að selja plastpokana á fimmkall. Hingað til hefur það tíðkast að búðimar létu fólk fá þcssa poka ókeypis. Af því hefur leitt óhemju pokabruðl. Á þá er litið sem verðlausa hluti og farið með þá sem slíka. Þeir era fjúkandi um allt, jafnvel uppi í óbyggðum og á fjörum þar sem þeir eru farnir að vera til verulegra náttúruspjalla. Þeir liggja þar öllum til andstyggð- ar, og það versta við þennan ósóma er að hann eyðist ekki með tíman- um. Þrátt fyrir öll lætin í fjölmiðlum út af plastpokamálinu er Garri samt þeirrar skoðunar að hér hafi verslanimar verið á réttri leið. Þar veldur mestu að hluti af pokaverð- inu átti að renna tU Landverndar, samtaka sem vinna að verndun gróðurs, lands og íslenskrar nátt- úru. Með þvi móti hefði tvennt unnist. Dregið hefði úr bruðlinu með pokana og stuðlað hefði verið að náttúruvcrnd. Álagningin Það er mU(U lenska hér að vor- kenna kaupmönnum aldrci. Þeim er gjarnan bölvað í bak og fyrir, og það jafnt þeim úr hópi þeirra sem þó veita góða þjónustu. Á þessu kann Garri ekki skýringu, nema það sé gamalt ör á þjóðarsálinni frá tímum dönsku einokunarkaup- mannanna. En hvað sem því líður þá er engin leið að neita því að verslunin veitir þjónustu sem vont er að vera án. Og enginn neitar því að fyrir þessa þjónustu verður að borga. Það er líka viðurkcnnt að síðustu misserin hefur álagning ■ verslun hér verið keyrð ákafiega hart niður. Þetta hefur verið gert með þvi að auka frelsi í álagningu og samkeppni á markaðnum. Þetta hefur svo bæst við hitt, að með stórbatnandi samgöngum er landið í sívaxandi mæli að verða að einu verslunarsvæði. Fólk á Norður- og Austuriandi, svo dæmi -sé tekið, vcrslar þannig stöðugt meir i Rcykjavík. Það felur svo í sér að heimabúðir á þessum stöðum eru komnar i beina samkeppni við búðirnar í Keykjavík, sem hefur ekki orðið til að létta þcim róður- inn. Að vísu er það rétt að verðið á plastpokunum er þegar reiknað inn í álagninguna. En verslunin er þó tæpast svo ofsæl af því sem hún ber úr býtum í dag að ástæða sé til að sjá ofsjónum yfir þvi þó að örfáar krónur renni til hennar fyrir pokana. Úti á landi er líka að þvi að gæta að þetta verður væntan- lega til að styrkja yerslunina, sem ekki mun af veita. í Reykjavík má svo vænta þess að samkeppnin verði fljót að lækka verðið aftur á móti þessu ef búðir þar reynast ofaldar um fimmkallana. Plast gegn rasli Garri er þess vegna á því að þegar verðstöðvun rennur út eigi verslanir landsins hiklaust að halda sitt strik með fimmkailinn fyrir plastpokana. Fyrir því era tvær ástæður. Fyrir það fyrsta verður það til þess að við, sem kaupum í matinn í búðunum, hættum að bruðla með pokana eins og við höfum gert. Við látum okkur þá kannski duga fjóra poka þegar við hefðum annars gripið fimm, og þegar heim kemur röðum við þeim snyrtilega á vísan stað en hendum þeim ekki beint í ruslið. Og það er víst að við höfum ekki nema gott af því að venja okkur á svolítið meiri ráðdeildar- semi í pokamálunum. Og að hinu leytinu tökum við þá á okkur að borga túkali af hverjum plastpoka til að vinna á móti gróð- ureyðingu og náttúruspjöllum hér á landinu okkar. Ætli nokkur, sem á annað borð hugsar málið, lcyfi sér í alvöru að sjá eftir þeim aurum? Nánast allir landsmenn gera meira eða minna af því að ferðast um landið á hverju ári. Neitar einhver því að það sé mikil náttúru- fegurð á íslandi? Og neitar einhver því að við þurfum að standa vörð um þessa náttúrufegurð svo að hún sé ekki eyðilögð fyrir okkur? Ekki trúir Garri því. Og hvað er þá einn túkall af hverjum plastpoka sem við tökum með okkur úr búðun- um? Og það jafnt þó að búð í kröggum fái þá kannski annan túkall á móti og rikLskassinn fimmtu krónuna í söluskatt eins og lög munu gera ráð fyrir? Nei, hér verður að hugsa stórt og láta ættjörðina hafa sitt. Þess vegna hvetur Garri verslanir ein- dregið til að halda