Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. janúar 1989 Tíminn 15 MINNING Pálmi Frímannsson Fæddur 1. ágúst 1944 Dáinn 5. janúar 1989 Foreldrar: Frímann Pálmason og Guðfinna Bjarnadóttir, Garðshorni, Hörgárdal. Stundum þrengir fortíðin sér að, með slíkum ofurþunga, að maður rís varla undir byrðinni. Dagurinn verð- ur svo ógnarlega stuttur og myrkrið skammt undan. Manni finnst til- gangsleysi lífsins kristallast í hnot- skurn og ógnin ein og örvæntingin ráða ríkjum. Einhvern veginn er það nú samt svo að tilveran hefur mikilvægan tilgang í sjálfu sér og líf hvers manns og framlag til samtím- ans markar spor, sem ekki verða afmáð. Mannkynssagan skráir kannski ekki afreksverk einstakling- anna vegna þess að þau marka ekki djúpa ristu í gang alheimssögunnar, en engu að sfður hefur genginn vinur markað djúpa ristu í tilveru mína og þína á þann hátt að við erum annað fólk eftir en áður. Þannig er nú tilveran hverjum manni mikilsverð. Hver maður markar spor í harðfenni samfélagsins, sem mást ekki brott, hvorki í veðri né vindum. Pálmi Frímannsson markaði mörg slík spor og sum djúp. Okkar samfélag var sterkast á menntaskólaárunum, þegar setið var í frístundum og mikilvægi tilverunn- ar rætt af djúpu viti, fjöllin klifin um helgar og ljóð ort á dýrum stundum. Á þessum árum var Pálmi ætíð í forystu fyrir hópnum og aldrei skellt skollaeyrum við hans áliti. Þessir merkilegu tímar í lífi okkar hafa síðar oft orðið tilefni upprifjunar á skemmtilegum atburðum eða minn- isstæðum tiltækjum og ætíð er nafn Pálma nefnt fyrst, einkum vegna þess, hversu mikilvægu hlutverki hann gegndi í forystu hópsins. Ég trúi því að mörg þau viðhorf, sem Pálmi hafði, hafi mótað okkur mörg á ýmsa lund. Ég fer ekkert leynt með það, að ef maður varð fyrir því, að taka sér of djúpt af skálum gleðinn- ar, þá fékk maður stundum nokkurt samviskubit og fann sig knúinn til þess að reyna að afsaka sig á ein- hvern hátt næst þegar maður hitti Pálma. Svo sterk voru hans andlegu tök á sumum okkar. Nú er skarð fyrir skildi, en í þessu skarði standa minningar um mann, sem hafði það að markmiði að vera góður íslendingur, vinna sinni þjóð og sínu fólki af hégómalausum metn- aði og trúmennsku. Hann barðist alla sína tíð fyrir hollu og heilbrigðu líferni fólks, bæði andlegu og líkam- legu. Hann gaf sjálfur fallegt for- dæmi um hverskonar lífi hann vildi að aðrir lifðu. Pálmi Frímannsson var alinn upp í sveit. Frá blautu barnsbeini þar sogar hann í sig það besta sem völ er læknir, Stykkishólmi á úr íslenskri bændamenningu. Hann er rótfastur í íslenskri mold, hann er fjarhuga gróðafíkn og sýnd- armennsku auðsins, hann er og verð- ur fulltrúi þeirra sem hafa trú á íslenskri þjóð og telja að hún eigi sér framtíð. Ég held að þetta hafi verið megin inntakið í afstöðu hans til hlutanna. Pálmi Frímannsson, hafðu heila þökk fyrir samfylgdina, hún hefur rist dýpri spor en nokkurn grunar. Eiginkonu, börnum, systkinum og öllu öðru nákomnu fólki færum við hugheilar samúðarkveðjur. Á erfiðum stundum ríður mest á að finna það sem er mikilvægast. í þessu tilfelli getum við öll þakkað fyrir það að hafa átt kost á að kynnast góðum manni, sem vildi gjöra sitt besta, svo allir mættu einhverja gæfu hljóta. Jón Hjartarson, Hreinn Hjartarson. Pálmi er dáinn. Fréttin barst okk- ur til Stykkishólms þann 5. janúar. Fánar blöktu hvarvetna í hálfa stöng, bærinn var hnípinn. Þetta kom okkur vissulega ekki að óvör- um, en erfitt reynist samt að sætta sig við og skilja slíkt, að ungur maður, sem lifað hefur svo heil- brigðu lífi, sé burt kallaður á þennan hátt. Fyrir um það bil ári síðan varð sjúkdóms vart, en hann var tilbúinn að berjast gegn honum og vonaði að hann yrði einn af þeim sem slyppi. Þrek hans og kraftur var aðdáunar verður. Pálmi kom til starfa sem heilsu- gæslulæknir í Stykkishólm árið 1974 og starfaði hér meðan heilsa leyfði. Hann var mjög félagslyndur og nutu Stykkishólmsbúar svo og aðrir Snæ- fellingar þess. Það sem mér er efst í huga eru störf hans í þágu ung- mennafélagshreyfingarinnar sem voru mikil og margvísleg. Fyrir þau vil ég flytja þakkir. Árið 1978 var hann kosinn formaður Héraðssam- bands Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu og gegndi hann því starfi í tvö ár, en þá tók hann við gjaldkerastarfi sama félags um nokkurra ára bil og eftir það ávallt í stjórn þar til á sl. ári. Það skipti hann ekki máli hvaða embætti hann gegndi, gat verið þar sem þörf var hverju sinni. Hann var kosinn formaður UMF Snæfells í Stykkishólmi í ársbyrjun 1984 og gegndi því starfi meðan kraftar leyfðu. Ég átti þess kost að starfa með honum lengst af þessi 11 ár sem hann starfaði innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vinna með honum í þessum félagsskap. Pað var sama hvað um var að ræða þegar leitað var til hans, hvort var að lesa yfir og lagfæra stafsetningu í fréttabréfi eða annað, hann var sannur félagi á allan hátt; aldrei var ég minni eftir að hafa leitað aðstoðar hans. Hann var ólat- ur og vann sjálfur verkin hver sem þau voru: merkja íþróttavöllinn, undirbúa íþróttamót og vinna á þeim, eftir því sem tími leyfði frá starfi hans. Þess er skemmst að minnast fyrir ári síðan þegar við undirbjuggum ársþing H.S.H. þá var hann nýkominn úr aðgerð, en ekkert stöðvaði áhuga hans við að leggja okkur lið. Þegar langt var liðið á kvöld bað ég hann að fara að hvfla sig, en hann sagðist ekki vera þreyttur. Þegar ég benti honum á að hann væri búinn að reka mig heim ef ég væri í hans sporum, sagði hann það vera rétt. UMF Snæfell varð 50 ára á sl. hausti og var því fagnað í Félags- heimilinu í Stykkishólmi. Þetta var eftirminnilegur dagur og glöddumst við yfir því að hann gat verið með okkur og gegnt hlutverki formanns. Snæfell stendur nú í blóma, hefur unnið sér góðan sess hér meðal íbúa. Foreldrar eru virkir í starfi og er þetta ekki síst vegna þess hve farsæl- lega hefur verið stjórnað á undan- förnum árum. Við foreldrar eigum margt að þakka og veit ég að ég mæli þar fyrir munn margra, því hvað er betra en að vita af barninu eða unglingnum sínum við holla iðkun íþrótta. Hann hugsaði mikið um fyrirbyggjandi starf og var fróðlegt að ræða þau mál við hann. Ég og fjölskylda mín kveðjum hann með innilegri þökk og biðjum guð að styrkja Heiðrúnu og dæturn- ar á erfiðum stundum. Missir þeirra er mikill, en minningin um góðan föður lifir. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð. Magndís Alexandersdóttir 11111111 BÓKMENNTIR llli;iillllll Jillljl:!!