sitt strik með plastpokagjaldið. Það veitir ekki af því. Garri. VITTOG BREITT Landið málað rautt Áinundi Ámundason er hæfi- leikaríkasti leikstjóri landsins. Uppsetningar hans eru einkar hug- ntyndaríkar og hann slær öll að- sóknarmet þegar hann ferðast með verk sín um landið, hvort sem þar er á ferð dönsk stelpa að sápa kroppinn sinn í bala uppi á sviði félagsheimilanna eða stjórnmála- garpur að spyrja hver eigi landið. Svör hafa ekki fengist. Nú hefur Ámundi viðað að sér í enn nýja sýningu og leggur upp með hana á morgun. Balinn er skilinn eftir heima og unnið e^ að smíði leikmyndar, sem saman- stendur af tveim ræðustólum úr rauðum vínviði, hreinum. Ljósa- meistari sýningarinnar tendrar sól- ir og rauðar eldglæringar munu leika um öll þau byggðarlög sem Ámundi leggur leið sína um með sýninguna. Leikendur í uppsetningu Ámunda eru engir nýliðar á sviði og munu áreiðanlega taka sig sköruglega út í rauðu vínviðar- ræðustólunum. Stórkostleg sviðsetning Láti einhver sér detta í hug að hér sé verið að grínast skal tekið fram að hér er verið að skrifa af römmustu alvöru. Alþýðublaðið hefur verið dug- legt að fá spaklega pistla að láni úr Tímanum, og er því það ekki of gott. En nú ætlar Tíminn sér þá nýlundu að birta klausu úr Alþýðu- blaðinu og hana ekki af verri endanum. Fyrirsögn á forsíðu Alþýðu- blaðsins: „Fundarherferð Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars hefst nk. föstudag: RAUÐAR SÓLIR OG BLYS“ Fréttin: „Fundarherferð for- manna Alþýðuflokkanna (svo !!!) sem ber heitið „Á rauðu ljósi“ mun Ámundi tendrar eldglæringamar. jU Jón Baldvin Ólafur Ragnar Baðaðir rauðum Ijósum ■ vínrauð- um ræðustólum. bera nafn með rentu. Fyrir fyrsta fundinn sem haldinn verður nk. föstudag á ísafirði, verður rauðum sólum skotið á loft og rauð blys tendruð kringum bæinn til að minna á fundinn. Þá er verið að sérsmíða tvö ræðupúlt fyrir for- mennina sem fylgja munu ræðu- mönnunum á ferðalagi þeirra um landið, og eru púltin úr vínrauðum viði. Fundarherferð þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar for- manns Alþýðuflokksins og Ólafs Ragnars Grímssonar formanns Al- þýðubandalagsins hefst nk. föstu- dag þ. 14. janúar með fundi í Alþýðuhúsinu á ísafirði kl. 20.30. Tveir fundir verða haldnir sömu helgi til vibótar á laugardeginum á Akranesi og á sunnudeginum á Selfossi. Ámundi Ámundason sem skipu- leggur fundarherferð formann- anna, hefur haft í mörgu að snúast fyrir ferðina. Að sögn Ámunda mun ráðgert að skjóta rauðum sólum á loft og tendra rauð blys á þeim stöðum sem fundir með for- mönnum A-flokkanna verða haldnir. „Með þessum hætti viljum við lýsa bæina rauða fyrir fundina, og minna á yfirskrift fundarher- ferðarinnar Á rauðu ljósi,“ segir Ámundi við Alþýðublaðið. Þrír húsasmiðir (???) hjá TM- húsgögnum vinna nú að því að leggja síðustu hönd á tvo ræðustóla úrvínrauðum viði, en formennimir munu standa í sitthvoru púltinu á sviðinu er þeir flytja ræður sínar og svara fyrirspurnum. Þá er ráðgert að tveir menn stjórni spumingum úr sal og haldi uppi spurningaregni á formennina tvo.“ Skrautiegar eldglæringar Við þetta er litlu að bæta. Það er greinilegt að Ámundi hefur lagt sig allan fram um að gera uppsetningu sína á „Á rauðu ljósi" sem vegleg- asta úr garði. Talsverð forkynning hefur verið á framtakinu og nokk- uð fjallað um það í blöðum, þótt fyrirbærinu hafi ekki áður verið gerð eins ítarleg og fróðleg skil og í Alþýðublaðinu í gær. Menn vænta mikils af höfuðpers- ónunum í uppsetningu Ámunda, enda eru þar á ferð valinkunnir og hæfileikaríkir ræðuskörungar sem áreiðanlega munu taka sig stór- fenglega út í vínrauðum ræðustól- um, baðaðir rauðum ljósum af sólum og blysum og það á eftir að koma í ljós hve lengi enn Alþýðu- blaðið þarf að ræða um einn, tvo eða fleiri Alþýðuflokka. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.