||llll^ .............................................................................................................................................................:l|illllli:i.l;lilll|l^ „Tónlistin þagnandi“ Steinar Jóhannsson: Lýsingarháttur nútíðar, Skákprent, Rv. 1988. Lýsingarháttur nútíðar er sú mynd sagnorða sem endar á -andi, svo sem gangandi, hlaupandi, syngjandi og svo. framvegis. í þessari litlu ljóða- bók beitir höfundur þessu vel þekkta málfræðifyrirbæri á einum stað skipulega til að sérkenna Ijóð; það heitir Laugardagsnótt, ber undirtitil- inn lýsingarháttur nútíðar og er svona: Tónlistin þagnandi ljósin kviknandi fólkið streymandi út á götuna Leitandi haldandi kyssandi Stúlkurnar dettandi málaðar hlæjandi grátandi Dílarnir skríðandi Nóttin brennur hjörtun slá svo ört Þetta er hvað seni öðru líður óvana- legt; vissulega ekki vandaður ís- lenskur lausamálsstíll að hefðbundn- um skilningi, en í ljóði fer þetta hreint ekki illa. Aðeins er spurning hvort ekki hefði mátt stíga hér skrefið til fulls og hafa öll sagnorð ljóðsins í sama lýsingarhættinum, líka þau að mála, brenna og slá. Annars er þetta fyrsta bók rúm- lega tvítugs háskólanema, og ber þess reyndar nokkur merki að unt frumraun hans er að ræða. Svo er að sjá að höfundur hafi kosið sér þá aðferð að leitast fyrst og fremst við að draga upp myndir í ljóðum sínum, ekki síst innhverfar hugrenn- ingamyndir. í>ó er þarna líka dálítið af myndum af áþreifanlegri hlutum, en sameiginlegt einkenni á mynd- máli bókarinnar er þó að það er frekar einhæft og sýnir tæplega nægi- lega nýstárleg myndefni til þess að verulegt bragð geti talist vera að. En þó má alltaf vænta þess að slíkt geti breyst hjá mönnum með vaxandi lífsreynslu eftir því sem árunum fjölgar. -esig Fundir um atvinnu- og efnahagsmál Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, heldur fundi um at- vinnu- og efnahagsmál á eftirtöldum stöðum: Reykjavík fimmtudag 12. jan. Átthagasal Hótel Sögu kl. 20.30. Reykjanes laugardag 14. jan. Stapa kl. 14.00. Suðurland sunnudag 15. jan. Hvolsvelli kl. 15.00. Norðurland-E, þriðjudag 24. jan. Hótel KEA kl. 21.00. Vesturland, fimmtudag 26. jan. Dalabúð, Búðardal kl. 20.30. Austurland, laugardag 28. jan. Egilsstaðir kl. 15.00. Vestfirðir, sunnudag 29. jan. Félagsheimilinu, Patreksfirði kl. 16.00. Norðurland-V, laugardag 4. feb. Varmahlíð kl. 14.00. Allir velkomnir Þorrablót í Kópavogi Hið árlega þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið að venju 1. laugardag í þorra 21. janúar n.k. kl. 20 í Félagsheimili Kópavogs. Hin landsþekkta hljómsveit Lúdó og Stefán leikur fyrir dansi. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Miðapantanir: Einar (s. 41590 og 43420) Ásta(s. 40229) Skúli (s. 41801) Jón (s. 46724) Framsóknarfélögin í Kopavogi Óska eftir mjólkur- kerfi (kútakerfi) í mjaltagryfju Einnig mjaltabás. Upplýsingar í síma 98-78468. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3 Arkitekt Á Borgarskipulagi er laus staða arkitekts. Leitað er eftir einstaklingi með reynslu og þekkingu á skipulagsmálum. Umsóknir með upplýsingum um nám og starfs- reynslu berist Borgarskipulagi eigi síðar en 1. febrúar. Þökkum innilega samúð okkur sýnda við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Theodóru Sigurðardóttur Holtsgötu 41, Reykjavík Steinþór Steingrímsson Sigurður örn Steingrímsson Sigrún Steingrímsdóttir Hreinn Steingrímsson Svala Wigelund Guðrún Blöndal Bjarni Magnússon Steingrímur Steinþórsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.